Morgunblaðið - 08.03.1994, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994
Magnús SigurðurHar-
aldsson — Minning
Fæddur 11. ágúst 1905
Dáinn 27. febrúar 1994
Genginn er á vit feðra sinna mik-
ill öðlingsmaður, Magnús S. Har-
aldsson, ættaður frá Mjóafirði en
búsettur í Hafnarfírði frá 1919.
Minnisstæður öllum er hann
þekktu. Það gustaði af honum hvar
sem hann fór og aldrei var nein
lognmolla í kring um hann. Pólitík-
in var hans hjartans mál alla tíð
og fylgdist hann með þjóðmálum
af áhuga fram á síðasta dag. Oft
var skipst á skoðunum og skegg-
rætt. Magnús lá ekki á skoðunum
sínum og hélt sínum málstað fast
fram enda hafði hann mjög ákveðn-
ar skoðanir á ýmsum málum svo
sem atvinnu- og samgöngumálum.
Kynni okkar Magnúsar stóðu
rúma tvo áratugi, en ég tengdist
honum fjölskylduböndum er ég gift-
ist syni hans. Var hann þá roskinn
og komið að starfslokum. Sjó-
mennska hafði verið hans starfs-
vettvangur frá fermingu og fram
'til sextugs, en netagerð er í land
kom.
Magnús var vel kvæntur og fáa
hefí ég þekkt er dáðu og báru jafn
mikla virðingu fyrir konu sinni og
hann. Það var ekki til það sem
hann vildi ekki gera fyrir sína góðu
konu Guðrúnu Gunnarsdóttur, en
hún lést fyrir tæpum 17 árum, eft-
ir langvarandi veikindi. Skapaðist
þá nokkurt tómarúm við fráfall
hennar og söknuður þó ekki bæri
Magnús sorg sína á torg. Fór hann
að stunda leikhús af miklum krafti
og fór ekkert leikrit framhjá honum
um árabil. Mikla ánægju hafði hann
einnig af ferðalögum, bæði innan-
lands og utan. Nú gafst honum
tækifæri að ferðast, oft í félagsskap
aldraðra, en einnig með fjölskyldu
sinni. Hann fór vítt og breitt um
alla Evrópu allt austur til Moskvu
og að Svartahafi, en einnig til Vest-
urheims á íslendingaslóðir. Gaman
var að heyra frásagnir hans af
framandi mannlífi og ijarlægum
löndum, því Magnús var athugull
Nú er hver
síðastur að
panta
fermingar-
myndatökuna
í öllum okkar myndatökum eru
allar myndimar stækkaðar í
13 x 18 cm tilbúnar til að gefa
þær, að auki 2 stækkanir
20x25cmog einstækkun
30 x 40 cm í ramma
Ljósmyndastofan Mynd sími:
65 42 07
Ljósmyndast. Bama og
fj.myndir sími: 677 644
Ljósmyndastofa Kópavogs
, sími: 4 30 20
3 Odýrastir
ferðalangur. Hann aflaði sér upp-
lýsinga um sérhvem stað, keypti
sér myndavél og festi á filmu allt
það markverðasta.
Einnig fór hann að binda inn
bækur, fór á námskeið og náði góð-
um tökum á bókbandinu. Slíkur var
ákafínn við bókbandið að oft var
hann að fram á rauða nótt. Eiga
nú böm hans, vinir og kunningjar
margar bækur í góðu bandi, því
Magnús var bæði vandvirkur og
smekkmaður. Ég held ég hafi samt
ekki gert mér grein fyrir hvílík
hamhleypa Magnús var til verka
v fyrr en við hjónin fómm að byggja
en þá mætti tengdapabbi, kominn
hátt á áttræðisaldur, í vinnugalla
tilbúinn í byggingarvinnuna. Yngri
menn gátu verið fullsæmdir ef þeir
unnu á við gamla manninn.
En fyrst og fremst var Magnús
fjölskyldumaður og barnavinur.
Hann hafði mikið og gott samband
við börn sín fjögur og þeirra fjöl-
skyldur. Barnabörnunum og lang-
afabörnunum var hann einstakur
afi.
Langri og farsælli ævi er Iokið.
Við fyllumst söknuði við fráfall
hans en jafnframt þakklæti yfir að
hann fékk að lifa lífinu lifandi.
Blessuð sé minning hans. •
Margrét.
Lífíð er hverfult og sú staðreynd
að dauðinn fylgir lífinu hvert fót-
mál frá fæðingu er öllum ljós. Samt
verður manni ævinlega hverft við
þegar hann minnir á tilvist sína,
jafnvel þó að ellimóð gamalmenni
séu kvödd til farar yfir móðuna
miklu. Og maður stingur við fótum,
horfir um öxl yfir farinn veg því
að nú er ljúfsár minningin ein eftir
og hún verður ekki frá neinum tek-
in. Hinn 27. febrúar sl. lést tengda-
faðir minn, Magnús S. Haraldsson,
á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í
Hafnarfirði. Þó að hann væri kom-
inn fast að níræðu bar andlát hans
brátt að enda hafði honum sjaldan
orðið misdægurt um dagana. Hann
fæddist 11. ágúst 19Q5 í Hlíð, vest-
asta býlinu í Brekkuþ'orpi í Mjóa-
firði, sonur hjónanna Haraldar
Jónssonar bókbindara, sem rakti
ættir sínar til Hermanns í Firði, og
konu hans Sigríðar Magnúsdóttur
sem var upprunnin á Suðurnesjum.
Ári síðar fluttu þau hjónin í Skóla-
húsið sem þá var nýreist og þar
fæddist þeim annar sonur, Vil-
hjálmur. Þau bjuggu -í Skólahúsinu
ásamt sonum sínum uns öll fjöl-
skyldan flutti til Norðfjarðar árið
1912. Átta árum síðar voru þröngir
og djúpir Austfirðimir yfirgefnir og
flust búferlum suður á land til Hafn-
arfjarðar.
Haraldur lagði stund á flest þau
störf sem til féllu á árunum í Mjóa-
firði, reri m.a. til fiskjar auk þess
að binda inn bækur. Hvort tveggja
lagði frumburður hjónanna fyrir sig
og beygðist snemma krókurinn.
Sjómennskuferil sinn hóf hann með
því að ýta bróður sínum úr vör í
kassa sem að vísu náði aldrei að
fljóta svo að þessi fyrsta sjóferð
varð endaslepp. Eftir að til Norð-
fjarðar kom hóf hann sjóróðra með
föður sínum á opnum báti aðeins
fjórtán ára gamall. Upp frá því
varð hafið hans annað heimili í
næstum hálfa öld og þar kynntist
hann ekki einungis þeim fleytum
sem hafa verið og eru undirstaðan
undir velsæld landsmanna, opnum
bátum, skútum, vélskipum og tog-
urum, heldur líka hinu að sjó-
mennska er ekki fyrir neina veifi-
skata. Hrakningar á sjó, skipstrand
og siglingar á myrkvuðum skipum
til Bretlands á styijaldarárunum
síðari gerðu hann reynslunni ríkari.
Hann lauk fiskimannaprófi frá Stý-
rimannaskólanum í Reykjavík 1930
og var eftir það stýrimaður á ýms-
um bátum frá Hafnarfirði. Sjó-
mennsku hætti hann 1965 og hóf
að vinna við netagerð uns hann lét
af störfum hálfáttræður. Þá hóf
hann bókbandsferil sinn sem að
vísu varð ekki langur en afköstin
voru dijúg enda batt hann ekki
aðeins fyrir sjálfan sig heldur líka
bækur ættingja og vina.
Magnús kvæntist árið 1937 Guð-
rúnu Gunnarsdóttur sem ættuð var
frá Hákoti í Flóa. Hún var árinu
yngri en hann. Þau eignuðust fjög-
ur böm: Elst er Sigríður, fædd 25.
ágúst 1939, gift Sveinbirni Guð-
bjarnasyni, þá Haraldur, fæddur
11. mars 1941, kvæntur Margréti
Pálsdóttur, svo Gunnar, fæddur 25.
mars 1945, ókvæntur, og yngst er
Guðbjörg Áslaug, fædd 21. okt.
1952, gift undirrituðum. Guðrún
lést í maímánuði 1977 eftir lang-
vinn og erfið veikindi.
Magnús hafði ákveðnar skoðanir
á lífinu og tilverunni en þær mótuð-
ust fyrst og fremst af ríkri réttlætis-
kennd og samúð með þeim sem
minna mega sín. Þessar skoðanir
sínar var hann óhræddur við að
láta í ljós við hvern sem var, háa
jafnt sem lága, og talaði þá tæpi-
tungulaust enda var fjarri honum
að gera sér mannamun. Þó setti
hann böm skör hærra en annað
fólk. Hann jós í þau gjöfum og taldi
þeim ekkert of gott í því efni. Hins
vegar talaði hann alltaf við þau eins
og jafningja. Hann hafði gaman af
að segja frá. Fóru ekki barnabömin
og barnabarnabörnin varhluta af
því en þau munu áreiðanlega njóta
þess æ síðan að hafa á bernskuár-
unum kynnst tungutaki hans.
Áhugmálin vora mörg. Víst er
að á þeim árum er Magnús stund-
aði sjó gafst sjaldan tóm til að fara
í leikhús en það bætti hann sér hins
vegar upp eftir að hann hætti sjó-
mennsku. Þá fór hann á hveiju ári
til útlanda og hafði komið á flestra
markverðustu staði frá Moskvu í
austri til sléttanna miklu í vestri
áður en heilsan gaf sig.
Víst er sjónarsviptir að Magnúsi.
í minningunni sér maður hann fyr-
ir sér þar sem hann kemur í heim-
sókn, eina af ótal mörgum. Hann
gengur greitt við staf, eilítið lotinn
en úr augnaráðinu undan hattinum
skín í senn bros og spurn. Þannig
hefur hann verið órjúfanlegur hluti
af tilvera barnanna okkar og fyrir
það ber ekki síst að þakka enda er
missir þeirra mestur. En minningin
um góðan afa mun lifa með þeim
eins og öðrum sem minnast hans
nú þegar hann er allur.
Sveinn Þórðarson.
Dauðinn gerir ekki alltaf boð á
undan sér og þótt hann afí hafl
verið orðinn 88 ára gamall kom
fregnin um andlát hans mér í opna
skjöldu. Ég heimsótti afa á Sólvang
fáeinum dögum áður en kallið kom
og þá fannst mér hann við ágæta
heilsu. Eins og venjulega þegar ég
rak inn nefið snerust samræður
okkar fljótlega að pólitíkinni en afi
var manna áhugasamastur um
stjómmál. Hann var óánægður með
ríkisstjórnina og þótti lítið til ís-
lenskra stjórnmálamanna koma.
Hvort afi hefði staðið sig betur við
stjórn þjóðarskútunnar veit ég ekki
en ósjaldan hvarflaði sú hugsun að
mér að hann hefði átt að verða þing-
maður eða jafnvel ráðherra. Þótt
ekki hefði okkur tekist að leysa
vanda þjóðarbúsins í þessari heim-
sókn hlakkaði ég til þeirrar næstu
enda var gaman að ræða við afa
því hann hafði skoðun á flestum
málum. Þegar ég síðan gekk út í
nepjuna þetta febrúarkvöld kom
mér ekki til hugar að þetta hefði
verið síðasta spjallið okkar því mér
fannst alltaf einhvern veginn að
hann afí myndi verða a.m.k. hund-
rað ára.
Afi, sem hét Magnús Sigurður
Haraldsson fullu nafni, var fæddur
í Hlíð í Mjóafirði í Suður-Múlasýslu
og ólst upp þar og á Norðfirði. 14
ára að aldri fluttist hann síðan til
Hafnarfjarðar með foreldram sín-
um, Haraldi Jónssyni bókbindara
og Sigríði Magnúsdóttur, en þau
féllu bæði frá árið 1928. Fjölskyld-
an bjó á ýmsum stöðum í bænum
en auk afa áttu þau Vilhjálm, sem
var tveimur árum yngri. Bræðurnir,
sem vora afar samrýndir, lögðu
báðir sjómennskuna fyrir sig en
Vilhjálmur, sem lést 1982, var þó
mun skemur til sjós.
Líkt og aðrir strákar á þessum
tímum fór afi snemma að róa með
föður sínum og fljótt varð ljóst hvert
ævistarfið yrði. Hann var á opnum
bátum framan af en eftir að afí kom
suður var hann á kútter Harrý frá
Hafnarfirði til skamms tíma. Næstu
árin eða öllu heldur áratugina var
hann á ýmsum skipum og togurum
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar og
var lengst af á Júní. Afi var einnig
stýrimaður á Guðbjörgu í meira en
áratug en hann fór í Stýrimanna-
skólann í Reykjavík og öðlaðist rétt-
Biddu um
Banana Boat
þegar þú vilt 99,7% Aloe Vera
Þú kemst ekki nær sjálfri Aloe Vera plötunni, sárasmyrsli náttúrunnar.
Prófaðu 99,7% hreina Aloe Vera gelið frá Banana Boat á brunasár, þurra eða
sprungna húð, útbrot o.þ.h. Þú finnur ekki mun á því og að brjóta Aloe Vera
blað og bera hlaupið úr því beint á þig. Gerðu verðsamanburð á 99,7% hreina
Aloe Vera gelinu frá Banana Boat og útþynntum Aloe Vera gelum. 99,7%
hreina Aloe Vera gelið frá Banana Boat fæst í 6 misstórum túpum og. brúsum
með eða án pumpu. Verð frá kr. 540,- desilítrinn til kr. 988,- hálfur lítri.
99,7% hreina Aloe Vera gelið frá Banana Boat fæst í Heilsuvali, Barónsstíg 20,
og í öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur. Það fæst líka í vönduðum
apótekum, snyrtivöruverslunum, sólbaðsstofum og víðar, ásamt breiðri Aloe
Vera húðvörulinu frá Banana Boat (Body Lotion, varasalva, sólkrem o.m.fl.).
Biddu um Banana Bþat þegar þúýJlt hreina hágæðajgrtavöru á góðu yerði.
HEILSUVAL - Barónsstíg 20 ^ 626275 og 11275
indi þaðan árið 1930. Eftir tæplega
hálfrar aldar sjómennsku kom afi
í land og fór að vinna við netavið-
gerðir hjá Hringnót hf. í Hafnar-
fírði. Hann vann þar í 15 ár en
hætti þá störfum árið 1978.
Málefni sjómanna voru afar ofar-
lega í huga alla tíð og hann var
ekki ýkja hrifinn af kvótakerfi nú-
tímans. Eftir langa útivist á hafi
úti hafði hann líka frá mörgu að
segja og þær vora ófáar sögurnar
sem ég heyrði um „svaðilfarir og
ævintýri“. Sérstaklega er mér
minnisstætt þegar gamli maðurinn
heimsótti fjölskyldu mína austur í
Selvík við Álftavatn. Þá ljómaði afi
allur þegar hann reri út á vatnið
og rifjaði upp sjóferðir sínar fyrir
mér og eldri bróður mínum. Við
bræðurnir hlustuðum agndofa á
hann útlista fyrir okkur hvernig
veiðiferðirnar gengu fyrir sig í af-
takaveðri. Ekki spiliti heldur fyrir
ánægjunni að afi var duglegur við
að gauka að okkur lakkrís eða öðru
góðgæti þótt móður minni félli það
lítt í geð. Nú þegar ég riija þetta
upp við andlát hans er ekki laust
við að bros færist yfír andlit mitt
þegar mér verður hugsað til þess-
ara gömlu góðu daga. Önnur minn-
ing sem kemur líka alltaf upp í
huga mér þegar afa og ekki síst
ömmu, ber á góma eru matarvenjur
mínar. Æskuheimili mitt var í
næstu götu við heimili þeirra og
alltaf ef mér mislíkaði eitthvað í
pottunum hjá mömmu „bauð“ ég
mér í mat á Álfaskeiði 27. Þar
komst ég upp með ýmislegt því
ekki mátti heyra á það minnst að
fara að skamma barnabarnið.
Mamma sagði mér reyndar löngu
seinna að afi hefði aldrei skammað
þau systkinin og þegar þurfti að
grípa í taumana hefði það komið í
hlut ömmu.
Hún amma var Guðrún Gunnars-
dóttir en þau afi gengu í hjónaband
5. júní 1937. Amma var fædd 23.
ágúst 1906 en hún lést 15. maí
1977 eftir erfiða baráttu við
krabbamein. Hún var ættuð úr Fló-
anum en foreldrar hennar voru
Gunnar Jónsson og Guðbjörg Guð-
brandsdóttir. Afi og amma hófu
búskap á Hverfisgötu 35 (Ási) í
Hafnarfirði og bjuggu það í áratug
en fluttu síðan á Álfaskeið 27. Þar
bjó afi áfram eftir lát ömmu en
fyrir fáeinum árum fór hann í íbúð-
ir fyrir aldraða á Hjallabraut 33 í
Hafnarfirði og svo á Sólvang. Börn-
in þeirra era fjögur og er móðir
min, Sigríður, elst. Hún er starfs-
maður á Landspítalanum, gift
Sveinbirni Guðbjarnasyni, banka-
stjóra Landsbankans í Hafnarfirði.
Næstur kemur Haraldur, viðskipta-
fræðingur á Skattstofu Reykjaness-
umdæmis, kvæntur Margréti Páls-
dóttur, kennara. Gunnar húsasmið-
ur er næstyngstur og loks er Guð-
björg Áslaug, sjúkraliði á Hrafn-
istu, gift Sveini Þórðarsyni kenn-
ara. Barnabörnin eru ellefu og
bamabarnabörnin þijú en allir þess-
ir afkomendur búa í Hafnarfirði.
Fjölskyldan skipti afa alltaf
miklu máli. Hann lét sig aldrei
vanta þegar halda átti upp á af-
mæli eða fagna öðram viðburðum
og hann vissi yfirleitt upp á hár
hvað hver og einn var að sýsla við.
Afi var fram úr hófi rausnarlegur
en eitt af því sem veitti honum
hvað mesta ánægju var að gleðja
aðra. Þegar ég horfi til baka og
rifja upp allar rándýra gjafirnar
dettur mér líka strax í hug ógleym-
anleg hringferð sem ég og Magnús
bróðir minn fóram í með afa fyrir
einum tveimur áratugum eða svo.
Veikindi ömmu höfðu þá þegar gert
vart við sig og við fórum því þrír
saman í þessa ferð sem varð ævin-
týri líkust fyrir okkur bræðurna og
vafalaust afa líka. Allan tímann
meðhöndlaði hann okkur eins og
krónprinsa en hápunkturinn fyrir
afa var þegar við komum á æsku-
stöðvar hans í Mjóafirði og á Norð-
fírði en gamli maðurinn hafði þá
ekki sótt þær heim í meira en fimm-
tíu ár.
Þótt ég hefði kosið að hann afi
yrði að minnsta kosti hundrað ára
er ég þó þakklátur fyrir þann tíma
sem við áttum saman. Eg veit að
hann yfirgaf þennan heim sáttur
við sjálfan sig og aðra. Ég hefði