Morgunblaðið - 08.03.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994
23
Clinton Bandaríkjaforseti í vanda út af Whitewater
Spjótin beinast eink-
um að forsetafrúnni
Washington. Reuter, The Daily Telegraph.
BERNARD Nussbaum, lögfræðiráðgjafi Bills Clintons Bandaríkjafor-
seta, sagði af sér á laugardag vegna funda hans með embættismönn-
um sem rannsaka gjaldþrot sparisjóðs í eigu fyrrverandi viðskiptafé-
laga Clinton-hjónanna í Arkansas. Fundirnir koma sér illa fyrir forset-
ann þar sem þeir vekja grunsemdir um að aðstoðarmenn hans hafi
reynt að hafa áhrif á rannsóknina. Spjótin beinast nú einkum að Hill-
ary Clinton forsetafrú vegna Whitewater-málsins svokallaða, sem er
orðið að alvarlegu hneykslismáli og gæti grafið undan forsetanum.
Einn af atkvæðamestu bandamönnum Clintons á þinginu, Dan Rost-
enkowski, ljær nú máls á því að þingið rannsaki hvort aðstoðarmenn
forsetans hafi reynt að hafa áhrif á rannsókn málsins og hylma yfir það.
Kínveijar
neita hand-
tökum
KÍNVERSK stjórnvöld neituðu
í gær að hafa staðið fyrir hand-
töku fjölda andófsmanna í
landinu undanfarna viku.
Sögðu talmenn stjórnarinnar
að aðeins þrír andófsmenn
væru í haldi lögreglu, grunaðir
um að ýta undir ólgu og grafa
undan lögum og reglu. Fréttir
hafa borist þess efnis að
stjómvöld hafi staðið fyrir
fjöldahandtökum vegna komu
bandaríska utanríkisráðherr-
ans, Warren Christoper til
landsins.
Finnsk ferja
föst í ís
FINNSKA feijan Wasa Queen
festist í ís milli Svíþjóðar og
Finnlands á sunnudag með
585 farþega og 100 manna
áhöfn innanborðs. Tókst ís-
bijóti að draga hana til Vaasa
í Finnlandi í gær. Á föstudag
strandaði feija sama skipafé-
lags, Sally Albatross, á finnska
flóa og var rúmlega 1.000 far-
þegum bjargað frá borði.
Leiðangur við
Beringssund
SEX menn sem lögðu upp frá
London 27. desember akandi
landleiðina til New York komu
að Beringssundi í gær. Þeirra
bíður ferð á ís yfir Beringssund
frá Tsjúktsjí-tanga en frá
Nome í Alaska liggur leiðin
um Calgary og Toronto til New
York. Leiðangursmenn fengu
að aka bifreiðum sínum um
göngin undir Ermarsund.
Sex embættismönnum í Hvíta
húsinu og þremur í fjármálaráðu-
neytinu var á föstudag stefnt fyrir
sérstakan rannsóknardómara sem
rannsakar hvort óviðurkvæmileg
tengsl séu milli sparisjóðsins og
Whitewater-fyrirtækisins, sem Clin-
ton-hjónin fjárfestu í á síðasta ára-
tug. Starfslið Hvíta hússins fékk
einnig fyrirmæli um að geyma öll
gögn sem varða fundi Nussbaums
með embættismönnum fjármála-
ráðuneytisins.
Nussbaum sagði af sér eftir að
fjölmiðlar skýrðu frá því að hann
hefði þrisvar farið á fund embættis-
mannanna til að fá upplýsingar um
stöðuna í rannsókninni. Hann komst
meðal annars að því að stofnun á
vegum fjármálaráðuneytisins sem
rannsakar gjaldþrot sparisjóðsins
myndi fara þess á leit við dómsmála-
ráðuneytið að saksóknurum yrði fal-
ið að rannsaka meint lögbrot spari-
sjóðsins. Þótt Clinton-hjónin hefðu
ekki verið sökuð um lögbrot í beiðni
stofnunarinnar voru þau sögð á
meðal þeirra sem hugsanlega hefðu
hagnast á lögbrotunum.
Þessir fundir þykja óeðlilegir og
Clinton lýsti því yfir á föstudag að
hann hefði bannað starfsmönnum
sínum að hafa slíkt samband við
embættismenn sem annast rann-
sóknina.
Repbúblikaninn og öldungadeild-
arþingmaðurinn Phil Gramm sagði
að Whitewater-málið gæti orðið til
þess að Clinton neyddist til að segja
af sér áður en kjörtímabili hans lýk-
ur.
Þáttur Hillary í brennidepli
Margt bendir til þess að Hillary
Clinton sé meira viðriðin Whitewat-
er-málið en forsetinn sjálfur. Hún
er sögð hafa gerst sek um dóm-
greindarbrest í tengslum við fjár-
festingar hjónanna á síðasta áratug,
þegar forsetinn var ríkisstjóri Ark-
ansas og hún lögmaður í Little Rock.
Hún sá aðallega um fjárfestingar
hjónanna á þessum tíma.
Clinton-hjónin voru meðeigendur
í Whitewater-fyrirtækinu, sem fjár-
festi í lóðum, ásamt James McDoug-
al, sem átti einnig Madison Garanty-
sparisjóðinn í Arkansas. Gjaldþrot
sparisjóðsins kostaði skattgreiðend-
ur 60 milljónir dala, 4,3 milljarða
króna, og það vakti ýmsar spurning-
ar um tengsl sparisjóðsins við
Whitewater. Hillary Clinton hafði
einnig tekið að sér ýmis lögfræði-
störf fyrir sparisjóðinn. Wall Street
Journal sagði að hér væri um „þrí-
hliða hagsmunaárekstra" að ræða.
„Sem maki ríkisstjórans og fjárfest-
ir í Whitewater var hún fulltrúi
McDougals gagnvart ríkinu. Og hún
var sú sem tók ákvarðanir fyrir fjöl-
skylduna varðandi fjárfestingar."
Viðbrögð starfsliðs Hvíta hússins
við rannsókn Whitewater-málsins
hafa verið gagnrýnd og spurningar
hafa vaknað um þátt forsetafrúar-
innar í þeim. Bandarískir fjölmiðlar
hafa til að mynda haidið því fram
að hún hafi beitt sér mjög gegn því
að sérlegur rannsóknardómari yrði
skipaður í málinu. Hann var ekki
skipaður fyrr en Clinton fór í heim-
sókn til Moskvu.
Tveir af mönnunum sex sem
stefnt var fyrir rannsóknardómar-
ann eru í starfsliði forsetafrúarinnar
og Nussbaum var einn af nánustu
vinum hennar.
Hillary Clinton þótti standa sig
mjög vel þegar hún stjórnaði undir-
búningnum að nýrri áætlun um að
tryggja öllum Bandaríkjamönnum
sjúkratryggingar. Nú virðist hins
vegar sem einnig sé farið að fjara
undan áætluninni. Starfsliði Hvíta
hússins hefur ekki tekist að tryggja
áætluninni almenns stuðnings, eink-
um vegna gagnrýni um að hún ein-
kennist um of af skrifræði. Búist er
við að áætluninni verði breytt veru-
lega á þinginu og skoðanakannanir
benda til þess að nú séu andstæðing-
ar hennar fleiri en stuðningsmenn-
irnir.
Hrollvekjandi atburður í Gloucester í Englandi
Fjöldi líka finnst í
húsgrunni og lóð
Gloucester. Daily Telegraph. Reuter.
LÖGREGLUMENN fundu í gær sjöunda Hkið í kjallaragólfi húss
við Cromwellstræti í úthverfi borgarinnar Gloucester í vestur-
hluta Englands. Óttast er að jarðneskar leifar enn fleiri eigi eft-
ir að finnast í húsinu sem breskir fjölmiðlar kalla nú „hryllingshús-
ið.“ Húsráðandinn, Frederick West, sem er 10 barna faðir, hefur
verið kærður fyrir morð á fjölda kvenna, m.a. á dóttur sinni.
Reuter
Grunur leikur á að West, sem
er 52 ára húsasmiður, hafi verið
valdur að hvarfi fjölda kvenna.
Hafa mál tuga stúlkna sem horfið
hafa sporlaust allt frá árinu 1968
verið opnuð og hefur lögregla rætt
við foreldra nokkurra þeirra.
Rannsóknin í hryllingshúsinu
hefur vakið ugg í Bretlandi. Hún
hófst fyrir 10 dögum er fyrsta lík-
ið var grafið upp úr baklóð húss-
ins. Það er talið vera af dóttur
Wests, Heather, sem hvarf fyrir
sjö árum er hún var 16 ára. Aldr-
ei var tilkynnt um hvarfið. Framan
af síðustu viku fundust tvö lík og
er annað af táningsstúlku sem var
í vist hjá West-hjónunum og komin
sjö mánuði á leið er hún dó. Var
heldur aldrei tilkynnt um hvarf
hennar. Á laugardag fundust tvö
lík til viðbótar í gólfi hússins, hið
sjötta kom í leitirnar á sunnudag
og það sjöunda í gær. Oll líkin
höfðu verið vafin í bleikar ábreiður.
Til þess að finna líkin hefur ver-
ið notast við bergmálsmæla með
góðum árangri. Lögi-eglan liefur
ekki vilja gefa upp hvort þeir hafi
gefið vísbendingar um að fleiri lík
væri að finna í jörðu en bresk blöð
sogðu i gær að svo væri. „Þeir
hafa ekki lengur tölu á líkunum,"
sagði Sun og Daily Mirror sagði
líkin geta orðið allt að 31.
Um helgina tók lögregla sér
stöðu við annað hús í Gloucester,
við Midland Road, sem West bjó
áður í. Rannsakað verður hvort lík
kunni að leynast þar þegar rann-
sókninni í Cromwellstræti lýkur.
Sömuleiðis beinast grunsemdir lög-
reglunnar að skógarlundi í Hall-
wood Green-skógi í Kempley í
Gloucesterskíri.
Seinni kona West, Rosemary,
sem stendur á fertugu, var hand-
tekin með honum í síðustu viku
en látin laus eftir yfirheyrslur. Er
þau óskuðu eftir hjónavígslu í byij-
un árs 1972 skráði hann hjú-
skaparstöðu sína sem hann væri
piparsveinn. Lögreglan hefur
grennslast fyrir um fyrri konu
hans, Catherine Costello, sem einn-
ig hefur gengið undir nafninu
Rena, og dóttur þeirra Charmaine
en án árangurs. Ættingjar hennar
segjast ekki liafa séð hana eða
heyrt af henni í 15 ár.
Fjöldi bifreiða átilboðsverði.
Greiðslukjör við allra hæfi.
Bílamarkaöurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut. J
Kopavogi, sími
671800
Cherokee Laredo ’88, sjálfsk., ek. 81 þ.f
m/öllu. V. 1580 þús., sk. á ód.
MMC Lancer GLXI '93, rauður, sjálfsk.
ek. 22 þ., rafm. í öllu. V. 1350 þús.
Subaru Legacy 1.8 Sedan '91, rauður, 5
g., ek. 56 þ., sóllúga, dráttarkúla, rafm. i
rúðum o.fl. V. 1380 þús.
MMC Colt GLX '88, 5 dyra, 5 g., 1500,
ek. 55 þ. V. 470 þús., sk. á dýrari.
Toyota Corolla Liftback ’88, 5 g., ek. 87
þ., steingrár. V. 590 þús. Gott eintak.
Mazda 323 LX 1500 '87, rauður, 4ra dyra,
5 g., ek. 97 þ. V. 390 þús. Gott eintak.
Subaru station 1800 DL '90, Ijósblár, 5
g., ek. 55 þ. V. 980 þús., sk. á ód.
Toyota Carina E Wagon '93, hvítur,
sjálfsk., ek. 10 þ., rafm. í rúðum o.fl. V.
1780 þús., sk. á ód.
Opel Kadett ’85, rauður, 5 dyra, 4 g., ek.
115 þ. V. 240 þús.
MMC Lancer GLX ’88, 5 g., ek. 76 þ.,
drapplitaður, rafm. í rúðum o.fl. V. 530
þús.
Daihatsu Charade CX ’89, 5 dyra, blás-
ans, 4 g., ek. 31 þ. V. 520 þús.
MMC Galant GLSi ’91, hlaðbakur, sjálfsk.,
ek. 64 þ., hvítur, rafm. í rúðum o.fl._V.
1270 þús., sk. á ód.
Toyota Corolla Hastback special series
’92, hvítur, 5 g., ek. 15 þ., rafm. í rúðum,
spoiler o.fl. V. 940 þús., sk. á ód.
Renault Nevada 4x4 '91, svartur, 5 g.,
ek. 50 þ., rafm. í rúðum o.fl. V. 1280 þús.,
sk. á ód.
Nissan Sunny SLX 1.6 ’92, 5 g., ek. 33
þ. (GTi útlit). V. 1030 þús.
Subaru 1800 GL station '88, 5 g., ek. 145
þ. Gott ástand. V. 690 þ. Ath. Skipti á
snjósleða.
Range Róver ’85, sjálfsk., ek. aðeins 59
þ. V. 1380 þús. (Vouge útfærsla).
Ford Escort XR3i '87, hvítur, 5 g., ek. 96
þ. km., álfelgur, samlitir stuðarar o.fl. V.
630 þús., sk. á ód.
Mercedes Benz 280 SE '82, silfurgrár,
sjálfsk., ek. 127 þ.,.topplúga, álflegur o.fl.
Tilboðsverð 980 þús. stgr.
V.W. Vento GL '94, silfurgrár, sjálfsk., ek.
2 þ. km., 2 dekkjag. Sem nýr. V. 1590 þús.
MMC Pajero V-6 ’91, 5 g., ek. 40 þ., ál-
felgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1980 þús.,
sk. á ód.
MMC Lancer GL '90, grásans, 5 g., ek.
76 þ., spoiler o.fl. Fallegur bfll. V. 680
þús., sk. á ód.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans!
Hornsófar með leðri á slitflötum en leðurlíki á sökkli og baki.
6 sæta kr. 134.800,- eða 121.300,- stgr.
5 sæta kr. 122.600,- eða I 10.340,- stgr.
Litir: Vínrautt, svart, blátt.
HÚSGAGNAVERSLUNIN LÍNAN
SUÐURLANDSBRAUT 2 2 • SÍMI 3 60 II