Morgunblaðið - 08.03.1994, Side 46
46
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Minningarskjöldur afhjúpaður
MINNINGARSKJÖLDUR um Dr. Gunnlaug Claessen, fyrsta röntgen-
lækni á íslandi og yfirlækni röntgendeildar Landspítalans frá 1931
til 1948, var afhúpaður á húsinu Hverfisgötu 12 í Reykjavík síðastlið-
inn sunnudag, en í því húsi var röntgenstofa Dr. Gunnlaugs fyrst til
húsa. Á myndinni sjást dætur Dr. Gunnlaugs, þær Þórdís t.v. og
Anna, sem afhjúpuðu minningarskjöldinn, en á milli þeirra stendur
rússneski listamaðurinn Pyotr E. Shapiro sem gerði skjöldinn.
Fjórir efstir og jafnir
MEISTARAMÓT Skákfélags Hafnarfjarðar í aldursflokkunum 7 til
—42 ára var haldið laugardaginn 5. mars sl. Urslit mótsins urðu þau
að efstir og jafnir voru Hörður Sigurðsson, ívar Örn Halldórsson,
Þorsteinn Gunnlaugsson og Sigmundur Sigurðssori allir með fimm
vinninga. L5.-7. sæti urðu Halldór Halldórsson, Þóra Lilja Sigurðar-
dóttir og Árni Sigurðsson með fjóra vinninga.
Stjórn Geðlæknafélags íslands gagnrýnir nýja reglugerð
Geðsjúkum gert erf-
iðara að nálgast lyf
STJÓRN Geðlæknafélags íslands hefur ályktað um breytingar á kostn-
aðarhlutdeild sjúklinga vegna geðlyfja. Þar segir að með reglugerð
frá heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu sé enn vegið að geðsjúkum
með því að gera þeim erfiðara en áður að fá viðeigandi meðferð.
Sljórn Geðlæknafélagsins skorar á yfirvöld að endurskoða ákvörðun
sína og lýsir sig reiðubúna að veita þeim ráðgjöf í þessum efnum.
Hörður Sigurðsson var úrskurðað-
ur sigurvegari í 10-12 ára flokki
með fimm vinninga og 23,0 monrad-
stig. ívar Öm Halldórsson sigraði í
flokki 9 ára og yngri með fímm vinn-
inga. í öðru sæti varð Bjami Gísla-
ÁKVEÐIÐ hefur verið að próf-
kjör Alþýðuflokksins, jafnaðar-
mannaflokks íslands, fari fram
vegna bæjarstjórnarkosning-
anna á Akranesi 18. og 19. mars.
Eftirfarandi hafa gefið kost á
sér: Ástríður Andrésdóttir skrif-
stofumaður, Björgheiður Valdi-
marsdóttir húsmóðir, Bjöm Guð-
mundsson húsasmiður, Elín Hanna
Kjartansdóttir skrifstofumaður,
Friðrik Alfreðsson rafeindavirki,
Guðmundur Vésteinsson deildar-
stjóri, Hafsteinn Baldursson renni-
son og Ólafur Haraldsson þriðji.
Barna- og unglingaæfingar eru á
laugardögum kl. 14 í húsnæði Skák-
félags Hafnarfjarðar í Brekkugötu
1, Hafnarfirði.
smiður, Haukur Ármannsson kaup-
maður, Hervar Gunnarsson form.
Verkalf. Akraness, Ingvar Ingvars-
son aðstoðarskólastjóri, Júlíus Már
Þórarinsson lektor, Kristján Sveins-
son deildarstjóri, Rannveig E. Hálf-
dánardóttir móttökuritari, Sigríður
K. Óladóttir hússtjómarkennari,
Sigrún Ríkharðsdóttir bankamaður,
Sigurður Hauksson verslunarmað-
ur, Siguijón Hannesson húsasmið-
ur, Steindóra Steinsdóttir verka-
maður, Steinunn Jónsdóttir deildar-
stjóri og Sveinn Rafn Ingason
rennismiður.
í ályktuninni segir að helsti kost-
ur þeirra lyfja sem nú lendi undir
sparnaðarhnífnum sé hversu einföld
þau séu í notkun samanborið við
eldri lyf. Að sögn Kristins Tómas-
sonar, ritara Geðlæknafélags ís-
lands, eru allar hömlur á því að
nálgast þunglyndislyf mjög til baga
fyrir þá sjúklinga sem á þeim þurfi
að halda. Þeir séu oft haidnir von-
leysi og sjálfsásökunum og eigi erf-
itt með að fylgja leiðbeiningum um
lyíjatöku og læknismeðferð. Með því
að hafa þessi lyf jafn aðgengileg og
önnur lyf er tryggara að fólk komist
og haldist í meðferð við þunglyndi.
Þar með finnist geðlæknum líklegra
að dragi úr þjáningum fólks og ör-
Gunilla Dahlberg verður sérstakur
gestur ráðstefnunnar. Hún er dósent
við Kennaraháskólann í Stokkhólmi.
Fyrirlestur hennar fjallar annars
vegar um kjamann í gæðum leik-
skólastarfs, það er starfið með bam-
inu. Hins vegar ræðir hún um mikil-
vægi og tilgang skráningar í leik-
skólastarfí.
Fóstmr verða með fyrirlestra sem
flalla um athuganir á bömum, sam-
skipti bama og fullorðinna, starfs-
mannaþróun, starfsmannahandbók,
skipulag og markvissa skólastefnu
og samstarf leikskóla og gmnnskóla.
Ýmsir aðrir halda fyrirlestra á ráð-
stefnunni. Fjalla þeir m.a. um altæka
gæðastjómunm, gæði í skólastarfi,
orku og veikindadögum fækki. Geð-
sjúkdómar em að sögn Kristins ein
af aðalástæðum fyrir örorku.
Margir þunglyndissjúklingar em
í langtímameðferð og felast höml-
urnar í reglugerðinni m.a. í því að
þegar skrifaðir em út langtímalyfja-
skammtar taki Tryggingastofnun
mun minni þátt í kostnaði en áður.
Kristinn telur að þetta muni valda
því að heimilislæknar veigri sér við
að vísa á þessi lyf.
Ekkert sem bendir til
ofnotkunar
Kristinn segir að forsendur ráðu-
neytisins fyrir breytingunum orki
tvímælis. Áhyggjur af ofnotkun séu
sjónarmið foreldra, rannsóknir og
gildi fagmenntunar í skólastarfi.
í tengslum við ráðstefnuna býður
Fóstmfélag íslands foreldmm leik-
skólabama á fyrirlestru um leik-
skólauppeldi. Hann verður á Hótel
Sögu í sal A, laugardaginn 12. mars
kl. 13-14. Fyrirlesari verður Sesselja
Hauksdóttir, fóstra, og mun hún
fjalla um eftirtalin atriði: Hvað er
leikskólauppeldi, Leikskólauppeldi,
foreldrauppeldi, Hver era áhrif leik-
skólauppeldis á þroska bama?, Lög
um leikskóla og uppeldisáætlun
(námskrá) leikskóla og Hvaða kröfur
geta foreldrar gert til leikskóla? Fyr-
irlesturinn er ókeypis og öllum opinn.
úr lausu lofti gripnar og segir Krist-
inn ekkert benda til þess að svo sé.
Kristinn sagði alhliða markmið
læknis- og lyfjameðferðar við geð-
sjúkdómum væri að draga úr ein-
kennum og fylgikvillum, þar sem
sjálfsvíg væri sá alvarlegasti. Hann
tekur líkingu af þeim áróðri sem
rekinn er fyrir því að börn noti
hjálma við hjólreiðar. „Hjálmarnir
draga væntanlega úr dauðaslysum
barna en þeir draga ekki síður úr
alls kyns öðmm þjáningum. I stað
þess að fá skrámu við það að detta
og þurfa að vera á slysadeild í
nokkra klukkutíma þá getur barnið
haldið áfram að hjóla. Með því að
veita fólki viðeigandi meðferð sem
líka er fyrirbyggjandi þá má draga
úr þessum þjáningum. Lyfin em að
vísu dýr, miðað við gömlu lyfin, en
menn verða að gera sér grein fyrir
því að stundum þarf að eyða 5 krón-
um til að spara 500. Það er ennþá
dýrara þegar fólk hlýtur örorku,“
sagði Kristinn.
Sem dæmi um verðbreytingar fyr-
ir og eftir gildistöku reglugerðarinn-
ar má nefna að fyrir 1. mars kost-
aði 90 daga skammtur af geðdeyfð-
arlyfinu Seról sjúkling 1.500 krónur
en kostar nú 3.141 krónu.
------» ♦ ♦-----
Gammar á
Kringlukránni
JAZZHLJÓMSVEITIN Gammar
heldur tónleika á Kringlukránni
miðvikudagskvöldið 9. mars nk.
Hljómsveitina skipa nokkrir af
fremstu ((jassleikurum landsins og
leikur hljómsveitin eingöngu
frumsamið efni hljómsveitarmeð-
lima.
Hljómsveitina skipa þeir Bjöm
Thoroddsen, gítar, Þórir Baldursson,
píanó, Stefán S. Stefánsson, saxafón,
Bjami Sveinbjörnsson, bassi, og
Halldór G. Hauksson, trommur.
Hljómsveitin hefur sent frá sér tvo
geisladiska, Gammar 1+2 og Af
Niðafjöllum. Á tónleikunum munu
þeir flytja efni af þessum geisladisk-
um sem og nýtt efni.
—Prófkjör A-lista á Akranesi
Ráðstefna Fóstrufélags
Islands um leikskóla
FÓSTRUFÉLAG íslands heldur ráðstefnu um gæði í leikskólastarfi
dagana 10.-12. mars. Ráðstefnan hefur yfirskriftina: Gæði? - nema
hvað!' og fjallar um gæði leikskólauppeldis frá ýmsum hliðum. Ráð-
stefnan verður haldin á Hótel Sögu. Setningarhátíð verður í Háskóla-
bíói fimmtudaginn 10. mars kl. 14 og er öllum opin.
Aðeins
kr. 56.200
pr. mann m.v. 4 í íbúö
m/2 svefnherbergjum, Doncel.
Kr. 67.400
pr. mann m.v. 2 í íbúö
m/2 svefnherbergjum, Doncel.
Þjónusta Heimsferða
1. Beint leiguflug án millilendingar
2. Þrif 5 sinnum í viku á gististaö
3. Spennandi kynnisferðir
4. íslenskir fararstórar
5. íslenskur hjúkrunarfræðingur
Okkur er það ánægja aö kynna sérstaka eldriborgaraferð þann
13. apríl til Kanari, þar sem veöriö er á þeim tíma einstaklega
gott. Meö frábærum samningum höfum viö samiö viö gististaði
okkar um ótrúleg kjör, þú dvelur í 40 daga á Kanarí, borgar það
sama og fyrir þriggja vikna ferö og færð því 2 vikur ókeypis.
Undirtektir viö Kanariferðum Heimsferöa hafa veriö einstakar í
vetur og æ fleiri íslendingar kynna sér þessa heillandi paradís.
Frábær aöbúnaöur
Doncel gististaðurinn hefur verið einstaklega vinsæll meðal
farþega okkar í vetur og þeim treystum viö best til aö gefa
honum góöa einkunn. Einstök staðsetning í miöbæ Ensku
strandarinnar og því örstutt í alla þjónustu, stórar, velbúnar
íbúöir og fallegur garður.
Flugvallaskattar:
3.660 fyrir fulloröna
air europa
W TURAUIA
w
SFERÐ
Austurstræti 17, 2. hæö • Sími 62 4600
Einstakt tilboð 2 vikur ókeypis
UR DAGBOK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
4. - 7. mars 1994
Föstudagsnóttin var fremur
róleg þó ölvun hafí verið áber-
andi. Margt fólks safnaðist utan-
dyra í miðborginni eftir að vínveit-
ingastaðirnir lokuðu. Mikið bar á
yngra fólkinu. Unglingar undir
17 ára aldri sáust þó ekki á ferli.
Lögreglan og starfsfólk félags-
málayfirvalda fylgjast sérstaklega
með því hvort unglingar eru á
ferli eða í nálægð við miðborgina.
Einnig er um slíkt eftirlit að ræða
víða annars staðar. Fjarlægja
þurfti tvo unglinga úr miðborginni
aðfaranótt sunnudags og vista hjá
Unglingaheimili ríkisins. Foreldr-
ar em hvattir til þess að sjá til
þess að börn þeirra haldi áfram
að virða reglur um útivist barna
og unglinga.
Snemma á sunnudagsmorgun
var tilkynnt um tvo menn sem
vom að skemma bifreiðar við
Skólavörðustíg. Þeir höfðu rifið
spegil af einni bifreið þegar lög-
reglumenn komu á vettvang. Ann-
ar mannanna hafði skorið sig og
þurfti að flytja hann á slysadeild
þar sem gert var að sárum hans.
Fyrsta helgin í hveijum mánuði
er yfirleitt annasamari en aðrar.
Þá er jafnan meiri ölvun en venju-
lega. Að þessu sinni var helgin
þó með rólegra móti. Þó em bók-
uð 82 ölvunartilvik þar sem kom
til afskipta lögreglu, auk annarra
tilvika, s.s. 6 líkamsmeiðinga, 19
ölvunaraksturstilvika og 21 vegna
hávaða og ónæðis. í tveimur ölv-
unaraksturstilvikanna höfðu öku-
mennirnir lent í umferðaróhöpp-
um áður en til þeirra náðist. Þijá-
tíu og ijórir einstaklingar gistu
fangageymslurnar um helgina.
Af þeim komu tveir þangað af
sjálfsdáðun. Langflestir voru í
geymslunum vegna ölvunarhátt-
semi sinnar.
Um helgina voru 43 ökumenn
kærðir fyrir að aka hraðar en
leyfileg hámarkshraðamörk segja
til um. 10 voru kærðir fyrir að
aka gegn rauðu ljósi og 24 fyrir
önnur umferðarlagabrot.
Aðfaranótt sunnudags stöðvaði
lögreglan akstur sendibifreiðar
vegna of hraðs aksturs. í ljós kom
að ökumaður var að aka farþegum
gegn gjaldi. Slíkt er með öllu
óheimilt, nema í undantekningart-
ilvikum.
Ákveðið hefur verið að næsta
sameiginlega umferðarátak lög-
reglunnar á suðvesturlandi verði
16.-23. mars nk. Athyglinni verð-
ur sérstaklega beint að akstri
gegn rauðu ljósi og bílbeltanotkun
ökumanna og farþega. Þá mun
lögreglan á sama tíma fram-
kvæma sérstaka skoðanakönnun
á meðal vegfarenda.