Morgunblaðið - 10.03.1994, Page 37

Morgunblaðið - 10.03.1994, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. MARZ 1994 37 minnar hef ég farið sjaldnar en ég hefði kosið síðastliðin ár. Afi vann á skrifstofu Eimskips í rúm 40 ár. Starf sitt vann hann af samviskusemi og heiðarleika eins og allt sem hann tók sér fyrir hend- ur. Oft fór ég í heimsókn til afa í vinnuna og þá sat ég á eldgömlum leiðurstól og yddaði gula blýanta að mér fannst í tugum talið og fékk að launum bijóstsykur og stundum líka 100 kr. Það var líka unun að horfa á hann vélrita með tveimur puttum á fullum hraða. Það eru margar minningar sem ég á um afa. Ein er sú að ég hef verið níu ára og afi lá veikur á Hvítabandinu. Ég fór oft í heimsókn stundum með leyfi mömmu og stundum án leyfi og mikið var ég hamingjusöm ef ég gat fengið pen- ing fyrir bijóstsykurpoka til að færa afa því hann tók gjöfinni sem gull væri. Frá honum streymdi allt- af mikil hlýja sem ég fann hvað best þegar hann leiddi mig inn kirkjugólfið er ég gifti mig. Þó afi væri 96 ára og amma sé 89 ára bjuggu þau enn í Stigó, og þangað reyndi ég að koma eins oft ogég gat, en því miður ekki eins oft og ég hefði kosið. Elsku amma mín, ég vona að Guð styrki þig og styðji á þessum erfiðu tímamótum. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Hjördís. Elsku afi minn hefur hlotið hvíld sína. Allt sem kviknar fjarar út að lokum er sú staðreynd sem ekkert fær haggað. Þrátt fyrir að afi hafi náð háum aldri og hlotnast allt sem máli skiptir í lífínu er söknuðurinn mikill. Slíkur var hann. Ég er fæddur í afahúsi og gekk hann mér í föðurstað. Allar æsku- minningar mínar tengjast honum, ég var hamingjusamt barn. Mann- margt var á heimilinu og gest- kvæmt, engin sérherbergi. Ég var sá yngsti, naut athygli stóríjöl- skyldunnar, afi sá elsti, höfðinginn sem allir elskuðu og dáðu. Hann gaf sér alltaf tíma fyrir mig, þolin- mæði hans var einstök. Hann kynnti mig fyrir Agli, Snorra og fleiri köppum sem stóðu ljóslifandi á stofugólfinu. Afi var fríður, snyrtilegur og virðulegur í fasi. Rödd hans var hlý og mjúk, augun góðleg og það blik- aði á þau þegar hann gerði að gamni sínu. Jafnaðargeð hans var slíkt að aldrei heyrði ég hann hækka róminn né sá hann reiðast. Það var ekkert illt til í honum, bara góðmennska, maður gat alltaf reitt sig á stuðning hans. Hann fór afar vel með, enda annarra kosta ekki völ. Ef hann átti afgang var það af því hann neitaði sér um allt. Hamingja hans fólst í að hjálpa öðrum og hin stóra og mikla fjölskylda sem undan afa er komin er mesta hamingja sem hann hefði getað hugsað sér. Er kom að því að flytja úr afa- húsi var ekki farið lengra en nokk- urra mínútna gang. Ég gisti gjarnan um helgar og við tókum í spil, síðar spjallað um pólitík eins og gengur. Við töluðum um stjórnmálamenn eins og þeir væru persónulegir vinir okkar og gerðum oft grín í góðu. En ég vissi að undir niðri bjó við- horf til lífsins sem ekkert gat hagg- að. Hin síðari ár tók að halla undan fæti og naut afi þá þess hve elskað- ur hann var af fjölskyldu sinni. Amma var líka á sínum stað, þau voru svo heppin að fínna hvort ann- að og ganga lífíð saman. Þau áttu hvort annað skilið. Nú er kletturinn okkar farinn á braut. Ég sé hann fyrir mér á sunnu- degi og í bestu fötunum sitjandi út í horni. Raksturinn og greiðslan óaðfínnanleg, kannski einn vindill. Hann var sannarlega höfðingi. Elsku besti afi minn, takk fyrir allt og allt. Við skiljum í bili og ég geymi þig í hjarta mínu alla tíð. Lárus. Með nokkrum fátæklegum orð- um vil ég minnast elsku afa míns, Erlends Olafssonar, sem verður til moldar borinn í dag, 10. mars. Gefist mér nokkru sinni tæki- færi til að fara fögrum orðum um nokkurn mann þá er það um hann afa minn, þennan 96 ára merkis- mann sem nú er genginn á fund feðra sinna. Allir eiga sína föstu punkta í tilverunni. Hjá mér var afi í Stigó einn slíkur. Þessi dásamlegi maður umvafði alla með elsku sinni og umhyggju. Skipti engu hvort um ættmenni eða ókunnuga var að ræða, það löðuðust allir að honum. Viðmót hans var ávallt hlýtt og gott enda var hann jafnlyndur með eindæmum. Satt að segja veit ég ekki til þess að hann hafi nokkru sinni skipt skapi. Afi minn var aldrei einn, aldeil- is ekki. Við hlið hans stóð ávallt stórbrotin kona, amma mín, Anna Jónsdóttir, sem hefur-búið honum glæsilegt heimili allar götur síðan þau giftu sig fyrir um 68 árum. Þegar ég kom í heiminn fyrir 20 árum var afi minn á 76. aldurs- ári og þá þegar kominn af léttasta skeiði. Minningarnar um afa minn eru í senn margar og Ijúfar og skiptir þá engu til hvaða tíma- punkts er litið. Þegar ég hugsa til áttunda áratugarins er íbúð þeirra hjóna iðaði af lífi fyllist ég djúpum söknuði sem breytist í lotningu eftir því sem ég færi mig nær í tíma. Lotningu yfir því hvernig þessi fullorðnu hjón af gagn- kvæmri ást og alúð hafa hlúð hvort að öðru og haldið heimili í öll þessi ár. Elsku amma mín, ég veit að söknuður þinn er mikill og sár eftir öll þessi ár, en ég vona að þú eigir styrk til að standast þá raun. Guð geymi afa og verndi um alla eilífð. Blessuð sé minning hans. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa) Vilhjálmur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál.) Oft hefur okkur fundist þessi vísa úr Hávamálum eiga vel við þegar fólk er kvatt hinstu kveðju en sjaldan eða aldrei eins og nú þegar „afi í Stigó“ verður borinn til grafar. Það eina sem er ljóst í lífinu er að öll komum við til með að deyja eins og allt sem í kringum okkur er, eins og fram kemur í þessari vísu. í dag kveðjum við hinstu kveðju afa sem er einn af fáum sem hefur getið sér slíkan orðstír að aldrei mun deyja. Orðst- ír er mismunandi en sá orðstír sem afi gat sér er eins og hann sjálfur, hljóður, traustur, oft spaugsamur, en alltaf sá klettur sem uppúr stendur traustur í ölduróti mann- lífsins. Þær eru óteljandi stundirnar sem við höfum átt í Stigahlíðinni hjá afa og ömmu þar sem hlýja og væntumþykja var það fyrsta sem maður fann þegar komið var inn. Alltaf vorum við velkomin enda var alloft mannmargt og þá gjarnan slegið á létta strengi því grunnt var í glettnina hjá afa. Þó hann væri ekki sá sem hafði hæst í hús- inu, var honum oft skemmt og sást það fyrst í augum hans þegar þar brá fyrir þeim glettnisglampa sem við þekkjum svo vel. Lítillátur, ljúf- ur, kátur stendur einhvers staðar skrifað. Þessi lýsing á svo vel við afa að það er eins og þetta hafi verið sagt um hann. Lítillátur mað- ur og hvers manns hugljúfi sem sannar sig best í því hvað lítil börn löðuðust að honum á undraverðan hátt án þess að hann væri með sérstaka tilburði til að laða þau til sín, þau bara komu til afa. Ljúfur og kátur, já verulega. Aldrei sást hann skipta skapi en alltaf tilbúinn í góðlátlegt grín og glettni. En allt hefur sinn tíma, afí er genginn og við kveðjum hann með söknuði um leið og við þökkum fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Elsku amma, við biðjum góðan guð um að veita þér styrk í þinni miklu sorg, eftir að hafa haft þenn- an trausta mann við hlið þér í öll þessi ár. Fjölskyldan í Skaftahlíð. hjá ANDRÉSI Fermingarföt í úrvali Jakkaföt, einhneppt og tvíhneppt - verð frá kr. 9.900 - 14.900. Stakir jakkar, margar gerðir - verð frá 3.900 - 11.700. Stakar buxur, flauelsbuxur - verð frá 1.000 - 6.700. Skyrtur, bindi og slaufur í úrvali. VANDAÐAR VÖRUR Á VÆGU VERÐI. Andrés, Skólavörðustíg 22A, sími 18250 - póstkröfuþjónusta. Húsbréf Fjórtándi útdráttur í 1. flokki húsbréfa 1989. Innlausnardagur 15. maí 1994. 500.000 kr. bréf 89110094 89110534 89110773 89111720 89112053 89112375 89112923 89113201 89110112 89110552 89110782 89111737 89112164 89112382 89112981 89113210 89110143 89110616 89110873 89111767 89112168 89112503 89112989 89113447 89110159 89110661 89110931 89111769 89112198 89112530 89113042 89113529 89110307 89110675 89111426 89111875 89112213 89112638 89113051 89113544 89110312 89110737 89111477 89111916 89112301 89112712 89113080 89113633 89110478 89110757 89111585 89112009 89112361 89112827 89113083 50.000 kr. bréf 1 89140380 89140757 89141620 89141858 89142505 89142699 89143385 89143860 89140385 89140813 89141648 89141894 89142516 89142706 89143403 89143879 89140441 89141037 89141693 89142127 89142534 89142746 89143404 89143915 89140546 89141283 89141713 89142180 89142554 89142918 89143599 89143977 89140566 89141348 89141763 89142201 89142571 89143066 89143617 89140622 89141450 89141773 89142392 89142578 89143279 89143754 89140625 89141501 89141815 89142414 89142612 89143331 89143830 89140653 89141507 89141842 89142494 89142620 89143366 89143847 5.000 kr. bréf 1 89170044 89170487 89171004 89171408 89171844 89172482 89172793 89173478 89170072 89170624 89171053 89171465 89171941 89172556 89172917 89173519 89170075 89170646 89171095 89171509 89172183 89172579 89172980 89173745 89170113 89170649 89171120 89171655 89172239 89172612 89173001 89173903 89170262 89170661 89171124 89171668 89172282 89172641 89173116 89173919 89170350 89170772 89171255 89171740 89172310 89172674 89173170 89173964 89170399 89170883 89171290 89171745 89172320 89172714 89173291 89174230 89170425 89170955 89171320 89171786 89172351 89172735 89173346 Yfirlit yfir óinnleyst húsbréf: (1. útdráttur, 15/02 1991) innlausnarverð 5.979.- 5.000 kr. 89171440 (3. útdráttur, ,15/08 1991) innlausnarverð 6.466.- 5.000 kr. 89170472 (4. útdráttur, 15/11 1991) innlausnarverð 6.655.- 89170539 89173630 5.000 kr. (11. útdráttur, 15/08 1993) 500.000 kr. 50.000 kf. innlausnarverð 757.215.- innlausnarverð 75.721.- 89140248 89142508 89141301 89143207 89142408 89143226 89111563 89143935 5.000 kr. innlausnarverð 7.572.- 89170867 89171289 89170871 89171865 89171954 (6. útdráttur, 15/05 1992) 5.000 kr. | innlausnarverð 6.838,- 89171077 89170461 89170538 (7. útdráttur, 15/08 1992) 5.000 kr. | innlausnarverð 7.002.- 89172965 (9. útdráttur, 15/02 1993) 500.000 kr. innlausnarverð 726.544.- ' 89110948 89113108 | 5.000 kr. innlausnarverð 7.265.- 89171118 89171441 (10. útdráttur, 15/05 1993) 50.000 kr. | innlausnarverð 74.016.- 89140944 5.000 kr. | innlausnarverð 7.402.- 89171059 89171901 89171862 89173024 (12. útdráttur, 15/11 1993) innlausnarverð 777.161.- 89112518 89113420 innlausnarverð 77.716.- 89142539 89142580 500.000 kr. 50.000 kr. 89143874 5.000 kr. innlausnarverö 7.771.- 89172374 89173023 (13. útdráttur, 15/02 1994) 500.000 kr. 50.000 kr. innlausnarverö 786.451.- innlausnarverð 78.645.- 89140480 89142768 89140988 89142964 89142440 89142965 89112599 89143153 89143211 89143627 5.000 kr. innlausnarverð 7.864.- 89170571 89171850 89170868 89173689 89171248 89174106 89174107 Útdregin ólnnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. Því er áríðandi fyrir eigendur þeirra að innleysa þau nú þegar, og koma andvirði þeirra í arðbæra ávöxtun. Húsbréf eru innleyst í veðdeild Landsbanka íslands, Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík. cSg húsnæðisstofnun ríkisins HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 HVlTA HÚSID / SlA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.