Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994
Guðrún Jóhanns-
dóttir - Minning
Fædd 13. maí 1941
Dáin 17. febrúar 1994
„Vertu glaður með vini þínum og
njóttu með honum lífsins.“
(Spámaðurinn.)
Það var svo sannarlega hægt að
njóta lífsins og vera glöð með Guð-
rúnu Jóhannsdóttur, því hún var ein
sú hlátur- og brosmildasta mann-
eskja sem til var, þrátt fyrir margs
konar andstreymi sem hún varð fyr-
ir.
Guðrún Jóhannsdóttir fæddist í
Reylqavík 13. maí 1941, dóttir hjón-
anna Helgu Bjömsdóttur og Jóhanns
Eiríkssonar, og var hún yngst
þriggja systkina. Jóhann, faðir henn-
ar, var mikill áhugamaður um ætt-
fræði og tók hún þátt í ættfræði-
rannsóknum með honum, enda var
hún geysifróð um þau efni. Ung að
árum gekk hún að eiga Auðun
Bjömsson. Eignuðust þau tvær dæt-
ur, Helgu og Vilborgu, en slitu sam-
vistir eftir rúmlega tveggja áratuga
hjónaband.
Kynni okkar Gunnu hófust þegar
dætur okkar, Helga og Kristjana,
urðu leiksystur aðeins tveggja og
þriggja ára gamlar. Þegar við
mæðgur fluttum úr Hlíðunum
nokkrum ámm seinna hélt Gunna
sambandi við móður mína og hefur
svo verið alla tíð síðan. Samband
Gunnu og móður minnar var ein-
stakt og leið varla sá dagur að ekki
hringdi Gunna til hennar og leit
Gunna á hana sem aðra móður sína.
Þær áttu sér alveg sérstök sjón-
varpskvöld einu sinni í viku, meðan
Dallas var og hét, og kom hún þá
til mömmu til að horfa á sjónvarpið
hjá henni. Var þá glatt á hjalla hjá
þeim. Veit ég að móðir mín saknar
hennar mikið og verður það skarð,
er Gunna skilur eftir, ekki fyllt.
Gunna var mikil hannyrðakona og
voru afköst hennar hreint ótrúlegt.
Hjá henni fór saman magn og gæði
og er hrein unun að skoða prjónuðu
dúkana hennar, svo vel eru þeir
gerðir.
Gunna var einstaklega hláturmild
og margar skemmtilegar sögur sagði
hún. Sérstaklega er mér minnisstæð
sagan um það, þegar hún lagði af
stað með bensíndæluna af bensín-
stöðinni og hve allir skemmtu sér
konunglega við frásögn hennar.
Fyrir nokkrum árum hóf hún sam-
búð með Ellert Jenssyni og 4. sept-
ember síðastliðinn gengu þau í
hjónaband. Mikil var hamingja
þeirra, en aðeins tveimur vikum síð-
0 mn=n=öimwwlh=ö'=n'si'r>i= o
llf 0 0
III \ \ $hl/ s III
III II!
!I III
III 0 ■ÓIEl BCKC III z
III O Sími 11440 III n
III 0 Önnumsterfidrykkjur iii z
III í okkar fallega og III
i virðulega Gyllta sal. p III
1 0 JU
O 1 0 III 0 íi o III o III o 111 o|
ar var hún komin á sjúkrahús og
gekkst þá undir uppskurð. Hún var
ákveðin í að berjast og ætlaði að
sigra þennan sjúkdóm, enda sagðist
hún hafa tekið upp boxhanskana.
En hún varð að láta undan eins og
svo margur annar.
Kæri Ellert. Við mamma sendum
þér okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur og biðjum guð að veita þér styrk.
Einnig sendum við samúðarkveðjur
til Helgu og Kolla, Vilborgar og
barnabarnanna sem henni þótti svo
vænt um og naut svo innilega að
umgangast.
Blessuð sé minning Guðrúnar Jó-
hannsdóttur.
Björg Björnsdóttir.
Með fáeinum orðum vil ég kveðja
hana Guðrúnu, sem í dag er til
moldar borin. Það var nú á síðast-
liðnu sumri að þau Ellert frændi
minn gengu í hjónband eftir nokk-
urra ára sambúð. Það var seinna
hjónaband þeirra beggja. Ég hef
fylgst með sambandi þeirra undan-
farin ár og það hefur verið gaman
að verða vitni að því hvers virði þau
voru hvort öðru. Þau voru sannir
félagar og vinir. Það er mikils virði
er árin færast yfir að eiga svo gott
samband. Þau nutu sannarlega sam-
vistanna bæði heima og heiman. Þau
ferðuðust mikið innanlands og utan
og minnist ég heimsóknar þeirra til
mín austur á firði sumarið 1992 þar
sem ég var í fríi og þau komu við
á ferð sinni um landið. Þau geisluðu
af gleði og léttleika í velheppnuðu
og vel skipulögðu ferðalagi um land-
ið.
Fyrir nokkrum dögum komu þau
á verkstæðið til mín til að velja sér
nýja eldhúsinnréttingu á fallega
heimilið sitt. Hver hefði trúað því
að svo skjótt skipuðust veður í lofti.
Það sem hún hafði svo umhyggju-
samlega valið kemur hún aldrei til
með að sjá. Manni bregður við slíkt
og orð verða lítils megnug.
Hugur minn er nú allur hjá þér,
Fæddur 15. desember 1922
Dáinn 17. febrúar 1994
í dag kveð ég hinsta sinni afa
minn, Þórð Vígkonsson. Afi fæddist
á Eyrarbakka hinn 15. desember
1922 og voru foreldrar hans Helga
Þórðardóttir og Vígkon Hjörleifs-
son. Aðstæður höguðu því þannig
að afí ólst upp á heimili móðursyst-
ur sinnar, frú Jónínu Margrétar
Þórðardóttur, og manns hennar
Ögmundar Þorkelssonar kaup-
manns á Eyrarbakka. Þegar afí var
á þriðja ári fluttu þau til Reykjavík-
ur og bjuggu lengst af á Bergstaða-
stræti 30. Á heimili þeirra leið hon-
um vel og minntist hann æskuár-
anna ætíð með hlýju.
Hinn 6. júní 1953 steig hann
mikið gæfuspor er hann kvæntist
ömmu minni, Elsu Siguðardóttur.
Heimili þeirra var lengst af í Akur-
gerði 15, Reykjavík. Þau hjón voru
afar samrýnd enda bar heimili
þeirra vott um samhug, myndar-
skap og snyrtimennsku. Þórður og
Elsa eignuðust þrjú böm, Björgvin,
f. 31. júlí 1955; Jónínu Margréti,
f. 23. janúar 1957; og Helgu, f. 25.
september 1965. Bamabörnin eru
fímm: Sigurður, Þórður, Elsa, Ás-
laug og Ragnar.
Ungur kynntist afí verslun er
hann hóf störf hjá Gústa kaup-
manni í Drífanda. Sú reynsla lagði
grunninn að ævistarfi hans en afí
stundaði alla tíð verslunarrekstur í
Reykjavík. Síðast rak afí verslunina
Hlíðakjör við Eskihlíð, en fyrir rúm-
um tveimur árum hætti hann rekstri
hennar, enda orðinn heilsuveill.
Fyrstu kynni mín af verslunar-
rekstri afa voru heimsóknir mínar
frændi minn. Ég bið góðan Guð að
gefa þér styrk nú á erfíðum stundum
og um ókomin ár. Aðstandendum
votta ég samúð.
Bænin má aldrei bresta þig,
bóin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er lúð og þjáð,
lykill er hún að Drottins náð.
(H.P.)
Þórarinn G. Valgeirsson.
í dag kveðjum við Guðrúnu Jó-
hannsdóttur eða Gunnu frænku eins
og við kölluðum hana á okkar heim-
ili. Hún lést á Landspítalanum hinn
17. febrúar, langt um aldur fram
eftir aðeins tveggja vikna legu.
Gunna var fædd hinn 13. maí
1941. Hún var dóttir hjónanna Helgu
Bjömsdóttur og Jóhanns Eiríkssonar
á Háteigsvegi 9, yngst þriggja barna
þeirra. Hún eignaðist dætumar Vil-
borgu og Helgu Auðunsdætur með
fyrri eiginmanni sínum. Henni auðn-
uðust fjögur bamaböm sem vom
sólargeislamir hennar.
Hún var mikil hannyrðakona og
var útsaumurinn hennar mikil lista-
smíð. Sonur okkar naut góðs af þess-
ari handavinnu allt frá fæðingu.
Þegar bróðir hennar Eysteinn dó
var það Gunna sem hugsaði um að
halda fjölskyldutengslunum við syni
hans.
í verslun hans á Laugavegi 82 en
hana kallaði ég alltaf afabúð. Þaðan
á ég margar ljúfar minningar og
sem lítill drengur þótti mér ekki
amalegt að eiga slíkan afa því oft
laumaði hann einu og öðm í vasa
minn enda naut ég þeirrar sérstöðu
að vera eina afabarnið á þessum
ámm.
Afí var heilsteyptur persónuleiki,
virðulegur í fasi og ákveðinn, en
þó sanngjarn. Hann var ekki allra,
en í góðum félagsskap var stutt í
spaugið og gamansemina sem ein-
kenndi hann ætíð.
Afí hafði ánægju af ferðalögum
og þrátt fyrir að hann hafi ekki
tekið sér sumarfrí notaði hann helg-
arnar óspart til styttri ferða og var
þá gjaman komið við á Eyrar-
bakka. Oftar en ekki tóku afi og
amraa okkur barnabömin með í
þessar ferðir og skoðuðum við þá
marga merka staði, en dýrmætastar
em mér þó endurminningar um
góðar stundir.
Elsku afí, um leið og ég kveð
þig með þessum fáu orðum vil ég
þakka þér fyrir allar samverustund-
irnar og allt sem þú hefur gert fyr-
ir okkur systkinin. Minningin um
þig mun alltaf lifa í hjörtum okkar.
Elsku amma, megi góður guð
blessa þig, varðveita og veita þér
og okkur öllum sem þótti svo vænt
um afa huggun.
Þú, Guð míns lífs, ég loka augum mínum
í líknarmildum fdðurörmum þínum
og hvíli sætt, þótt hverfi sólin bjarta,
ég halla mér að þínu föðurhjarta.
(M. Joch.)
Blessuð sé minning afa míns.
Sigurður Ofeigsson.
Ævin hennar Gunnu var ekki allt-
af auðveld. En hún var ótrúlega glað-
vær þrátt fyrir að á móti blési. Fyrir
fjórum árum var það hamingja henn-
ar að hitta hann Ellert. Þau giftu sig
í september á síðasta ári. Gunna
Ijómaði er við komum til veislu sem
þau héldu til að fagna þessum tíma-
mótum. Við glöddumst innilega með
henni og trúðum því að nú væru
ánægjulegir tímar framundan, en
reyndin varð önnur þar sem þau
nutu ekki hjónabandsins nema fáa
mánuði.
Við kveðjum Gunnu og þökkum
góðvild og umhyggjusemi sem aldrei
brást. Okkar innilegustu samúð-
arkveðjur sendum við eiginmanni,
dætrum og öðrum ástvinum.
Og allt, sem þjáist, - allt, sem liknar biður,
nú eygir fylling sinnar dýpstu þrár,
og andvörp þaggast, sefast gjörvöll sár,
er svefninn boðar: Friður sé með yður.
(Jakob Jóh. Smári)
Björn Eysteinsson og
Guðbjörg B. Guðmundsdóttir.
„Þú skalt ekki hryggjast, þegar
þú skilur við vin þinn, því það, sem
þér þykir vænst um í fari hans, get-
ur orðið þér ljósara í fjarveru hans.“
(Kahlil Gibran)
Það sló óhug og þögn yfír vinnu-
stað okkar þegar fréttin um andlát
samstarfskonu okkar, Guðrúnar Jó-
hannsdóttur, barst okkur að morgni
18. þ.m. Jafnvel þó ljóst væri síð-
ustu daga að hveiju stefndi, var
erfítt að átta sig á þessari stað-
reynd. Fyrir nokkrum vikum var
hvellandi hlátur Guðrúnar, glaðvært
tal og hressandi viðmót það sem
mætti okkur hér hvern virkan dag
og svo skyndilega þessi sári og
óskiljanlegi dómur yfír konu á miðj-
um aldri.
011 orð sem við þekkjum verða
fátækleg og innantóm þegar staðið
er frammi fyrir ótímabæru andláti
samferðamanna og félaga. Okkur
setur hljóð og það er eins og hugur-
inn tæmist. Otal spumingar brenna
á vörum en fátt er um svör.
Við sem störfum hér á Dalbraut
27, viljum með örfáum orðum kveðja
samstarfsmann, sem sett hefur svip
sinn á störf okkar sl. þijú ár. Það
fylgdi Guðrúnu hressandi andblær,
glaðværð og hressileiki. Þegar litið
í dag verður jarðsettur elskuleg-
ur tengdafaðir minn Þórður Víg-
konsson kaupmaður, en hann lést
á heimili sínu hinn 17. þ.m.
Þegar ég lít yfír kynni okkar
fínnst mér léttleiki hafa einkennt
hann allt frá því ég hitti hann fyrst
í verslun hans sem þá var Lauga-
vegsbúðin. Hann reyndi alltaf að
slá á létta strengi og gera að gamni
sínu allt fram á síðasta dag þó þá
fársjúkur væri. Hann var heiðarleg-
ur og ábyggilegur maður sem vildi
hafa allt sitt á hreinu.
Hann var hamingjusamlega gift-
ur Elsu Sigurðardóttur og saman
mynda þau svo ótal margar góðar
minningar sem koma upþ í hugann
þegar litið er yfír kynni okkar. Fjöl-
skylda mín og tengdaforeldrar fóru
saman í mörg ferðalög og eru þar
sérstaklega minnisstæðar ferðir í
Skaftafell og til Akureyrar. Þá hef-
ur það verið ómissandi þáttur þegar
er til baka verður einmitt glaðværð-
in og einlægnin það sem ber hæst
í endurminningunni um Guðrúnu.
Þau störf sem henni voru falin vann
hún af alúð og dugnaði og hún sýndi
vinnufélögum sínum og íbúum hér
aldrei annað en góðvild og velvilja.
Aldrei heyrðist hún hallmæla neinum
eða bera kala til neins. Við fundum
vel hve mikils virði henni var fjöl-
skyldan og vinir, sem hún var
óþreytt að segja okkur frá. Henni
var mikils virði að fá að deila gleði
sinni og raunum með öðrum, en tók
jafnframt af heilum hug þátt í gleði
og erfiðleikum annarra.
Samstarfsmenn Guðrúnar senda
eftirlifandi eiginmanni hennar, dætr-
um og öðrum ástvinum innilegar
samúðarkveðjur og biðjum góðan
guð að styrkja þau í þessari miklu
sorg. Bænir okkar munu fylgja Guð-
rúnu yfír móðuna miklu að strönd-
inni hinum megin, þar sem ríkir ei-
líft vor, birta og friður.
F.h. starfsfólks á Dalbraut 27,
Margrét S. Einarsdóttir.
Með fáum orðum langar okkur
að minnast Guðrúnar Jóhannsdóttur
sem lést á Landspítalanum 17. þ.m.
eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu.
Við kynntumst Guðrúnu fyrir
nokkrum árum og þó aldursmunur
væri nokkur varð okkur strax mjög
vel til vina. Fundum við fljótt hvern
mann hún hafði að geyma. Trygg-
lynd var hún og góðhjörtuð og vildi
öllum gott gera. Nærvera hennar
var notaleg og oftast stutt í hlátur-
inn og á góðri stund var hún hrókur
alls fagnaðar.
í september sl. giftist hún Ellerti
Jenssyni. Voru þau mjög samrýnd
og samtaka í öllu sem þau tóku sér
fyrir hendur og nutu samvistanna í
ríkum mæli.
Guðrún og Elli voru börnum okk-
ar mjög góð. Þau eiga erfítt með
að skilja að Guðrún sé farín og komi
ekki oftar í heimsókn. Hennar er
nú sárt saknað af okkur öllum.
Með þessum fátæklegu orðum
þökkum við Guðrúnu samfylgdina
sem var allt of stutt. Minningu henn-
ar geymum við í hjarta okkar.
Ellerti, dætrunum og öðrum að-
standendum vottum við innilega
samúð.
Margrét og Jón Rafn.
nýju ári er fagnað að hafa Elsu og
Þórð hjá okkur til að gleðjast og
fagna saman.
Bömin hædnust mjög að afa sín-
um og sýndi það sig best á viðbrögð-
um þeirra þegar hann dó. Ragnar
sonur okkar, 8 ára gamall, sagðist
þá sakna afa síns svo mikið því
hann hefði verið svo góður afi.
Þegar Þórður var orðinn mjög
veikur var það hans heitasta ósk
að fá að vera heima. Hann fékk
að njóta þess til hinstu stundar þar
sem Elsa stundaði hann af einstök-
um kærleika og umhyggju. Þá
fengu þau góða hjálp síðustu vik-
urnar frá Heimahlynningu Krabba-
meinsfélagsins sem hann mat mjög
mikils. Ég veit að hann myndi taka
heilshugar undir með mér þegar ég
vil í þessum orðum þakka þeim alla
aðstoð og hlynningu, svo og lækn-
um og hjúkrunarliði sem stundaði
hann.
Ég er þakklát Guði fyrir að hafa
eignast og kynnst slíkum tengda-
föður sem Þórður var. Hann reynd-
ist mér sem besti faðir. Það er mik-
il huggun í sorginni að vita til þess
að nú er hann í dýrðinni hjá Guði
sem hann lagði allt sitt traust á.
Og fyrir okkur sem éftir lifum er
svo gott að vita að við eigum vísa
huggun hjá Guði og við megum
treysta því að hann muni vel fyrir
okkur sjá.
Megi góður Guð styrkja Elsu og
alla þá sem Þórð Vígkonsson syrgja
og vil ég gefa þeim orðin hjá Jesaja
spámanni þar sem segir:
Óttast þú eigi,
þá er ég er með þér,
lát eigi hugfallast,
því ég er þinn Guð.
Ég styrki þig,
ég hjálpa þér,
ég styð þig með
hægri hendi
réttlætis míns.
Svana.
Þórður Vígkonsson
kaupmaður - Minning