Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Frönsk og íslenzk
málvemd
Islendingar eru ekki eina
þjóðin í okkar heimshluta
sem áhyggjur hefur af tungu
sinni og menningu á tímum
alþjóðlegrar fjölmiðlunar þar
sem enskan ræður ferð. Mál-
verndarsinnar á Norðurlönd-
um hafa ítrekað látið í ljós
ótta um að Norðurlandatung-
um sé teflt í tvísýnu með
sinnuleysi um utanaðkomandi
máláhrif. Morgunblaðið
greindi frá því í gær að
franska ríkisstjómin hefði lagt
fram frumvarp, sem kveður á
um bann við erlendum slettum
í opinberum tilkynningum,
ráðningar- og verksamning-
um, auglýsingum, í útvarpi og
sjónvarpi.
„Gert er ráð fyrir að lög-
reglan fylgi banninu eftir“,
segir í fréttinni, „og þótt í
frumvarpinu séu engin tungu-
mál tilgreind sérstaklega er
banninu greinilega beint gegn
enskunni, sem franskir hrein-
mælismenn segja að hafí
mengað frönskuna.“ í þessu
sambandi er og skammt að
minnast þeirrar áherzlu sem
Frakkar lögðu á það í GATT-
viðræðum að fá að styrkja eig-
in kvikmyndagerð. Sú áherzla
var ekki sízt byggð á mál-
verndar- og þjóðmenningar-
viðhorfum. „Stjómin er að
breyta móðurmálsstefnu sinni
í þjóðarherferð,“ sagði Jacqu-
es Toubon, menningarmála-
ráðherra Frakklands, í viðtali
við dagblaðið Le Monde.
Á síðustu áratugum höfum
við íslendingar kynnst því
rækilega, hvernig alþjóðleg
fjölmiðlun er smám saman að
breyta heiminum í eina menn:
ingar- eða ómenningarheild. í
þeim efnum er að tvennu að
hyggja. Annars vegar því að
náin menningar- og viðskipta-
leg samskipti manna af ólíku
þjóðerni og mismunandi kyn-
þáttum eru af hinu góða, svo
og allt er stuðlar að auknum
skilningi þjóða í milli. Hitt er
jafnljóst, að án hinnar fjöl-
breytilegu og um sitt hvað
ólíku menningar þjóðanna
væri mannkynið fátækara og
tilvera þess litlausari en nú
er. Þetta á ekki hvað sizt við
um þjóðtungumar, sem em
uppspretta og forðabúr breyti-
legs skilnings á náttúru og
mannfélagi.
Óhjákvæmilegt er, þegar
um þetta efni er fjallað, að
minna á sögulega staðreynd,
sem aldrei má gleymast okk-
ur. Þjóðin varðveitti menning-
arlegt sjálfstæði sitt, sem fyrst
og fremst var sótt í tungu
hennar og bókmenntir, á öld-
um erlendra yfirráða og marg-
víslegra erfíðleika. Þetta
menningarlega sjálfstæði var
síðan forsenda þess að við
endurheimtum hið stjórnar-
farslega fullveldi. Og varð-
veizla þess byggist á sömu
forsendu.
Afturför hefur orðið í mál-
kennd landsmanna. Um það
er vart deilt. Henni valda utan-
aðkomandi áhrif, meðal ann-
ars sjónvarp með erlendu efni,
kvikmyndir, myndbönd, dæg-
urlagatónlist með ensku tali,
utanferðir og fleira. Ennfrem-
ur gjörbreyttir þjóðlífshættir
frá.þeim tíma er ungviðið ólst
upp í stórfjölskyldum bænda-
samfélagsins. Við þessu hefur
verið brugðizt með ýmsum
hætti. En betur má ef duga
skal. Við þurfum, bæði sem
heild og einstaklingar, að
leggja aukna rækt við móður-
málskunnáttu og málvöndun.
Ábyrgðin hvflir ekki sízt á
skólum og uppalendum, sem
gegna lykilhlutverkum í þessu
sambandi. En jafnframt á fjöl-
miðlum, bæði ljósvaka- og
prentmiðlum, sem hafa viðvar-
andi mótunaráhrif á unga sém
aldna. Við þurfum að átta
okkur á því að íslenzkunám
hefst um leið og máltaka
barna og stendur meðan ævin
endist.
Frumvarp frönsku ríkis-
stjórnarinnar um bann við er-
lendum slettum í opinberum
tilkynningum, auglýsingum, í
útvarpi og sjónvarpi og ráðn-
ingar- og verksamningum
sýnir einbeitta móðurmáls-
stefnu frönsku ríkisstjórnar-
innar. Þessi einbeitta mál-
ræktarstefna á erindi við hin
smærri málsamfélög í álfunni
eins og það íslenzka.
Það er ekki sjálfgefíð að
fara í einu og öllu að forskrift
Frakkanna, en þeir ræða um
að brot á banninu varði fjár-
sektum ogjafnvel þyngri við-
urlögum. Islenzk stjórnvöld,
skólayfírvöld, heimili, fjölmiðl-
ar og almenningur gætu á
hinn bóginn haft orð menning-
armálaráðherra Frakka í Le
Monde að leiðarljósi: „Stjórnin
er að breyta móðurmálsstefnu
sinni í þjóðarherferð."
Það er með öðrum orðum
mikilvægt, hér sem þar, að
málrækt og málvernd njóti
fulltingis þorra þjóðarinnar.
Tíllaga að tvöföldun V
Þrjár akreinar í hvora átt —
Framkvæmdir við stofnbrautir í Reykjavík fram til
Kostnaður við
brýn verkefni
10 milljarðar
Árlega þyrfti 740 miilj. til framkvæmda
í SKÝRSLU um arðsemi og stofnkostnað gatnaframkvæmda í Reykja-
vík fram til ársins 2007 hefur forgangsverkefnum verið raðað á fimm
mismunandi vegu til samanburðar. Þar kemur fram að leið J, svoköll-
uð Kleppsvíkurleið, taki til allra helstu framkvæmda sem nauðsyn-
legt sé að ráðast í ef takast eigi að halda óbreyttu ástandi í umferð-
inni í framtíðinni miðað við núverandi ástand. Stofnkostnaður vegna
framkvæmdanna fram til verkloka árið 2007 reiknast 10,32 miljjarð-
ar á núvirði. Meðalfjárfesting samkvæmt skýrslunni eru 688 milljón-
ir á ári. Er því spáð að meðalferðahraði fari minnkandi fram að
aldamótum og því æskilegt að flýta nokkrum framkvæmdanna. Með
tilliti til þess má áætla að veija þurfi 740 milljónum á ári í stofn-
og tengibrautir í Reykjavík auk 100 til 150 milljóna til reksturs þeirra
ef viðhalda á viðunandi ástandi í umferðarmálum. „Ályktunin sem
við drögum af þessari skýrslu er sú að eðlilegt sé og aðkallandi að
hefjast handa í Ártúnsbrekkunni, gera mislæg gatnamót við Höfða-
bakka og Vesturlandsveg og breikka Vesturlandsveg og Miklubraut
að Skeiðarvogi," sagði Stefán Hermannsson borgarverkfræðingur.
Helstu niðurstöður skýrslunnar
eru að þær framkvæmdir við stofn-
brautir í Reykjavík sem helst koma
til álita á næstu árum eru allar
mjög arðbærar. Aukning umferðar
er mest í austurborginni, það er á
Vesturlandsvegi. Allar tengingar
yfir Elliðaárósa og sundin eru mjög
arðbærar og í raun varla marktæk-
ur munur milli famkvæmdanna, en
hagstæðasta röðun þeirra næstu ár
virðist vera lagning Suðurlandsveg-
ar að Vesturlandsvegi og breikkun
Vesturlandsvegar að Höfðabakka
og er sú framkvæmd þegar hafin.
Næst í röðinni eru mislæg gatna-
mót við Vesturlandsveg og Höfða-
bakka. Þá breikkun eða tvöföldun
Vesturlandsvegar í sex akreinar frá
Höfðabakka að Miklubraut og
breikkun Miklubrautar að Skeiðar-
vogi. Á sama tíma kemur færsla
Hringbrautar til suðurs og nær flug-
vellinum til álita.
önnur aðgerð í umferðarmálum
færi einnig fram eða hafi farið fram
áður. Því hafi. í skýrslunni verið
valinn sá kostur að bera saman
nokkrar framkvæmdaraðir og
reikna áhrif breytinga við hveija
framkvæmd á allt stofn- og tengi-
brautakerfið hvað varðar eknar
vegalengdir, tíma í umferðinni,
meðalhraða og fjölda umferðar-
óhappa, ásamt stofn- og reksturs-
kostnaði. Útreiknuð arðsemi ein-
stakra framkvæmda, eins og Ósa-
brúar yfir Elliðaár, er því breytileg
eftir því hvenær ráðist er í fram-
kvæmdina og hvaða framkvæmdir
hafi þegar farið fram. Arðsemistölur
hækka með öðrum orðum eftir því
sem lengur er dregið að leysa um-
ferðarvandann.
Skýrslan er unnin af Verkfræði-
stofu Sigurðar Thoroddsen hf., fyrir
borgarverkfræðing.
Gatnamót
TILLAGA að mislægum gatnamóti
verði við árið 1995.
Kleppsvíkurleið:
1. Geirsgata
Arðsemi
60— framkvæmda
0/,° Ártöl vísa til verkloka
50
.1
10-1
11 m n i
!
1. 2. 3. 4. 5. 6. 7.
1993 1993 1995 1995 1997 1997 2002 2I
Tenging við Kleppsvík, það er brú
eða göng frá Kleppsvík yfir í Grafar-
vogshverfí, virðist álitlegur kostur
og arðbær framkvæmd og því tíma-
bært að hefja forathuganir og rann-
sóknir, segir enn fremur. Spáð er
minni umferð en áður um Fossvog
og virðist Fossvogsbraut ekki arð-
bær í þeirri útfærslu sem miðað
hefur verið við. Ekki er þó talið
tímabært að ákveða að fella hana
niður heldur ráðlegt að fresta end-
anlegri ákvörðun. Fram kemur að
útreikningar séu háðir töluverðri
óvissu og þá mest hvað varðar þró-
un langt fram i tímann. Mest er
nákvæmnin hvað varðar þær götur
sem gert er ráð fyrir að komi fyrst
til framkvæmda og ákvarðanir eru
teknar um á næstu fjórum til fímm
árum.
Mat á arðsemi
í skýrslunni kemur fram að þegar
metin er arðsemi einstakra fram-
kvæmda í samgöngumáium nægi
að bera framkvæmdina saman við
óbreytt ástand eða bera saman
nokkra valkosti um misdýrar lausn-
ir. Hagkvæmni gatnaframkvæmda
í borg væri hins vegar háð því hvort
Seðlabanki íslands minnist 50 ára af
Myndir af fyrrver
setum á minnispi
FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, veitti á miðvikudag
viðtöku þremur minnispeningum, sem Seðlabanki íslands gefur
út í tilefni af 50 ára afmæli íslenska lýðveldisins, úr hendi Jóns
Sigurðssonar seðlabankastjóra. Peningarnir þrír bera myndir
eftir Þröst Magnússon af fyrrverandi forsetum lýðveldisins, Sveini
Björnssyni, Ásgeiri Ásgeirssyni og Kristjáni Eldjárn, á annarri
hlið, en hinni hlið þeirra allra er skjaldarmerki Islands. Upplag
er takmarkað við alls 27 þúsund peninga, eða 9 þúsund af hverj-
um peningi i lokuðu plasthylki. Þar af eru allt að 3 þúsund pen-
ingar í sérunninni gljásláttu með mattri mynd en afgangurinn í
veiyulegri sláttu.
Ágóði af útgáfu minnispening-
anna rennur í Þjóðhátíðarsjóð eins
og af fyrri minnispeningaútgáfu
Seðlabankans, en sjóðurinn var
stofnaður árið 1977. Þjóðhátíðar-
sjóður veitir árlega styrki til varð-
veislu og verndar þjóðlegra menn-
ingarminja.
Sérslegnir peningar
Peningarnir eru úr 92,5% silfri,
39 mm í þvermál og hver þeirra