Morgunblaðið - 08.03.1994, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994
11
t-
Klarinettuleikur
Jón Aðalsteinn Þorgeirsson klari-
nettuleikari og Örn Magnússon
píanóleikari, stóðu fyrir tónleikum í
Listasafni Islands sl. sunnudag. A
efnisskránni voru að mestu íslensk
nútímatónverk en eitt bandarískt,
sónata eftir Aaron Copland.
Tónleikarnir hófust á sónötu eftir
Jón Þórarinsson, frá árinu 1964,
mikilvægu verki fyrir þróun íslenskr-
ar tónlistar og má segja, að sé nú
það sem kalla mætti „klassík“. Jón
Aðalsteinn lék verkið mjög vel og
mátti heyra á samleik hans við Örn,
að ýmislegt hafði verið brotið til
mergjar í þessu ágæta tónverki.
Næsta verkefni var Ristur I, II
og III (1985), eftir Jón Nordal,
áheyrilegt en nokkuð leitandi verk,
sem þeir félagar léku vel. Fjögur
íslensk þjóðlög í útfærslu Þorkels
Sigurbjörnssonar voru næst á efnis-
skránni. Lögin eru Ljósið kemur
langt og mjótt, Björt mey og hrein,
Yfir kaldan eyðisand og Það var
barn í dalnum.
íslensk þjóðlög má aðhæfa öllum
stílbrigðum en inngerð þeirra er
samt ávalt sá einfaldleiki, sem liggur
fólginn í tónum textans, því hér er
um að ræða hreina söngtónlist, þar
sem vart má merkja nokkuð í tón-
skipaninni, sem vísar til hljóðfæra-
leiks, enda hefur íslenskum tón-
skáldum tekist best upp f útfærslu
íslenskra þjóðlaga fyrir söng. Út-
færslur Þorkels eru svolítið tilbúnar
og jafnvel tilgerðarlegar, eins og
þegar leika á sér með það sem „lít-
ið“ er.
Novelette (1987), eftir Atla Heimi
Sveinsson, er smellið í stuttleika sín-
um og var vel leikið af þeim félög-
um. Strákalag (1960), fyrir píanó
eftir Jón Leifs er einnig smellið og
sem og laga Atla, ekta í nútíma-
legri gerð sinni. Örn lék Strákalagið
mjög vel en þar á eftir lék Jón Aðal-
steinn, Aubade (1986), einleiksverk
fyrir klarinettu, eftir John A.
Speight, hljómþýtt og leikandi
skemmtilegt verk, sem lék sannar-
lega í höndum Jóns.
Lokaviðfangsefnið var sónata
(1986) eftir Copland, fallegt verk
en ekki sérlega svipmikið, er var
mjög vel fiutt. Þeir félagar, Jón
Aðalsteinn og Örn, eru vaxandi tón-
listarmenn og hafa með margvísleg-
um hætti sýnt frábæran leik, bæði
sem einleikarar og í flutningi kamm-
ertónlistar. Örn hefur náð mjög góð-
um árangri, með vönduðum flutningi
íslenskrar píanótónlistar, eins og vel
mátti heyra í Strákalaginu eftir Jón
Leifs. Jón Aðalsteinn er í hópi okkar
bestu klarineýtuleikara, sem hann
sýndi sannarlega á þessum tónleik-
um, bæði er varðar fallega tónmótun
og yfirvegaða túlkun.
Jón Aðalsteinn Þorgeirsson og Örn Magnússon.
»
Glæsileg Austfjarðarhátíð á Hótel íslandi
föstudaginn 18. mars.
Húsið opnar fyrir matargesti kl. 19.
Félögin sem standa að hátíð þessari eru:
Átthagasamtök Héraðsbúa, Borgfirðingafélagið, Eskfirðingafélagið,
Fáskrúðsfirðingafélagið, Félag austfirskra kvenna, Reyðfirðingafélagið,
Seyðfirðingafélagið, Austfirðingafélagið og Vopfirðingafélagið.
Fjölbreytt skemmtiatriði
að austan.
VÍSNAVINIR.
Stefán Bragason.
Árni Óðinsson.
Guðlaugur Sæbjörnsson
flytja gamanmál og söng að
hætti austfirðinga.
Ásta Sveinsdóttir, söngkona
Veislustjóri Helgi Seljan.
Haukur Heiðar leikur undir
borðhaldi.
Austfirska hvljómsveitin
BERGMÁL leikur fyrir dansi
til kl. 03.00
Verð aðeins kr. 3.500.-
Sértilboð á gistingu, sími 688999
Verði er stillt í hóf eða aðeins
3.500 krónur fyrir kvöldverð,
skemmtiatriði og dansleik.
Athugið sérstakt tilboð á
hótelgistingu (tveggja manna
herbergi 4.500 krónur.
Vinsamlegast pantið miða fyrir
15. mars til að fá gott borð.
Matseðill
Rjómalögud sjávanéttasúpa
Nauiatundir me rjómasósu, bakaðri
kartöjlu, Jlamberuðum ávöxtum og
gjáðu grœnmett.
Appetsinwjómarönd með mokkasósu.
nom mAND
Miða- og borðapantanir í síma (91) 687111 alla virka daga frá kl. 13-17.
Allur heimurinn er mitt kjöt
Leiklist_____________
Guðbrandur Gíslason
Á Herranótt Menntaskólans í
Reykjavík. Sweeney Todd. Höf-
undur: Christopher Bond. Þýð-
andi: Davíð Þór Jónsson. Leik-
sljóri: Óskar Jónasson. Leik-
mynd: Nemendur í Myndlista- og
handíðaskóla íslands. Tónlist:
Úlfur Eldjárn. Aðalleikendur:
Ólafur D. Ólafsson, Markús Þ.
Andrésson, Aðalbjörg H. Vals-
dóttir, Hanna K. Jóhannsdóttir,
Ragnar Kjartansson, Egill H.
Jónsson.
Skýringarheiti þessa blóði drifna
gamanleiks er Morðóði rakarinn við
Hafnargötuna. Segir þar af Sween-
ey nokkrum Todd sem hefnir harma
sinna með því að skera viðskiptavin-
ina á háls og leggur með því frú
Lovett til hráefnið í gómsætar bökur
sem ijúka út eins og — hvað haldið
þið — heitar lummur. Sweeney á
sér lífgjafa og vin, huglausan fáráð-
ling sem heitir Anthoni Hope. Sá
festir ofurást á hreinlífri dóttur
Sweeneys, Jóhönnu, sem er í fóstri
hjá fláráðum dómaradurg ... En
nóg um fléttuna. Hvernig tekst
MR-ingum og Óskari Jónassyni að
setja upp verk þar sem morðæði og
mannát eru efst á baugi? Verður
þetta nokkuð annað en ógeð á borð
við blóðslettuhryllinginn sem hægt
er að leigja sér á næstu myndbana-
leigu? Svarið við fyrri spurningunni
er: Þeim tekst það vel, en við þeirri
seinni: Þetta leikrit er (sem betur
fer) allt annað og miklu meira en
einfaldur hryllingur.
Óskar Jónasson hefur sýnt það
og sannað að honum er einkar vel
lagið að fletta ofan af fáránleik hlut-
anna með því að skopstæla þá. Þess
má t.d. sjá merki í kvikmynd hans
„Sódómu Reykjavík". Skopstæling
og skrumskæling geta verið eitt
hvassasta eggvopn háðsins en um
leið þjónað þeim tilgangi að fletta
ofan af 'tilgangsleysi alvörunnar.
Hér gerist hvorttveggja. Hér er
miskunnarlaust dregið dár að húg-
myndinni um hina sönnu ást. Hinn
angurværi tónn hjarðpípunnar
kemst hvergi að í samskiptum Hop-
es og Jóhönnu fýrir þeim smámun-
um tilverunnar sem slettast á tær-
leik ástarinnar eins og skituklessur
upp á nýkalkaðan fjósvegg. Smá-
munir á borð við holdlega girnd, eða
jafnvel sjálft þyngdaraflið þegar
Hope ætlar að lesa sig á hári sinnar
heittelskuðu upp á svalirnar til
hennar. Hársár Júlían sú. Og til-
gangsleysi alvörunnar verður bert
þegar Sweeney uppgötvar hinn
ævaforna sannleik að það er gróða-
vegur að drepa menn svo lengi sem
maður kemst upp með það. Og ef
samviskan angrar, þá er alltaf ein-
hver réttlæting tiltæk. Ef hún þá
angrar. Frú Lovett vill sjá sér vel
borgið í ellinni og sitja suður með
sjó. Hvað er svo semekki á sig leggj-
andi fyrir það? Og hvað hafast ekki
höfðingjarnir að? Dómarinn hikar
ekki við að troða réttlætið fótum til
að fullnægja eigin fýsnum. Þessi
meginþemu hefur Óskar greint og
leikararnir koma þeim til skila
kostulega og vel. Skopið er viðsjár-
vert vegna þess að það krefst þekk-
ingar á þeim gildum sem skopast
er áð. Sú þekking er hér til staðar
og það er þroskamerki.
Leikararnir eru góðir og ugglaust
á leið sumra þeirra eftir að liggja
upp á svið atvinnuleikhúsanna. Þeir
voru upp til hópa lausir við stirð-
leik, lifðu sig feimnisiaust inn í heim
leikritsins og sýndu agað látbragð
og stundum blæbrigðaríkt. Þau voru
skýrmælt og hiklaus og ber það vitni
góðri leikarastjórn og mikilli æf-
ingu. Persónusköpun er skýr og vel
hugsuð'. í fyrstu óttaðist ég að Olaf-
ur Darri Ólafsson væri of góðlegur
til að túlka hinn hefnigjarna Sween-
ey Todd, en hann stóð sig afbragðs-
vel og skóp karakter sem lætur
ekki vafasamar leiðir að settu marki
þvælast fyrir sér heldur nýtir þær
af hagsýni hins praktíska manns.
Þýðing Davíðs Þórs Jónssonar er
hnökralaus, orðaleikir fyndnir og
oft hnitmiðaðir og staðfæring á
auglýsingaskrumi ögrandi. Tónlist
Úlfs Eldjárn skapaði stemmninguna
fyrir hryllinginn þegar hryllingur
var í vændum. Það er skemmtilega
í stílnum að organistinn með pípu-
hattinn skuli skóaður í íþróttaskó.
Búningar voru dágóðir, svo og lýs-
ingin, en mesta hrifningu mína vakt
þó leikmynd nemenda Myndlista-
og handíðaskólans sem er í senn
flókin og einföld, en þjónar mæta-
vel margþættum tilgangi sínum.
Morðóði rakarinn við Hafnargöt-
una er ísmeygilega skemmtileg sýn-
ing. Farið og sjáið.
DOÐWOO
29" RISATÆKI
®
Býður nokkur betur?
Við bjóðum nú nýjustu gerð af DAEWOO/MARK 29" litsjónvarpstækjum, hlöðnum tækninýjungum:
\/ 29" flatur, kantaóur skjár „Super Black Screen" (flestir bjóða aðeins 28")
✓ Nicam Stereo, 2x25w magnari.
\/ Frábær hljómgæði, 4 hátalarar, Super Woofer og Super Dome.
t/Textavarp með íslenskum stöfum.
V Fullkomin fjarstýring.
\/ Stillanlegur tímarofi.
t/ Scart tengi.
Verð aðeins kr 99.800
eða kr
«0.900
stgr.
fíiS
Einar
Farestveit&Cohf
Borgartúni 28 TT 622901 og 622900