Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 35

Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 35 VIÐURKENNIN G Skákmenn bestir í Bolungar- vík 1993 Bolungarvík. Nýlega efndi íþróttaráð Bol- ungarvíkur til samsætis þar sem heiðraðir voru þeir íþrótta- menn sem skarað höfðu framúr á íþróttasviðinu á árinu 1993. Að þessu sinni ákvað íþróttaráð að sæmdarheitið íþróttamaður ársins árið 1993 hljrtu þeir fimm einstakl- ingar sem saman skipa 1. deildar skáksveit Bolungarvíkur. Skák- sveitina skipa þeir Hall.dór Gretar Einarsson, Magnús Pálmi Örnólfs- son, Magnús Siguijónsson, Unn- steinn Siguijónsson og Stefán Andrésson. Til grundvallar þessarar útnefn- ingar liggur m.a. góður árangur bolvískra skákmanna í keppnisliði skáksambands Vestfjarða í deildarkeppni íslands og frammi- staða í Vestfjarðamóti á sl. sumri og atskákmóti Vestfjarða. Þá stóðu þessir skákmenn sig sérlega vel á móti VISA-mönnum sl. haust þó ekki ynnist sigur á þeim enda við harðsnúið lið að etja. Ágúst Oddsson lýsti kjörinu og afhenti skákmönnunum sem sveitina skipa heiðursskjal og myndarlegan far- andbikar en þetta er í níunda sinn sem bikar þessi er afhentur. Að venju voru veittar viðurkenn- ingar fyrir góðan árangur í einstök- um íþróttagreinum. Þeir sem viður- kenningu fengu voru 5. flokkur UMFB í knattspyrnu, Pétur Geir Þeim var veitt viðurkenning fyrir góðan árangur. F.v. Sólberg Ásgeirsson, Pétur G. Svavarsson, Linda Jónsdóttir, Anna S. Gísla- dóttir og Guðmundur Gíslason. Morgunblaðið/Gunnar Hallsson 1. deildar skáksveit Bolungarvíkur ásamt forseta bæjarstjórnar Bolungarvíkur. F.v. Ágúst Oddsson, forseti bæjarstjórnar, Guð- mundur Daðason (í stað Stefáns Andrésarsonar), Unnsteinn Sigur- jónsson, Magnús Sigurjónsson og Magnús Pálmi Örnólfsson. Svavarsson leikmaður úr þeim flokki fyrir frábæran árangur með liðinu, Linda Jónsdóttir fyrir hesta- íþróttir, en hún var einmitt kjörin íþróttamaður ársins 1992, Anna Svandís Gísladóttir fyrir góða frammistöðu í körfuknattleik og Guðmundur Daðason fyrir miklar framfarir í skákíþróttinni. - Gunnar. VERÐLAUNAVEITING „í nafni föðurins“ fékk verðlaunin Bcrlín. Frá Hrönn Marinósdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. vikmyndin „í nafni föðurins" hlaut á mánudag gullbjörninn á 44. kvik- myndahátíðinni í Berlín. Verðlauna- myndin er sannsöguleg og segir frá fjórum írskum ungmennum sem voru neydd af bresku lögreglunni til að játa á sig glæp sem þau frömdu ekki. Atburðurinn gerðist á Englandi árið 1975 þegar írski lýðveldisherinn (IRA) sprengdi í loft upp tvo veit- ingastaði í smábænum Guildford með þeim afleiðingum að fimm létust og fjöldi slasaðist. Ungmennin voru dæmd í lífstíðarfangelsi. Síðar kom í ljós að breska lögreglan leyndi vís- vitandi gögnum sem sönnuðu sak- leysi fjórmenninganna. Myndin hefur þegar hlotið fádæma góðar viðtökur og er tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna en Daniel Day-Lewis fer með aðal- hlutverk og leikstjóri er Jim Sherid- an. Myndin er gerð í samvinnu íra, Breta og Bandaríkjamanna. Að þessu sinni kepptu 22 myndir um verðlaunin. Silfurbjörninn hlutu tvær myndir, kúbverska myndin „Jarðarber og súkkulaði" og rúss- nesk/franska myndin, „Ár hundsins". Verðlaun fyrir besta karlhlutverk hlaut Tom Hanks fyrir leik sinni í myndinni „Fíladelfía" og leikkonan Crissy Rock fékk verðlaun fyrir hlut- verk sitt í bresku myndinni „Lady- bird; Ladybird". „I nafni föðurins" er j;erð eftir ævisögu Gerrys Conlons, eins fjór- menninganna, sem sat fimmtán ár í fangelsi. í samtali við Morgunblaðið sagðist hann vona að myndin vekti fólk til umhugsunar um mannréttindi og að hún þrýsti á stjórnvöld og IRA að ná sáttum. Hann lýsti þeirri til- finningu að losna úr fangelsi eins og að hafa skorað sigurmark á heimsmeistaramótinu í fótbolta milli Ira og Englendinga, þegar fímm sek- úndur væru til leiksloka. íslenskar myndir á hátíðinni Mynd Hrafns Gunnlaugssonar, Hin helgu vé, var til sýninga í Panor- ama, flokki úrvalsmynda þar sem sýndar voru 53 myndir frá 31 landi en til greina komu 1.500 myndir í þennan sýningarflokk. Viðtökur meðal áhorfenda voru almennt góðar og í umfjöllun um myndina á þýskri útvarpsstöð var hún talin ein besta myndin í þessum flokki. Hugsanlegt er að myndin verði keypt til sýninga erlendis en hún hefur ekki verið sýnd áður á kvikmyndahátíðum. Kvik- myndasjóður íslands hélt hóf á undan frumsýningu myndarinnar til heiðurs Hrafni þar sem Ólafur Árni Gunnars- son söng við góðan orðstír. Myndin Stuttur Frakki eftir Gísla Snæ Erl- ingsson var sýnd á kvikmyndamark- aðinum sem haldinn er í tengslum við kvikmyndahátíðina. Markaður virðist verá fyrir ís- lenskar myndir í Þýskalandi því vel hefur gengið að koma myndum á framfæri á kvikmyndahátíðum auk þess sem fjöldi íslenskra mynda hef- ur verið sýndur í þýska sjónvarpinu. Alls um 650 myndir Hátfðin sem stóð í 12 daga er með stærri kvikmyndahátíðum í heimin- um en auk þeirra mynda sem kepptu um Berlínarbjörninn voru sýndar alls um 630 myndir. Sérstaka athygli fengu myndir frá Austur-Evrópu svo og myndir sem fjalla um sjúkdóminn eyðni. Heiðursgestur hátíðarinnar var leikkonan Sophia Loren og fékk hún gullbjörninn fyrir störf sín f þágu kvikmynda. Sophia, sem verður sex- tug í ár, undirbýr nú tökur á mynd undir leikstjórn Roberts Altmans sem tekin verður í París. •hits ihií you /ivif/i í<> in ifu' car >>n ihc *wy loday? •> iluunhs). A ctHupUidion ihinst. t'futi uc* inuxictw itttinvAfrtl you mrntly? <• tecviulv. i»v>l Ruw.h. I dul all I could to J hcanrtg Mt tilobby and l iV«t úw.ty wiih hcuting it «>nce bv rw>« fíMcning u> the rtidii*. m.wi csuaoidinaty thing th.it I hcard lavl v.us Bjork's ulhum. I teaUy lovc that. It cot to >n a vcry diifcrem levcl InJCausc it\ p>\ m>tb- f> do with what I d» <md vel at Ihc snme tinw xix puwionate and tK>wcrtuI. And thc *ay slu' •*>\ hcfsclf inlo it just«»K'áutiíuJ. /ímjh.v f/c/'t i.tj/i itf-faaiuuniHTof utt/ncn Iht' /MVf <7‘'<V </.'*'<«/<'>. W«ÍV SjfcSCX Ml flH'rtfJ- 'vmc i»r yfti? i uu'au wruJf.'inv' Wcll. I had ;i vcty b.id c.vpcri ; with cotuhsms bul I shouWnt toally tatk aboui hviusc it‘s í» hit likc savin*. Say Yo. To Or»n>>. IV rc <}// uiiuhi. Il.whcn I was 15. nn second sexual e.vpcfk’ncv wjih íi tondom. I luuln't uscd onc dunnc my . soxtuil cxpcncmc hut thc second timt 1 ttsed md.'tn and it bfokc. And thv girí pot prcgnam ink it's n,veiy diíficull situation hccausc idcaf- fU»rt'i hkc to inakc k>ve with a condom on. I d wr br moiK'gamous and get all the lcsts hut >• sú!l don't know Ik>w much a tcst ca» lell yvm. «tt‘t know tf tve'H evcr know. “(Jnce you lind out tnat money and success doesn’t do it, wherc go then? That’s a big dilemma.’ Eric Clapton lofar tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur í viðtalinu. TÓNLIST Clapton lofar Björk IJlata Bjarkar Guðmundsdóttur, Debut, stefnir á að komast í hóp mest seldu hljómplatna Bret- lands. Hún situr enn á breska breiðskífulistanum eftir 32 vikna setu og er í þriðja sæti listans, eftir velgengni Bjarkar á Brit-verð- launahátfðinni. Margir hafa líka orðið til að lofa plötuna og fyrir skemmstu birtist tíu síðna viðtal við Eric Clapton í helsta tónlistar- tímariti Breta Q. Þar ræðir Clapton um líf sitt og feril, en undir lok viðtalsins þegar hann er spurður hvaða nýja tónlist hafi heillað hann undanfarið svarar hann: „Upp á síðkastið hefur ekki margt heillað mig ... plata Bjarkar var sú stór- kostlegasta sem ég heyrði á síð- asta ári. Mér finnst hún frábær. Hún nær til mfn á sérstakan hátt, vegna þess að hún er svo frábrugð- in því sem ég er að gera sjálfúr og samt er hún ástríðufull og kraft- mikil. Og það er dásamlegt hvern- ig hún helgar sig verkinu. COSPER COSPER____________________________—^ g Passaðu þig á gangandi vegfarendur. ------------------------------------------

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.