Morgunblaðið - 08.03.1994, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994
45
Baráttan gegn kyn
ferðislegu ofbeldi
Frá Helgu Garðarsdóttur:
SL. FÖSTUDAG stóðu nokkrar
ungar stúlkur í anddyri Hagkaups
á Eiðistorgi og báðu fólk um að
styrkja fjárhagslegan grundvöll
Stígamóta með því að kaupa merki
samtakanna á 500 kr. í sem fæst-
um orðum sagt voru viðbrögð mjög
margra við bón stúlknanna fyrir
neðan allar hellur og þeim til hábor-
innar skammar. Langflestir þeirra,
sem ætluðu ekki að kaupa merki,
höfðu ekki í sér þann manndóm
að horfa framan í stúlkurnar op
segja: nei, takk, heldur rýndu þeir
þegjandi niður í gólfið og góndu á
tærnar á sér svo við lá að þeir
dyttu hver um annan þveran.
Nokkuð margir, en þó mun færri
en hinir, keyptu merki; ekki merkis-
ins vegna heldur vegna þess að
þeir gera sér grein fyrir því mikla
og nauðsynlega starfi sem Stíga-
mót vinna og vilja leggja sitt af
mörkum svo ekki komi til þess að
hjálparstarfið lamist vegna fjár-
skorts. Þeim öllum þakka ég fyrir.
Það hefur margsýnt sig að ís-
lendingar eru gjafmildir á fé öðrum
til handa. Skemmst er að minnast
ýmissa safnana sem útvarpsstöðv-
arnar hafa tekið þátt í. En þarf
endilega að leggja í dýran kostnað
og skapa stemmningu kringum
söfnun? Er ekki hægt að láta fé
af hendi rakna á hljóðlátan og
kostnaðarlausan hátt, eins og þeir
gerðu sem keyptu merki Stígamóta
sl. föstudag?
í dag, 8. mars, á alþjóðabaráttu-
degi kvenna eiga Stígamót 5 ára
. afmæli. Af því tilefni hafa mörg
íslensk félagasamtök kvenna og
karla ákveðið að tileinka daginn
baráttunni gegn kynferðislegu of-
beldi. Kynferðislegt ofbeldi er ekki
einkamál þolenda heldur þjóðfé-
lagslegt vandamál. Merkjasalan er
liður í því að hægt sé að halda
baráttunni gegn því áfram. Starf-
semi Stígamóta stendur og fellur
með velvilja almennings og stjórn-
valda, því samtökin hafa engan
fastan tekjustofn. Enginn sem leit-
ar hjálpar hjá Stígamótum er kraf-
inn um greiðslu fyrir veitta hjálp.
Að lokum langar mig að biðja
ykkur, konur, karlar og börn, um
að taka þátt í göngu gegn kynferð-
islegu ofbeldi, sem hefst á Hlemmi
kl. 17.30 í dag. Gengið verður nið-
ur Laugaveginn að Hlaðvarpanum,
Vesturgötu 3. Þar verður fólki boð-
ið upp á veitingar og skemmtiatriði
og vonandi nota margir tækifærið
og kynna sér starfsemi Stígamóta.
HELGA GARÐARSDÓTTIR,
221059-4929.
VELVAKANDI
ÞAKKIR TIL
PIZZAHÚSSINS
FIMMTUDAGINN 3. mars sl.
fór ég í hádeginu í Pizzahúsið
við Grensásveg en var svo
óheppin að rífa sokkabuxumar
mínar á stólnum sem ég sat
á. Ég kallaði í unga stúlku sem
vinnur þama og sagði henni frá
þessu. Hún skipti um stól og
kom svo til mín skömmu síðar
og spurði mig hvaða tegund og
stærð af sokkabuxum ég not-
aði.
Eftir skamma stund kom hún
aftur með tvennar sokkabuxur,
aðrar fyrir þær skemmdu, hinar
sagði hún að væm í sárabætur.
Því miður iáðist mér að
spyija stúlkuna að nafni. Þetta
finnst mér frábær þjónusta og
viðmót.
Signður Tómasdóttir,
Sviðholtsvör 9,
Bessastaðahreppi.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Ullarúlpa tapaðist
BRÚN síð ullarúlpa með hettu
var tekin í misgripum á Berlín
fyrir röskum mánuði, en eftir
var skilinn blár ullarfrakki. í
vösum hans vom m.a. lyklar
og hanskar. Kannist einhver
við þessi mistök hann vinsam-
lega beðinn að hringja í síma
76808.
DÝRTAÐFARAÁ
SLYSADEILDINA
GUÐRÚN Jóhannsdóttir
hringdi til að kvarta yfir því
hversu dýrt væri að fara á
slysadeild Borgarspítalans.
Hún þurfti að fá þar þjónustu
fyrir skömmu, beið í tvo til
þijá tíma og þurfti að greiða
2.900 krónur fyrir viðvikið.
Úr fannst
GULLÚR með leðuról fannst
við strætisvagnaskýli á Há-
teigsvegi fimmtudaginn 3.
mars sl. Eigandi má hafa sam-
band í síma 18551.
Fjallahjól tapaðist
GRÆNT 18“ kvenfjallahjól af
gerðinni Giant tapaðist frá
Tryggvagötu aðfaranótt 3.
mars sl. Finnandi vinsamlega
hringi í síma 627247 eða hafi
samband við lögreglu.
GÆLUDÝR
Týndur köttur
SVÖRT læða með bleika hálsól
tapaðist frá Laugamesvegi 80
sl. þriðjudag. Hafi einhver orðið
ferða hennar var er hann vin-
samlega beðinn um að hringja
í síma 811460.
Týnd læða
GRÁBRÖNDÓTT tíu mánaða
læða með bláa hálsól með bjöllu
týndist í Þingholtsstrætinu fyr-
ir u.þ.b. viku. Hún svarar ef
mjálmað er til hennar. Hafi ein-
hver orðið hennar var er hann
beðinn um að hringja í síma
25046.
Frá stjórn Barnamáls
FÉLAGIÐ Barnamál, sem er
áhugafélag um bijóstagjöf,
vöxt og þroska bama, vill taka
fram að það kom á engan hátt
nálægt gerð þáttarins Veruleik-
inn - Bijóstagjöf, sem sýndur
var í Ríkissjónvarpinu 1. mars
sl.
Hjálparmæður félagsins afla
sér stöðugt nýrrar þekkingar
og telja ýmislegt í þættinum
vera orðið of gamalt til að vera
nothæft. Hjálparmæður veita
ráðgjöf og upplýsingar og má
fá símanúmer þeirra hjá Forel-
dra samtökunum og í Dagbók
Morgunblaðsins.
Mýrarljósin
Nokkrir alvöruþankar
um augnablik líðandi
stundar
Frá Árna Helgasyni:
Er Drottinn að gefa upp sína sauði?
Sýnast honum þeir lítils virði?
Nú lifir ekki af einu brauði
hans útvaldi þjónn uppí Borgarfirði?
Almáttugur. Hver er við stýri
er allt í vonleysi? Stækkar þrautin?
Aukatekjumar, Drottinn minn dýri
duga vart fýrir saltinu í grautinn.
Hér verður í krafti klukkum að hringja
svo komist verði upp úr svona díki.
Þá mætti á undan sálma syngja
svo mætti stefna landi og ríki.
Hvað er nú með þig heilög kirkja
og hirðana sem þig efla og styrkja?
Áfram, og látum lúðrana gjalla
og látum dómstóla um málin Qalla.
Það dynur í fjöllunum
dómurum ekki vært á dómarapöllunum ...
Er of margt að verða hér eilif byrði?
Og er nokkur goðgá þótt fávís spyrði:
Er blessun kirkjunnar blessunar virði
ef „botninn" er suður í Borgarfirði"?
ÁRNI HELGASON,
Stykkishólmi.
Pennavinir
NÍTJÁN ára finnsk stúlka sem
hyggur á íslandsferð vill skrifast á
við 17-21 árs pilta og stúlkur:
Lotta Jáaskeláinen,
Tasatie 15 AS 9,
28800 Pori,
Finland.
FRÁ Tanzaníu skrifar piltur sem
getur ekki um aldur en er líklega
á táningur. Með áhuga á píanóleik,
tónlist og ferðalögum:
Emanuel Joran, ^
Box 1698,
Mostti,
Kilimanjaro,
Tanzania.
LEIÐRÉTTINGAR
Nafn misritast
Nafn misritaðist í frétt um sýn-
ingu Leikfélags Homaíjarðar á
Djöflaeyjunni en fréttin birtist á
bls. 43 í laugardagsblaðinu. Sá sem
leikur Badda heitir Hilmir Stein-
þórsson. Beðist er velvirðingar á
mistökunum.
Úttekt á ESB-aðiid
í frétt í blaðinu sl. laugardag um
samþykkt ríkisstjómarinnar að fela
Háskóla íslands að gera fræðilega
úttekt á kostum og göllum aðildar
íslands að Evrópusambandinu
(ESB) var frá því greint að skv.
tillögunni verður Lagastofnun,
Hagfræðistofnun og Sjávarútvegs-
stofnun falið að gera úttekt á mál-
inu en í fréttina vantaði hins vegar
að Alþjóðastofnun Háskólans og
Félagsvísindastofnun var einnig
falið að annast þetta verkefni. Er
beðist velvirðingar á þessu.
KkléilL
VERSLUN í BORGARKRINGLUNNI. SÍMI 677340
Heilsuvika
l
Þumalínu
Kíktu inn:
Þú finnur lífrænt ræktaðar jurtasnyrtivörur, sem ekki valda ofnæmi, eru
ekki með rotvarnarefni (parabenar/kathon), eru ekki með ertandi ilmefni
(fragance) og hafa ekki verið prófaðar á dýrum.
Þú finnur ekta Rósmarin/Furunála/Lavandella baðolíur og Arnika/Calend-
ula/Citrus gigtarolíur, sem gefa vellíðan og losa spennu.
Þú finnur orku/vítamín diykki og hárvörur, sem gefa hárinu næringu og
glans og losa flesta við flösu og hárlos.
Þú finnur tannkrem fyrir alla fjöiskyiduna án skaðlegra skrúbb- og slípi-
efna, fáðu prufu.
Þú finnur NOVAFÓNINN, sem hefur hlotið gullverðlaun á læknaþingum,
frábært tæki til sjálfshjálpar gegn gigt og vöðvabólgu.
Þú finnur barna calendula/camomill snyrtivörurnar. 011 litlu bömin fá bos-
sakrem, mamma fær möndluolíu, pabbi húðolíu, afi og amma frá amikuolíu.
Að auki gefum við 20% afmælisafslátt alla vikuna.
Ullar- og silkinærfatnaður, svissnesk hágæðavara. Við rýmum fyrir nýjum
vörum og gefum 50% afslátt. Allt fyrir heilsuna. Umhverfisvænar bleyj-
ur. Námskeið í notkun þeirra og 10% afsláttur út heilsuvikuna.
Öll börn fá bleyju gefins. Það borgar sig að koma við.
Opið virka daga kl. 10-18 og nk. sunnudag kl. 14-17.
blllHlllÍMII Leifsgötu 32. Sími 12136 og fax 626536.
Sendum í póstkröfu.
ÁRA (Áhugahópur um refsistefnur og afbrotafræði),
dómsmálaráðuneyti og lagadeild Háskóla íslands
halda ráðstefnu um efnið:
Hræðsla við afbrot,
brotaþolar og forvarnir
í Borgartúni 6, mánudaginn 14. mars 1994, kl. 13-17.
DAGSKRÁ:
13.00 Skráning.
13.15 Ráöstefnan sett:
Ragnheiður Bragadóttir, lektor.
13.30 Öryggi og varnarleysi gegn afbrotum
(Utsatthet för brott och trygghet).
Per-Olof Wikström, Brottsförebyggande Rádet,
Stokkhólmi.
14.00 Umræða og fyrirspurnir.
14.15 Á pabbi að fara í fangelsi? Hagsmunir barna, sem
hafa orðið fyrir kynferðislegri misnotkun.
(Skal far sættes f fængsel?
Mishandlede berns interesser).
Beth Grote Nielsen, Háskólanum í Árósum.
14.45 Umræða og fyrirspurnir.
15.00 Kaffihlé.
15.30 Afbrot í Ijósi kannana á brotaþolum.
(Brottsligheten í Ijuset av viktimologiska
surveyundersökningar).
Kauko Aromaa, Ráttspolitiska forskningsinstitutet,
Helsingfors.
16.00 Umræða og fyrirspurnir.
16.15 Almenn umræða.
Fundarstjóri: Þorsteinn A. Jónsson, skrifstofustjóri.
Ráðstefnan er öllum opin og er aðgangur ókeypis.
Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir að skrá sig
í síma 609010 fyrir fimmtudaginn 10. mars.