Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994
39
íslandsbankamótið
Sokolov, Jóhann og van
Wely í efstu sætum
___________Skák
Bragi Kristjánsson
Sjöunda umferð á íslands-
bankamótinu á Akureyri var
tefld á miðvikudagskvöld. Jó-
hann Hjartarson vann Henrik
Danielsen og náði sér þar með
aftur á strik eftir tvær erfiðar
umferðir. Sokolov er í erfiðri
vörn í skákinni við Björgvin Jóns-
son, en líkur eru taldar á jafn-
tefli. Van Wely gerði jafntefli við
deFirmian. Helgi Ólafsson á bið-
skák gegn Þresti Þórhallssyni,
þar sem sá síðarnefndi fórnaði
liði fyrir þráskák, en ekki er Ijóst
hvort fórnin stenst. Margeir Pét-
ursson sýndi loksins gamla takta
og veitti Klaus Berg, hinum
heppna, verðuga ráðningu.
Úrslit í 7. umferð:
Óiafur-Gylfi, lh-'h\ Jóhann-
Danielsen, 1-0; Margeir-Berg 1-0;
deFirmian-van Wely, 'h-Vr, Helgi-
Þröstur, biðskák; Björgvin-Sokolov,
biðskák.
Staðan er þessi:
1. Ivan Sokolov, 5 v. og biðskák.
2. -3. Jóhann Hjartarson og Loek
van Wely, 5 v.
4. Helgi Ólafsson, ‘í'h v. og biðskák.
5. Nick deFirmian, 2>'h v.
6. -7. Margeir Pétursson og Klaus
Berg, 3 v.
8.-10. Björgvin Jónsson, Þröstur
Þórhallsson og Gylfi Þórhallsson,
2'h v. og biðskák.
11.-12. Ólafur Kristjánsson og
Henrik Danielsen, 2 v.
Taflmennskan á mótinu hefur
verið mjög skemmtileg og spenn-
andi og baráttugleði teflenda mikil.
Jafntefiin hafa verið óvenjufá, og
flest hafa orðið eftir að skákimar
hafa verið tefldar til loka. Sokolov,
stigahæsti keppandinn, hefur haft
forystuna til þessa, en fast á hæla
honum koma Jóhann Hjartarson og
van Wely. Það er óhætt að segja
að þessir þrír stórmeistarar hafí
teflt best og baráttan um efstu
sætin standi fyrst og fremst á milli
þeirra. Svo skemmtilega vill til að
Jóhann hefur hvítt gegn Sokolov í
síðustu umferð og má búast við því
að úrslitin ráðist þá.
Helgi Ólafsson byijaði illa, en er
að ná sér á strik. Margeir Pétursson
hefur verið óþekkjanlegur, en von-
andi gefur góður sigur á Berg í sjö-
undu umferð honum aukinn kraft
fyrir lokakafla mótsins. Björgvin
Jónsson hefur átt mjög góða spretti,
en Þröstur Þórhallsson er frekar
daufur. Heimamennimir Gylfi Þór-
hallsson og Ólafur Kristjánsson
mega vel við sinn hlut una. Þeir
hafa veitt hinum þrautþjálfuðu gest-
um harða keppni.
Nick deFirmian hefur ekki kom-
ist í gang eftir tapið fyrir Björgvin
í fyrstu umferð. Danirnir, Klaus
Berg og Henrik Danielsen, hafa
verið slakir og hefur sá síðar-
nefndri tapað fimm skákum í röð.
Við skulum að lokum sjá vinn-
ingsskák Margeirs Péturssonar
gegn Klaus Berg.
7. umferð:
Hvítt: Margeir Pétursson.
Svai-t: Klaus Berg.
Enskur leikur.
1. c4 - e5, 2. Rc3 - Rc6, 3. g3
- g6, 4. Bg2 - Bg7, 5. e3 - d6,
6. Rge2 - f5, 7. d3 - Rf6, 8. 0-0
- 0-0,9. Hbl - Re7,10. b3 - g5!?
■ (í skákinni Topalov-Seirawan, milli-
svæðamótinu í Biel 1993, varð
framhaldið 10. - c6, 11. f4 - Be6,
12. h3 - Dc7, 13. e4 - h5!? 14.
Be3 - h4, 15. c5 - Rh5, 16. cxd6
- Dxd6, 17. d4 - exd4, 18. e5 -
Dd7, 19. Bxd4 - Rxg3, 20. Rxg3
- hxg3, 21. Bc5! - Dxdl?, 22.
Hbxdl - Kf7, 23. Hd3 - Hfd8, 24.
Hxg3 með nokkuð jöfnu tafli.)
11. f4! - h6, 12. Dd2 - Rg6, 13.
Bb2 - c6, 14. Khl - exf4
(Svartur opnar taflið en í framhald-
inu kemur í ljós að það er hvítum
í hag. Eðlilegt virðist að leika 14.
— Be6 o.s.frv.)
15. exf4 - Rg4?!
(Þessi riddaraleikur er greinilega í
uppáhaldi hjá Berg. Hann beitti
honum einnig í skák við Jóhann
Hjartarson að vísu í annarri stöðu!)
16. Hbel - gxf4, 17. Rxf4 -
Rxf4, 18. Hxf4 - Be5?!
19. h3! - Bxf4
. (Eftir 19. - Rf6, .20. Hf3 hótar
hvítur bæði 21. d4 og 21. Dxh6.)
20. Dxf4 - Re5, 21. Dxh6 - Df6,
22. De3 - f4, 23. gxf4 - Dxf4,
24. Re4 - Dh4
(Svartur á meira lið, hrók gegn bisk-
upi og peði, en hann á engu að síð-
ur mjög erfitt ef ekki tapað tafl.
Peðið á d6 er veikt, en falli það,
þá hangir riddarinn á e5 í lausu
lofti. Að auki er kóngsstaða svarts
mjög veik. Svartur hefði engu bjarg-
að með því að fara í drottningar-
kaup: 24. - Dxe3, 25. Hxe3 -
Hd8, 26. c5 - Rf7, 27. Hg3+ -
Kf8, 28. cxd6 og hvítur á unnið
tafl.)
25. Hgl - Bg4
(Ekki gengur 25. - Rg4, 26. Rf6+!
- Hxf6 (26. - Rxf6, 27. Bd5++! -
Kh7, 28. De7+ - Kh6, 29. Dg7+
- Kh5, 30. Dg6+ mát.) 27. De8+
- Kg7, 28. De7+ - Kg8, 29. Bfl
og við hótuninni 30. Bxf6 er lítið
að gera.)
26. Rxd6 - Rf3
(Eftir 26. - Hf3, 27. Dxe5 -
Hxh3+, 28. Bxh3 - Dxh3+, 29.
Dh2 og hvítur vinnur, því að bisk-
upinn á g4 er leppur!)
27. De4! - Dh5
(Hvítur hótaði 28. Dg6+ mát.)
28. Dxg4+ - Dxg4, 29. hxg4 -
Rxgl, 30. Kxgl
(Öldurnar hefur lægt og upp er
komin staða sem hvítur vinnur án
ei’fiðleika.)
30. - Hf4, 31. g5 - Hd8, 32. c5
- b6, 33. Be5 - Hg4, 34. Bf6 -
Hd7, 35. d4 - bxc5, 36. dxc5 -
Hh7, 37. Rf5 - Hf4, 38. Re7+ -
Kf7, 39. Be5 - Hg4, 40. g6+ -
Kxe7, 41. gxh7 og svartur gafst
upp, því að fæðing nýrrar hvítrar
drottningar á h8 kostar hrókinn.
Mótið er teflt í húsakynnum Fiðl-
arans á 4. hæð Alþýðuhússins við
Skipagötu á Akureyri. Dagskráin
yfir helgina verður þannig:
8. umferð: Föstudaginn 25. febr.
kl. 17-23, m.a. Sokolov-van Wely.
9. umferð: Laugardaginn 26. febr.
kl. 14-20, m.a. Helgi-Sokolov og
Jóhann-Björgvin.
10. umferð: Sunnudaginn 27. febr.
kl. 14-20, m.a. Helgi-Jóhann og
Þröstur-Margeir.
11. umferð: Mánudaginn 28. febr.
kl. 13 til loka, m.a. Jóhann-Sokolov,
deFirmian-Þröstur og Margeir-
Björgvin.
■ ÁTTHAGAFÉLAG
Héraðsbúa heldur laugar-
daginn 26. febrúar árshátíð
í Danshúsinu í Glæsibæ kl.
19.45. Veislustjóri er Sig-
urður Guðmundsson en
skemmtidagskrá verður í
höndum skemmtinefndar,
Sigríðar Sigurbjörnsdótt-
ur og Odds Sigfússon-
ar.Hljómsveitin Bergmál af
Héraði leikur fyrir dansi til
kl. 3.
■ í LAUGARDAG-
SKAFFI Kvennalistans 26.
febrúar verður fjallað um
breytingaskeiðið. Kristín
Einarsdóttir, lífeðlisfræð-
ingur og þingkona, fer yfír
líffræðilega þætti breytinga-
skeiðsins og stýrir almennum
umræðum. Kaffið er á
Laugavegi 17, 2. hæð og
hefst kl. 11. Allir velkomnir.
Þorvaldu
Gunná
ná upp
dórsson
vason
mningu
Þægilegt umhverfi
- ögrandi vinningarl
OPIÐ FRÁ KLUKKAN 1 9:00 - 03:00
Mlðll
VAGNHÖFÐA 1 1, REYKJAVÍK, SÍMI 685090
Gömlu og nýju dansarnir
íkvöldfrá kl. 22-3
Hljómsveitin Túnis leikur
Miðaverð kr. 800.
Miða- og borðapantanir
í símum 685090 og 670051.
Mætumhress
Mióa- og boróapantanir
í simum 685090 og 670051.
VEITINGAHÚSIÐ
KOMPLEX
Þingholtsstræti 2-4,
sími 19900
ET-BAHDIO
tieldur uppi stuðinu töstu-
dags- og laugardagskvöld.
Munið ódýra matseðilinn.
KOMPLEX
4»
' 'V
V