Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 44
44
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994
Reuter
ítalska stúlkan Manuela Di Centa kórónaði frábæra frammistöðu á leikunum með sigri í 30 km skíðagöngu í gær.
Hún sigraði einnig í 15 km göngu á fyrsta keppnisdegi, var í öðru sæti á eftir Jegorovu í 5 km og 10 km göngu og fékk
brons í boðgöngu.
Di Centa kórónaði
frábæra frammistöðu
ÍTALSKA stúlkan Manuela Di Centa kórónaði frábæra frammi-
stöðu á leikunum með sigri í 30 km skíðagöngu í gær. Hún sigr-
aði einnig í 15 km göngu á fyrsta keppnisdegi, var í öðru sæti
á eftir Jegorovu í 5 km og 10 km göngu og fékk brons í boð-
göngu. IMorska stúlkan Marit Wold, sem hefur aldrei sigrað í
heimsbikar, HM eða á Ólympiuleikum, kom á óvart og náði öðru
sæti aðeins 16 sekúndum á eftir Di Centa, en Marji-Liisa Kir-
vesniemi, þrefaldur 38 ára finnskur ólympíumeistari í Sarajevo
1984, fékk bronsverðlaun íannað sinn í Lillehammer. Lyubov
Jegorova frá Rússlandi varð að sætta sig við fimmta sætið. Hún
hefur sigrað i þremur greinum að þessu sinni, en alls keppt í
10 greinum á Ölympíuleikum og ávallt hafnað í verðlaunasæti
þartil nú.
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Atlanta - Seattle.............«.99:92
■Mookie Blaylock gerði 25 stig, tók níu
fráköst og gaf átta stoðsendingar og Dom-
inique Wilkins gerði 24 stig fyrir Atlanta.
Wilkins gerði níu af stigum sínum í síðasta
fjórðungi. Atlanta tryggði sér sigur með
glæsilegum kafla i síðasta leikhlutanum;
gerði 19 stig í röð. Wilkins gerði 500.
þriggja stiga körfu sina í NBA-deildinni í
þessum leik. Gary Payton gerði 23 stig og
Shawn Kemp 16 fyrir Seattle, auk þess sem
Kemp tók 15 fráköst.
Orlando - Indiana..............103:99
■ Shaquille O’Neal skoraði 28 stig fyrir
Orlando. Hann fór af velli seint í öðrum
leikhluta, meiddur á hné, en kom aftur inná
í þeim þriðja. Reggie Miller, aðalskorari
-rlndiana og Anthony Bowie hjá Orlando
voru reknir útaf í fyrsta fjórðungi fyrir
slagsmál. Þetta var aðeins annað tap Indi-
ana í 12 leikjum.
Philadelphia - New Jersey.....102:106
■Kenny Anderson gerði 29 stig og átti
ellefu stoðsendingar fyrir New Jersey og
Derrick Coleman gerði 18 stig og tók níu
fráköst. Jeff Hornacek skoraði 25 stig fyrir
Philadelphiá og Clarence Weatherspoon 22,
auk þess sem hann tók 17 fráköst.
Washington - Cleveland.........96:106
■Mark Price gerði 22 stig og Gerald Wilk-
ins 13 fyrir Cavaliers. Tom Gugliotta skor-
aði 20 fyrir Washington.
Chicago - Golden State........123:100
■Pete Myers setti persónulegt met er hann
skoraði 26 stig fyrir Chicago, í sigrinum á
Golden State. Þá tók hann átta fráköst og
átti níu stoðsendingar Scottie Pippen gerði
20 stig, tók níu fráköst og átti sex stoðsend-
ingar fyrir meistara Chicago. Meistararnir
létu Stacey King fara til Minnesota í skipt-
um fyrir Luc Longley fyrir leikinn. Avery
Johnson gerði 17 stig og Chris Mullin 15
fyrir Warriors.
Denver - Boston................102:94
■LaPhonso Ellis gerði 29 stig fyrir Den-
ver. Þetta var tíunda tap Boston í röð, sem
er metjöfnun hjá félaginu; liðið tapaði síð-
ast tíu leikjum í röð árið 1949. Rick Fox
var stigahæstur hjá Boston með 20.
Utah - San Antonio............106:102
■John Stockton og Jeff Malone gerðu sex
stig hvor í annarri framlengingu er Utah
náði loks að tryggja sér sigur, og stöðva
þar með 13 leikja sigurgöngu San Antonio.
3 Stockton gerði alls 31 stig og Malone 18.
David Robinson, sem gerði 50 stig gegn
Minnesota á mánudag, skoraði 25 stig gegn
Utah.
LA Clippers - Portland........112:121
■Clifford Robinson skoraði 22 stig og náði
13 fráköstum og Buck Williams gerði 21
stig og tók 12 fráköst fyrir Portland. Ron
Harper var stigahæstur hjá Clippers með
32 stig. Danny Manning, sem hefur til-
kynnt að hann muni fara frá Clippers eftir
þetta keppnistímabil, gerði 24 stig, tók níu
fráköst og átti fimm stoðsendingar.
Íshokkí
NHL-deildin
Leikir í fyrrinótt:
Buffalo - Anaheim.................4:2
Detroit - New Jersey..............2:7
Montreal - San Jose...............3:1
Los Angeles - Ðallas..............0:0
■Eftir framlengingu.
' New York Rangers - Boston........3:6
Edmonton - Toronto................6:3
Di Centa var einbeitt og ákveðin
frá byijun, náði forystunni og
hélt henni. Eftir 7,8 km var hún 18
sekúndum á undan næstu stúlku og
þegar keppnin var hálfnuð var Wold
hálfri mínútu á eftir ítölsku stúlk-
unni. Di Centa var vel að sigrinum
komin og hún táraðist við verðlauna-
afhendinguna.
Wold, sem hefur best náð 15.
sæti í heimsbikarnum í vetur, bætti
sig undir lokin og tryggði Noregi
fyrstu einstaklingsverlaun kvenna í
göngu á ÓL í 10 ár. Hún var í sveit
Noregs, sem fékk silfur í boðgöngu
1988.
Kirvesniemi keppir á sjöttu
Ólympíuleikum sínum og var aðeins
32 sekúndur frá fyrsta sæti, en fékk
verðlaun í annað sinn á þessum leik-
um. Kirvesniemi hrósaði ítölsku
stöllu sinni. „Ég er ánægð fyrir
hennar hönd því hún hefur sigrað
með báðum aðferðum — og það er
eitthvað sem jafnvel ég get ekki
gert.“
Jegorova átti möguleika á að jafna
met Raisu Smetaninu, 10 verðlaun
á Ólympíuleikum, en náði sér ekki
á strik. Eftir stendur að hún hefur
unnið til sex verðlauna á Vetrar-
ólympíuleikum og hefur enginn
fengið fleiri.
Di Centa sagðist hafa tekið sig
saman í andlitinu eftir lítinn árangur
á fyrri Ólympíuleikum. „Aður átti ég
við mörg vandamál að stríða og þess
vegna náði ég ekki á toppinn. En
hérna hafa líkaminn og höfuðið verið
í lagi og unnið saman.“ Hún er nú
sigursælasta skíðakona Ítalíu, en
samt er hún ekki í eins góðri æfingu
og oft áður. „Þetta hefur verið erf-
itt, því ég hef ekki fengið næga hvíld
á milli keppnisgreina. Því er ég mun
ánægðari með þennan sigur en sig-
urinn á fyrsta degi leikanna."
ÍÞrimtR
FOLK
■ BJARKI Pétursson, knatt-
spyrnumaður á Akranesi, meiddist
á ökla í æfingaleik gegn Þór á
dögunum og verður frá næstu vik-
urnar. Ekki er víst að hann fari
með ÍA í æfingaferð til Kýpur 7.
marz.
■ MICHAEL Jordan, körfu-
knattleiksmaðurinn snjalli hafnaði
á dögunum boði um að mæta einum
af öflugustu hnefaleikamönnum
heims. Jordan átti að fá sem nem-
ur rúmum milljarði íslenskra rkóna
fyrir að mæta sigurvegaranum úr
viðureign Evander Holyfiéld og
Michael Moorer en þeir mætast í
apríl.
H JORDAN afþakkaði boðið pent
og sagði: „Ég myndi ekki einu sinni
beijast við þessa menn þó ég mætti
hafa byssu.“
■ DICK Advocaat þjálfari hol-
lenska landsliðsins í knattspyrnu
sagði í gær að Ruud Gullit, hefði
ákveðið að leika með landsliðinu á
HM í knattspyrnu í sumar. „Ég er
mjög ánægður að hann ætlar að
vera með og hann er það líka,“
sagði Advocaat. Enn er óvíst hvort
Marco van Basten getur verið
rneð, en hann hefur verið.
I FIFA alþjóðaknattspyrnusam-
bandið hefur ákveðið að ekki verði
sett upp net á áhorfendastæðum á
HM í sumar, en slíkt hefur verið
gert víða til að halda aftur af æstum
áhorfendum.
■ LÍKLEGT er talið að liðum
verði leyft að hafa tvo varamenn
og að auki varamarkvörð sem nota
má þrátt fyrir að hinum tveimur
hafi verið skipt inná.
■ LEIKMENN ítalska liðsins
Napoli hafa margir hveijir ekki
fengið greitt síðustu þijá mánuði
og eru nú orðnir óþolinmóðir. Þeir
hafa gefið forráðamönnum félags-
ins frest fram í næstu viku til að
bjarga málunum, annars fari þeir
framá að samningum þeirra verði
rift og krefjast greiðslu launa sinna
strax.
■ HANS van Breukelen, fyrrum
landsliðsmarkvörður Hollands hef-
ur ákveðið að hætta að leika knatt-
spyrnu en hann er 37 ára gamall.
Hann leikur með PSV Eindhoven
og hefur gert síðasta áratuginn en
segist nú vera búinn að fá nóg, en
hann lék 73 landsleiki á sínum tíma.
INNLAUSNARVERÐ
VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS
í 2. FL. B 1985
Hinn 10. mars 1994 er sautjándi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra
spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B 1985.
Gegn framvísun vaxtamiða nr. 17 verður frá og með 10. mars n.k. greitt sem hér segir:
Vaxtamiði með 50.000 kr. skírteini = kr. 4.451,90
Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið
10. september 1993 til 10. mars 1994 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun
sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985
til 3343 hinn 1. mars 1994.
Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga.
Innlausn vaxtamiða nr. 17 fer fram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka íslands,
Kalkofnsvegi 1, Reykjavík og hefst hinn 10. mars 1994.
Reykjavík, febrúar 1994.
SEÐLAB ANKIÍSLANDS
Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ (t.v.) og Jón Örn Guðbjartsson, markaðsstjóri
Strengs, undirrita samning um tölvukerfi ÍSÍ.
Samið um
Íþróttasamband íslands hefur gert
samning við verk- og kerfisfræði-
stofuna Streng hf. um að fyrirtækið
setji upp tölvukerfi fyrir íþrótta-
hreyfinguna. Samningur þar um var
undirritaður í fyrradag. Unnið hefur
verið að undirbúningi málsins lengi,
kerfið verður fljótlega tekið í notkun
og kvaðst Ellert B. Schram, forseti
ÍSÍ, vonast til þess að 2-300 aðilar
myndu tengjast kerfinu innan árs.
Tölvukerfi ÍSÍ er fjórskipt; í fyrsta
lagi er um að ræða félaga og iðk-
endakerfi, sem auðveldar sambands-
aðilum að halda utan um félaga- og
tölvukerfi
iðkendaskrár sínar og verður bylt-
ingarkennd breyting varðandi
starfs- og kennsluskýrslur sem félög
hafa til þess þurft að fylla út á papp-
ír og senda; í öðru lagi móta- og
keppniskerfi, þar sem hægt verður
að nálgast allar hugsanlegar upplýs-
ingar varðandi leiki og mót — m.a.
öll úrslit og þess háttar; í þriðja lagi
dagbókar- og póstkerfi, og í fjórða
lagi fjárhagsbókhaldskerfi.
Aðgang að ÍSÍ-kerfinu hafa öll
íþrótta- og ungmennafélög landsins,
héraðssambönd og íþróttabandalög
og sérsamböndin.