Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994
43
Málarekstur Green-
peace vegna THORP
Frá Peter Melchett:
ÁSTÆÐA þess að ég skrifa Morg-
unblaðinu þetta bréf er sá mikli áhugi
sem blaðið hefur sýnt og sá mikli
stuðningur sem fram hefur komið í
skrifum þess við yfirlýsingar Alþing-
is vegna THORP-endurvinnslustöðv-
arinnar nýju í Sellafield í Bretlandi.
Stuðningur Morgunblaðsins við af-
stöðu Alþingis kom fram með af-
dráttarlausum hætti í grein sem birt-
ist 18. desember í fyrra og bar fyrir-
sögnina „Ógnun við efnahagslega
framtíð íslands."
Ég taldi því rétt að gera stuttlega
grein fyrir stöðu þessa máls í Bret-
landi. Greenpeace-samtökunum og
sveitarstjórn Lancashire hefur nú
verið veitt heimild til að skora á
hólm þá ákvörðun bresku ríkisstjórn-
arinnar að veita THORP-stöðunni
vinnsluleyfi fyrir rétti í Lundúnum í
samræmi við sérstök lagaákvæði þar
að lútandi.
Sveitarstjórn Lancashire er fulltrúi
þeirra sem búa á svæðinu suður af
Cumbria þar sem Sellafield er starf-
rækt. Á meðal þeirra sem búa í Lanc-
ashire er að finna sérstakan „áhættu-
hóp“ þ.e. fólk sem er sérlega hætt
við áhrifum þeirra efna sem losuð
eru frá Sellafield. Lögum samkvæmt
þarf ríkisstjórnin að hafa samráð við
sveitarstjórn Lancashire áður en lögð
er blessun yfir losun efna frá Sellafi-
eld.
Málið var tekið fyrir í Lundúnum
7. þessa mánaðar og lauk málflutn-
ingi þann 17. Við væntum þess að
niðurstaðan verði gerð opinber fýrir
7. mars.
Helstu röksemdir okkar í máli
þessu eru þær að stjórnvöldum beri
lögum samkvæmt skylda til að gang-
ast fyrir opinberri rannsókn á efnum
þeim og áhrifum þeirra sem losuð
verða frá THORP-stöðinni áður en
vinnsluleyfi er veitt. Líkt og alkunna
er teljum við að á engan hátt sé
unnt að réttlæta endurvinnslu og að
engin eftirspum verði eftir því dýra
úraníum sem þar verður framleitt.
Við teljum einnig að framleiðsla plú-
tóníums í stöðinni muni fela í sér
algjöriega óásættanlega ógnun við
öryggi allrar heimsbyggðarinnar.
Verði THORP-stöðin tekin í notkun
mun fólk um allan heim verða fyrir
fjórum sinnum meiri geislun en
nokkru sinni hefur mælst frá Sellafi-
eld-stöðinni. Þjóðum við Norður-Atl-
antshaf stafar sérstaklega ógn af
þessari geislun.
Auk þessa sem hér hefur verið
talið hefur komið fram mjög mikil
andstaða við THORP-stöðina í Bret-
landi sem og um heim allan. Rúm-
lega 90.000 manns .og 100 nefndir
og ráð á lægri stigum stjómsýslunn-
ar í Bretlandi hafa mótmælt THORP-
stöðinni og krafist opinberrar rann-
sóknar. A alþjóðavettvangi hafa
þessi áform einnig verið fordæmd.
Samþykktir Alþingis hafa reynst
mikilvægar í þessu samhengi og vak-
in hefur verið athygli dómstólsins í
Lundúnum á þeim og þeirri andstöðu
sem fram hefur komið á alþjóðavett-
vangi.
Það er kostnaðarsamt að hefja
slíkan málarekstur og til þess að það
reyndist unnt varð Greenpeace að
biðja um aðstoð stuðningsmanna
sinna í Bretlandi. Þrátt fyrir að mik-
ill efnahagssamdráttur hafi verið
VELVAKANDI
ERÞETTA
HEIMILT?
MIG LANGAÐI að fá svör við
því hvort Stöð 2 sé heimilt að
rukka fyrir heilan mánuð í áskrift
þegar áskriftin er ekki keypt fyrr
en eftir miðjan mánuð. Þannig
var málum háttað að ég gerðist
áskrifandi að Stöð 2 22. janúar
sl. Síðan berst mér reikningur frá
fyrirtækinu sem hljóðaði upp á
tvo mánuði, þ.e. janúar og febr-
úar. Nú er ég alls ekki sáttur við
að þurfa að borga fyrir tíma sem
ég hef ekki getað horft á dag-
skrána og er spurn hvort þetta
standist samkvæmt lögum, en
siðferðilega er þetta náttúrulega
alrangt.
8170-1741
ÞAKKIRTIL
TOYOTA
KONA hringdi og vildi koma á
framfæri þakklæti til Toyota-
umboðsins fyrir góða þjónustu.
Bíll hennar af Toyotagerð bilaði
og fór hún fram á að umboðið
tæki þátt í kostnaðinum. Það
bætti um betur og borgaði vara-
hlutinn og vinnuna við að koma
honum í. Þetta ber að þakka.
KANNAST EINHVER
VIÐ KVÆÐIÐ
HALLDÓRA Halldórsdóttir
hringdi og óskaði eftir upplýsing-
um um kvæði sem Karlakórinn
Stefnir söng og man hún ekkert
úr kvæðinu nema þessar línur:
„Sumri hallar, hausta fer.“
Kannist einhver við þetta kvæði
er hann vinsamlega beðinn að
hafa samband við hana í síma
73304.
Armband tapaðist
SILFURARMBAND frá Jens
tapaðist aðfaranótt sl. laugar-
dags, líklega á leiðinni frá Báru-
granda og að Þjóðleikhússkjallar-
anum, þó gæti verið um fleiri
staði að ræða. Finnandi vinsam-
lega hringi í síma 626639.
Armband tapaðist
GULLARMBAND tapaðist á
leiðinni frá Bergþórugötu að
Þjóðleikhúsinu sl. föstudag. Arm-
bandið hefur tilfinningalegt gildi
fyrir eigandann. Finnandi vin-
samlega hringi í vinnusíma
812111 eða heimasíma 19862.
Fundarlaun. Anna Margrét.
Taska tapaðist
KVENTASKA með ýmsum mun-
um fannst vestan við syðri Tjöm-
ina. Upplýsingar í síma 13746.
Hjólkoppur tapaðist
HJÓLKOPPUR af Nissan tapað-
ist á leiðinni frá Fjallaseli um
Skógarsel og upp Breiðholts-
braut. Finnandi vinsamlega
hringi í síma 653610.
PLASTPOKI með fatnaði er bú-
inn að vera í óskilum í verslun-
inni Habitat frá byrjun febrúar.
í pokanum er peysa og slæða.
Eigandi má hafa samband við
verslunina eða í síma 625870.
GÆLUDÝR
Kettlingur í óskilum
GRÁR kettlingur fannst í Unu-
felli 13 sl. sunnudagsmorgun.
Upplýsingar í síma 73646 eða
vinnusíma 74460. Ragnheiður.
Kanínur
ÓSKUM eftir kanínu, helst með
búri. Erum miklir dýravinir og
lofum góðu heimili. Upplýsingar
í síma 19425.
ríkjandi í Bretlandi hafa rúmlega
14.000 stuðningsmenn Greenpeace
lagt fram rúmlega 205.000 sterlings-
pund til að gera okkur fjárhagslega
kleift að reka þetta mál.
Ég veit að á íslandi telja menn á
stundum að Greenpeace í Bretlandi
safni einkum fé í krafti herferðar
sinnar gegn hvalveiðum í ábata-
skyni. Raunar er það svo að í fyrra
var engri fjársöfnun á vegum sam-
takanna í Bretlandi svo vel tekið sem
THORP-söfnuninni. Nú nýverið fór-
um við fram á stuðning til þess að
unnt reynist að fjármagna herferð
okkar gegn framleiðslu á ózon-eyð-
andi efnum og aðgerðir okkar sem
miða að því að stöðva losun eitur-
efna, einkum klórsambanda, í hafið
við Bretland.
Ég mun fúslega veita nánari upp-
lýsingar um málareksturinn í Lund-
únum. Mér er fullkunnugt um að
ísland hefur í mörgum tilfellum
reynst umhverfísverndarsinnum
mikilvægur bandamaður.
Frábær frammistaða íslendinga í
umræðum þeim sem fram hafa farið
um að styrkja alþjóðlega sáttmála
um verndun hafsins, einkum á vett-
vangi PARCOM og Lundúnasáttmál-
ans, hefur verið Greenpeace í Bret-
landi sérstakt fagnaðarefni. Á vett-
vangi beggja þessara sáttmála hefur
breska ríkisstjómin verið einangruð
og á það bæði við um losun geisla-
virkra efna frá Sellafield og um losun
geislavirkra úrgangsefna á hafi úti.
Við teljum að sú ákafa barátta sem
við höfum háð gegn bresku ríkis-
stjórninni og þeirri afstöðu stjórn-
valda að áfram beri að losa hættuleg
úrgangsefni í hafið hafí reynst gífur-
lega þýðingarmikil er samþykktar
hafa verið ályktanir á vettvangi þess-
ara alþjóðasáttmála. Þessar sam-
þykktir fela í sér að Bretar munu
þurfa að láta af þessu atferli sínu.
Nú hyggjumst við, með stuðningi
ríkja á borð við ísland, tryggja að
bresk stjómvöld standi við þær
skuldbindingar sem Bretar hafa tek-
ið á sig á alþjóðavettvangi. Umhverf-
ið og lífríki jarðar mun ekki njóta
fullnægjandi verndar fyrr en ríki
heims taka á sig þær skuldbindingar
sem alþjóðasáttmálar kveða á um.
Engu breytir þótt breska ríkisstjóm-
in kunni að hafa neitað að fallast á
tillögur þessar er þær vom fyrst fram
bornar.
í lokin vilja ég þakka Morgunblað-
inu þann mikla áhuga sem það hefur
sýnt þessu máli. Það er algjörlega
nauðsynlegt að stjórnvöldum í Bret-
landi sé ljóst að standa þarf við þær
samþykktir sem gerðar hafa verið á
alþjóðavettvangi. Á sama hátt er
mikilvægt að Bretar geri sér ljóst
að þeir geta ekki hundsað áhyggjur
og hagsmuni nágrannaríkja sinna
þegar rætt er um framtíð THORP-
stöðvarinnar.
PETER MELCHETT,
framkvæmdastjóri
Greenpeace í Bretlandi.
LEIÐRÉTTINGAR
Ónákvæmni gætti í frásögn í blað-
inu í fyrradag af einu þeirra orku-
bótamála sem nýlega var dæmt í
Héraðdsómi Reykjavíkur. Þar sagði
af manni sem fékk dæmda eina millj-
ón króna í bætur vegna 10% læknis-
fræðilegrar örorku en samkvæmt
fjárhagslegu örorkumati dóm-
kvaddra matsmanna var örorkan
metin 0-3% eða 1,5% að jafnaði.
Krafíst hafði verið vegna mannsins
1,5 milljóna króna vegna fjárhags-
legs tjóns, 400 þústind króna vegna
miskabóta og 372 þúsund króna
vegna launataps. Síðasta liðnum var
hafnað í dómi vegna óreglulegra
launa mannsins, en að frádregnum
220 þúsund krónum sem hann hafði
áður fengið frá tryggingafélaginu
og 250 þúsund krónum frá Trygg-
ingastofnun og að teknu tilliti til
skattleysis bótanna voru honum
dæmdar í héraðsdómi milljón krónur
í bætur vegna örorkutjóns og miska,
eða meira en varakrafa hans í dóms-
málinu þær bætur hafði numið en
heldur lægri fjárhæð en aðalkrafa
nam.
Jónasson ekki Jónsson
í fyrirsögn og myndatexta í blað-
inu í gær var farið rangt með föður-
nafn Trygga Jónassonar kíróprakt-
ors í Reykjavík, sem ritaði grein sem
birtist á bls. 12 í Morgunblaðinu í
gær. Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
Reykholtsskóli
1954-1958
Nemendur frá Reykholtsskóla veturna ca. 1954-
1958 hafa ákveðið að hittast í Skuggasal Hótels
Borgar föstudagskvöldið 4. mars.
Upplýsingar í símum 681130 Sigurður Fjeldsted á
daginn og 72721 Hildur, 77666 Siddý á kvöldin.
V I K I N G A
*
Vinningstölur
23. febr. 1994
| VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
n >-> 0 34.405.000
EJ 5 af 6 LÆ+bónus 0 362.572
O 5afe 3 94.959
jQj 4 af 6 204 2.221
EV 3 af 6 CJ3+bónus 786 247
fjj Uinningur fór til:
Aöaitölur:
@(26) (33;
BÓNUSTÖLUR
5)á4)(28
35.699.675
áisi.: 1.294.675
UPPLYSINGAR, SÍMSVARI91* 68 15 11
LUKKUUNA 99 10 00 • TEXTAVARP 451
BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
(Tvöfaldur 1, vinningur næst)
Fjör & fjölbreytni
í Kouiportirni
Ank sífrreytilegs ogfíöllnvytts nmrkaöslotgs Imerja
helgi erýmislegt sérstaki d döjinm ncestu helgaiv
MICHAEL JORDAN í Kolaportinu
Spennandi sértilboð á bókamarkaðnum næstu tvær helgar...
STÓRSÝNING í KOLAPORTINU HELGINA 12.-13. MARS
Stórsýning á tölvum, hugbúnaði og fjölbreyttum tæknivörum.
Aliueasamir báttakendur hafi samband sem fvrstl
Félagasamtök, verslanir og einstaklingar selja notuð og ný húsgögn.
Uppboð Háskólakórsins á sunnudeginum.
Áhugasamir seljendur hafi samband sem fyrst!
SAFNARADAGURINN
27. MARS
Safoaiar koma saman og s }na, selja og skipta á óhúlegustu
hlutum og má td. nefoa gamla hÆH klukkur og ú^teskebar,
eldsp} tustokka, penna, foímeiki, jólakort semetttuo.fL o.fl.
Áhugasamir fláttakendur hafi samband sem fyrst!
*
★
★ 2.-4 aprtl #
Kolaportið verður 5 ára ^
og haldið verður upp á afmælið um páskahelgina með alls konar
uppákomum í kamival stíl. Leikfélög, trúbadorar, dansarar, hljómlistarmenn,
félagsmiðstöðvar og aðrir sem vilja halda upp á þetta merkisafmæli með
okkur eru beðnir að hafa samband sem fyrst!
Erum einnig byrjuð að taka pantanir í takmarkaðan fjölda sölubása þessa
stærstu Kolaportshelgi ársins!
Hagsýnir selja í Kolaportinu...
Um 20.000 gestir heimsækja Kolaportiö hverja helgi I leit aö
kompudóti, útsöluvörum, matvælum, listmunum, safnarahlutum,
sælgæti og öðru góögæti. Þar er hægt aö selja hvaö sem er (i.r.l.o.v.)
og þéna góöan pening meö lítilli fyrirhöfn. Sölubásar eru fáanlegir í
ýmsum stæröum og kosta aöeins frá kr. 1.245,- til 4.500,- pr. dag.
Leitið nánari upplýsinga og pantið pláss í síma 625030.
KCXAPORTIÐ
MARKAÐSTORG
Fimm ára - á fullrí ferð!
mí