Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994 5 Þyrla sótti slasaðan vél- sleðamann ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti síðdegis á laugardag mann sem hafði rifbrotnað og hlotið innvortis áverka þegar hann féll af vélsleða við Jökulheima við vesturjaðar Vatnajökuls. Þar voru á ferð björgunarsveitar- menn á níu bílum og nokkrum vél- sleðum. Jökulheimar eru í um tveggja klst. akstursfjarlægð fá Hrauneyjarfossvirkjun við góðar aðstæður. Eftir að maðurinn féll hafði hóp- urinn samband við slysadeild Borg- arspítalans og eftir samtal við lækni í áhöfn þyrlunnar var ákveðið að sækja sjúklinginn, sem var talinn rifbrotinn og með innvortis áverka. Þyrlan lagði af stað úr Reykjavík um klukkan 18.30 á laugardaginn og lenti við Borgarspítala með manninn um klukkan 20.30. -----» ♦ ».■■■■.— . Lóðir aug- lýstar í landi Fífuhvamms BÆJARSTJÓRN Kópavogs hef- ur nýlega samþykkt deiliskipu- lag af hluta Fífuhvammslands. Um er að ræða verslunar- og þjónustusvæði næst Reykjanes- braut, iðnaðarsvæði austan hest- húsa Gusts og íbúðarsvæði aust- an athafnasvæðanna. Samtals er gert ráð fyrir um 1.000 íbúum í þessum fyrsta áfanga í uppbygg- ingu Fífuhvammslands. Lóðirnar hafa þegar verið aug- lýstar til úthlutunar. Mikið hefur verið spurt um lóðirnar og hafa þegar borist allmargar umsóknir. Frestur til að skila inn umsóknum rennur út föstudaginn 11. mars nk. Gert er ráð fyrir að gatnagerð hefj- ist eftir nokkrar vikur og að íbúða- lóðirnar verði byggingarhæfar 1. ágúst nk. -----♦ -»----- Mótfram- boð hjá lög- mönnum EIRÍKUR Tómasson hæstarétt- arlögmaður hefur tilkynnt for- manni Lögmannafélags íslands, Ragnari Aðalsteinssyni, að hann hyggist bjóða sig fram gegn hon- um á næsta aðalfundi félagsins. Aðalfundurinn verður haldinn 18. mars næstkomandi og hefur Ragn- ar Aðalsteinsson hæstaréttarlög- maður verið formaður félagsins sið- astliðin tvö ár. Félagsmenn eru hátt á fjórða hundrað. Formaður er kjörinn árlega og má gegna for- mennsku í þijú ár. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur það ekki gerst í rúm tuttugu ár að mótframboð berist gegn sitjandi formanni. VJterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! ! JltofgtinfyhtMfe VOLVO 400 LÍNAN '94 ÞAÐ ER ÓTRÚLEGT EN SATT AÐ ÞÚ GETUR KEYPT FRAMHJÓLADRIFINN VOLVO HLAÐINN BÚNAÐI Á 1.498.000 KR. KOMINN Á GÖTUNA. Vökvastýri • samlæsing • veltistýri • rafknúnir speglar 2,0 lítra vél • plussáklæði • fellanlegt sætisbak bílbeltastrekkjarar • sjálfvirk aðlögun belta • fjölmargar Stlllingar á framsætum ásamt mörgu fleiru!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.