Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 18

Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 VIÐSKIPn AIVINNULÍF Viðskíptajöfnuður 1984-1993 Hlutfall af vergri landsframleiðslu m Mikilvægi ÍSALs fyrir A-L eykst stöðugt t ir T T Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ALUSUISSE hefur breyst úr einum af stærstu hráálsframleiðendum heims í markaðssinnað fyrirtæki með áherslu á framleiðlu umbúða, pakkninga, efna og áls. Hráálsframleiðslu verður alveg hætt í Þýska- landi á þessu ári. Theodor M. Tschopp, forstjóri A-L, sagði í samtali við Morgun- blaðið að mikilvægi framleiðslunn- ar hjá ÍSAL, dótturfyrirtækis A-L í Straumsvík, myndi aukast við það.„Við þurfum um 300.000 tonn af hrááli fyrir okkar eigin álfram- leiðsiu á ári. Við viljum framleiða um helming þess magns sjálfir til að vera ekki of háðir sveiflum á álmarkaðnum. Hráálslframleiðsla okkar á íslandi og í Noregi svarar þeirri þörf.“ Hann sagði á blaða- mannafundi í Ziirich í gær að hrá- álsframleiðsla í Evrópu borgaði sig aðeins þar sem vatnsorka eða önn- ur ódýr orka væri fyrir hendi og nefndi ísland og hin Norðurlöndin sérstaklega í því sambandi. Álviðskipti voru minna en helm- ingur af heildarveltu Alusuisse- Lonza (A- L) á síðasta ári í fyrsta skipti í sögu svissneska fyrirtækis- ins. Þau voru 65% af veltunni árið 1989 en verða aðeins 43% á þessu ári. Pakkningasvið mun stuðla að 36% af veltunni og efnasvið 21%. Umsvif þess verða aukin á næstu árum. A-L hefur stefnt hnitmiðað að því að draga úr mikilvægi álsviðs undanfarin ár og hefur nú tekist það. Velgengni á efna- og pakkn- ingasviði var lykillinn að 83 milljón franka (4,1 milljarður kr.) hagnaði þess árið 1993. Það er 31% minni ágóði en 1992. Fyrirtækið lokaði eða losaði sig við óarðbær álfyrir- tæki í Þýskalandi og Sviss á árinu og kom þannig í veg fyrir taprekst- ur á álsviði. Rekstur þess gekk vel í samanburði við önnur álfyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum. - TJ—X------ '1.7-----X— •*"/ \ Á Verðlagi hvers árk I 1984 1985 p 1986 srrt i T, 3-: % 0,5 0,0 •0,5 ■1,0 1,5 2,0 % -3,5 -4,0 -4,5 -5,0 1987 1988 989 1990 1991 1992 1993 millj. kr. 2000 ■ 0 -2000 -4000 -6000 -8000 -10000 -12000 - -14000 - -16000 -18000 Batnandi afkoma hjá British Aerospace Viðskiptajöfnuður Minnkaði tapsitt London. Reuter. BREZKA fyrirtækið British Aerospace hefur tilkynnt að það hafi minnkað tap sitt verulega í fyrra og telur framtíð sinni bezt borgið með því að mynda banda- lög á þeim sviðum, sem það ein- beitir sér að, það er i framleiðslu eldflauga, skotfæra og her- og farþegaflugvéla. Tap fyrir skatta fjárhagsárið 1993 minnkaði í 237 milljónir punda og það er mikill bati eftir 1,2 milljarða punda tap 1992, sem var met. Hluta- bréf í BÁe hækkuðu um 20 pens í 560 og 8,3% arður var greiddur af hlutabréfum miðað við 7.0 pens árið, sem er 19% hækkun. Heildarsala jókst í 10,1 milljarð punda úr 9,4 BAe yíNNKAR TAPlf) Helsti útllytjandi Bretlands á verksmiðjuframleiðslu hefur tilkynnt um taprekstur þriöja áriö-í röö. millj. pund 700 -700 ■1400 Hagnaður fyrir skatta miðað við reikningsár sem lýkur 31/12 333 millj. Jj h \ -237millj. v / V ■ i_ 1989 1990 1991 1992 1993 Jafnvægi ríkirí við- skiptum við útlönd AFGANGUR í viðskiptum við útlönd á síðasta ári og nam um 338 m.kr. eða 0,1% af landsframleiðslu, samkvæmt bráðabirgðatölum Seðlabank- ans. Nettóskuldir þjóðarbúsins reiknaðar á föstu gengi hafa því minnk- að á árinu. Frá árinu 1971 hefur aðeins þrisvar orðið afgangur í við- skiptunum við útlönd, þ.e. árin 1978, 1986 og 1993. milljörðum punda, aðallega vegna Rover. Aðalframkvæmdastjóri BAe hafn- ar ásökunum um ódrengskap í sam- bandi við sölu fyrirtækisins á Ro- ver.„Honda stóð Rover fyrir þrifum. Stuðningur BMW mun hleypa nýju lífi í síðasta brezka fyrirtækið sem fjöldaframleiðir bíla.“ Viðskiptajöfnuður var hagstæðari á öllum fjórðungum ársins 1993 en á sama tíma árið áður, en batinn var þó mestur á fjórða ársfjórðungi. Ein helsta skýring hagstæðs viðskipta- jafnaðar á síðasta ári er lágt raun- gengi íslensku krónunnar, sem dreg- ið hefur úr eftirspurn eftir innflutn- ingi, að því er segir í frétt frá Seðla- banka íslands. AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) Á KR. 10.000,00 1982- 1 .fl. 1983- 1.fl. 1984- 2.fl 1985- 2TI.A 1985-2.fl.B 01.03.94-01.03.95 01.03.94-01.03.95 10.03.94-10.09.94 10.03.94- 10.09.94 10.03.94-10.09.94 kr. 156.874,20 kr. 91.144,10 kr. 75.487,40 kr. 47.954,30 kr. 26.981,40** *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, febrúar 1994. SEÐLABANKIÍSLANDS Vöruskiptajöfnuður við útlönd var hagstæður um 12,3 ma.kr. á árinu 1993 samanborið við 82 m.kr. halla árið áður og er þá miðað við fast meðalgengi 1993. Þessi mikli bati á vöruskiptajöfnuði stafar eingöngu af samdrætti í innflutningi því verð- mæti vöruútflutnings minnkaði um 0,5% á föstu gengi. Úthafsveiðar ís- lenskra fiskiskipa og viðskipti með afla rússneskra fiskiskipa komu í veg fyrir samdrátt í útflutningi sjávaraf- urða sem spáð hafði verið vegna minni afla í íslenskri fiskveiðilög- sögu. Halli á þjónustujöfnuði nam 12 ma.kr. á árinu 1993 samanborið við 11,9 ma.kr. halla árið áður. Vaxta- jöfnuður, þ.e. nettóvaxtagjöld til út- landa, var óhagstæður um 14,6 ma.kr., en þjónustujöfnuður án vaxta varð hagstæður um 2,6 ma.kr. Út- flutt þjónusta án vaxta jókst um 10% frá fyrra ári; aukning varð á öllum liðum þjónustutekna nema tekjum af varnarliðinu. Innflutt þjónusta jókst um 8,6%; aukning varð á öllum liðum þjónustuútgjalda nema ferða- og dvalarkostnaði sem var óbreyttur frá fyrra ári. Hrein skuldastaða við útlönd, þ.e. löng lán og skammtímaskuldir að frádregnum peningalegum eignum, nam rúmlega 235 ma.kr. í árslok 1993 samanborið við tæplega 208 ma.kr. í árslok 1992. Breyting skuldastöðunnar skýrist að öllu leyti af hækkun á gengi erlendra gjald- miðla, segir ennfremur í fréttinni. Bandaríkin Samruni TCI og Bell Atlantíc út um þúfur Fíladelfíu. Reuter. MESTI fyrirtækjasamruni, sem áformaður hefur verið í sögu Bandaríkjanna, fór út um þúfur í gær, miðvikudag. Símafyrirtækið Beli Atlantic, stærsta kaplasjónvarp Bandaríkj- anna, TCI (Tele-Communications Inc.), og kapladagskrárfyrirtækið Liberty Media tilkynntu að þeim hefði ekki tekizt að ná endanlegu samkomulagi um fyrirhugaða 33 milljarða dollara sameiningu og slitu samningaviðræðum. Því hafði verið spáð að samruni fyrirtækjanna mundi rnarka upphaf nýs tímabils í sögu margmiðlunar. Forráðamenn Beil segja að aðgerðir, sem boðaðar hafa verið í þessari viku, hafi valdið því að ógerningur var að ná samkomulagi um svo umsvifamik- il viðskipti. Er þar átt við fyrirmæli alríkisyfirvalda þess efnis að kapia- sjónvarpsfyrirtæki lækki gjöld sín um 7% að meðaltali. Sagt er að sú krafa hafí valdið viðræðuslitunum. Liberty var áður fyrr dagskrár- deild TCI, en fyrirætlanir um endur- sameiningu við Liberty standa fyrir dyrum. Viðræðurnar við Bell Atlantic hafa stuðlað að hækkun hlutabréfa í ka- plasjónvarpsfyrirtækjum og nú er búizt við að þau lækki á ný að sögn sérfræðinga. Misheppnaður samruni fyrirtækjanna þykir einnig sýna að varasamt sé að treysta um of spá- dómum um glæsta framtíð marghliða fjölmiðlunar, sem hafa leitt til sam- starfs nokkurra fyrirtækja — meðal annars samruna þess sem nýlega batt enda á baráttuna um Paramo- unt-fyrirtækið. Excel námskeið Tölvu- og verkfræöiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Krístjanssonar Grensásvegi 16 • © 68 80 90

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.