Morgunblaðið - 10.03.1994, Page 27

Morgunblaðið - 10.03.1994, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 27 Sjómaimafélögin í Færeyjum óánægð með spamaðarhugmyndir Flotanum verður lagt verði tryggingin skert Þórshöfn. Frá Hirti Gíslasyni, blaðamanni Morgunbladsins. „VIÐ GETUM ekki sætt okkur við það, að ráðist skuli á afkomu sjómanna þegar verið er að skuldbreyta erlendum skuldum þjóðarinn- ar. Landstjórnin hefur gert samkomulag við dönsku stjórnina um að tekjutrygging sjómanna verði endurskoðuð og lækkuð og það er tengt þessum skuldbreytingum,“ segir Olaf Johansen, starfsmaður Sjómannafélags Færeyja, í samtali við Morgunblaðið. ÖII félög sjó- manna hafa sent Maritu Petersen, lögmanni, og Poul Rasmussen, forsætisráðherra Dana, bréf þar sem því er lýst yfir að þetta sam- komulag stangist á við gildandi lög og félögin muni beijast gegn því af öllum mætti. „Félögin geta ekki sætt sig við að sjómenn verði leiksoppar í viðræðum danskra og færeyskra stjórnvalda og vara eindregið við því, að verði tekjutryggingin skert, verði flotanum þegar í stað lagt,“ segir Olaf Johansen. Morgunblaðið/RAX Hætta línubátar veiðum? LANDAÐ úr línubáti í Þórshöfn. Línubátum hefur ekki enn verið lagt, en verði tekjutrygging sjómanna lækkuð, eins og nú er ætlun- in, fara sjómenn í Föroyja Fiskimannafélagi í verkfall. Olaf segir að hugmyndin sé að skerða tekjutrygginguna þannig að hafi menn náð ákveðnum tekjum á ' arinu, 2,2 milljónum, komi engin tekjutrygging í formi dagpeninga eins og nú sé. „Þessu hefur verið þannig skipað, að það hefur ekki haft áhrif eftir á, þó sjómaður hafi þénað þijár milljónir króna, til dæmis á hálfu ári. Bregðist næsti túr, fær sjómaðurinn engu að síður dagpeninga frá hinu opinbera. Tekjutryggingin er þannig byggð upp að lágmarkslaun eru 130.000 kr. á mánuði auk dagpeninga á hvern dag, sem sjómenn eru úti. Hámarksdagpeningar eru um 1.900 krónur á dag. Þannig gerir þetta til samans rúmar 180.000 krónur á mánuði. Þá hafa útgerðir skip- anna, sem stunda veiðar á fjarlæg- um miðum, samkomulag við tekju- tryggingarsjóðinn, að meðan þau eru burtu allt upp í fjóra mánuði í einu greiðir sjóðurinn 150.000 til hvers og eins í áhöfninni, eða til fjölskyldu hans. Þegar túrinn er svo gerður upp, endurgreiðir útgerðin sjóðnum þetta fé. Þetta kemur bæði útgerð og áhöfn vel, því það getur enginn beðið þess í marga mánuði að fá gert upp. Ef síðan verður farið að eiga við lágmarkslaunin, verður þetta sam- komulag úr sögunni og þá fara sjó- menn ekki út. Þetta er því ekki ein- falt mál. Færeyingar eru á móti kvótakerfinu, en þeir eru líka á móti því að þessu tekjutryggingar- kerfi verði breytt. Nú hefur land- stjórnin beðið sjóðinn að reikna dagpeningana út með öðrum hætti, Togaraflotanum í Færeyjum lagt vegna óánægju með kvótalögin þannig að þeir skerðist vegna auka- hluta yfirmanna og falli niður við ákveðið hámark. Þannig hafa lögin ekki virkað og við teljum að sam- komulag sé um fyrri túlkun. Við getum ekki sætt okkur við þessar breytingar og enn síður að Danir séu í raun að nota okkur eins og gísla til að knýja landstjórnina til sparnaðar og að taka upp veiði- stjórnun með framseljanlegum kvótum. Eigendur togaranna hafa lagt togurunum vegna þess að með kvót- anum allt að því helmingast leyfileg veiði þeirra frá því, sem þeir hafa verið að taka. Þar kemur líka til mikil verðlækkun á ufsa. Línubát- arnir standa heldur betur. Þeir fengu kvóta í Barentshafi, sem dugði þeim í tvo túra fram til fyrsta mars. Svo hafa þeir einnig kvóta við ísland og það gerir stöðuna heldur betri. Þó að kvótinn við ís- land sé ekki mikill, hefur hann bjargað miklu fyrir línubátana og án hans geta þeir ekki verið. Fisk- verðslækkunin kemur auðvitað illa niður á línubátum líka og tekjur hjá sjómönnum hafa auðvitað farið lækkandi ár frá ári með minnkandi veiði og lækkandi verði,“ segir Olaf Johansen. Sjómenn segja nú, að meira hafi veiðst í ár en áður, en fískifræðing- ar eru á öðru máli og segja að togar- arnir hafi fengið meira nú, vegna þess að áður friðað hólf hafi verið opnað. Atvinnuleysisbætiir auk- ast um tvær milljónir á dag Þórshöfn. Frá Hirti Gíslasyni, blaðamanni Morgunblaðsins. VIÐ stöövun færeyska togarafiotans bættust um 400 manns viö atvinnu- leysisskráninguna og enn fleiri fylgja i kjölfarið vegna hráefnisskorts í fiskvinnslunni. Líklegt er talið að atvinnulausum fjölgi hratt, liggi togararnir lengi við bryggju og ekki bætir úr skák að verði tekjutrygg- ing sjómanna skert hafa þeir hótað að stöðva allar veiðar. Niðurstaðan er sú þjá stjórnendum atvinnutryggingasjóðsins, Arbeiðsloysis-skipan- ini, að greiddar atvinnuleysisbætur muni aukast um 2,2 milljónir króna á dag, umfram það sem þegar er greitt að jafnaði í bætur. Ekki hefur verið gert ráð fyrir svo miklum bótum og mun sjóðurinn ekki standa undir þeim án sérstakrar fjárveitingar. Deilan um stjórnun fiskveiða við Færeyjar er ansi flókin. í fyrsta lagi deila menn um það hve mikið megi taka af fiski. Fiskifræðingar segja að áfram verði að draga úr veiðinni. Sjómenn segja að fiskigegnd sé meiri nú en um árabil. Það er þess vegna sem togaraflotanum hefur verið lagt. Honum er ætlaður svo lítill kvóti að forystumenn útvegsmanna segja vonlaust að gera skipin út. Línubát- um hefur ekki enn verið lagt, en verði tekjutrygging sjómanna lækk- uð, eins og nú er ætlunin, fara sjó- menn í Föroyja Fiskimannafélagi í verkfall. Hugsi í verðmætum, ekki magni Hjalti í Jákupstovu, forstöðumað- ur Fiskirannsóknastofunnar, segir ekki koma til greina að auka kvót- ann. Hann segir að vel geti verið að eitthvað meira hafi fengist af fiski í ár en fyrri ár, en fiskistofnarn- ir séu allt annað en sterkir. Haldi togaraútgerðarmenn ekki aftur af sér verði fiskveiðar í Færeyjum aldr- ei arðbærar. „Þó að togararnir hafi fengið smávegis af ýsu og þorski þýðir það alls ekki að þeir geti fiskað eins og árin þegar þeir voru að taka 30.000 tonn af þorski. Línubátar hafa ekki verið að fiska vel. Þótt þeir hafi verið að fá 50 kíló á baiann í bestu tilvikum er það ekkert til að nionta sig af og jjýðir. alls ekki að fiskistofnarnir fiaíi nað ser a strik á ný,“ segir hann. Hjalti segir ennfremur að það sé ekkert merkilegt þó að togararnir hafi aukið ufsaafla sinn. Skýringin liggi einfaldlega í því að „Holið“ hafi verið opnað á ný á hrygningar- tíma eftir að hafa verið lokað undan- farin ár. „Ég veit vel að lítill kvóti kemur illa við útgerð togaranna, en það er nauðsynlegt að takmarka veiðina til að hrygningarstofnarirnir vaxi á ný. Færeyingar verða að þola að geta séð sporð án þess að veiða hann. Þeir verða að læra að hugsa í verðmætum en ekki magni. Ég tel einnig að það hafi verið mikil óbil- girni hjá útgerðum togaranna að hafa veitt jafnmikið af ufsa og þeir hafa gert svona snemma árs, því þeim var kunnugt um að kvótinn yrði settur á. Þeir hefðu átt að jafna veiðina og koma inn með smærri farma, betri fisk og fyrir vikið feng- ið hærra verð,“ segir Hjalti í Já- kupstovu. Engin útgerð ber sig Félagið Trolskip samþykkti fyrr í vikunni ályktun þar sem farið er fram á að skipuð verði nefnd til að finna aðrar leiðir en kvótakerfið til að stjórna veiðunum. Nefndin verði skipuð hagsmunaaðilum í sjávarút- vegi og frá Fiskirannsóknastofunni. Verði farið eftir kvótakerfinu þýði það einfaldlega að útgerðin gangi ekki, áhafnirhár fái ekki vimvu og ehdí 'á 'atvinnuk'ysisbóium. Morgunblaðið/RAX Atvinnulausum fjölgar hratt TOGARAFLOTANUM í Færeyjum hefur verið lagt vegna óánægju með nýju kvótalögin og líklegt er að atvinnulausum fjölgi hratt vegna skorts á hráefni í fiskvinnslustöðvum. Félagið leggur til að öllum samn- ingum milli Færeyja og Danmerkur verði sagt upp eða þeir endurskoðað- ir. Bent er á að í lögunum, sem nú bíða staðfestingar landstjórnarinnar, sé ekki miðað við aflareynslu við úthlutun kvóta. Aflareynsla togara í þorski sé helminguð, ýsan sé skorin niður um þriðjung og loks sé ufsak- vótinn einnig skorinn niður. í lögun- um sé heldur ekki farið að tillögum Byggðastofnunar um að kvótinn skuli vera framseljanlegur og því séu allar veiðar minnkaðar svo mikið að engin þeirra geti borið sig. Því sé Ijóst að togaraútgerðin hafi verið dærnd á vergang. F ærey ingar.uggandi sem er nú nánast öll. undir einum hatti, Föroyja Fiskavirkning, er nú lítil sem engin. Síðustu togararnir voru að landa í gær, en þeir hafa séð fiskvinnslunni fyrir um 80% af fiski til vinnslu síðustu misserin. í gær var því lítið um vinnu í fiski, en einhver hús, eins og Bacalao í Þórshöfn, voru að vinna í rússafiski. Fólk í Færeyjum er tnjög uggandi um framvinduna og málið virðist í iilleysanlegum hnút. Dönsk stjórn- völd setja sem skilyrði fyrir fjárstuð- ingi ýmis ákvæði, sem sjómenn geta ekki sætt sig við og leggja því flotan- um. Sé flotanum lagt er nánast allt atvinnulífið lamað, því efnahagur Færeyinga stendur og fellur með 'fláofelðnnr og, þölir ekki lángtjvdrk- ftii1:iv ■ ■ '1 >fl>!! 4p BLiZZAfZD skiði á góðu veiði Fermingartilboð á skíðapökkum mmúTiLíFmm GLÆSIBÆ . SÍMI 812922

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.