Morgunblaðið - 17.03.1994, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 17.03.1994, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARZ 1994 V; » i Kaos Kaos er rokksveit úr Reykjavík, skipuð Edvaldi Morth- ens söngvara, sem söng með Suicidal Diarrhea á síð- ustu tilraunum, Eyjólfi R. Eiríkssyni gitarleikara, Jó- hannesi K. Péturssyni bassaleikara og Jóni Birni Val- geirssyni trommuleikara og Viðari Jónssyni gítarleik- urum. Meðalaldur liðsmanna er ríflega 21 ár, en Kaos leikur nýbylgjuþungarokk. Vocal Pahros Vocal Pahros er garðbæsk sveit, skipuð Þóri Þórissyni trommuleikara, Einari Þór Guðmundssyni söngvara og bassaleikara og Bjarna Friðrikssyni gítarleikara. Vocal Pahros-liðar segjast leika bara rokk, ekkert þungarokk eða ballöðuvæl. Opus Dei Opus Dei tók þátt í siðustu Músíktilraunum og vakti þá nokkra athygli, enda komst sveitin í úrslit. Verka- menn Drottins eru þeir Gylfi Blöndal bassaleikari, sem er nýr í sveitinni, Einar Einarsson gítarleikari, Óttar Rolfsson söngvari og Hreiðar Smári Grétarsson trommuleikari. Meðalaldur sveitarmanna eru rétt rúm sextán ár, en þeir segjast leika „bara rokk“. MUSIKTILRAUIMIR ÁRLEG hljómsveitakeppni félagsmiðstöðvarinnar Tónabæjar hófst síðastliðinn fimmtudag og í kvöld er annað undanúrslitakvöldið af þremur, en þriðja og síðasta undanúrslitakvöldið verður svo fimmtu- daginn 24. mars og úrslit 25. mars. Á hveiju kvöldi komast tvær hljómsveitir áfram, þijár ef dómnefnd telur ástæðu til, og keppa síðan föstudaginn eftir síðasta tilraunakvöldið um hljóðverstíma, sem duga eiga til að koma sveitunum sem Ienda í þremur efstu sætunum á plast, en aukinheldur fær athyglisverð- asta hljómsveit tilraunanna hljóðverstíma í verðlaun. Áhorfendur á undanúrslitakvöldunum þremur velja tvær sigursveitir, en til að tryggja að ekki sé gengið fram hjá neinum getur sérstök dómnefnd ákveðið að hleypa hljómsveit áfram sýnist henni sem svo. Sigurlaunin í Músíktilraunum eru jafnan hljóðverstím- ar og að þessu sinni gefur Skífan 25 tíma í Sýrlandi í Maus Maus er nýrokksveit úr Reykjavík skipuð Birgir Erni Péturssyni gítarleikara og söngvara, Páli Ragnari Pálssyni gítarleikara, Eggerti Gíslasyni bassaleikara og Daníel Þorsteinssyni trommuleikara. Meðalaldur þeirra félaga er rúm átján ár. Mound Mound er rokksveit af Suðurnesjum, sem skipuð er Guðmundi Sigurðssyni gitarleikara, Bjarna Rafni Garðarssyni trommuleikara, Þráni Guðbjörnssyni gít- arleikara og söngvara og Guðmundi Vigfússyni bassa- leikara. Meðalaldur sveitarmanna er um átján ár, en Mound leikur hart rokk, sem nálgast þungarokk. fyrstu verðlaun, Spor 25 tíma í Gijótnámunni í önnur verðlaun og Hljóðriti gefur 20 tíma í þriðju verðlaun. Stúdíó Stef gefur svo athyglisverðustu hljómsveitinni 20 tíma. Þessu til viðbótar fær besti gítarleikarinn gítar frá Hljóðfæraverslun Steina, besti söngvarinn fær Shure hljóðnema frá Tónabúðinni á Akureyri, besti bassaleikar- inn úttekt frá Skífunni og besti trommarinn fær úttekt frá Samspili. Aðrir sem gefa verðlaun eru Rín, Paul Bemburg, Pizzahúsið og Japís. Stýrktaraðilar Músíktil- rauna eru Hard Rock Café, Jón Bakan og Vífilfell/Coca Cola. Einnig á Tónabær samstarf við Rás 2 um kynn- ingu á tilraununum í útvarpi og verður úrslitakvöldinu meðal annars útvarpað beint. Gestasveit kvöldsins verður hljómsveitin geðþekka Ham, sem leikur áður en keppnin hefst og síðan á með- an atkvæði eru talin í lokin. Gestum verður hleypt inn frá því rétt fyrir átta. Árni Matthíasson tók saman Burp Corpse Því kræsilega nafni Burp Corpse, heitir hljómsveit af Selfossi, en þaðan hafa komið nokkrar rokksveitir í þyngri kantinum á undanfarnar Músíktilraunir. Liðs- menn eru Stefán Ólafsson söngvari, Ólafur Á. Másson og Óskar Gestsson gítarleikarar, Rúnar Már Geirsson trommuleikara og Magnús Halldór Pálsson bassaleik- ari. Meðalaldur sveitarmanna er rúm sextán ár, en eins og nafnið bendir til leikur sveitin ómengað dauðarokk. Man Man er hljómsveit úr Mosfellsbæ, skipuð Valdimar Kristjánssyni trommuleikara, Birgi Thorarensen bassaleikara, Steinari Gíslasyni gítarleikara og söngv- ara og Áslaugu Kristjánsdóttur söngkonu. Man leikur rokk með afbrigðum, en meðalaldur sveitarmanna er tæp tuttugu ár. Empty Empty heitir þungarokksveit úr Sandgerði. Hana skipa Heiðar Siguijónsson trommuleikari, Ólafur Högni Egilsson gitarleikari, Viggó Mariasson söngvari og Pálmar Guðmundsson bassaleikari. Þeir félagar eru allir á átjánda árinu. Embrace Embrace heitir reykvísk keyrsluþungarokksveit. í faðmlögum eru Almar Þór Þorgeirsson gítarleikari, Vagn Leví Sigurðarson gitarleikari og söngvari, ívar R. Jónsson bassaleikari og Daníel Elíasson trommuleik- ari. Meðalaldur sveitarmanna, er rétt tæp tuttugu ár. Insol Insol er annað nafn á Ingólfi Sigurðssyni sem kemur einn fram, þ.e. sem trúbadúr. Ingólfur, sem leikur á gítar og syngur, segist helst heillast af þjóðlagatónlist og það skili sér vísast í tónlist hans, en lítið minna gaman hafi hann af rokki, svo niðurstaðan verði líkleg- ast blanda af þjóðlagapoppi og -rokki. Ingólfur er á 24. árinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.