Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994
Fiskur sprettur hvorki úr botni hafs-
ins né rignir honum af himnum ofan
eftir Hjálmar
Vilhjálmsson
í Morgunblaði síðastliðins sunnu-
dags birtist viðtal við eða öllu heldur
grein eftir þijá starfsmenn Veiði-
málastofnunar, þar sem þeir sýna
m.a. hvernig saman svipar breyting-
um á hitafari í Barentshafi og á
Ísiandsmiðum. Draga þeir félagart
auk annars þá ályktun af hlýnun í
Barentshafi og örum uppgangi
þorsks á þeim slóðum seinustu árin,
að nú megi aflétta takmörkunum á
þorskveiði því vænta megi hins sama
hér við land. Þetta er röng ályktun
því umhverfisaðstæður í Barentshafi
endurspeglast ekki með beinum
hætti við ísiand 2-3 árum síðar því
margt annað kemur hér við sögu.
Þess utan eru aðstæður allt aðrar
að því er varðar ástand íslenska
þorskstofnsins eins og nú verður
lýst.
Á Barentshafssvæðinu varð til
mjög sterkur þorskárgangur vorið
1983 enda áraði þá vel á þeim slóð-
um eins og víða annars staðar. Þeg-
ar að því leið að þessi fiskur kæmi
í veíðina 4-5 árum seinna kom í ljós
að hann var illa haldinn af ætis-
leysi, enda loðnustofninn hruninn og
fátt um fína drætti. Upp komu há-
værar raddir um að útrýma þyrfti
þessum þorskárgangi tii þess að vist-
kerfi Barentshafs jafnaði sig aftur.
Sem betur fór var þetta ekki gert
heldur voru, að ráði Hafrannsókna-
stofnunarinnar í Björgvin, settar
mjög strangar takmarkanir á þorsk-
veiðar og veiðidánartala þorsks í
Barentshafi lækkaði úr um 1,0 í
0,2. Hinum stóra þorskárgangi var
því þyrmt og það er fyrst og fremst
DAGBOK
LAUGARNESKIRKJA:
Mæðra- og feðramorgunn kl.
10-12. Margrét Pála fóstra
ræðir um „kynskipta leik-
skóla".
SELJAKIRKJA: Fyrirbæna-
stund í kirkjunni í dag kl. 18.
Fyrirbænaefnum veitt mót-
taka á skrifstofu safnaðarins.
Öllum opið.
HAFNARFJARÐAR-
KIRKJA: Sr. Þórhallur
Heimisson flytur fræðsluer-
indi um kristna trú og nýöld-
ina í safnaðarathvarfinu, Suð-
urgötu 11, laugardagsmorg-
un kl. 11. Léttur hádegisverð-
SJÖUNDA dags aðventist-
ar á Islandi: A laugardag:
AÐVENTKIRKJAN, Ing-
ólfsstræti 19: Biblíurann-
sókn kl. 9.45. Guðsþjónusta
kl. 11. Ræðumaður Steinþór
Þórðarson.
SAFNAÐARHEIMILI að-
ventista, Blikabraut 2,
Keflavík: Guðsþjónusta kl.
10.15. Biblíurannsókn að
guðsþjónustu lokinni. Ræðu-
maður Sigríður Kristjánsd.
SAFNAÐARHEIMILI að-
ventista, Gagnheiði 40, Sel-
fossi: Guðsþjónusta kl. 10.
Biblíurannsókn að guðsþjón-
ustu lokinni. Ræðumaður
Einar Valgeir Arason.
AÐVENTKIRKJAN,
Brekastíg 17, Vestmanna-
eyjum: Biblíurannsókn kl. 10.
AÐVENTSÖFNUÐURINN
Hafnarfirði, Góðtemplara-
húsinu, Suðurgötu 7: Sam-
koma kl. 10. Ræðumaður
Björgvin Snorrason.
SAMFÉLAG aðventista,
Sunnulilíð 12, Akureyri:
Samkoma kl. 10. Ræðumaður
Eric Guðmundsson.
MINNINGARKORT
MINNIN G ARKORT ITC
eru seid hjá Guðrúnu Lilju í
s. 46751 eða 679827. Að
auki veita uppl. Edda, s.
26676, Halldóra, s. 678499
og Kolbrún Dóra, s. 36228.
„Þá og því aðeins hafði
móður náttúru tekist að
bæta þann skaða, sem
orðið hafði af manna
völdum eða hennar
sjálfrar, að eftir væri
nóg af fiski til að nýta
batnandi lífsskilyrði.“
þessi þorskur sem fyllti Barentshaf
um og eftir 1990 þegar hann loks
fékk loðnu að éta og náði eðlilegum
holdum. Þorskárgangurinn frá 1983
var einnig mjög sterkur á íslandsm-
iðum til að byija með. Hins vegar
var okkar þorski því miður ekki
þyrmt og 1983-árgangurinn nánast
búinn við 6 ára aldur. Sem stendur
er enginn stór þorskárgangur við
ísland. Fyrst um sinn er þess því
ekki að vænta að sams konar vöxtur
hlaupi í íslenska þorskstofninn og
frænda hans í Barentshafi.
’ í ofannefndri Morgunblaðsgrein
er einnig Ijallað nokkuð um loðnu
en tekið fram að ekki sé farið nær
nútímanum en til 1986 vegna þess
að þá hafi Norðmenn takmarkað
Ioðnuveiðar svo harkalega að frekari
samanburður sé óraunhæfur. Ekki
er þetta nú alls kostar rétt. Loðnu-
veiðum í Barentshafi hefur verið
stjórnað frá því um miðjan áttunda
áratuginn og stundum harkalega ef
dæma má eftir ummælum norskra
sjómanna. Veturinn 1986 lagði Haf-
rannsóknastofnunin í Björgvin til að
banna loðnuveiðar alfarið enda búið
að veiða meira en ráðlegt væri úr
hrygningarstofninum haustið áður.
Þegar hrygningargangan svo kom
upp að ströndinni í apríl 1986
sprengdu sjómenn veiðibannið með
aðstoð blaðamanns. Af því leiddi að
hrygningarstofn ársins 1986 var
sem næst veiddur upp. Og þrátt fyr-
ir algert veiðibann og batnandi um-
hverfisaðstæður náði Barentshafs-
loðnan sér ekki á strik fyrr en eftir
5 ár. Þótt á ýmsu hafi gengið, hefur
tekist að halda loðnuhrygningu hér
við land langt ofan þeirrar lægðar
sem Barentshafsloðnan lenti í 1986-
1988. íslenska loðnan hefur enn
ekki lent í slíkri lægð að banna hafi
þurft loðnuveiðar í hálfan áratug.
Sumarið 1992 var haldin alþjóðleg
ráðstefna í Mariehamn á Álandseyj-
um um breytingar á umhverfisað-
stæðum í sjó seinasta hálfan annan
áratuginn og áhrif þeirra á vöxt og
viðgang fiskstofna. Þar flutti Jakob
Jakobsson erindi sem hann nefndi
„Recent variability in the fisheries
of the North Atlantic“ (Nýlegar
breytingar á fiskveiðum í Norður-
Atlantshafi). í erindi sínu rakti Jak-
ob sögu íjölmargra fiakstofna á
svæðinu frá Nýfundnalandi austur í
Norðursjó og Barentshaf og bar af-
drif þessara stofna saman við breyt-
ingar á umhverfisþáttum á ofan-
greindu tímabili. Þar á meðal voru
þorskur og loðna við ísland og í
Hjálmar Vilhjálmsson
Barentshafi. Niðurstaða Jakobs var
einföld og afdráttarlaus. Þá og því
aðeins hafði móður náttúru tekist
að bæta þann skaða, sem orðið hafði
af manna völdum eða hennar sjálfr-
ar, að eftir væri nóg af físki til að
nýta batnandi lífsskilyrði. Þetta er
grundvöllur þeirrar veiðistjórnunar
sem starfsmenn Hafrannsókna-
stofnunarinnar hafa barist fyrir í
mörg ár og gera enn. Áherslur og
aðferðir eru að vísu mismunandi
eftir eðli og ástandi hinna ýmsu
fiskistofna, en eitt er alveg á hreinu
eins og nú er gjarnan sagt. Það er
jafn ljóst og dagur fylgir nóttu að
fiskur sprettur hvorki upp úr botni
hafsins né rignir honum af himnum
ofan.
Höfundur er fiskifræðingvr.
TillögTir gegii
þjóðarsátt
eftir Svavar Gestsson
Það er góð samstaða um Ríkisút-
varpið með þjóðinni. Vandi Ríkisút-
varpsins í seinni tíð er aðallega
Árfjölskyldunnar í kirkjunni
Fermingin - Málþing
laugardaginn 26. febrúar 1994 kl. 13.30-17.00
í stofu 101 í Odda (H.í.)
Ferming í fiölskyldunni
Jóhanna Thorsteinsson, leikskóla-
stjóri.
Barn á auglýsingamarkaöi
Kristín Jónasdóttir, Barnaheill.
Ferming í atvinnuleysi
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður
Dr. Pétur Pétursson, dósent, Sóknar.
guðfræðideild H.í.
Fermingarbörn kynna viðhorf sín og viðfangsef ni milli dagskrárliða.
Pallborðsumræður- þátttakendur: Ellert B. Schram, ritstjóri DV, Sigrún Magn-
úsdóttir, varaformaður Kaupmannasamtakanna, Sigríður Björk Baldursdóttir,
fermingarbarn, Margrét Benediktsdóttir, móðirfermingarbarns, Sólveig Lára
Guðmundsdóttir, sóknarprestur, og Anni Haugen, fjölskyldudeild FSR.
Stjórnandi: Lára Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Jón Ragnarsson, fræðslu- og þjón-
ustudeild kirkjunnar.
Kirkjulegur tilgangur fermingarinnar
Sr. JakobÁg. Hjálmarsson,
formaður fermingarstarfanef ndar.
Sjálfstæðisflokkurinn; ævinlega
þegar hann kemur nálægt þeirri
stofnun er það heldur til vandræða.
Svo er enn. Þær tillögur sem nú
liggja fyrir frá þeirri nefnd, sem
kallar sig ranglega útvarpslaga-
nefnd, eru tillögur gegn þjóðarsátt.
Allar tillögur nefndarinnar, nema
tvær, hafa þann tilgang beinlínis
að veikja Ríkisútvarpið:
Þetta eru aðaltillögurnar:
1. Ein tillaga gengur út á það
að Ríkisútvarpinu verði ekki lengur
skylt að reka tvær hljóðvarpsrásir.
Þar með getur útvarpsstjóri lagt
niður aðra rásina. Þar með getur —
eins og nú er háttað stjómarfari —
Davíð Oddsson lagt niður Rás 2.
Niðurstaða: Tillaga um veikara Rík-
isútvarp. Jafnframt er fortakslaust
tekið fram að Ríkisútvarpið megi
aðeins sjónvarpa á einni rás hvern-
ig sem á stendur. Þar með er verið
að þrengja samkeppnismöguleika
Ríkisútvarpsins.
2. í annan stað er gerð tillaga
um að frysta afnotagjöld Ríkisút-
varpsins í tvö ár! Tilgangurinn er
bersýnilega sá að veikja samkeppn-
isstöðu Ríkisútvarpsins andspænis
einkastöðvunum. Me'ð þessu móti
er í 10% verðbólgu á tveimur árum
verið að skera niður tekjustofna
Ríkisútvarpsins um 150 milljónir
króna.
3. I þriðja lagi gera tillögurnar
ráð fyrir því að veikja tæknilega
og fjárhagslega yfirstjórn Ríkisút-
varpsins. I stað þess að þessar deild-
Svavar Gestsson
„Vandi Ríkisútvarpsins
í seinni tíð er aðallega
Sjálfstæðisflokkurinn.“
ir, tæknideildin og fjármáladeildin,
séu sjálfstæðar einingar eiga þær
að verða undireiningar hvor í sinni
aðaldeild sem verða hljóðvarp og
sjónvarp. Þetta dregur úr fjárhags-
legri og tæknilegri hagkvæmni.
Þessi tillaga veikir líka Ríkisútvarp-
ið.
4. Þá er gert ráð fyrir því að
Ríkisútvarpið geti ekki endurvarpað
í heild erlendum dagskrám eins og
gerðist í Persaflóastríðinu. Þar með
er Ríkisútvarpinu bannað að standa
í samkeppni við aðrar sjónvarps-
stöðvar að þessu leytinu til. Vissu-
<9jO
LEIKFÉLAG
REYKJAVÍKUR
SÍMI680680
BORGARLEIKHUSIÐ
Oá<9