Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994
31
fyrir sitt hlýlega viðmót og fyrir
það traust og þau góðu ráð sem
hann veitti mér í gegnum árin í
okkar samstarfi. Eftir að ég tók
við stöðu forstöðumanns rann-
sóknastofunnar, var ég svo heppinn
að geta leitað ráða hjá Guðlaugi,
sem ávallt fylgdist náið með starf-
semi hennar. Á síðasta ári gegndi
Guðlaugur að nýju stöðu forstöðu-
manns á rannsóknastofunni í u.þ.b.
fjóra mánuði á meðan ég yar í
starfsleyfi erlendis. Það er mál
flestra að Guðlaugur hafi á ný virki-
lega notið sín í sínu gamla starfi
og er ánægjulegt til þess að vita
að hann skyldi í lok starfsferils síns
fá að starfa í því umhverfi sem
hann átti svo ríkan þátt í að móta.
Ég og fjölskylda mín sendum
eiginkonu, syni, stjúpsyni og öðrum
aðstandendum Guðlaugs okkar
innilegustu samúðarkveðjur. Bless-
uð sé minning hans.
Franklín Georgsson.
Leiðir okkar Guðlaugs lágu fyrst
saman í ársbyrjun 1976 er hann tók
sæti í eiturefnanefnd, en undirritað-
ur var formaður þeirrar nefndar.
Nefndin sinnti margvíslegum störf-
um á sviði eiturefnafræði, m.a.
matvælaeiturefnafræði, sem nú,
eftir að nefndin hefur verið lögð
niður, er ýmist sinnt af mörgum
stofnunum eða í sumum tilvikum
hafa lent í útideyfu. Áhugasvið
Guðlaugs tengdist að vonum eink-
um matvælaeiturefnafræði, ekki
síst aukefnum og aðskotaefnum.
Er mér í minni, hve feiknamikla
vinnu við lögðum á fyrstu sam-
starfsárum okkar í gerð aukefna-
lista, og að gera þessa lista að þjál-
um gögnum fyrir þá, er nota þyrftu.
Hafði Guðlaugur gott lag á slíkri
vinnu.
Árið 1977 voru Matvælarann-
sóknir ríkisins settar á stofn undir
stjórn Guðlaugs. Síðar lagðist sú
stofnun undir Hollustuvernd ríkis-
ins. Fluttist Guðlaugur þá til þeirrar
stofnunar og var forstöðumaður
rannsóknastofu hennar. Matvæla-
rannsóknum ríkisins var valinn
staður í Skipholti 15 og einum
tveimur árum síðar fluttist skrif-
stofa eiturefnanefndar þangað í
næsta nábýli við skrifstofu Guð-
laugs.
Næstu tíu ár eða svo urðu sam-
skipti okkar Guðlaugs bæði mikil
og náin. Vegna vinnu annars staðar
gat ég einungis verið á skrifstofu
eiturefnanefndar sem svaraði til
eins dags í viku. Komu því ekki
sjaldan upp atvik, er sinna þurfti í
daglegu starfi nefndarinnar, en for-
maður alls fjarri. Guðlaugur var þá
eins og ólaunaður starfsmaður og
föstum starfsmanni nefndarinnar
jafnan innan handar við afgreiðslu
mála. Systir Guðlaugs, Ragnheiður,
sem starfaði með honum og nú er
einnig nýlátin, var mér sömuleiðis
betri en enginn. Á ég þessum systk-
inum margt að þakka frá þessum
árum og er sárt að sjá á eftir þeim
og raunar báðum fyrir aldur fram.
Leiðir okkar Guðlaugs lágu einn-
ig í mörg ár saman í íslensku mat-
vælarannsóknanefndinni, sem er
ein af undirnefndum norrænu mat-
vælarannsóknanefndarinnar. Guð-
laugur lagði einnig þessari nefnd
til mikla vinnu, og sem ætíð lagði
hann áherslu á hin hagnýtu atriði
í hverju máli. Mér er í þessu efni
í minni, er við Guðlaugur sátum
ásamt Ingimar Sigurðssyni, lög-
fræðingi, langtímum saman við að
þýða og stáðfæra snúinn reglugerð-
artexta norrænu matvælarann-
sóknanefndarinnar, en við þetta
verk sýndi Guðlaugur ótrúlegan
ERFIDRYKKJUR
IÍTIL ISJi
sími 689509
V J
sveigjanleika og þolgæði. Það var
leitun á betri manni en Guðlaugi
að vinna með, ef krafist var yfirlegu
og Jjolgæðis.
A vegum „nefnda okkar“ fórum
við Guðlaugur allmargar ferðir til
nálægra landa að hitta félaga okkar
og bera saman bækur okkar. Ekki
verður sagt, að Guðlaugur hafi oft
tekið til máls á slíkum fundum.
Hann lagði hins vegar fjarska gott
eyra við því, sem sagt var, og stofn-
aði til traustra kynna við menn.
Stundum var glaumur á slíkum
ferðum utan funda og mátti þá
heita, að Guðlaugur væri hrókur
alls fagnaðar, meðan hann var og
hét.
Síðustu ár ævi sinnar átti Guð-
laugur við erfiðan hjartasjúkdóm
að etja. Þurfti hann þá oft að vera
frá og fluttist til léttari starfa á
vegum Hollustuverndar. Naut hann
í þessu velvildar forstjóra Hollustu-
verndar, Hermanns Sveinbjarnar-
sonar, og sérstakrar hollustu og
tryggðar helsta samstarfsmanns
síns, Franklíns Georgssonar. Síð-
ustu ár sín sinnti Guðlaugur rit-
stjórn Hollustuverndartíðinda og
upplýsingarstarfi á vegum Holl-
ustuvemdar. Einnig í þessu starfi
urðu samskipti okkar Guðlaugs all-
nokkur.
Guðlaugur átti góða konu, Ing-
unni Ingvarsdóttur, sem í fjölda ára
hefur starfað í skrifstofu tollstjór-
ans í Reykjavík. Ingunn kom mér
fyrir sjónir sem hlédræg kona, sem
án efa veitti Guðlaugi mikið skjól
og sérstaklega þegar vonbrigði báru
við í starfi og veikindi sóttu að
honum á seinni árum. Sonur þeirra
er Hannes, vélstjóri.
Áður átti Ingunn son, dr. med.
Ingvar Bjarnason, sem lengi hefur
dvalist í Englandi við framhaldsnám
og síðar læknisstörf. Dr. Ingvar
lauk viðamiklu rannsóknastarfi með
doktorsritgerð, er hann kaus að
verja hér í Reykjavík. Fannst það
oft á, að Guðlaugur bar frama Ing-
vars fyrir bijósti engu síður en hann
væri hans eigin sonur.
Að leiðarlokum er nmrgs að
minnast um góðan dreng. Ég fagna
því, að Guðlaugur leystist frá erfiðu
veikindastríði, en samtímis rís hátt
söknuður eftir náinn félaga og góð-
an starfsmann.
Ég votta eftirlifandi eiginkonu,
syni, stjúpsyni og íjölskyldum
þeirra samúð mína.
Þorkell Jóhannesson.
Með örfáum orðum langar okkur
að kveðja kæran vin okkar, Guðlaug
Hannesson, sem kvaddur er hinstu
kveðju í dag.
Það koma fram í hugann margar
ljúfar minningar um samverustund-
ir okkar með þeim hjónum Ingunni
og Guðlaugi, bæði á heimili þeirra
og sumarbústöðum í Brekkuskógi,
Vaðnesi og við Álftavatn. Þetta er
okkur ógleymanlegur tími.
Ingunni og fjölskyldu sendum við
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Guðlaugs
Hannessonar.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Þínar vinkonur,
Guðbjörg og Ingunn.
Fleiri minningargreina.r um
Guðlaug Hannesson bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Birting afmælis- og
minningargveina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt-
ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsljórn blaðs-
ins Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar-
stræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
t
Ástkær eiginkona min,
AÐALHEiÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
Hjallavegi 31,
andaðist í Landspítalanum 24. febrúar.
Andrjés Gunnarsson.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
REGÍNA GUNNARSDÓTTIR,
Fannborg 7,
Kópavogi,
lést á heimili sínu 23. febrúar.
Halldór Jónsson,
Hrefna Gunnlaugsdóttir, Óli Viktorsson,
Jórunn Halldórsdóttir, Ragnar Óli Ragnarsson,
Esther Halldórsdóttir, Guðmundur S. Sighvatsson
og barnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR,
Maríubakka 22,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í
dag, föstudaginn 25. febrúar, kl. 15.00.
Ellert Jensson,
Helga Auðunsdóttir, Kolbeinn Sigurðsson,
Vilborg Auðunsdóttir
og barnabörn.
Ingibjörg Brynhildur
Pálsdóttir - Minning
Fædd 13. júlí 1928
Dáin 11. febrúar 1994
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allf.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Föstudaginn 11. febrúar fengum
við þær sorgarfréttir að Imma
frænka væri dáin. Okkur setti hljóð-
ar og hver og ein hugsaði með sér:
Hvers vegna hún? Imma sem alltaf
var svo hress og við gátum leitað
til þegar við komum til Reykjavík-
ur. Þær voru ófáar stundirnar sem
við áttum hjá henni, hvort sem var
á Vatnsstígnum eða í Hæðargarði.
Okkur finnst góðvild og fórnfýsi
Immu best lýst með því að hún tók
að sér að vera með yngstu systur
okkar, Ingu Jónu, fyrstu tvo mán-
uði ævi hennar er hún vegna veik-
inda þurfti að vera í Reykjavík.
Imma sagði mömmu að fara norður
til okkar þriggja, þar sem þetta var
rétt fyrir jólin og í mörgu að snú-
ast. Imma kom síðan fljúgandi
norður á Sauðárkrók á Þorláks-
messukvöld árið 1970 með Ingu
Jónu og fór aftur suður sama kvöld.
Við höfum alltaf sagt að hún hafi
fært okkur bestu jólagjöf sem við
höfum fengið.
Imma var elsta barn ömmu og
afa, þeirra Pálínu Bergsdóttur og
Páls Þorgrímssonar, en þau bjuggu
á Sauðárkróki. Þau voru fimm
stystkinin og eru þrjú þeirra á lífi,
faðir okkar Sigmundur og Jóhanna
og Bragi. Sigtryggur, sem var
næstelstur lést árið 1964.
Árið 1960 giftist Imma Jóni
Magnússyni útvarpsvirkja, en hann
lést árið 1981. Þau áttu tvo syni,
þá Pál Þorgrím, kona hans er Esth-
er Ragnarsdóttir, og Jón Brynjar,
en hann hélt heimili með móður
sinni.
Elsku Jón Brynjar, Páll og Esth-
er, missir ykkar er mikill og biðjum
við Guð að styðja ykkur og styrkja
á þessum erfiðu tímum. Minningin
um Immu lifir í hjörtum okkar allra.
Sigríður, Pálína,
Margrét og Inga Jóna.
Nafna mín, + ELÍNBORG GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Hnífsdal,
verður jarðsungin frá kapellunni í Hnífsdal laugardaginn 26. febrúar
kl. 14.00. Elínborg Þorsteinsdóttir og fjölskylda.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
HÁKON KRISTGEIRSSON,
Hjarðarhaga 38,
lést í Landakotsspítala 24. febrúar.
Helga Lúthersdóttir,
Finnbjörg Hákonardóttir, Ólafur Sigurðsson,
Steinunn Hákonardóttir, Páll Guðmundsson,
Kristborg Hákonardóttir,
Kristgeir Hákonarson,
Reynir Sæmundsson, Þóra Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EGILL GUÐJÓNSSON
vörubifreiðastjóri,
Rauðholti 11,
Selfossi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju
laugardaginn 26. febrúar kl. 13.30.
Svanborg Egilsdóttir, Sigfús Ólafsson,
Pátl Egilsson,
Guðjón Egilsson,
Stefán R. Egilsson,
Pálmi Egilsson,
Gunnar Egilsson,
Guðriður Egilsdóttir,
Sigrún Egilsdóttir,
Sigríður Egilsdóttir,
Hanna B. Bjarnadóttir,
Ólína Marfa Jónsdóttir,
Katrín Rikharðsdóttir,
Heiðdís Þorsteinsdóttir,
Sæunn Lúðvíksdóttir,
Guðmundur B. Sigurðsson,
Stefan Persson,
Guðmundur Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
t
Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför
ÁSTU Þ.GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hávegi 5,
Kópavogi.
Jóhanna Hafliðadóttir,
Skúli Jónsson, Anna Baldvinsdóttir,
barnabörn og langömmubörn.