Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994
Þetta gekk illa. Um leið og
ég var búin að segja honum
að hann væri ekki of gamall
fyrir mig, sagðist hann vera
með lágmarks eftirlaun.
BREF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Veitum MH-ingi seðla-
bankastj órastöðu
Frá Þórarni Einarssyni:
EFLAUST halda margir að þær 324
umsóknir MH-inga um seðlabanka-
stjórastöðu hafi bara verið upp á
grín. Þetta leiðréttist hér með. í
Menntaskólanum við Hamrahlíð er
mikið af hugsandi ungu fólki sem
yrði fyllilega treystandi til þess að
gegna stöðu seðlabankastjóra og
má færa fyrir því rök að það sé jafn-
vel hæfara en aðrir umsækjendur.
Með því að veita MH-ingi slíka stöðu
er tekið fyrsta skrefið í einhvers
konar siðbótarátaki í embætt-
ismannakerfi þjóðarinnar. Menn
þurfa ekki að hugsa málið lengi til
þess að komast að því að við MH-ing-
ar erum alveg jafn hæfir til þess að
taka ákvarðanir um fjármál þjóð-
arinnar og hver annar ef hagsmunir
þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi
og það segir sig sjálft að við erum
líka jafn hæfír, ef ekki hæfari til
þess að takast á við hinn hluta
starfsins, þ.e. að naga blýanta og
aka jeppum. En meginmunurinn á
MH-ingum og öðrum umsækjendum
er þó sá að við förum ekki fram á
nein fríðindi. Við myndum t.d. mæta
í vinnuna með strætó.
Það er þó eðlilegt að menn haldi
að við séum óhæfir sökum skorts á
reynslu og menntun. En getur ekki
verið að einmitt menntun og reynsla
geri menn óhæfa? Þegar menn hafa
menntað sig í lögmálum ríkjandi
hagkerfis er hætt við að menn missi
það víðsýni sem menn höfðu á unga
aldri. Eftir því sem reynslan verður
Gagnasafn
Morgnnblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
meiri festast menn svo enn fastar í
sessi og með þennan þröngsýna
hugsunarhátt munu menn aldrei
getað stuðlað að neinni framþróun.
Við MH-ingar höfum hins vegar það
mikla víðsýni sem þarf til þess að
geta breytt til og komið á ýmsum
nýjungum.
Þegar MH-ingur hefur fengið
seðlabankastjórastöðu mun hann
(eða hún) afsala sér öllum fríðindum
og það mun hafa ákveðið fordæmis-
gildi. Þannig eykst þrýstingur á aðra
embættismenn þjóðarinnar að afsala
sér óþarfa fríðindum sem eru ekkert
annað en bruðl með almannafé.
Hvernig er annars hægt að réttlæta
það að ýmsir embættismenn þjóðar-
innar sem hafa tiltölulega háar tekj-
ur skuli þar að auki njóta allskonar
fríðinda? Það er t.d. sorglegt að á
þessum tímum þegar ríkisstjórnin
sker miskunnarlaust niður ríkisút-
gjöldin skuli ráðherrar ekki sýna það
fordæmi að skera niður hjá sjálfum
sér og afsala sér ýmsum fríðindum
eins og t.d. ráðherrabílum sínum.
Allir geta nú séð hversu miklu
hagkvæmara er fyrir þjóðina að
MH-ingur gegni stöðu seðlabanka-
stjóra og hversu jákvæð áhrif það
muni hafa. Æskilegt væri þó að
ungvæða embættismannakerfið enn
frekar til þess að tryggja framgang
siðbótarátaksins þannig að siðferði-
legar kröfur aukist gagnvart þeim
sem gegna háttsettum stöðum í sam-
félagi voru. Þetta virðist vera eina
leiðin til þess að afnema hin algjör-
lega óréttmætu fríðindi sem embætt-
ismenn njóta nú á dögum. Hver veit
nema þetta leiði til þess að í framtíð-
inni muni allir embættismenn þjóð-
arinnar hafa siðferðiskennd?
Eg veit reyndar ekki hvort ég
mæli fyrir munn allra MH-inga en
sem einn umsækjenda umræddrar
stöðu er ég tilbúinn til þess að tak-
ast á við hana með minni sterku
siðferðiskennd, fersku hugarfari, já-
kvæðni, víðsýni og þori sem hina
venjulegu embættismenn þjóðarinn-
ar virðist skorta. Ég vil beina þeim
tilmælum til landsmanna að þeir láti
í sér heyra og styðji þetta mikla
framtak og viðleitni ungra fram-
haldsskólanema í baráttunni gegn
bruðli. Breytum ímynd seðlabanka-
stjóra til batnaðar, yngjum upp þjóð-
inni til velfarnaðar.
ÞÓRARINN EINARSSON,
Staðarseli 8,
Reykjavík.
Umhverfis-
mál eiga er-
indi við alla
Frá Kristínu B. Hermannsdótt-
ur:
UMHVERFISMÁL eru mér
ofarlega í huga þessa dagana,
ásamt vonandi mörgum öðrum.
Spurningar leituðu á mig, t.d.
hvar stöndum við í þessum
málum og hvað get ég gert?
Eru engin umhverfissamtök
eða hópur starfandi hér sem
hægt er að leita til og fá leið-
beiningar og fræðslu? Ég veit
að það eru til vistvænar fjöl-
skyldur, ef svo má kalla, hér á
landi, en hvar er hægt að leita
til þeirra?
Éflaust hugsum við hvert í
sínu horni að við séum svo lít-
ils megnug, en við vitum að
margt smátt gerir eitt stórt.
Getum við ekki frætt hvert
annað, myndað hóp þar sem
fólk getur hist og komið ein-
hverju í gang?
Við eigum jú fallegt land,
hreint vatn og loft ennþá — en
hversu lengi?
Umhverfismál eiga erindi inn
í alla skóla, bæði sem fræðsla
og nám, og auðvitað inn á hvert
heimili. Börnin læra af foreldr-
um, kennurum og hvert af öðru.
Fólk er að vakna, en þarf
smá spark. Þar af leiðandi þarf
meiri umræðu um vandamál
okkar allra.
KRISTÍN B. HERMANNS-
DÓTTIR,
Grundarási 7,
Reykjavík.
HÖGNI HHEKKVÍSI
Víkverji skrifar
Fyrir hálfum mánuði gerði Vík-
verji að umtalsefni harkalegar
innheimtuaðgerðir Rafmagnsveitna
ríkisins, sem auglýstu eftir þjóð-
kunnum listamanni með stefnu í
Lögbirtingablaðinu vegna rúmlega
12 þúsund króna skuldap. Spurt var
hveiju slíkt sætti. Ekkert bólar á
svari frá RARIK. Telur fyrirtækið
sig ekki þurfa að svara svona spurn-
ingum vegna einokunarstöðunnar
sem það hefur á markaðnum?
XXX
ær eru oft kyndugar stefnurnar
í Lögbirtingablaðinu. Nýlega
auglýsir Tollstjórinn í Reykjavík
eftir þekktum manni vegna 192
þúsund króna söluskattsstuldar. í
stefnunni er maðurinn sagður með
óþekktan dvalarstað. Eitthvað virð-
ast þeir hjá tollstjóra fylgjast illa
með fréttum, því umræddur maður
hefur verið talsvert áberandi í frétt-
um upp á síðkastið og nýverið var
hann frummælandi á ráðstefnu,
sem var rækilega auglýst í ljölmiðl-
um!
XXX
Spurningakeppni framhaldsskól-
anna hefur staðið yfir undan-
farnar vikur og eru undanúrslitin
nýhafin í sjónvarpinu. Þessir sjón-
varpsþættir hafa notið mikilla vin-
sælda og það að verðleikum. Vík-
veiji fylgdist með viðureign Akur-
eyringa sl. föstudag. Undraðist
hann hve fáum spurningum nem-
arnir svöruðu og taldi í fyrstu að
þekkingu þeirra væri ábótavant.
En þegar á þáttinn leið var aug-
ljóst að spurningarnar voru of
þungar. Þetta þarf að laga fyrir
næstu þætti. Áhorfendur hafa gam-
an af því að reyna sjálfir að svara
spurningunum og því mega þær
ekki vera of þungar.
Því miður hafa fáar stúlkur kom-
ist í lið framhaldsskólanna til þessa.
Því vekur það sérstaka ánægju að
framhaldsskólinn á Húsavík skuli
tefla fram tveimur stúlkum, Evu
Guðmundsdóttur úr Reykjahverfi
og Álfhildi Eiríksdóttur úr Þistil-
firði. Þingeyingar eru framsýnir
eins og dæmin sanna.
xxx
Víkverji hefur fylgst spenntur
með keppni skautadrottning-
anna á Ólympíuleikunum, enda var
búið að byggja upp mikla spennu
fyrir keppnina. Á miðvikudagskvöld
settist Víkveiji því við skjáinn, til
að sjá yfirlitsþátt Ríkissjónvarpsins
um atburði vetrarleikanna þann
daginn. Sú bið varð hins vegar tölu-
ert löng. í fyrsta lagi bytjuðu svo-
kallaðar Ellefu-fréttir sjónvarpsins
kl. 23.18. Þá tók við getraunaþátt-
urinn 1x2, þar sem áhorfendur
fengu upplýsingar um ágiskanir
forseti ÍSI um enska boltann. Loks
byijaði svo Ólympíuþátturinn, en
þá var mjög af Víkveija dregið,
enda komið fram á nótt og erfiðara
að njóta tilþrifa skautadrottning-
anna en ella.