Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 36

Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ PÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) fHfc Ef þú hefur vanrækt eitt- hvað í vinnunni ættir þú að snúa þér að því strax. I kvöld hættir þér til að eyða of miklu. Naut (20. apríl - 20. maí) Mannfagnaður veldur þér einhverjum vonbrigðum. Stirðlyndur vinur getur spillt gleðinni eða þá að þú ert með hugann við annað. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Þú átt erfitt með að einbeita þér í vinnunni í dag og ert með hugann við ýmislegt sem gera þarf heima. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Það getur verið hvimleitt ef aðrir hlusta ekki á það sem þú hefur til málanna að leggja. En þú skemmtir þér í kvöld. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Smá ágreiningur getur komið upp milli ástvina. Úr rætist þegar líður á daginn og þú nýtur kvöldsins með fjölskyldunni. Meyja (23. ágúst - 22. september) sfcí' Þér gæti þótt ástvinur gera of miklar kröfur til þín, en þið þurfíð meiri tíma hvort fyrir annað. Reyndu að slappa af. (23. sept. - 22. október) 2S Bam þarfnast nærgætni og umhyggju í dag. Mikið ann- ríki í vinnunni getur valdið breytingum á fyrirætlunum þínum. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) ®)jj0 Þú hefur mörgu að sinna í dag en viðfangsefnin eru ekki öll jafn áhugaverð. Þú kannt vel að meta stuðning ástvinar. Bogmaöur (22. nóv. -21. desember) & Þú leggur mikið upp úr tóm- stundaiðju þinni en ættir ekki að gagnrýna aðra þótt þeir sýni ekki áhuga. Sinntu heimilinu í kvöld. Steingeit (22. des. — 19. janúar) Verkefni virðist erfítt í fyrstu en þú ratar fljótt á réttu lausnina. Það verður þó orðið áliðið þegar þér tekst að slappa af. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) th Vertu með hugann við það sem gera þarf í vinnunni í dag og láttu ekki úrillan starfsfélaga trufla þig. Þú nýtur kvöldsins. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú hefur átt annríkt við að upfylla óskir annarra og haft lítinn tíma til að sinna eigin málum. Láttu þau ganga fyrir nú. Stjörnusþána á aó lesa sem dægradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS 7 fiessi ee \ FARJbJN AÞ ^DCTTID uKh 1 1 IK FERDINAND SMÁFÓLK Stundum ligg ég vakandi á nóttunni og spyr: „Af pá er rðdd sem svarar: „Af hverju? Hvar viltu vera?“ hveiju er ég hér?“ BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Bretinn Tony Forrester vakti verð- skuldaða hrifningu bridsblaðamanna fyrir úrvinnslu sina á fjórum spöðum í eftirfarandi spili úr Macalian-mót- inu. Forrester hélt á spilum suðurs, í norður var félagi hans til síðasta árs, Andy Robson, og mótheijamir Zia Mahmoód og Bob Hamman: Norður gefur; enginn á hættu. Norður * 5 + D764 * ÁK982 * Á64 Vestur ♦ K42 V K53 ♦ 743 + 10875 Austur ♦ D76 V 1098 ♦ D5 ♦ KDG92 Suður ♦ ÁG10983 V ÁG2 ♦ G106 ♦ 3 Vestur Norður Austur Suður Zia Robson Hamman Forrester — 1 hjarta* Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 4 spaðar Pass Pass Pass * Forrester og Robson spila eðlilegt kerfi, en opna þó alltaf á hálit er þeir sjá þar fjögur spil. Zia kom út með lauf. Forrester drap á ás og spilaði strax spaða á gosa og kóng vesturs. Zia hélt áfram með laufið, sem Forrester trompaði og sþilaði spaðaás og tíu. En staidr- aði lengi við áður en hann henti úr blindum í spaðatíuna í þessari stöðu: Norður * - V D764 ♦ ÁK982 *- Vestur Austur ♦ 2 ♦ D V K53 r 1098 ♦ 743 111 1111 ♦ D5 + 108 * DG9 Suður ♦ 1098: V ÁG2 ♦ G106 ♦ — Blindur er illa klemmdur. Það sýn- ist eðliiegt að halda í alla tíglana og henda hjarta. En þá getur austur sótt slaginn á hjartakóng án þess að fría niðurkast fyrir þriðja tígulinn. Þar með yrði suður að finna tígul- drottningu. Þetta sá Forrester fyrir og ákvað eftir nokkra yfírlegu að henda tígli. Hamman spilaði þá laufi. Forrester trompaði (og henti aftur tígli), fór inn á blindan á tígulás og spilaði hjarta á gosann. Zia drap og spilaði strax tígli um hæl til að þvinga fram ákvörðun í litnum áður en sagn- hafi gæti prófað hjartað. En Forrest- er hélt sínu striki, stakk upp kóng og lagði upp þegar drottningin kom. Auðvitað var rétt að stinga upp tígulkóngnum, því auk þess sem drottningin gat fallið önnur fyrir aft- an, var möguleiki á 3-3-legu í hjarta og kastþröng ef sami mótheiji héldi á lengdinni í hjarta og tígli. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Öflugt skákforrit, Chess Gen- ius Mephisto, hafði hvítt og átti leik í þessari stöðu á opnu skák- móti í Nice í Frakklandi um ára- mótin. Alþjóðlegi meistarinn Sha- rif (2.440) frá Iran var með svart og lék síðast 36. — Hc5-c6? 37. Bg8+! og svartur gafst upp, því hvítur leikur næst 38. Hxc6 og vinnur lið. Landsliðsþjálfari Frakka, Jósef Dorfman, og Bo- ristsev frá Úkraníu sigruðu á mótinu með 6 v. af 7 mögulegum. Chess Genius Mephisto varð í 9.-22.,sæti með 5 vinninga. það er árangur sem meta má nálægt 2.400 Elo-stigum. Forritið var keyrt_ á einkatölvu 486 DX2, 66 MHz. í hraðskák er það ennþá öflugra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.