Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994 fclk í fréttum LEIKHUS Gleði ríkti á Gleðigjöfunum Leikfélag Reykja- víkur frumsýndi leikritið Gleðigjafamir eftir Neil Simon í Borgarleikhúsinu sl. fimmtudag. Með aðal- hlutverk fara Árni Tryggvason og Bessi Bjamason, en Guð- mundur Ólafsson fer einnig með stórt hlut- verk. Leikstjóri er Gísli Rúnar Jónsson. Með- fylgjandi myndir vom teknar í leikhléi. Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, ræðir hér við þau Hrafnhildi Hagalín og Pétur Jónasson gítorleikara. Gunnar Borg og Alda Magnúsdóttir voru meðal frumsýningargesta. Morgunblaðið/Ami Sæberg Elín G. Ólafsdóttir fyrrverandi borgarfulltrúi ásamt dætrum sínum Brynju og Valgerði Matthías- dætrum. Lóa Björk, Mjöll, Ólafur, Bjarki og Almar eru úr Fjölbraut í Garðabæ og Verslunarskólanum. MORFIS Ræðusnilld í tíu ár Allir þeir sem tekið hafa þátt ræðukeppni milli framhalds- skólanna, svokallaðri MORFÍS- keppni, vom boðaðir á LA Café sl. fímmtudagskvöld í tilefni þess að tíu ár voru liðin frá því keppn- in hóf göngu sína. Voru þessar myndir teknar við það tækifæri. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Þær eru í framkævmdastjórn MORFÍS. F.v. Áslaug Hulda, Hanna María, María og Anna Þorbjörg. > i > í > Vanity Fair íþróttahaldarar Hámarks þægindi, hámarks árangur Morgunblaðið/Sverrir Ámi Johnsen alþingismaður, Salome Þorkelsdóttir, forseti Alþingis, Ólafur Ólafsson skrifstofustjóri og Pálmi Jónsson þingmaður vom meðal þeirra sem kvöddu Gunnlaug J. Ingason (fyrir miðju) í vikunni. a"S! í i ! Kveðjuhóf Guimlaugs Ingasonar V Óðinsgötu 2 Suðurlandsbraut 52 s. 91 -13577 (v/Faxafen) s. 91 -811770 Gunnlaugur J. Ingason þingvörð- ur lét af starfí nú um mánaða- mótin og hélt af því tilefni starfs- mönnum Alþingis og þingmönnum I kaffísamsæti. Mættu þar hátt á * annað hundrað manns, ráðherrar, þingmenn og starfsmenn. „Ég þurfti ekki að hætta strax, en mér fínnst betra að hætta sjálfur en láta ýta mér út af færibandinu," sagði Gunnlaugur í stuttu spjalli við Morgunblaðið. Hann hóf störf í þinginu 1981 og segist alla tíð hafa átt ánægju- lega starfsdaga. „Ég hef hlustað á margar snilldarræður og hef gaman af góðum og átakamiklum ræðum, því ekki er hægt að segja annað en þarna séu snjallir ræðumenn. Mér þótti til dæmis alltaf gaman að hlusta á Sverri Hermannsson. Það urðu oft skemmtileg átök milli hans og Hjörleifs Guttormssonar og Svavars Gestssonar. Nú eru á þingi ræðusnillingar eins og Davíð Oddsson og margir fleiri. Orðfráir menn eins og Hall- dór Blöndal og Ólafur Þ. Þórðarson eru líka áheyrilegir,“ sagði Gunn- laugur. Hann verður sjötugur 20. mars og ætlar að eyða afmælisdeginum á Kanaríeyjum. „Ég hef aldrei látið mér leiðast og hef að svo mörgu að hverfa eins og ferðalögum, skóg- rækt og laxveiði. Þegar ég kem til baka fer ég austur í sumarbústað og hef það gott.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.