Morgunblaðið - 08.03.1994, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994
15
Kristín Karlsdóttir
„Sönnunarkröfur í
sifjaspellsmálum er
svartur blettur á ís-
lensku réttarkerfi og
réttur barna þar fótum
troðinn.“
Gott að vera afbrotamaður á
Islandi
Svo mildilega er tekið t.d. á kyn-
ferðisafbrotum hér á landi að undrun
sætir. Þekkjast örugglega hvergi
aðrir eins dómar um víða veröld. Að
mati dómara mætti ætla að fórn-
arlömbin séu að gera sér leik í að
vera á vegi ofbeldismanna og geti
þar af leiðandi sakað sjálfa sig um
að verða fyrir barðinu á níðingunum.
Hvenær koma skaðabæturnar?
Það er hrein svívirða að það teljist
til undantekninga að skaðabætur
fáist greiddar fyrir kynferðislegt of-
beldi. Og að ekki skuli vera búið að
samþykkja að hið opinbera tryggi
að þolendur fái þær bætur sem þeim
eru dæmdar. Ef vilji væri fyrir hendi
ætti að vera auðvelt að ganga svo
frá málum ofbeldismannsins að ríkið
ætti endurkröfurétt á sakamanninn.
Einnig á ríkið alfarið að veita fría
sálfræðiaðstoð fyrir börn og þá sem
hafa orðið fyrir barðinu á þessum
níðingum. Því oftast er þetta fólk svo
illa farið að margir bíða þess aldrei
bætur. Ríkið getur einnig í þessum
tilfellum látið sakamanninn borga
allan sálfræðikostnað.
Blákaldar staðreyndir
Það segir sína sögu hverskonar
andlegar þrengingar þolendur sifja-
spella og nauðgunar þurfa að ganga
í gegnum. Þegar litið er yfir árs-
skýrslu Stígamóta árið 1992 kemur
í ljós að 225 þeirra 456 einstaklinga,
sem leituðu til samtakanna, höfðu
hugleitt sjálfsvíg einhvern tíman á
ævinni og 16% höfðu gert sjálfsvígs-
tilraun á fullorðinsaldri.
Breytum íslensku réttarkerfi
Hvernig stendur á þvi að stærsta
hlutann af öllum sifjapells- og kyn-
ferðislegum ofbeldismálum gagnvart
börnum dagar uppi og fer aldrei fyr-
ir dóm? Hverjum er verið að hlífa?
Sönnunarkröfur í sifjaspellsmálum
er svartur blettur á íslensku réttar-
kerfí og réttur bama þar fótum troð-
inn.
Kominn er tími til að breytingar
verði þar á og hreinsað verði til í
réttarkerfinu. íslenska þjóðin er
þessa dagana að hamast við að gera
Island að umhverfísvænu landi. Rétt-
arkerfið er stór þáttur, sem snertir
alltof marga sem ekki geta borið
hönd fyrir höfuð sér.
Árið 1994 hefur verið tileinkað
fjölskyldunni, einnig eru 50 ár frá
stofnun lýðveldisins. í tilefni af öllu
þessu skulum við strengja þess heit
að breyta íslensku réttarkerfi, gera
það réttlátt og umhverfisvænt, þar
sem velferð (barna) og lítilmagnans
verður höfð í fýrirrúmi.
Höfundur er framkvæmdastjóri
og fulltrúi KRFÍ hjá Stígamótum.
Guðlaugur Þór Þórðarson Þorsteinn Siglaugsson
Leggjum okk-
ar af mörkum
Svartur blettur á .
íslensku réttarfari
eftir Kristínu
Karlsdóttur
Það hefur verið áhugavert að
fylgjast með því hvernig starfsemi
Stígamóta hefur þróast. Ég minnist
þess, þegar ég árið 1988 hóf leit að
sifjaspellshópunum, fann ég konurn-
ar eftir mikla leit faldar bak við lukt-
ar dyr og glugga. Mér fannst konurn-
ar svo sannarlega hjálparþurfí.
Ég sagði konunum að halda ætti
opinn fund um kynferðislegt ofbeldi
sem KRFÍ stæði fyrir, og bauð þeim
að tjá sig á fundinum. Þær vissu
ekkert hvað KRFÍ var (Kvenréttinda-
félag íslands) héldu jafnvel að það
væri eitthvert knattspyrnufélag. Það
tók mig svolítinn tíma að vinna traust
þessara kvenna, sem síðar sögðu
mér að þetta boð mitt hafi komið
eins og sending af himnum ofan. Þar
sem þær höfðu ekki fjárhagslegt
bolmagn til að halda opinn fund um
sín mál.
Ég dáðist að þessum konum, sem
tjáðu sig í fyrsta skipti opinberlega
við flöktandi kertaljós þar sem þær
voru ekki alveg tilbúnar að koma út
úr myrkrinu, sem var búið að um-
vefja þær frá bernsku.
Ég er mjög stolt og ánægð yfir
því að KRFÍ gat stutt við bakið á
þessum niðurbrotnu konum. Má því
segja að mikil breyting hafí orðið til
batnaðar í þessum málum síðan þá,
og heldur sú þróun vonandi áfram
þolendum til bóta.
Stígamót
Stígamót eru samtök sem stofnuð
voru á alþjóðlegum baráttudegi
kvenna 8. mars 1989, til hjálpar
þeim sem orðið hafa fyrir kynferðis-
legu ofbeldi sama í hvaða mynd sá
verknaður er framinn. Allur stuðn-
ingur og ráðgjöf sem Stígamót veitir
þeim sem orðið hafa fyrir kynferð-
islegu afbroti er veittur ókeypis.
Einnig veita Stígamót fræðslu og
upplýsingar almenningi og starfs-
hópum sem þurfa að sinna þolendum
kynferðislegs ofbeldis í starfí. Fyrsta
starfsár Stígamóta 1990 voru skráð
503 viðtöl. Árið 1991 voru ríflega
tvöfalt fleiri viðtöl eða 1.066. Árið
1992 voru tekin 1.395 viðtöl. Fj'öldi
viðtala jókst því um 31% milli áranna
1991 og 1992. Auk viðtala fór mikið
af ráðgjafastarfi fram í gegnum
síma.
Tekjur Stígamóta eru opinberir
styrkir frá ríki, einstaka sveitarfélög-
um, fyrirtækjum og einstaklingum
ásamt eigin fjáröfiun.
Starfsemin hefur vaxið ár frá ári,
þannig að sýnt er hve brýn nauðsyn
var á aðstoð þeirri sem Stígamót
veita.
Stór áfangi náðist á þriggja ára
afmæli samtakanna þar sem þennan
dag var opnuð neyðarmóttaka fyrir
fórnarlömb nauðgunar og er það
nýjung hér á landi.
Ekki þegja glæpinn í hel
Það er óhugnanleg staðreynd að
þrátt fyrir alla fræðslu og umfjöllun
í fjölmiðlum virðist sem sifjaspell og
kynferðislegt ofbeldi áukist ár frá
ári, og fjöldi þolenda hefur aldrei
verið yngri en nú, tæplega 50% und-
ir 10 ára aldri.
Það virðist vera rauður þráður í
gegnum sifíaspellsmál að níðingarnir
læðast sem snákar að saklausu fóm-
arlambinu sem í barnslegri einlægni
treystir fullkomlega á þann full-
orðna. Beitir síðan lúalegum brögð-
um til að fá fórnarlambið til að þegja
yfir ósómanum.
Það er þrautaganga fyrir þann
sem orðið hefur fyrir sifjaspelli að
kæra atburðinn, en sú ganga er ör-
ugglega þess virði að farin sé þegar
til lengri tíma er litið. Það er mikil
ábyrgð sem hvílir á herðum þess sem
veit að glæpur sem þessi hefur verið
framinn á heimilinu og ætlar að þegja
ódæðið í hel.
Þögnin stuðlar að því að ódæðis-
menn geta haldið þessari viður-
styggilegu iðju áfram. Þama er á
ferðinni illgresi sem rífa þarf upp
með rótum.
Ranglátir dómar
Eftir að hafa lesið hæstaréttar-
dóma um nauðgunarmál, og ég tala
nú ekki um sifjaspellsmál, fyllist ég
viðbjóði. Þegar ég las dómsúrskurði
í þessum svívirðilegu málum varð ég
magnlaus af reiði yfír því að dólgar
sem eru nær búnir að ganga frá fórn-
arlömbum sínum, skuli ekki fá nema
15-18 mánaða fangelsi og í sumum
tilfellum örlitlar fjársektir sem í fæst-
um tilvikum fást greiddar. Og
kannski undir hælinn lagt hvort níð-
ingurinn situr refsinguna af sér, ef
refsingu skal kalla.
eftir GuðlaugÞór
Þórðarson og
Þorstein Siglaugsson
Kynferðislegt ofbeldi hefur verið
ofarlega á baugi í þjóðmálaumræðu
síðustu misseri. Hér er um að ræða
eitt alvarlegasta innanmeinið sem
hrjáir íslenskt þjóðfélag. Spurningar
hafa vaknað um það, hvort réttar-
kerfið sé fyllilega fært um að taka
á ofbeldismálum af þessu tagi, en
nú er unnið að því á vegum Dóms-
málaráðuneytis að athuga möguleika
á breyttum sönnunarreglum í nauðg-
unarmálum. Ályktun um þetta efni
var samþykkt á síðasta landsfundi
Sjálfstæðisflokksins. Þótt ýmislegt
hafí áunnist er baráttunni þó hvergi
nærri lokið.
I dag, áttunda mars er afmæli
Stígamóta, sem hafa unnið ötullega
að því að opna umræðuma um þessi
mál, og sérstakur baráttudagur gegn
kynferðislegu ofbeldi. Stígamót
ásamt fleiri samtökum standa þá
fyrir göngu til að vekja athygli á
þessu mikilvæga máli. Farið verður
frá Hlemmi kl. 17.30 og gengið að
„ Við hvetjum allt sjálf-
stæðisfólk til að taka
þátt í göngunni gegn
kynferðislegu ofbeldi
og leggja þannig lið
baráttunni gegn þess-
um smánarbletti á sam-
félaginu.“
Hlaðvarpanum við Vesturgötu þar
sem verður opið hús.
Við hvetjum allt sjálfstæðisfólk til
að taka þátt í göngunni gegn kyn-
ferðislegu ofbeldi og leggja þannig
lið baráttunni gegn þessum smánar-
bletti á samfélaginu.
Guðlaugur Þór er formaður
Sambands ungra
sjálfstæðisnmnna. Þorstcinn situr
ístjórn Jafnréttis- og
fjölskyldunefndar
Sjálfstæðisflokksins og er í
varastjórn Sambands ungra
sjálfstæðismanna. Hann cr
ritstióri Stefnis.
STÓRSÝNING í KOLAPORTENU
UM HELGINA
Lokaundirbúningur stendur nú yfir að stórsýningunni TÖLVUR & TÆKNI '94
sem haldin verður í Kolaportinu laugardag og sunnudag. Stórum hluta
Kolaportsins verður þá breytt í glæsilegt sýningarsvæði þar sem um 30
fyrirtæki munu kynna tölvur, hugbúnað og fjölbreyttar tæknivörur.
Mörg þessara fyrirtækja flytja sérstaklega til landsins ný tæki og hugbúnað
til kynningar á sýningunni og búist er við miklum fjölda gesta til að kynna sér
nýjungar á þessu sviði og notfæra sér margvísleg sértilboö sem fyrirtækin
bjóða í tilefni sýningarinnar.
LAUGARDAG OG SUNNUDAG FRÁ KL.10-16.
KOIAPORTIÐ
MARKAÐSTORG
Kemur sífellt á óvart!