Morgunblaðið - 08.03.1994, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 08.03.1994, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994 -+ Móses Aðalsteins- son - Minning' Fæddur 7. mars 1925 Dáinn 26. febrúar 1994 Mig setti hljóðan þegar mér barst sú frétt að einn af mínum bestu vinum, Móses Aðalsteinsson verk- fræðingur, væri látinn. Þó ég vissi um þanri vágest, sem að honum hefir sótt að undanfömu, gerði ég mér ekki grein fyrir því, að komið væri að lokum þeirrar baráttu, enda _ var hann hress og kátur að vanda tæpri viku áður en hann lést þegar þau hjónin heimsóttu mig og konu mína. Kynni okkar hófust sumarið 1938 þegar Móses var vikadrengur hjá foreldrum mínum á Vatnsenda í Eyjafírði. Móðir hans var líka kaupakona á Vatnsenda þetta sum- ar. Hann var þá 13 ára en ég 22. Þrátt fyrir þennan aldursmun tókst strax góður kunningsskapur með okkur og þróaðist hann í trausta og góða vináttu eftir því sem árin liðu. Þegar ég fluttist til Akureyrar árið eftir varð ég strax tíður gestur á heimili foreldra hans, en það voru heiðurshjónin Þórdís Jónsdóttir og Aðalsteinn Stefánsson. í Menntaskólanum á Akureyri urðum við svo bekkjarbræður og tókum stúdentspróf saman vorið 1945 ásamt 43 öðmm félögum okk- ar. Af þeim hópi em nú 13 farnir yfir móðuna miklu, en 32 em eftir hérna megin. Þó þessi hópur hafi dreifst nokkuð mikið hefír stór hluti hans haldið vel saman og áttu þau hjónin Móses og Ingibjörg dijúgan þátt í því, t.d. með heimboðum á heimili sitt. A menntaskólaámnum treystist vinátta okkar mjög mikið. Við lás- um t.d. mikið saman ásamt vini okkar Valgarði Haraldssyni, sem lést 1977. Á þeim ámm, sem við vorum báðir við nám í Kaupmannahöfn, höfðum við líka mikið samband. Þegar ég kom heim frá námi sumarið 1954 og var húsnæðislaus skutu þau hjónin yfir mig skjóls- húsi þar til úr rættist fyrir mér. Var þó íbúð þeirra ekki sérlega stór, og fleiri gesti þurfti að hýsa, en það er eins og þar stendur að þar sem er hjartarými er líka húsrými. Æ síðan höfum við haft mikið og f gott samband allt til hinstu stundar. Móses var glaðvær og hnyttinn í svörum og hvers manns hugljúfi. allt frá æskuárum. Hann kunni vel við sig í góðra vina hópi, enda var oft gestkvæmt hjá þeim Ingibjörgu Gunnarsdóttur, og stóð hún títt fyrir myndarlegum heimboðum á heimili þeirra, sem er í senn smekk- legt og aðlaðandi. Á slíkum stund- um sýndu þau bæði tvö gleði veit- endanna og engu var til sparað. Móses var mikill trúmaður og lífsferill hans var slíkur, að hann hefði vafalaust getað tekið undir með fullorðinni konu í minni sveit, en hún sagði á banabeði: „Ég á góða heimvon." - r Með þessum fátæklegum orðum kveð ég vin minn, Móses Aðalsteins- Eríklrykkjur Glæsileg kidií- hkttllxirð íiillegir síilir og mjög þjónusta. llpplýsingíir tsíma22322 son, með söknuði. Konu hans og dóttur þeirra hjóna og fjölskyldu hennar, sem svo mikið hafa misst, vottum við hjónin dýpstu samúð okkar og vonum að góðar minning- ar frá liðnum árum létti þeim þunga byrði. Aðalsteinn Sigurðsson. Móses Aðalsteinsson tryggðar- vinur minn og bekkjarbróðir er fall- inn í valinn. Höggvið er enn í MA- runninn frá 1945. Hann fæddist á Akureyri 7. mars 1925 og voru foreldrar hans hjónin Aðalsteinn Júlíus Stefánsson verk- stjóri á Akureyri, fæddur 7. septem- ber 1890, dáinn 23. mars 1954, og kona hans Þórdís Ágústa Jónsdóttir fædd 5. ágúst 1887, dáin 23. maí 1972. Voru foreldrar hans annálað sómafólk og ólst hann sannarlega upp í guðsótta og góðum siðum, en móðir hans var foringi í Hjálp- ræðishemum á Akureyri, mikil mannkostakona og skörungur. Hef- ur Móses lengi búið að fyrstu gerð, enda einlægur trúmaður og mikill áhugamaður um kristni og kirkju og gegndi þar æðstu trúnaðarstörf- um leikmanna, þ. á m. formennsku í sóknarnefnd Breiðholtskirkju. Er mér kunnugt um að hann vann þar ómetanlegt starf til hinstu stundar. Ungur hóf hann að þreyta íþrótt- ir og var því við brugðið, hve knár knattspymumaður hann var og hve sýnt honum var um að snúa á mót- herja sína. Af gildum ástæðum, sem mér þykir óþarft að rekja hér, lágu leiðir okkar ekki saman á þessum vettvangi. Móses hafði alla tíð mik- ið yndi af hljómlist og hóf ungur að leika með Lúðrasveit Akureyrar og reyndist einnig dijúgur liðsmað- ur í Lúðrasveit Reykjavíkur eftir að hann settist að sunnan jökla. Að skyldunámi loknu hóf hann nám í Gagnfræðaskóla Akureyrar, en þaðan lá leiðin í Menntaskólann á Ákureyri, þar sem kynni okkar hófust og vinátta sem aldrei brást. Móses - brautskráðist stúdent úr stærðfræðideild MA 17. júní 1945. Hann innritaðist um haustið í verk- fræðideild Háskóla íslands og lauk þaðan fyrrihlutaprófi vorið 1948. Prófi í byggingarverkfræði lauk hann frá Danmarks tekniske Höj- skole, Polyteknisk Læreanstalt í Kaupmannahöfn 1952. Móses var verkfræðingur hjá Almenna bygg- ingafélaginu hf. í Reykjavík 1952- 1969, var verkfræðingur á teikni- stofu Sambands íslenskra sam- vinnufélaga 1969-1986 og á Nýju teiknistofunni hf. í Reykjavík frá 1986 til dauðadags. Ljúka þeir, sem gerst þekkja, upp einum munni um hve hæfur starfsmaður Móses var og hve heilladijúgu ævistarfi hann skilaði. Hinn 4. október 1952 kvæntist hann og gekk að eiga Ingibjörgu Gunnarsdóttur skrifstofustjóra Hjúkrunarfélags íslands, fædd 8. mars 1927. Foreldrar hennar voru Gunnar Gunnarsson bóndi í Syðra- Vallholti í Seyluhreppi í Skagafirði, fæddur 8. september 1889, dáinn 2. desember 1962, og kona hans Ragnhildur Erlendsdótir kennari og húsfreyja, fædd 8. ágúst 1888, dáin 1. mars 1974. Dóttir Móses og Ingibjargar er Ragnheiður, fædd 4. febrúar 1953, menntaskólakennari í Reykjavík, BA í sagnfræði og spænsku. Maður hennar er dr. Matthew Driscoll bók- menntafræðingur. Börn þeirra eru Kári og Katrín Þórdís. Hjónaband Ingibjargar og Móses var ákaflega farsælt og heimilis- bragur allur stórmannlegur sem þó hefði hrokkið skammt ef ekki hefði fylgt hinn sanni ylur hjartans og fáguð glaðværð sem heillaði vinina. Á heimili þeirra hefur um mörg ár verið miðsetur stúdentaárgangsins 1945 frá MA og heimili hans og varnarþing. í samkvæmum þar kasta gaml- ingjamir gjarnan ellibelg, syngja, fara með ljóð, ræða spaklega og verða ungir aftur. Móses var jafnan heilsuhraustur, en um páskana í fyrra kenndi hann sér þess meins sem nú hefur orðið hpnum að ald- urtila. Hann gekk þá undir mikinn uppskurð og voru vonir bundnar við að hann fengi góðan bata. Bat- inn entist þó ekki lengur en tæpt ár og er Móses látinn. Sjúkdóm sinn bar hann eins og sú hetja sem hann var og dauðastríð sitt háði hann með karlmennsku sem honum var eðlislæg. Þegar Móses verður lagður til hinstu hvílu verður við Kristín fjarri, en við réttum Ingibjörgu og ástvin- um „mund um hafið hálft“, vottum þeim samúð og biðjum þeim bless- unar. Aldavin okkar kveðjum við með þessu erindi Sólarljóða: Hér við skiljumst og hittast munum á fegins degi fira. Drottinn minn gefi dauðum ró, en hinum líkn er lifa. Guðmundur Benediktsson. Hann afi minn er allt í einu far- inn burt. Hann átti bara að fara á spítala í nokkra daga, en hann kom ekki aftur. Svo mig langar til að þakka honum fyrir allar skemmti- legu stundirnar sem við áttum sam- an, bæði í Oxford og hér í Reykja- vík. Hann sótti mig svo oft í skól- ann og kom með mér heim á Skóla- vörðustíg, þar sem við spiluðum eða hann hlustaði á mig lesa heimalest- urinn minn. Svo var líka svo gaman að vera á Fremristekk og fara í sund, eða í kyrrðarstund í kirkjunni á miðvikudögum. Hann afi var allt- af í góðu skapi og var tilbúinn að gera hvað sem var. Það var gaman að stússa með honum og spjalla við hann. Ég mun sakna hans mikið og við öll. Amma mín saknar hans þó mest, en hún fékk að hafa hann í meira en 40 ár, en ég bara í sex. Ég þakka fyrir þessi ár og bið guð að halda í höndina á henni ömmu minni og passa hana. Ég ætla að kveðja hann afa minn með þessari bæn: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessan þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfír minni. Sofðu rótt, afi minn. Þín Katrín Þórdís. Mig langar til að minnast afa míns með nokkrum orðum. Hann var alveg einstakur maður. Alltaf var hann í góðu skapi og tilbúinn að hjálpa mér með það sem ég var að gera. Hann leyfði mér líka að taka þátt í öllu því sem hann var að bardúsa heima fyrir þegar ég var í heimsókn á Fremristekk. Þeg- ar ég var lítill var hann óþreytandi að spila við mig fótbolta og leyfði mér þá oftast að vinna, en jafn- framt kenndi hann mér margt sem hann hafði sjálfur lært í gamla daga þegar hann spilaði með Þór á Akureyri. Afa þótti gaman að fylgj- ast með því hvernig mér gekk í skólanum, sérstaklega í stærðfræð- inni, og ef ég átti í einhveijum vand- ræðum með dæmi þá var nærtæk- ast að fá hann til að útskýra málið. Það var heldur ekki neitt vandamál að fá hann til að koma og sitja hjá mér og hlusta á alls konar tónlist sem mér fannst góð, en sumum ekki svo spennandi. Afa fannst öll tónlist skemmtileg og hann hafði opinn hug gagnvart öllu, þess vegna var svo gott að eiga hann að. Mér er oft sagt að ég sé dálítið líkur honum, og ég vona að ég geti líkst honum meira eftir því sem árin líða, því hann var svo góður maður. Ég mun sakna hans mikið, en minning- arnar á ég alltaf og get hugsað um hann afa minn og riíjað upp þær skemmtilegustu stundir sem við áttum saman. Ég kveð afa minn með þakklæti fyrir allt það sem hann var mér. Kári Driscoll. Móses, æskuvinur minn og fé- lagi, er Iátinn. Fráfall hans var svip- legt þótt hann hafí ekki gengið heill til skógar síðastliðið ár. Faðir Móses, Aðalsteinn Stefáns- son, var ættaður úr Eyjafírði. Hann var lengi verkstjóri hjá Akur- eyrarbæ. Móðir hans var Þórdís Jónsdóttir ættuð frá Patreksfirði. Þau hjónin eignuðust tvo syni, Stef- án, sem látinn er fyrir mörgum árum, og Móses. Móses fæddist á Akureyri og ólst þar upp til fullorðinsára. Þar hófust kynni okkar, þar sem við vorum nágrannar í æsku og hafa þau kynni staðið síðan. Fyrst voru það leikir á götum og í portum bæjarins, og knattspyrnan hjá knattspyrnufélag- inu Þór, sem lengi átti hug okkar. Síðar lágu leiðir saman í mennta- skóla og við framhaldsnám, í verk- fræði við Háskóla íslands og við DTH í Kaupmannahöfn. Um það leyti kynntist hann konu- efni sínu, Ingibjörgu Gunnarsdóttur frá Syðra-Vallholti í Skagafirði, og gengu þau í hjónaband skömmu síðar. Það var mikið gæfuspor beggja því hjónaband þeirra hefur verið farsælt og þau hafa jafnan verið einstaklega samhent í Ieik og starfi. Þau eignuðust eina dóttur, Ragnheiði, sem gift er Matthew Driscoll og eiga þau tvö börn. Móses var sérstaklega góður fé- lagi, jafnan hlýr og glaður og virt- ist aldrei skipta skapi. Hann var félagslyndur og hrókur alls fagnað- ar í vinahópi. Þá var gestrisni hans og Ingibjargar við brugðið. Við skólasystkini hans og makar okkar höfum oft notið þess á liðnum árum og minnumst við stunda hjá þeim með mikilli gleði. Úr safni minning- anna ber þó hæst Ameríkuferðina sem við þrír bekkjarfélagar tókumst á hendur í tilefni af 45 ára stúdents- afmæli okkar 1990, ásamt eigin- konum. Ferðin var að mestu skipu- lögð af Ingibjörgu og Móses og varð okkur þátttakendum ógleym- anleg. Mikill sjónarsviptir er að Móses og munum við vinir hans sakna hans lengi. En sárastur er þó missir Ingi- bjargar og Ragnheiðar og hqnnar fjölskyldu. Við hjónin vottum þeim öllum okkar dúpstu samúð og biðj- um þeim guðs blessunar. Jóhann Indriðason. Hingað barst mér nýlega sú harmafregn að góðvinur minn, Móses Aðalsteinsson verkfræðing- ur, hefði látist hinn 26. febrúar síð- astliðinn. Fráfall fornvinar er rof við fortíðina og á þeirri stund leitar því hugurinn ósjálfrátt aftur í tím- ann að rifa upp og festa í minni ljúfar en löngu liðnar samveru- stundir. Við Móses munum fyrst hafa hitzt sem unglingar á knatt- spyrnuvellinum á Akureyri, hann í Þór, ég KA. Hann var bakvörður („bakari“ eins og sagt var þá), traustur og þéttur fyrir og var lag- inn að snúa vöm í sókn með hnit- miðaðri langspyrnu fram á við. Vin- áttu okkar rek ég þó til þeirra þriggja ára þegar við vorum saman í kennslustofu 21 manns bekkjar í stærðfræðideild MA. Það var alltaf sérlega góður andi í þeim bekk. Mói var hrókur alls fagnaðar í hvers konar gleðskap enda var hann hvers manns hugljúfi fyrir sinn hressandi húmor, sem var einkenni hans alla ævi. Hann var sérlega músikalskur, spilaði í hornaflokki á Akureyri, og um tíma á trommur í danshljóm- sveit, enda hafði hann yndi af jazz- músik. Auk þess hafði hann ágæta söngrödd. Mér er enn í minni þegar hann á einu bekkjarhófí okkar improvíseraði eftirhermu á söng Louis Armstrong, svo að við bekkj- arsystkinin veltumst um af hlátri og hrifningu. Árið 1945-1946 eftir stúdents- próf vorum við saman í Verkfræði- deild Háskólans. Móses, Jóhann Indriðason og ég vorum nágrannar á Gamla Garði. Námið var all- strembið og hjálpuðumst við oft að við stærðfræðina sem Leifur Ás- geirsson, Trausti Einarsson og Sig- urkarl Stefánsson kenndu þá. Átti þá Mói til með að segja: Jæja, strák- ar, nú erum við búnir að puða hérna tímunum saman, eigum við ekki að gera okkur svolítinn dagamun? Var þá labbað í bæinn, nokkrir hringir teknir á „rúntinum" svokallaða og ef til vill fengið sér kvöldkaffi á Skjaldbreið eða farið á ball í Mjólk- urstöðinni. Haustið 1946 slrildu leiðir, ég fór til Kaupmannahafnar í stærðfræðinám, en Móses kom þangað 1948 eftir fyrrihlutanám í verkfræðinni í Reykjavík og lauk prófí í byggingarverkfræði frá Dan- marks Tekniske Höjskole 1952. Hefír hann unnið við verkfræðistörf í Reykjavík síðan, hjá Almenna byggingarfélaginu, hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga og síðar á Nýju teiknistofunni hf. Haustið 1952 gekk Móses að eiga þá mætu konu, Ingibjörgu Gunnars- dóttur frá Syðra-Vallholti í Skaga- fírði, sem lengi hefír verið skrif- stofustjóri Hjúkrunarfélags íslands. Þau hjónin hafa í mörg ár verið miðpunktur bekksagnarinnar frá 1945 í MA. Þau hafa varðveitt tryggðabönd okkar bekkjarsystkin- anna með fádæma rausn og gest- risni á fögru heimili sínu á Fremri- stekknum. Þar var alltaf glatt á hjalla, strax í byijun sungið „Hvað er svo glatt ...“ þótt allmörg skörð væru smám saman komin í vinahóp- inn, Móses ávallt sjálfsagður for- söngvari. Ingibjörg lofsyngur ekki síður gyðju skáldskaparins og mælti oft af munni fram okkur af sínum uppáhaldskvæðum af snilld og inn- lifun. Við Artie minnumst þessara hjartahlýju kvölda á Fremristekkn- um með innilegu þakklæti og vænt þótti okkur um að þau hjónin komu því einu sinni við að heimsækja okkur hér fyrir vestan. Fyrir næstum ári þurfti Móses að gangast undir mikla skurðaðgerð vegna krabbameins í kviðarholi. Hann virtist þó í sumar vera að ná sér aftur og nú síðast í janúar safn- aði hann saman nokkrum okkar út bekksögninni ásamt sifjaliði. Rætt var m.a. um væntanlegt 50 ára stúdentsafmæli. Mói lék á als oddi sem fyrr og þótt við vissum að hann væri ekki úr allri hættu, datt mér aldrei í hug að þetta yrði okk- ar hinzti fundur. En „árin hverfa, og ekkert að eilífu varir“. í gær hefði hann orðið 69 ára. Nei, verum örugg: villan minnkar senn, því vinamúgur færist nær og nær: þeir brosa til vor, ei þó sjáist enn, og eru næst oss þegar tíminn slær. Hver elskuð sál, er áður var oss kær, við enda þessa stríðs mun hjá oss standa og fjörga oss með ódauðleikans anda. (J.P. Hops. Þýð. M. Joch.) Ég kveð nú Móses vin minn með djúpum söknuði og þakka fyrir ljúf- ar minningar og tryggð gegnum árin. Ég votta Ingibjörgu, Ragn- heiði og Matthew hugheila samúð mína og hluttekningu. Blessuð sé minning Móses Aðalsteinssonar. Sigurður Helgason, Belm- ont, Massachusetts. Kveðja frá félögxinum á ABF Okkur setti þögla, gömlu starfs- FLUGLEIDIR HÖTEL LOFTLEIDIR Isl.indskosiur Krt'i(Ir>'kkjur Verð Irá 750 Kr. á mann (>I 48 49 « « « ! « m I « « « « « « « « « 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.