Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994
21
Daniel Day-Lewis og Emma Thompson í hlutverkum sínum í mynd-
inni I nafni föðurins.
Háskólabíó sýnir
í nafni föðurins
HÁSKÓLABÍÓ frumsýnir í kvöld, föstudaginn 25. febrúar, kvikmynd-
ina í nafni föðurins eða „In The Name Of The Father“ eftir leik-
stjórann Jim Sheridan. Myndin sigraði á kvikmyndahátíðinni i Berl-
ín á dögunum og hefur verið tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna, þ. á m.
sem besta myndin, fyrir bestu leikstjórn, besta leikara í aðalhlut-
verki (Daniel Day-Lewis), bestu leikkonu í aukahlutverki (Emma
Thompson) og besta leikara í aukahlutverki (Peter Postlethwaite).
Myndin segir sögu Gerry Conlon
sem var einn hinna svokölluðu
Guildford-fjórmenninga sem voru
ranglega sakfelldir fyrir að hafa
sprengt upp krá í bænum Guildford
á Englandi árið 1974. Fimm manns
létust og fjölmargir slösuðust.
Gerry Conlon og þrír félagar hans,
ungir írskir auðnuleysingjar, voru
handteknir og pyntaðir til að játa
á sig sakimar þrátt fyrir að lögregl-
an vissi af því að þeir hefðu fjarvist-
arsönnun. Ári seinna náðust IRA-
mennirnir Brendan Dowd og Joe
O’Connell og viðurkenndu þeir að
hafa staðið fyrir sprengingunni og
öðmm ódæðum, en lögreglan neit-
aði að viðurkenna mistök sín.
Guildford-fjórmenningarnir voru
ekki látnir lausir fyrr en árið 1989
eftir 15 ára fangelsisvist og ára-
★ Pitney Bowes
Frfmerkjavélar og stlmpllvélar
Vélar tll póstpökkunar o. fl.
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 ■ 105 Reykjavik
Símar 624631 / 624699
langa baráttu mannréttindasam-
taka fyrir frelsi þeirra. Mál fjór-
menninganna var mikið áfall fyrir
breskt réttarkerfi og hefur kvik-
myndin um málið vakið miklar
umræður og reiði meðal almenn-
ings.
Daniel Day-Lewis leikur Gerry
Conlon, Emma Thompson lögfræð-
ing hans sem barðist fyrir frelsi
ijórmenninganna og Peter Postleth-
waite föður Gerry sem lést í fang-
elsinu, en myndin fjallar öðrum
þræði um samskipti feðganna og
það hugrekki sem þarf til að takast
á við tilveruna fjötraður á sál og
líkama.
■ I
wm ’iji: m ifiísö m ammfn
Mikilvægt er að standa vörð
um þann mikla árangur sem náðst hefur í tóbaksvömum
á undanfömum árum.
Hjartavemd og Krabbameinsfélagið vara því við öllum
breytingum á innflutningi, sölu og dreifingu tóbaks
sem ætla má að geti orðið til að auka tóbaksneyslu
í landinu, ekki síst meðal ungs fólks.
Verði slíkar breytingar samt sem áður gerðar leggja
félögin þunga áherslu á að jafnhliða þeim verði gripið til
ráðstafana í því skyni að koma í veg fyrir að tóbaksneysla aukist.
Tryggja verður m.a. að tóbaksverð lækki ekki og bann
við beinum og óbeinum auglýsingum verði virt.
Þess er sérstaklega vænst að frumvarp til nýrra
| tóbaksvamalaga verði sem fyrst lagt fram
| og tekið til meðferðar á Alþingi.
Löngu er orðið tímabært að kveða skýrar á um rétt fólks
til reyklauss andrúmslofts og lögfesta ýmis önnur ný
úrræði í tóbaksvömum.
Krabbameinsfélagiö Hjartavernd
Toyota kynnir nýjar
gerdir Corolla-bíla
UM helgina kynnir Toyota tvær nýjar gerðir af Corolla Special
Series, árgerð 1994. Um er að ræða tvær útfærslur, þ.e. Corolla
Liftback XLi Special Series og Corolla Hatchback XLi Special
Series.
Special Series-útfærsla af Toyota
Corolla var fyrst kynnt hér á landi
1986 og hefur síðan komið á hveiju
ári í nýrri útfærslu. Toyota Corolla
Series er alltaf jafn vinsæll valkost-
ur meðal viðskiptavina sökum ríku-
legs útbúnaðar og hagstæðs verðs.
Meðal búnaðar í bílunum að
þessu sinni er 90 hestafla, 16 ventla
vél með rafeindastýrðri innspraut-
um, vöka- og veltistýri, rafdrifnar
rúður, vindskeið að aftan, útvarp
með kassettutæki og hátölurum,
barnaseta og fullkomið öryggiskerfi
með fjarstýringu.
Special Series-bílamir kosta sem
hér segir: Corolla Hatchback XLi
Special Series 5 dyra beinsk. •
1.164.000 kr. og Corolla Liftback
XLi Special Series 5 dyra beinsk.
1.294.000 kr.
(Fréttatilkynning)
KYNNING
í dag á
G I V E N C H Y
v o r 1 i t u n u m
s e * o t e
GIVENCH Y
H Y G E A
tnyrhvöruvcrjlun
Kringlunni
Heiðar Jónsson
Kópavogi
Kristín
Sigurðardóttir