Morgunblaðið - 08.03.1994, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 601181, PÓSTHÓLF 3040 / AKVREYRl: HAFNARSTRÆTl 85
ÞRIÐJUDAGUR 8. MARZ 1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Akveðið að verja
1.200 milljónum
til átaksverkefna
Formaður Dagsbrúnar telur að trygginga-
félög og lífeyrissjóðir eigi að geta lánað fé
STJÓRN Atvinnuleysistryggingasjóðs samþykkti í gær að nýta
heimild í lögum til að veita allt að 1.200 milljónum til átaksverk-
efna á þessu ári. Á fundi stjórnarinnar var ekki rætt sérstaklega
um þá hugmynd Reykjavíkurborgar að veija allt að 800 milljónum
til atvinnuskapandi verkefna, en Pétur Sigurðsson, formaður
stjórnarinnar, segir að hann vænti þess að umsókn um framlag
til þess verkefnis berist Atvinnuleysistryggingasjóði fljótlega.
Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, segir að
bæði tryggingafélög og ltféyrissjóðir eigi að geta lánað fé til
fyrirhugaðra vegaframkvæmda í Reykjavík.
Atvinnuleysistryggingasjóður fær
600 milljóna króna framlag árlega
frá sveitarfélögum, sem ráðstafað
er til átaksverkefna. Stjórn sjóðsins
ákvað í gær að nýta heimild í lögum
til að veita sömu upphæð úr sjóðn-
um, svo alls verður 1.200 milljónum
varið til átaksverkefna á þessu ári.
„Þessu fé á að veita til nýrra starfa,
sem eru viðbót við hefðbundin störf
sveitarfélaga," segir Pétur Sigurðs-
son. „Við auglýsum því eftir hug-
myndum, sem gætu leitt af sér
aukna atvinnu til frambúðar. Ég
vona að umsókn Reykjavíkurborgar
muni standast þessar kröfur."
Guðmundur J. Guðmundsson, for-
maður Dagsbrúnar, segir að félagið
styðji hugmyndir borgaryfirvalda af
heilum hug. Hann varpar fram þeirri
hugmynd að tryggingafélög og líf-
eyrissjóðir láni fé til fyrirhugaðra
vegaframkvæmda í Reykjavík, enda
muni þessar framkvæmdir spara
þeim fé til lengri tíma litið vegna
færri slysa og minni tjóna.
Sjá samtal við Guðmund J.
Guðmundsson á bls. 24: „Kom-
ið að borginni..."
Norrænir forsætisráðherrar
Reuter
Á blaðamannafundi í gær sátu forsætisráðherrar Norðurlandanna fyrir svörum. Á myndinni eru, frá
vinstri: Paul Nyrup-Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, Davíð Oddsson, Esko Aho, forsætisráð-
herra Finnlands, og Carl Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Davíð Oddsson við setningu 44. þings Norðurlandaráðs í StOkkhólmi
Hvatti til sameigmlegs
átaks gegu atvinmileysi
DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hvatti í setningarræðu 44. þings
Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í gær til aukins samstarfs aðila í sjáv-
arútvegi á Norðurlöndum og til samstarfs Norðurlandaþjóða innan
Sameinuðu þjóðanna til að koma á alþjóðlegum samningi um úthafsveið-
ar. Forsætisráðherra kvaðst telja atvinnuleysi stærsta vandamál sem
Norðurlönd glími við nú um stundir og hvatti til þess að þjóðirnar
ynnu gegn þeim vanda með sameiginlegum verkefnum. Um framtíð
norræns samstarfs sagði forsætisráðherra að til skemmri tíma skipti
mestu að aðild fleiri Norðurlanda að Evrópusambandinu girti ekki
fyrir mikilvæga þætti norræns samstarfs og lýsti ánægju með að aðild-
arsamningum við Evrópusambandið fylgdi sameiginleg yfirlýsing um
framhald norrænnar samvinnu við lönd utan Evrópusambandsins.
Davíð Oddsson vék að málefnum
Eystrasaltsríkjanna og benti á að
pólitískt, efnahagslegt og hern-
aðarlegt öryggi þeirra hefði aug-
ljósa þýðingu fyrir Norðurlönd.
Afstaða Rússlandsstjórnar til
Eystrasaltsríkjanna og veru her-
(sveita í Eistlandi og Lettlandi væri
áhyggjuefni og þróun mála í Rúss-
landi ylli frekari áhyggjum.
Um atvinnuleysisvandann sagði
,
_______________________________________
Mótmæligegn Sella field
GREENPEACE efndi til mótmælaaðgerða við setningu 44. þings Norður-
landaráðs í gær og var þeim beint gegn starfrækslu THORP kjamorkuend-
urvinnslustöðvarinnar í Sellafield. Þegar Sighvatur Björgvinsson, viðskipta-
ráðherra, kom til þingsins þurfti hann að stika framhjá 200 mótmælendum
sem höfðu lagst á stéttina svartklæddir með hvítar hauskúpugrímur.
forsætisráðherra að hvert land
hefði þegar gripið til aðgerða til
að draga úr atvinnuleysi og Norð-
urlöndin hefðu unnið saman á al-
þjóðavettvangi að lausn þeirra
mála með margvíslegum hætti.
Ráðherrann sagði, að norrænt
samstarf veitti gott tækifæri til
að skiptast á skoðunum og kanna
sameiginlega ýmsa þætti atvinnu-
vandans, svo sem aðferðir við
vinnumiðlun, aukinn sveigjanleika
á vinnumarkaði, endurbætur í at-
vinnuleysistryggingum og á hinn
bóginn þyrfti að halda áfram sam-
eiginlegum verkefnum á borð við
aðgerðir til að efla vöxt og viðgang
lítilla og meðalstórra fyrirtækja á
vegum Norræna iðnaðarsjóðsins
og Norræna fjárfestingarbankans.
Þá sagði Davíð Oddsson að fyrir
þann hluta Norðurlandaþjóðanna
sem hefði sjávarútveg að aðalat-
vinnugrein væri sjálfbær nýting
fiskistofna og annarra náttúruauð-
linda lífsnauðsyn og skipti miklu
að tryggja að nægileg þekking á
staðreyndum væri fyrir hendi þar
sem um mál þessi væri fjallað.
Aðilar í sjávarútvegi þyrftu að
styrkja samstarf sitt innbyrðis því
í þessum efnum ættu þeir sömu
hagsmuna að gæta, til lengri tíma
litið.
Gegn mengun frá landstöðvum
Þá ræddi Davíð m.a. mikilvægi
þess að draga úr mengun hafsins
frá landstöðvum en til þeirra mætti
rekja 70-80% af mengun hafsins
og gera allt sem unnt sé til að
koma í veg fyrir að geislavirk efni
og lífræn, þrávirk efni séu losuð í
hafið.
Sjá fréttir frá Norðurlanda-
ráðsþingi á miðopnu.
Könnun Samtaka iðnaðarins í byggingariðnaði
Störfum fækkar um 11%
en velta eykst um 7,5%
BRÁÐABIRGÐANIÐURSTÖÐUR í byggingarkönnun sem Sam-
tök iðnaðarins hafa látið gera sýnir að milli áranna 1992 og
1993 fækkar störfum í byggingariðnaði um 11%, þrátt fyrir
að heildarvelta byggingarfyrirtækja aukist á sama tíma um
7,5%. Velta fyrirtækjanna, stórra og smárra, í úrtaki Samtaka
iðnaðarins, sem voru 50 að tölu, var á seinasta ári um 2,2 millj-
arðar króna.
Könnun Samtaka iðnaðarins er
ýtarleg og verður hún gerð opinber
nú í vikunni. Guðmundur Guð-
mundsson verkfræðingur hjá Sam-
tökum iðnaðarins sagði í samtali
við Morgunblaðið, að sambærileg
fækkun starfa hafi einnig átt sér
stað milli áranna 1991 og 1992,-
Hann kvað þessar niðurstöður vera
uggvænlegar og ekki skýrðar með
aukinni framleiðni í byggingariðn-
aði, heldur liggi orsökin í auknum
innflutningi byggingavara og til-
búnum húshlutum. Þannig hafi
störf sem tilheyrt hafí íslenzkum
byggingariðnaði færst til útlanda.
Sveinn Hannesson fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
segir að niðurstöðurnar feli í sér
greinileg skilaboð um að bregðast
verði við með endurskoðun á starfs-
skilyrðum íslensks byggingariðnað-
ar. Endurskoðunina verði að gera
í ljósi þess að starfsskilyrðin eru
enn við það miðuð að byggingariðn-
aðurinn njóti fjarlægðarverndar.
Bráðabirgðatölurnar staðfesta að
byggingariðnaður á í vaxandi sam-
keppni við innflutning.