Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 20

Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 Japaiii vill kaupa allt að 100 tonn af marglyttu JAPANSKUR kaupsýslumaður sem rekur fyrirtæki á sviði sjáv- arútvegs hefur áhuga á að kaupa verkaða marglyttu frá íslandi og áformar Sveinn Jóns- son oddviti í Árskógshreppi og fleiri aðilar að reyna veiðar og vinnslu þessa sjávardýrs næsta sumar. Fyrirhugað er að senda út í tilraunaskyni fjóra til fimm gáma af verkaðri marglyttu til að byija með. Sveinn greindi frá þessu á fundi um atvinnumál sem haldinn var í Sjallanum á Akureyri í fyrrakvöld, en Ríkisútvarpið á Akureyri stóð fyrir fundinum. Sveinn sagði í samtalið við Morgunblaðið að fyrir skömmu hefði Japaninn komið í heimsókn í Árskógshrepp en hann hefði mik- inn áhuga á að eiga viðskipti við íslendinga, m.a. vildi hann kaupa héðan ígulkerahrogn. Að sögn Sveins veltir fyrirtæki hans um 20 milljörðum króna, en þætti -ekki stórt á japanskan mæli- kvarða. Starfsmaður þessa fyrir- tækis er væntanlegur hingað til lands í næsta mánuði til að ræða um og leiðbeina heimamönnum um veiðar og vinnslu ígulkera. „Ástæðan fyrir því að þeir vilja skipta við okkur er sú að hér er hreint og gott hráefni að fá, en eftir slíku er menn famir að leita í auknum mæli,“ sagði Sveinn. Söltuð og þurrkuð Marglyttan verður veidd í net og síðan er hún látin liggja í salti í 6 vikur, þá er hún þurrkuð og sett í pakkningar. „Þetta er nokk- urs konar snakk, eftir þessa með- ferð verður marglyttan stökk, hún er skorin í ræmur og borðuð, það má líkja henni við franskar kart- öflur, nema hvað bragðið er allt annað,“ sagði Sveinn, en hann hyggst ásamt fleirum reyna fyrir sér í sumar með veiðamar. Hann sagði að lítið væri um slíkar veið- ar vitað á þessu stigi, né heldur væri málið svo langt komið að hann vissu um hvaða verð væri greidd fyrir þessa afurð. Japaninn hefur áhuga á að fá til að byija með fjóra til fimm gáma, eða allt að 100 tonn af saltaðri oer þurrkaðri marerlvttu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Skákmenn á Minjasafni ÞAÐ var frídagur hjá þátttakendum í íslandsbankamótinu, alþjóðlegu skákmóti sem staðið hefur yfír á Akureyri síðustu daga, og var hann notaður til skoðunarferðar um bæinn. Skákmennimir komu m.a. við á Minjasafninu þar sem þeir grófu upp gamalt tafl sem þeir prófuðu sér til gamans, Daninn Klaus Berg og Bandaríkjamaðurinn De Firmian, en Ivan Sokolov fvlndist crrannt, með. ,25.000 30.000 kr. afslátt af öllum sleðum kr. úttekt í aukahlutum og fatnaði Morgunblaðið/Runar Þór Stór verðkönnun í Eyjafirði NEYTENDAFÉLAG Akureyrar og nágrennis stóð í gær fyrir stórri verð- könnun í 9 verslunum á Eyjafjarðarsvæðinu. Könnunin var gerð í sam- vinnu við Vinnumiðlunarskrifstofuna á Akureyri, en fólk af atvinnuleysis- skrá framkvæmdi könnunina. Farið var í allar verslanirnar samtímis, en könnunin náði til 250 vöruflokka. Fólkið hittist á skrifstofu Neytendafé- lagsins þar sem Vilhjálmur Ingi Árnason formaður afhenti könnunarlista. Styrktartonleikar Á DEGI tónlistarskólanna, sem er á morgun, laugardaginn 26. febr- úar, verða haldnir styrktartón- leikar fyrir minningarsjóð Þor- gerðar S. Eiríksdóttur í Safnarð- arheimili Akureyrarkirkju og hefjast þeir kl. 16. Á tónleikunum leika nemendur og kennarar Tónlistarskólans á Akur- eyri, en sérstakur gestur verður Öm Magnússon píanóleikari sem er á meðal styrkþega úr sjóðnum. Efnis- skráin er fjölbreytt, en einkum verð- ur flutt kammertónlist. Aðgangur er ókeypis en tekið verður á móti frjáls- um framlögum í sjóðinn, sem pinnig er hægt að styrkja með því að kaupa minningarkort. Þorgerður fæddist árið 1954, hún lauk burtfararprófi frá Tónlistarskól- anum á Akureyri vorið 1971 og var nýkomin til Lundúna til að hefja framhaldsnám er hún lést af slysför- um í febrúar árið 1972. Markmið minningarsjóðsins er að styrkja efni- lega nemendur sem lokið hafa burtf- ararprófi við Tónlistarskólann á Ak- ureyri til framhaldsnáms, en frá upp- hafi hafa 34 nemendur notið styrkja úr sjóðnum. (Fréttatilkynning.) -----» ♦ ♦ Dorgveiðidag- ur í Olafsfirði DORGVEIÐIDAGUR fjölskyld- unnar verður haldinn á Ólafsfjarð- arvatni nk. sunnudag. Félagar frá Dorgveiðifélagi ís- lands verða á staðnum og leiðbeina' fólki. Veittar verða viðurkenningar fyrir þátttökuna, sérstakar * viður- kenningar í flokkum unglinga og fullorðinna fyrir stærstu fiskana. Veiði hefst kl. 10 um morguninn, en mæting er við laxeldisstöð Laxóss þar sem skráning fer fram. ■ LEIKFÉLAG Verkmennta- skólans á Akureyri sýnir söngleik- inn Jósep eftir Andrew Lloyd Webberog Tim Rice í Gryfjunni, sal skólans í kvöld, föstudagskvöld og laugardagskvöld, sunnudags- kvöld og mánudagskvöld, en allar sýningamar hefjast kl. 20.30. Bæta -þurfti við tveimur aukasýningum vegna mikillar aðsóknar, en uppselt á sýningamar á laugardags- og sunnudagskvöld. ■ ARNÞÓR Hreinsson opnar sýningu á tússpennateikningum, ol- íumálverkum og olíupastelverkum á Café Karolínu, Grófargili sunnu- daginn 27. febrúar. Hann er fæddur árið 1964 í Vestmannaeyjum og stundaði nám við MHÍ 1982-1986. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga, en hann tekur einmitt þátt í einni slíkri í Gerðubergi um þessar mundir. Arnþór hefur undanfarin ár unnið sjálfstætt að teiknum, list- málum og við tímarit. Sýningin er opin á opnunartíma kaffíhússins næstu vikur. ■ HADDA hefur hengt upp nokkrar myndir í Vinnustofugang- inum í Grófargili og er fólki vel- komið að líta inn og fá sér kaffí- sopa. Sýningin er opin frá þriðju- degi til föstudaga frá kl. 14 til 17 eða á sama tíma og vinnustofan Grófin. Sýningin stendur út mars- mánuð, en ætlunin er að leigjendur vinnustofanna haldi áfram að hafa fjölbrcytileg verk í vinnustofunni. ■ SÍÐUSTU sýningar verða á Góðverkunum hjá Leikfélagi Akureyrar um helgina. Mikil að- sókn hefur verið að þessum gaman- leik sem er eftir þijá Þingeyinga, Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Leikurinn þarf nú að víkja af fjölunum fyrir stórsýningu ársins, Óperudraugnum eftir Ken Hill sem verður frumsýndur í mars. Tvær sýningar verða á Góðverkunum um helgina, í kvöld, föstudagskvöld og laugardjigskvöld- ið 26. febrúar. Sýningum á Barpari er verður haldið áfram í „Þorpinu" nýju leikhúsi LA fram að páskum. ■ FÉLAG áhugafólks og að- standenda sjúklinga með Alz- heimersjúkdóm og skylda sjúk- dóma á Akureyri og nágrenni heldur fræðslufund í Dvalarheimil- inu Hlíð á morgun, laugardaginn 26. febrúar kl. 13. Sýnd verða myndbönd um sjúkdóminn og um- ræður verða um þau. Samtökin voru stofnuð í apríl 1992 og vinna þau nú að því að stofnuð verði dagvist eða sambýli fyrir sjúklinga á Akur- eyri. Allir sem áhuga hafa eru vel- komnir á fundinn. ■ SÓKN breskra togara á ís- landsmið 1919-1976 er heiti á fyrirlestri sem Jón Þ. Þór sagn- fræðingur flytur við Háskólann á Akureyri næstkomandi laugardag, 26. febrúar, kl. 14 í stofu 24. Jón Þ. Þór hefur ritað fjöldann allan af ritgerðum sagnfræðilegs eðlis í tímarit hér heima og erlendis. Af útgáfum frá hans hendi má nefna Landráð og landsfeður, Bréfa- skipti dr. Valtýs Guðmundssonar og Björns Jónssonar ritsljóra og ráðherra og Bréfabók Þorláks biskups Skúlassonar. Jón Þ. Þór er formaður alþjóðlegs sagnfræðifé- lags sem nefndist Association for the History of the Northern Seas en þau samtök efna til þings við Háskólann á Akureyri dagana 15. til 20. ágúst á sumri komanda. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.