Morgunblaðið - 08.03.1994, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994
N ey ðarmóttaka
vegiia nauðgnnar
eftir Guðrúnu
Agnarsdóttur
Neyðarmóttaka vegna nauðgunar
var opnuð á Slysadeild Borgarspítal-
ans 8. mars 1993. Á þessu eina ári
sem hún hefur starfað hafa 50
manns leitað til hennar, 45 konur
og 5 karlar.
Hvað stendur til boða?
Þar stendur til boða endurgjalds-
laus bráðaþjónusta allan sólarhring-
inn, alla daga ársins, fyrir þau sem
hafa orðið fyrir nauðgun eða tilraun
til nauðgunar. Fyllsta trúnaðar er
gætt og allar upplýsingar skráðar
og geymdar sérstaklega. Veitt er
samræmd og skipuleg þjónusta sem
miðar fyrst og fremst að því að
tryggja velferð og stöðu þess sem
þjónustunnar leitar og sjálfsákvörð-
unarréttur hennar eða hans virtur.
Boðið er upp á læknisskoðun og
meðferð ef þörf krefur og réttar-
læknisfræðilega skoðun til að skrá
verksummerki og safna sakargögn-
um. Hugað er að andlegri velferð
og líðan einstaklingsins og hægt er
að dveijast á neyðarmóttökunni
næsta sólarhring ef þörf er á. Enn-
fremur er veittur stuðningur við að
kæra og boðið upp á endurkomu á
„Neyðarmóttaka vegna
nauðgunar á slysadeild
Borgarspítalans er
mikilvægur þáttur í því
að bæta þjónustu við
þau sem verða fyrir
nauðgun eða tilraun til
nauðgunar. Mikill
áhugi er víða utan höf-
uðborgarsvæðisins á
því að koma upp svip-
aðri þjónustu og verður
hafist handa við það
innan tíðar.“
neyðarmóttökuna þrisvar sinnum til
að fylgjast með líðan. Leitast er við
að tryggja að einstaklingur hitti
sama lækni og sama hjúkrunarfræð-
ing við endurkomu og í byijun. Á
neyðarmóttökunni veita þjónustu
kvensjúkdómalæknar, sex konur og
einn karl, hjúkrunarfræðingar
slysadeildar og sérmenntaður hjúkr-
unarfræðingur, félagsráðgjafar eða
Stígamótakonur sem öll hafa fengið
sérstaka þjálfun til verksins.
Neyðarmóttakan á góða sam-
vinnu við rannsóknarlækna í réttar-
læknisfræði, sýkla- og veirufræði
sem rannsaka sýni og sakargögn
og ágætt samstarf hefur einnig tek-
ist við Rannsóknarlögreglu ríkisins
og hina almennu lögreglu.
Neyðarmóttaka hér og
erlendis, þróun og áherslur
Við skipulagningu neyðarmóttök-
unnar var stuðst við erlendar fyrir-
myndir, einkum svipaða móttöku
sem opnuð var í Ósló 1986. Mikil
ánægja hefur verið með þjónustu
hennar og fjölgaði þeim er þar leit-
uðu læknishjálpar vegna nauðgunar
úr 38 á árinu 1985 í 168 á árinu
1987. Kærum fjölgaði þar einnig.
í desemberbyijun 1993 var haldin
námstefna um neyðarmóttöku vegna
nauðgunar sem undirbúin var í sam-
vinnu við Endurmenntunarstofnun
Háskóla íslands. Hún var liður í
endurmenntun þeirra sem að neyð-
armóttökunni vinna en var jafnframt
opin öllum þeim sem áhuga höfðu.
Þar voru fyrirlesarar úr hópi hinna
mörgu starfstétta og aðila sem að
neyðarmóttökunni standa og frá
dómskerfmu en einnig boðið dönsk-
um lækni, Lisbeth Bang, sem er
yfirlæknir og aðalskipuleggjandi
neyðarmóttökunnar í Osló. Nám-
Guðrún Agnarsdóttir
stefnan, sem tókst vel, var mjög fjöl-
sótt og sýnir það glöggt þann áhuga
sem ríkir á því að kynna sér bætta
meðferð nauðgunarmála og sinna
þeim sem fyrir slíkum árásum verða.
Gagngerar breytingar hafa orðið í
þessum málum víða erlendis á und-
anförnum áratug, einkum í Banda-
ríkjunum og Evrópu. Er það ekki
síst eftir að rannsóknir leiddu í ljós
að nauðgun eða tilraun til nauðgun-
ar getur valdið alvarlegu áfalli og
sálarkreppu sem jafna má við meiri
háttar áföll eins og þau sem hljótast
af stórslysum eða náttúruhamförum.
Viðmót og viðhorf þeirra sem ann-
ast einstaklinginn svo og öll meðferð
mála geta skipt sköpum um það
hvaða spor slík reynsla markar en
auk hugarvíls þess sem fyrir brotinu
verður og aðstandenda getur hún
valdið heilsutjóni síðar á ævinni. Er
það einkum ef ekki er unnið úr þess-
ari érfiðu lífsreynslu. Það varðar því
miklu að meðferð þessara mála sé
viðunandi. Kvennaathvarfið og síðar
Stigamót hafa unnið brautryðjenda-
starf í þessum efnum og hafa veitt
ráðgjöf og stuðning og vakið verð-
skuldaða athygli á kynferðislegu
ofbeldi á undanförnum árum.
Nýjungar í vændum, bætt
þjónusta
Dómsmálaráðherra beitti sér ný-
lega fyrir því að hægt væri að veita
þjónustu löglærðs talsmanns í
tengslum við neyðarmóttökuna.
Hlutverk slíks aðila verður m.a. að
kynna kæruferlið og réttarstöðu og
veita stuðning ef einstaklingur
ákveður að kæra, ennfremur að
greiða fyrir og létta málsleiðina
gegnum réttarkerfið. Unnið er að
því að skilgreina þetta hlutverk nán-
ar í samvinnu við dómsmálaráðu-
neytið.
Neyðarmóttaka vegna nauðgunar
á slysadeild Borgarspítalans er mik-
ilvægur þáttur í því að bæta þjón-
ustu við þau sem verða fyrir nauðg-
un eða tilraun til nauðgunar. Mikill
áhugi er víða utan höfuðborgar-
svæðisins á því að koma upp svip-
aðri þjónustu og verður hafist handa
við það innan tíðar. Enn er þó ýmsu
ábótavant hvað varðar meðferð
nauðgunarmála í réttarkerfinu og
stöðu þeirra sem fyrir slíkum árásum
verða. Vonandi leiða þær úrbætur
sem orðið hafa í neyðarmóttöku sem
fyrst til sjálfsagðra úrbóta í réttar-
kerfinu í þessum efnum.
Höfundur er umsjónarlæknir
Neyðarmóttöku vegna nauðgunar.
Þess bera menn sár
eftir Ingibjörgu S.
Einisdóttur og
Evu S. Einarsdóttur
Kynferðislegt ofbeldi gagnvart
börnum er mun algengara en við
viljum flest halda. Erlendar rann-
sóknir hafa sýnt að 15-38% fullorð-
inna hafa verið beitt kynferðislegu
ofbeldi í æsku og er tíðnin hærri
fýrir konur en karla (1). Þó að ekki.
hafi verið gerðar nákvæmar rann-
sóknir hér á landi, þá er ekkert sem
bendir til þess að tíðnin sé lægri hér.
Það gefur auga leið að það hefur
mikil áhrif á líf einstaklingsins að
vera beittur kynferðislegu ofbeldi i
æsku. Á síðari árum hefur verið
farið að athuga hvaða áhrif það
hefur á konur þegar að þær fara
sjálfar að eignast börn. Börn sem
verða fýrir alvarlegu kynferðislegu
ofbeldi, eiga það til að bæla minn-
inguna um það svo rækilega niður
að þau „gleyma" henni. Þegar kon-
urnar ganga svo með sitt fyrsta
bam, þá koma þessar minningar
oft upp á yfirborðið. Á með-
göngunni fara konur sem hafa
„gleymt" ofbeldinu að rifja það upp
í draumum, með óljósum tilfinning-
um og minningarbrotum, sem þær
eiga jafnvel erfitt með að átta sig
á. Meðgangan er tími mikilla breyt-
inga, bæði á líkama konunnar og á
lífi hennar, en þessar breytingar
virðast stuðla að því að það er ekki
hægt að bæla minningarnar lengur.
Konur sem ekki hafa gleymt því
kynferðislega ofbeldi sem þær urðu
fyrir í æsku eiga líka oft erfitt á
meðgöngu. Flest fórnarlömb kyn-
ferðisofbeldis kvíða mun meira fyr-
ir fæðingu en konur almennt. Sárs-
aukinn sem fylgir fæðingunni og
að vera í þeirri aðstöðu, að 'þurfa
að treysta öðrum fyrir líkama sínum
er mjög erfitt fyrir þessar konur.
Sársaukinn í fæðingunni hefur jafn-
vel kallað fram svo skýrar minning-
ar af ofbeldinu, að þær bókstaflega
endurupplifa það í fæðingunni. Ein
kona lýsti þessu: „Ég lá á bakinu,
sem mér finnst vont, ég hafði enga
stjóm á neinu og ég upplifði sárs-
auka.“ Þessari konu var haldið niðri
þegar barnið fæddist af því að hún
reyndi af öllum kröftum að standa
upp og fara út (2). Þessi kona brást
„Kynferðislegt ofbeldi í
æsku hefur áhrif á
sjálfsmynd þeirra ein-
staklinga, sem fyrir því
verða. Þeir hafa að
jafnaði neikvæðari
sjálfsmynd en gengur
og gerist og minna álit
á sjálfum sér sem for-
eldrum.“
við með örvinglan en viðbrögðin eru
einstaklingsbundin. Flestum líður
samt mjög illa, þó að ekki allar láti
það í ljós. Það er jafnvel talið að
óttinn hjá sumum konum geti verið
það mikill og djúpstæður að hann
hindri framgang fæðingar.
Þegar konan er búin að eignast
bamið, þá er ekki öll sagan sögð.
Það virðist vera hærri tíðni fæðing-
arþunglyndis meðal fómarlamba
kynferðislegs ofbeldis.
Kynferðislegt ofbeldi í æsku hef-
ur áhrif á sjálfsmynd þeirra ein-
staklinga, sem fyrir því verða. Þeir
hafa að jafnaði neikvæðari sjálfs-
mynd en gengur og gerist og minna
álit á sjálfum sér sem foreldrum.
Ekki hefur bætt úr skák sú vinsæla
skoðun að þeir sem em beitir of-
beldi í æsku, hafi tilhneigingu til
að endurtaka það ofbeldi á sínum
eigin börnum. Þessi hugmynd er
haldlítil þegar um kynferðislegt of-
beldi er að ræða, ef þess er gætt
að flestir þeir sem beita ofbeldinu
eru karlkyns, en flestir þeir sem
verða fyrir því eru kvenkyns. Hins
vegar þá hafa konur sem eru fóm-
arlömb kynferðislegs ofbeldis að
jafnaði ekki góðar foreldrafyrir-
myndir. Þó að mæður þeirra hafi
yfírleitt ekki tekið þátt í ofbeldinu,
þá tókst þeim ekki að vernda dætur
sínar fyrir því. Fórnarlömb ofbeldis-
ins hafa því oft efasemdir um eigin
getu, sem foreldris og bera kvið-
boga fyrir hönd barns síns, eins og
fyrstu orð einnar konu voru eftir
að hún eignaðist stúlku: „Guð minn
góður! Það er stúlka! Ég get ekki
afborið það ef hún á eftir að ganga
í gegnum það sama og ég.“ (2)
Konur sem beittar hafa verið
kynferðislegu ofbeldi geta einnig
átt í sérstökum erfiðleikum með
bijóstagjöf. Þegar kona leggur barn
á bijóst þá fylgir því örlítil kynferð-
isleg tilfinning, sem flestum konum
finnst þægileg. Fómarlömb kyn-
ferðislegs ofbeldis geta hins vegar
fyllst skelfingu í tengslum við
bijóstagjöfina. Þessi tilfinning get-
ur orðið svo ógnvekjandi að konan
treysti sér ekki til að hafa barnið
á bijósti.
Börn sem beitt eru kynferðislegu
ofbeldi bera þau sár alla ævi. Þegar
kona sem lent hefur í slíku eignast
barn þá er hætta á að sárin ýfist
upp. Það getur hjálpað konum sem
þannig er ástatt um að gera sér
grein fyrir að þetta geti verið sér-
staklega erfíður tími og að þær
hiki ekki við að leita sér aðstoðar
bæði hjá Stígamótum og hjá fag-
fólki sem annast þær þennan tíma.
Það er líka nauðsynlegt fyrir fag-
fólk sem vinnur við fæðingahjálp
að gefa þessu máli gaum, svo hægt
Ingibjörg S. Einisdóttir
enacting, the Vioiation of Women's Bodies:
The Chailcnge for Perinatal Carcgivers".
Birtli 19: 4, December 1992.
Ingibjörg er formaður
Ljósmæðrafélags íslands og Eva
er kennslustjóri Ljósmæðraskóla
íslands.
Mótum kærleiksríka kynslóð
verði að koma sérstaklega til móts
við þennan hóp kvenna.
Heimildir:
1. Bachmann, G.A. Moeller, T.P. & Benett
J. „Childhood Sexual Abuse and the
Consequences in Adult Women“ Obstetrics
& Gynecology. Vol. 71. No. 4, April 1988.
2. Kitzinger, J.V. „Counteracting, Not Re-
eftir Anml Rún Qase
Börn okkar fæðast saklaus í oft
harðan heim ofbeldis, tillitsleysis
og fordóma. Það er okkar að
vernda þessa litlu einstaklinga,
þroska þá og styðja til mennta.
Þetta er kynslóðin sem mun taka
við og ráða mestu um það hver
framtíð bíður okkar.
Það er þvi ljóst hvaða viðfangs-
efni hlýtur að vera mikilvægast í
uppeldi ungs fólks: Að ala upp
einstaklinga sem hafa andúð á
ofbeldi og beina ungu fólki sem á
í erfiðleikum á réttar brautir í líf-
inu.
Junior Chamber Nes tekst nú á
við metnaðarfullt verkefni gegn
ofbeldi meðal ungs fólks. Markmið
félagsins er að vekja ungt fólk til
umhugsunar um afleiðingar of-
beldis, þroska með því náunga-
kærleika og samkennd. Til að ná
þessu markmiði er áformað að
efna til smásagna- og myndlista-
keppni um ofbeldi og afleiðingar
þess meðal unglinga í 8., 9. og
„Við erum ein stór fjöl-
skylda í þessu máli og
eigum því að leysa þetta
vandamál í samein-
ingu.“ <■
10. bekk grunnskóla í Reykjavík
og Reykjaneskjördæmi.
Framkvæmdin kostar eðlilega
nokkuð fé og er því mikilvægt að
fyrirtæki og einstaklingar sjái sér
fært að styðja það fjárhagslega.
Það þarf ekki að vera stórt hvert
framlag til að um það muni. Loka-
hátíð átaksins verður haldin í Perl-
unni laugardaginn 30. apríl. Þar
koma fram þekktir aðilar sem hafa
reynslusögu að segja eða hafa
unnið mikið starf gegn ofbeldi.
Þarna verða verðlaunin veitt og
hljómsveit mun spila. Við erum ein
stór fjölskylda í þessu máli og eig-
um því að leysa þetta vandamál í
sameiningu. Börnin okkar verð-
skulda allan okkar stuðning.
E.s. söfnunarreikningur Junior
Amal Rún Qase
Chamber Nes er nr. 8853 SPRON
Skólavörðustíg 11.
Höfundur er almennings- og
fjölmiðlafulltrúi
byggðarlagsnefndar Junior
Chamber Nes á starfsárinu 1994.
Eva S. Einarsdóttir