Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 28

Morgunblaðið - 25.02.1994, Side 28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. FEBRÚAR 1994 28 Minning Alda Bjömsdóttir Fædd 15. janúar 1946 Dáin 20. febrúar 1994 Hinn 20. febrúar sl. andaðist í Borgarspítalanum Alda Bjömsdóttir eftir erfiða sjúkdómslegu. Hún var fædd að Brenniborg í Skagafírði, en fluttist þaðan ársgömul með foreldrum sínum, Bimi Jóhannessyni og Þorbjörgu Bjamadóttur, að Fjósum í Svartár- dal, Austur-Húnavatnssýslu. Þar ólst hún upp í hópi sex systkina sinna ' á gestkvæmu myndarheimili. Bjöm faðir hennar andaðist árið 1970 og flutti þá Þorbjörg móðir hennar fljót- lega til Reykjavíkur. Hún er at- gerviskona. Hún ber með sér reisn sem ekki dvinar þrátt fyrir þetta síðasta áfall og önnur sem hafa mætt henni á lífsleiðinni. Alda giftist ung Grétari Svein- bergssyni bifreiðastjóra á Blöndósi, en þau slitu samvistir eftir fárra ára sambúð. Hún lauk námi sem sjúkra- liði og stundaði það starf löngum. Árið 1972 giftist hún Jóni Sig- urðssyni frá Hnjúki í Vatnsdal, nú starfsmanni Strætisvagna Reykja- víkur. Þau reistu heimili sitt í Reykjavík og bjuggu síðustu árin að Bauganesi 17. Heimili þeirra hef- ur á liðnum árum verið rómað fyrir rausn og myndarskap og hallaðist þar á hvorugt þeirra hjóna. Alda var mikil húsmóðir, skemmtileg í vina- hópi, vel gefin og kom skjótt auga á spaugilegar hliðar mála. En hún var einnig raungóð þegar á bjátaði hjá vinum eða venslafólki. Augljóst var að hún átti ekki langt að sækja sína eðliskosti. Þau hjónin tóku fósturbam, Rögnu Sólveigu Guðmundsdóttur, sem var þriggja ára þegar Hrefna móðir hennar og systir Öldu lést fyrir um tuttugu ámm. Það er mikið áfall fyrir konu á besta aldri að geinast með sjúkdóm sem oftast leiðir til dauða. Sjaldan verður eins ljóst hversu heilsan er mikilvæg, hve lífið er fagurt og hvað hver dagur getur fært mikla gleði. Alda veiktist fyrir einu og hálfu ári síðan. Hún mætti veikindum sínum með miklu baráttuþreki og jafnframt æðmleysi, en hlaut þó að lúta í lægra haldi fyrir manninum með ljáinn. Vinir hennar sakna þess að hún skyldi svo skjótt hverfa til nýrra heimkynna, en þakka jafnframt gleðistundir, sem ekki em gleymdar. Við Helga þökkum Öldu fyrir kynni og góðar stundir á liðnum ámm og biðjum henni blessunar við vista- skiptin. Við sendum Jóni, fósturdótt- ur þeirra, móður hennar, systkinum og öðm venslafólki einlægar samúð- arkveðjur. Pálmi Jónsson. Mig langar með nokkmm orðum að minnast hér Öldu systur minnar. Öll böm upplifa það, að ég held, að eiga sér fyrirmynd og ekki var ég svikin af minni, það var hún. Alda átti til mikla blíðu sem ég var svo heppin að njóta og bak við glettnina var einlægni og tryggð sem ég fékk að vera hluti af. Hún var alltaf gefandi í lífínu, en hún hjálpaði og gaf á svo eðlilegan hátt að þiggjandanum leið vel í ná- vist hennar. Ég uppgötvaði er ég sat við sjúkrasæng hennar nú á dögunum og sá hendur hennar hreyfingar- lausar að það hafði ég ekki séð oft áður. Hún var svo dugleg og lifði lífinu innilega lifandi. Eg veit að henni þótti það skemmtilegt. Alvarlegasta fólk varð kátt í ná- vist hennar, því glettin svör og fynd- in voru hennar aðalsmerki. Það var alltaf gaman að vera fullorðinn ná- lægt henni. Alda var ein af góðu gimsteinunum í lífi mínu. Far þú í friði, * friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Ragnheiður Erla Björnsdóttir. Andlát mágkonu minnar, Öldu Bjömsdóttur, kom ekki á óvart. í sextán mánuði barðist hún ótrauð við krabbamein og var lengst af í erfíðri lyfja- og geislameðferð án þess að það hvarflaði andartak að henni að gefast upp. Kjarkurinn var óbilandi og lífsviljinn sterkur. En sjúkdómurinn fór með sigur af hólmi. Aðeins 48 ára gömul er hún öll. Sá mikli ógnvaldur, tóbakið, hefur unnið enn eitt voðaverkið. Ég sá Öldu fyrst árið 1956, þegar samband mitt og Hrefnu, elstu syst- ur hennar hófst. Hún var þá tíu ára hnáta á Fjósum í Svartárdal. Seinna kynntist ég mannkostum hennar betur. Hún var skarpgreind, víðsýn og réttlát. Félagslynd var hún og til forystu fallin, og fólk laðaðist að henni sakir vitsmuna hennar og skilnings á mannlegum vanda. Hún átti trúnað margra og hún haðfí meira að gefa en flestir aðrir. Hún valdi sér hjúkmn að aðalstarfi og vann fyrst á Kleppi en síðan lengi á Landspítalanum við vinsældir og traust, enda hlýja hennar og þolin- maeði við sjúklinga einstök. Ég ætla ekki að rekja hér lífs- hlaup Öldu Bjömsdóttur, heldur að- eins að flytja henni þakkir að leiðar- lokum fyrir hjálpsemi hennar, fóm- fysi og vináttu í minn garð. Hrefna lést árið 1974 frá fjórum ungum dætmm. í veikindum hennar tók Alda sér frí frá vinnu í nokkra mán- uði til að annast heimili hennar og fjölskyldu og var systur sinni stoð og stytta uns yfír lauk. Yngsta dótt- ir okkar, Ragna Sólveig, var aðeins þriggja ára gömul þegar móðir henn- ar féll frá. Alda og eiginmaður henn- ar, Jón Sigurðsson frá Hnjúki í Vatnsdal, tóku Rögnu að sér og ólu upp sem sína eigin dóttur eftir það. Óendanleg umhyggja þeirra og kær- leikur til hennar verður aldrei full- þakkað. Alda reyndist einnig eldri dætmm mínum sem önnur móðir á margan hátt. Hjá henni leituðu þæí- halds og trausts í blíðu og stríðu. í dag er þessi mikilhæfa kona lögð til hinstu hvíldu við hlið Hrefnu systur sinnar í Fossvogskirkjugarði. Henni séu þakkir fyrir allt sem hún hefur gefíð mér og mínum. Friður sé með henni. Guðm. B. Guðmundsson. í dag, föstudag, verður til moldar borin hún Alda frænka okkar. Okkur systkinin frá Glæsibæ langar til að minnast hennar með nokkmm orð- um. Hún Alda var alltaf tilbúin að )ja við bakið á okkur þegar við ftum þess með. Það var alltaf ökkun í loftinu þegar Öldu var von. Henni fylgdi mikil glaðværð. Hún hafði þann sérstaka eiginleika að finna ljósu punktana í tilverunni. Ef eitthvað stóð til í fjölskyldunni var Alda alltaf mætt til að rétta hjálparhönd og síðast en ekki síst þá bar hún með sér kátínuna og prakkaraskapinn. Alda var hannyrðakona mikil og sjálfsagt er ekkert af okkur systk- inabömunum hennar sem á ekki peysu pijónaða af henni. Við eldri systumar eigum margar af okkar bestu bernskuminningum tengdar heimsóknum Öldu og Huldu Bimu í Glæsibæ, hér fyrr á ámm. Þá var margt brallað. Það hefur oft verið hent gaman af því í fjölskyld- unni að við sem lítil böm áttum það til að halda að Alda væri mamma þegar mamma var hvergi nálægt. Alda frænka var kona sem rækt- aði garðinn sinn bæði hvað mann- eskjur snerti og í orðsins fýllstu merkingu. Það var alltaf gott að fínna hve hún bar hag okkar fyrir bijósti. Það var gaman að koma inn á heimili Öldu og Jóns. Það bar merki mikils nosturs, jafnt að utan sem innan. Við þökkum góðri frænku fyrir samfylgdina. Hennar jarðvist var bara alltof stutt. Jóni, Rörrn, Huldu, ömmu og systkinunum vottum við innilega samúð okkar og megi góður guð styrkja þaú í sorginni. Þorbjörg, Ingibjörg, Stefán og Ríkey. Því hærri sem aldan rís þeim mun þyngra verður fallið er hún hnígur. Það varð okkur ljóst þegar Alda Björnsdóttir sjúkraliði féll frá langt um aldur fram. Eðliskostir hennar, sem meðal annars birtust í stöðugri árvekni og umhyggju fyrir velferð annarra, nutu sín vel í því starfí sem hún valdi sér og mun ekki ofmælt að sú sem þetta ritar eigi henni líf sitt að launa. Fyrir það og alla góðvild um árabil vil ég þakka. Anna Guðmundsdóttir, fv. bókavörður. Alda, móðursystir okkar, er látin eftir erfíð veikindi. Hún var einstök kona, glaðlynd, fórnfús og kærleiks- rík. Fyrir 20 árum tók hún Rögnu Sólveigu systur okkar, sem þá var aðeins þriggja ára, að sér og reynd- ist henni alla tíð sem besta móðir. Okkur hinum var hún traustur vinur og ráðgjafí, jafnt í gleði og raun. Allan stuðning og hjálp veitti hún af heilum hug og sannri umhyggju. Alda var gift Jóni Sigurðssyni frá Hnjúki í Vatnsdal. Á góðu heimili þeirra hjóna hefur fjöldi ættingja og vina notið gestrisni og hlýju um ára- bil. Það er þungbært að horfa á eftir Öldu nú. Hún varði í lífi sínu vel og mætti dauðanum af æðruleysi. Blessuð veri minning góðrar konu. Anna, Guðrún og Embla Guðmundsdætur. Mig langar að kveðja vinkonu mína Öldu Björnsdóttur og þakka henni samfylgdina á liðnum árum. Ég kynntist Öldu fyrst haustið 1982 þegar við Róbert fluttum á Hjarðarhagann. Ég var þá komin sjö mánuði á leið af öðru bami og stóð þama inni í þvottahúsi og var að hengja upp þvott, þegar Alda vindur sér að mér og segir. „Hæ, hkikkar þú ekki til að koma til okk- ar?“ Ég skildi ekki hvað hún átti við, enda var ég að sjá hana í fyrsta skipti. Málið skýrðist þó strax þegar í ljós kom að hún var sjúkraliði á sængurkvennadeild Landspítalans. Á þessum árum var Róbert, mað- urinn minn, mikið á sjónum og ég því oft ein með börnin. En fljótlega fór svo að það leið varla sá dagur að við Alda hittumst ekki yfír kaffí- bolla. Bjöm Róbert, sonur minn (þá tveggja ára), komst strax upp á lag- ið og laumaði sér gjarnan einn upp til hennar og Jóns. Jón hafði gaman af því að espa hann upp og eitt sinn er hamagangurinn var orðinn full mikill sagði Alda við Björn Róbert að nú yrði hann að fara niður. En sá stutti svaraði: „Maður segir nú ekki svona við gestina sína.“ Þetta tilsvar hans hefur oft verið rifjað upp í gegnum árin. Jón var ólatur við að leyfa Birni Róbert að skottast með sér hvert sem hann fór, á verk- stæðið, út í kartöflugarð, og eitt sinn buðu þau Alda honum með sér í nokkurra daga ferð í sveitina heim til foreldra Jóns. Fyrir sjómannskonu er ómetanlegt að eiga svona ná- granna. Eftir að þau fluttu héldum við sambandi þótt lengra liði milli heim- sókna og kaffibollunum fækkaði. Veturinn 1992, eftir að Alda veikt- ist, heimsótti ég hana á spítalann. Hún var söm við sig, þetta var eng- in venjuleg sjúkraheimsókn heldur var boðið upp á kaffí og púrtvín. Ég hitti hana öðru hverju þetta síð- asta ár og þó það stæði mér kannski nær að styrkja hana þá vissi ég stundum ekki fyrr en ég var búin að trúa henni fyrir öllum mínum áhyggjum. Hún var þannig gerð, það var svo gott að tala við hana. Ekki það að hún segði já og amen við öllu sem ég sagði, heldur einmitt vegna þess að hún sagði alltaf það sem henni bjó í bijósti og dró ekk- ert undan. Elsku Alda mín, þá skiljast leiðir, og ég og fjölskylda mín viljum þakka þér fyrir ómetanlega vináttu i gegn- um árin. Elsku Jón, Ragna og aðrir ástvin- ir, Guð gefí ykkur styrk í sorginni. Hildur Björnsdóttir. Alda Bjömsdóttir vinkona okkar er látin eftir stranga sjúkdómslegu langt um aldur fram. Okkur hafði lengi verið ljóst að alvarleg veikindi steðjuðu að Öldu, en vonuðum í lengstu lög að henni tækist að sigr- ast á þeim. Barátta hennar var í senn hetjuleg og aðdáunarverð. Hún lét einskis ófreistað í viðleitni sinni til að sigrast á sjúkdómnum en mátti að lokum lúta í lægri haldi. Við sem fylgdumst með baráttu hennar gerðum okkur loks ljóst að ekki yrði aftur snúið, að ekki yrði um neinn bata að ræða og að við yrðum að sjá á bak vinkonu okkar sem var orðin okkur svo kær. Vinátta okkar hjónanna, Öldu heitinnar og eiginmanns hennar Jóns Sigurðssonar frá Hnjúki í Vatnsdal, hófst fyrir u.þ.b. tíu árum síðan. Sá vettvangur var félagsskapur söngfé- laga SVR. Nokkrum sinnum á hveij- um vetri hittist allur hópurinn, söng- félagar og eiginkonur þeirra. Alda var ævinlega fremst í flokki þar sem undirbúnings eða annarrar vinnu þurfti með. Hún var glöð á góðri stund og ómissandi félagi í hópnum. Alda var dagfarsprúð og jafnlynd, hún var tryggur vinur á gleðistund- um jafnt sem sorgar. Hún hafði jafn- an á takteinum hnyttnar frásagnir og sagði einkar skemmtilega frá. Hún unni umhverfi sínu jafnt úti sem inni og á vorin þegar fyrstu laukarn- ir stinga höfðum upp úr moldinni mátti jafnan sjá litfagra lauka og blóm framan við hús þeirra hjóna. Hún hafði yndi af allri matjurtarækt og naut þess að deila ávöxtum þeirr- ar vinnu með öðrum. Oft hefur verið gestkvæmt á heimili þeirra Öldu og Jóns, gest- risni höfð í hávegum og gjaman siegið á létta strengi og hin broslega hlið tilverunnar oft ígrunduð. 011 heimilisstörf léku í höndum Öldu. Þrátt fyrir fullan vinnudag lét hún sig ekki muna um að halda heimilinu svo vel til haga að ekki varð á betra kosið. Hún matreiddi listavel, bakst- ur og hannyrðir voru henni leikur einn, og að öllum sínum störfum gekk hún með alúð og nærfæmi. Við hjónin erum þakklát fyrir samverustundimar en vitum jafn- framt að þjáningum hennar er nú lokið. Megi góður Guð hugga og styrkja ástvini hennar, eiginmann, fósturdóttur, systkin og móður. Blessuð sé minning hennar. Margrét og Sigvaldi. ÞJONUSTU- Við tökum við ábendingum og tillögum sem varða þjonustu SVR í símsvara 814626 Strætisvagnar Reykjavíkur hf Með fátæklegum orðum vil ég kveðja góðan vin og féjaga, Öldu Björnsdóttur sjúkraliða. Ég kynntist Öldu vorið 1975, en þá bjuggu þau Jón Sigurðsson á Hjarðarhaga 42 hér í Reykjavík. I viðkynningu var Alda kona hreinskiptin og sannur vinur, ávallt kát og hress, en þó föst fyrir og hreinskilin í viðræðum og samskipt- um. Þeir sem umgengust hana munu minnast hennar fyrir sinn hressilega og smitandi hlátur, sem heyrðist svo oft. Þegar hún er horfín yfir móðuna miklu, fínnst manni að hennar skarð verði vandfyllt. Á þelm tíma er við fyrst kynnt- umst var ég við nám í höfuðborginni og var tíður gestur á heimili Jóns og Öldu, enda ætíð ánægjulegt að koma þangað. Þar réð gestrisnin alltaf ríkjum og get ég með góðri samvisku sagt að mér hafi fundist sem ég væri kominn heim er ég kom á heimili þeirra Jóns og Öldu. Alda átti við erfíð veikindi að stríða og ótrauð barðist hún á móti því sem eflaust var óumflýjanlegt, en þrátt fyrir hetjulega baráttu laut hún í lægra haldi. En Alda tók örlög- um sínum sem sönn hetja, hún var alltaf sem hetja á hverju sem gekk. Þegar litið er til baka yfir tæplega 20 ára kynni er ekki hægt að segja annað en að allt sem Alda gerði hafi verið vel gert og að hún hafí alltaf lagt sig fram um að skila sínu hlutverki óaðfínnanlega. Alda vann lengstum á Landspít- alanum og ávann sér þar mikla virð- ingu fyrir ósérhlífni og dugnað, en ég er viss um að fáir starfsmenn spítalans hafa reýnst jafn bóngóðir er leitað var til þeirra með litlum fyrirvara um að taka að sér auka- vaktir. Að leiðarlokum vil ég þakka þér, Alda, góða og trygga vináttu. Jón, Ragna og aðrir eftirlifandi aðstandendur Öldu sjá nú á eftir ástvini og vil ég fyrir hönd fjölskyldu minnar votta þeim okkar innilegustu samúð. Páll Gíslason. í dag kveðjum við með sárum söknuði góða vinkonu og frábæran sjúkraliða, sem starfað hefur á hin- um ýmsu deildum ríkisspítalanna í mörg ár og nú síðst á lýtalækninga- deild Landspítalans. Manngæska hennar, létt lund og fordómaleysi hafa nýst vel þeim sem átt hafa um sárt að binda, bæði sjúk- um og aðstandendum þeirra, enda löðuðust margir að henni. í okkar hópi hafði hún ávallt eitthvað fram að færa er var til bóta í daglegu starfi eða í framkomu við sjúklinga. Hún virtist hafa óbilandi vinnuþrek, var ósérhlífin og öllum viljugri að koma til hjálpar ef vantaði starfs- fólk eða ef vinnuálagið jókst á spítal- anum. Það var nánat alveg sama á hvaða deild hún var til kölluð, hún átti alls staðar heima. Við vottum aðstandendum hennar okkar innileg- ustu samúð, um leið og við þökkum henni samfylgdina. Vinnufélagar á lýtalækninga- deild Landspítalans. Þegar okkur barst fregnin af and- láti Öldu okkar Björnsdóttur 20. þ.m. | var það staðfesting á því óumflýjan- lega sem hafið þjakað okkur vini hennar undanfarna mánuði, hún var dáin, horfín. Við, Söngfélagar SVR og konur okkar, kveðjum í dag hjartfólginn vin og félaga. Eftirlifandi eiginmaður hennar, Jón Sigurðsson, hóf störf hjá Stræt- isvögnum í janúar 1983 og það sama ár hóf hann að syngja með okkur í kórnum og þar með fékk kórinn mikinn liðsstyrk, ekki bara vegna ágætrar raddar Jóns, heldur og ekki síður vegna áhuga og ósérhlífni Öldu í starfí eiginkvenna okkar við fjáröfl- un kórsins og félagslegrar samheldni okkar í gegnum árin. I Við sem stöndum nú yfír moldum Öldu heitinnar í dag, viljum þakka fyrir þennan tíma sem við vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast henni og eiga hana ,að vini. Við viljum votta eftirlifandi eigin- I manni hennar, Jóni Sigurðssyni og fósturdóttur þeirra, Rögnu Guð- mundsdóttur, sem og fjölskyldum þeirra, okkar innilegustu samúð. Söngfélagar SVR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.