Morgunblaðið - 26.03.1994, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994
13
Staðurinn sem þú forðast
eftir Braga Skúlason
Lögreglumaðurinn kom á slys-
stað. Þarna höfðu yfir 20 manns
dáið í hræðilegum árekstri vöru-
flutningabíls og fólksflutningabíls.
Ökumaður vöruflutningabílsins var
greinilega sekur um vanrækslu.
Eftir að hafa breitt yfir illa farin lík
farþega fólksflutningabílsins fylltist
lögreglumaðurinn ofsareiði, óð í
blindni inn í vöruflutningabílinn og
réðst á ökumanninn, sem hafði ver-
ið valdur að dauða alls þessa fólks.
Hann áttaði sig ekki strax á því,
að ökumaðurinn væri látinn. En
þegar það laukst upp fyrir honum,
þá fylltist hann skömm og 'ógeði
yfír eigin viðbrögðum. Hann sagði
engum frá þessu. Slysstaðurinn var
við eina fjölförnustu hraðbrautina
inn í Sydney í Ástralíu. í 10 ár tókst
lögreglumanninum að forðast stað-
inn. Það var ekki auðvelt, því leið
hans lá oft um nágrennið.
En eftir 10 ár var ljóst, að hann
var í alvarlegri kreppu. Hjónabandið
var í molum, heilsu hans hrakaði,
frammistöðu hans í starfí hrakaði og
samskipti hans við samstarfsfólk ver-
snuðu að mun. Mitt í öllum þessum
hremmingum hitti hann sjúkrahús-
prest, sem benti honum á, að hann
yrði að horfast í augu við staðinn...
Þessa sögu heyrði ég sagða á
ráðstefnu í fyrra. Fyrirlesarinn var
sr. Peter Hill, sjúkrahúsprestur frá
Ástralíu. Hann fjallaði um efnið:
„Confronting the Ávoided Spot“ (að
horfast í augu við staðinn, sem þú
forðast). í máli hans kom fram, að
„staðurinn" geti bæði verið land-
fræðilegur og huglægur. Og staðn-
um tengjast persónur, orð og atvik,
sem sitja eftir, brenna sig inn í vit-
und þess, sem syrgir.
eftir Jón
Bergmundsson
í fyrri hlutum greinarinnar hefur
verið fjallað um þróun síðustu ára-
tuga í sæstrengslögnum og gerð
sæstrengja. í þessari grein verður
fjallað um rekstrartruflanir og orku-
töp.
Rekstrartruflanir og bilanir
Truflanir eða stöðvun á rekstri
sæstrengs má rekja til þriggja meg-
inástæðna. I fyrsta lagi er um að
ræða bilanir á sjálfum strengnum,
í öðru lagi eru það bilanir í umriðils-
stöðvum sem breyta riðstraumi í
jafnstraum og öfugt og í þriðja lagi
eru það truflanir í raforkukerfinu í
sendi- eða móttökuenda.
Bilanir á sæstrengjum af þeirri
gerð sem um ræðir frá íslandi eru
mjög fátíðar og hafa til þessa ein-
göngu verið bundnar við skemmdir
af völdum ytri áverka, einkuni
veiðafærum og akkerum. Með því
að grafa strenginn niður í botninn
má minnka mjög líkurnar á slíkum
bilunum og má nefna Skagerrak
strengina tvo sem lagðir voru 1976.
í fyrstu voru þeir einungis grafnir
niður í botninn næst landi og urðu
bilanir strax á fyrsta ári af völdum
veiðafæra og akkera. Þá var tekin
sú ákvörðun að grafa þá í botninn
niður á 150 m sjávardýpi og var
það gert með strengina í fullum
rekstri árið 1977. Engar bilanir
hafa síðan orðið á strengjunum á
þeim köflum.
Tíðni bilana á sæstreng frá ís-
landi hefur verið áætluð út frá
reynslu af sæstrengjum svipaðrar
gerðar og sem varðir eru á sambæri-
legan hátt. Sú reynsla gefur til
kynna að reikna megi með bilunum
á 1.085 km löngum streng til Skot-
lands að meðaltali á fjögurra ára
„Við getum ekki breytt
því, sem hefur gerst,
en viðhorf okkar til
þess, sem gerðist, eru á
okkar valdi og það,
hversu stóran þátt at-
burðurinn á að eiga í
lífi okkar í framtíð-
inni.“
Skelfing lífreynslunnar
Ljóst er, að manneskjan getur
lent í því að lokast andlega vegna
skelfilegrar lífsreynslu. Margir
syrgjendur hafa fundið þá tilfínn-
ingu, að fínnast þeir vera frosnir,
dofnir, eða tilfínningalausir. Þarna
þarf eitthvað það að koma til, sem
getur sett eðlilega hreyfingu lífsins
af stað á ný. Takist það ekki, þá
er hætt við að manneskjan „festist“
í sorginni í langan tíma með þeim
afleiðingum sem því fylgja.
Þeir sem horfast í augu við skelfi-
lega lífsreynslu þurfa að finna
reynslunni einhvern þann fai-veg,
sem gerir þeim fært að halda áfram.
Mikilvægt er, að taka á því, sem
veldur okkur ótta, sem fyrst. Því
lengur sem flóttinn frá óttanum
(sem tengdur er staðnum) er valinn,
því illvígari og fyrirferðarmeiri verð-
ur óttinn.
Tjáning t.ilfinninga
Það er ekki á færi allra, að tjá
innstu tilfinningar sínar mitt í erf-
iðri lífsreynslu. Kemur þar margt
til og skulu hér nefnd einungis nokk-
ur atriði:
fresti, eða 7-8 bilanir yfír 30 ára
rekstrartíma. Strengurinn er á
minna en 200 m dýpi meira en helm-
ing leiðarinnar og á meira en 700
m dýpi um 7% leiðarinnar. Viðgerð-
artíminn er mismunandi eftir sjávar-
dýpi ásamt því að vera háður veðri
og vindum, en er talinn nema frá
30-40 dögum á dýpi undir 150 m
og allt að 90 dögum á mesta dýpi.
Ef bilun verður á sæstreng þarf
fyret að mæla út bilunarstað og síð-
an þarf að senda viðgerðarskip á
staðinn til viðgerðar. Ef bilun verður
á miklu dýpi þarf að senda skip sem
hefur sama búnað og lagningaskip-
ið, en á grunnu vatni má nota minni
skip. Tækni til að mæla út og stað-
setja bilanir nákvæmlega í svo löng-
um streng sem um ræðir frá íslandi
er ekki fyrir hendi í dag, enda ekki
verið þörf á, en talið er að hana
megi þróa út frá núverandi aðferð-
um fyrir styttri strengi.
Bilanir á búnaði í umriðilsstöðv-
um eru fátíðar og er varageta byggð
inn í mikilvægustu hluta þeirra
þannig að ekki sé þörf á að stöðva
rekstur þó ein thyristor-eining bili.
Rekstrarstöðvun vegna viðhalds í
umriðilsstöðvum er yfirleitt áætluð
5 til 7 dagar á ári.
Truflanir geta orðið á rekstri
sæstrengs vegna atvika í raforku-
kerfinu hér á landi, en þó einkum
vegna kerfisins í móttökuenda. Raf-
fræðilegur styrkleiki kerfísins í
móttökuenda skiptir þar máli, þ.e.
styrkleiki kerfisins í hlutfalli við það
afl sem kemur eftir strengnum.
Þeir tengipunktar sem skoðaðir hafa
verið uppfylla allir lágmarkskröfur
um slíkan styrk, en töluverður mun-
ur er þó á styrkleika kerfisins í
Skotlandi og á Englandi svo dæmi
sé tekið.
Yflrstandandi rannsókn á vegum
Landsvirkjunar og skosku rafveit-
unnar Hydro-Eleetrie á rekstri sæ-
Uppeldislegir þættir skipta máli
t.d. í sambandi við það, sem má
segja/tjá og hvað má ekki.
Fyrri lífsreynsla hefur áhrif m.a.
vegna þess, sem er hugsanlega enn
óuppgert í fortíðinni og hamlar úr-
vinnslu á því, sem er hér og nú, eða
góð úrvinnsla í fortíðinni, sem vekur
traust og von.
Ríkjandi persónuleika- og tilfinn-
ingaþættir einstaklingsins skipta
verulegu máli í sambandi við mögu-
leika á opinni úrvinnslu, eða lokun
á tilfinningar.
Bönn eða leyfi umhverfisins
gangnvart tjáningu og útrás á viss-
um „erfiðum tilfinningum“ eru hluti
af þessari mynd, þar sem þættir í
tjáningu sorgar og sorgarúrvinnslu
geta verið forboðnir vegna „óþæg-
inda“ í umhverfinu. Einhverjum
kann að virðast það rangt, að reið-
ast út í þann, sem er dáinn, eða út
í Guð fyrir að „taka hinn látna til
sín“. Reiði, sektarkennd og örvænt-
ing birtast.
Skortur á fyrirgefningu. Það tek-
ur oft langan tíma að fyrirgefa.
Fyrirgefningin felur ekki í sér að
gleyma, því þá myndi reynslan ekki
skipta máli. Við erum bundin af
þeim, sem við getum ekki fyrirgef-
ið. Fyrsta skrefið í erfiðri reynslu
getur verið það, að fyrirgefa okkur
sjálfum það, að við getum ekki fyr-
irgeflð öðrum. Það eitt og sér næg-
ir ekki, en það getur verið upphafíð
að einhverju nýju.
Samþykki/sáttargj örð
Til eru þeir þættir og atvik í líf-
inu, sem ekki er hægt að sætta sig
við. Fyrir þann/þá, sem verða fyrir
sárum missi, virðist jafnvel lífíð
sjálft óásættanlegt og óbærilegt eft-
ir missinn. En seinna kunna að
finnast leiðir, færar leiðir, til að
Jón Bergmundsson
„Enn sem komið er hef-
ur ekkert komið fram
sem útilokar þessa
framkvæmd og því eðli-
legt að haldið verði
áfram að skoða málið
með opnum hug, til að
kanna hvaða kosti þetta
hefur upp á að bjóða
fyrir þjóðina.“
strengssambands milli íslands og
Bretlandseyja mun m.a. beinast að
þeim atriðum sem valdið geta trufl-
unum á rekstrinum og hvernig hægt
sé að koma í veg fyrir þær. Niður-
stöður þessara rannsókna munu
liggja fyrir nú í sumar.
Orkutöp
Vinnslu og flutningi raforku
fylgja orkutöp og er því nauðsynlegt
að taka tillit til þeirra við hag-
kvæmniathuganir og hefur það allt-
af verið geit varðandi sæstreng frá
íslandi. Töp við útflutning raforku
Bragi Skúlason
halda áfram förinni í gegnum lífið.
Samþykki lífsreynslunnar felst
einfaldlega í því að viðurkenna, að
atburðurinn hafi átt sér stað. Þar
fyrir utan getur hver og einn spurt
hver hafi verið tilgangurinn með
atburðinum og hvers vegna þetta
hafi gerst. En samþykki felur í sér
ákvörðun um að Ijúka við kafla í
lífí sínu og að halda áfram að lifa.
Við getum ekki breytt því, sem hef-
ur gerst, en viðhorf okkar til þess,
sem gerðist, er á okkar valdi og
það, hversu stóran þátt atburðurinn
á að eiga í lífí okkar í framtíðinni.
Forboðin sorg
í umræðunni um sorg og sorgar-
viðbrögð hafa komið fram þau við-
skiptast í töp í umriðilsstöðvum, töp
í loftlínum að landtaki strengs, töp
í jarðskautum og töp í strengnum
sjálfum. Töp í umriðilsstöðvum eru
á bilinu 0,6-0,8%, töp í strengnum
eru 0,46% á hvetja 100 km og svip-
aðar tölur gilda um loftlínurnar.
Heildartöp eru því um 6,5% fyrir
tengingu inn til Skotlands um 1.085
km langan streng, en hækka um
0,46% fyrir hveija 100 km sem
bætast við.
Töp í raforkukerfinu á íslandi
vegna útflutnings eru tiltölulega lít-
il þar sem þær virkjanir sem aðal-
lega er reiknað með vegna útflutn-
ingsins verða staðsettar á Austur-
landi. Til samanburðar við þær tölur
sem nefndar hafa verið má nefna
að orkutöp í kerfí Landsvirkjunar
hafa verið rúm 4% undanfarin ár.
Niðurlag
Útflutningur á raforku frá íslandi
til Evrópu er mjög flókin og vanda-
söm framkvæmd sem krefst vand-
aðs tæknilegs og fjárhagslegs undir-
búnings. Nauðsynlegt er að taka
eitt skref í einu og endurmeta sí-
fellt stöðu málsins í samræmi við
þá þekkingu sem aflað hefur verið.
Enn sem komið er hefur ekkert
komið fram sem útilokar þessa
framkvæmd og því eðlilegt að hald-
ið verði áfram að skoða málið með
opnum hug, til að kanna hvaða kosti
þetta hefur upp á að bjóða fyrir
þjóðina. Þær athuganir sem fram
hafa farið á vegum Landsvirkjunar
pg Reykjavíkurborgar hafa kostað
íslendinga lítið fé. Þær eru gerðar
til að hægt sé að meta hagkvæmni
slíkra framkvæmda og gagnrýni á
þær því ekki sanngjörn. I löndunum
í kringum okkur er farið að líta á
raforku sem hveija aðra vöru sem
keypt er og seld og viðskipti með
orku milli landa aukast stöðugt.
Einnig skiptir uppruni orkunnar sí-
fellt meira máli, hvort hún kemur
frá mengandi orkugjöfum eða úr
hreinum orkugjöfum eins og vatns-
orkunni.
Höfundur er
rafmagnsverkfræðingur, sem
unnið hefurað athugumnn á
útflutningi raforku um siestreng.
horf margra syrgjenda, að í vissum
tilfellum leyfist þeim ekki að sýna
sorgar- eða missisviðbrögð t.d.
vegna fordóma samfélagsins, vegna
vanþekkingar á tilfinningaviðbrögð-
um, vegna misskilnings o.s.frv.
Syrgjendurnir fá ekki svigrúm til
að vinna sig í gegnum þann missi,
sem forboðinn er. Þeim er hvorki
ætlaður tími til að syrgja, né veittur
sá stuðningur, sem nauðsynlegur
er við þessar aðstæður. Staðurinn
er forboðinn. Sem dæmi má nefna
missi á meðgöngu, missi „drauma-
barnsins“, sem felst í að eignast lif-
andi barn, sem er með ágalia, líkam-
lega eða andlega, eða þegar hulunni
er svipt frá leyndarmálum fjöl-
skyldu, hún birtist í nýju ljósi og
ekkert verður lengur sem fyrr. Miss-
ir tengist því, sem er óafturkræft.
Þetta getur átt við bæði orð og verk.
Þeir, sem valdir eru að slysum, fá
oft hörð viðbrögð, jafnvel árásir á
vettvangi. Forboðnar sorgir fá ekki
útrás í samfélaginu. Þeirra staður
er í hugskoti syrgjandans. Við ber-
um öll margvíslegar sorgir, sorgir
sem enginn veit um. En þær eru
ekki sársaukaminni fyrir það.
Að vitja staðarins
Staðurinn, sem við forðumst, get-
ur verið landfræðilegur, en hann
getur líka verið í hugskoti okkar.
Staðurinn er ekki vegna sjálfs sín
verri en aðrir staðir, heldur vegna
þess, sem við tengjum við hann.
Sorgin er systir gleðinnar og því
mælikvarði á það, sem við höfum
notið mest í lífínu. En vegna sárs-
aukans, sem henni fylgir, þá langar
okkur til að flýja frá henni. Það er
hins vegar engin lausn. Þörf er á
hugrekki og traustum félagsskap,
þegar við vitjum aftur staðarins,
sem við höfum forðast. Og þegar
okkur tekst það, þá öðlast líf okkar
nýja möguleika.
Höfundur er sjúkrahúsprestur
Ríkisspítala.
Þingsályktunartillaga
frá Kvennalista
Launakerfi
ríkisins verði
endurskoðað
ÞINGMENN Kvennalistans
leggja til á Alþingi að fjármála-
ráðherra skipi nefnd til að
endurskoða launakerfi ríkisins
með það fyrir augum að ein-
falda kerfið, draga úr eða af-
nema yfirborganir og auka-
greiðslur en auka hlut umsa-
minna grunnlauna og endur-
skoða röðun í launaflokka. Þá
eigi nefndin sérstaklega að
benda á leiðir til að hækka
lægstu laun og draga úr launa-
mismun kynjanna.
Um er að ræða þingsályktun-
artillögu og er Kristín Ástgeirs-
dóttir fyrsti flutningsmaður. I
greinargerð eru færð ýmis rök
fyrir að launakerfí ríkisins sé stór-
gallað eða ónýtt og samskipti rík-
isins við starfsmenn sína séu með
mjög sérkennilegum hætti, sem
lýsi sér meðal annars í málaferlum
af ýmsu tagi. Meðal annars segir
að grunnlaunum ríkisstarfsmanna
hafí markvisst verið húldið niðri
þannig að lægstu laun þeirra séu
á sultarmörkum meðan hvers kyns
yfirborganir og sérgreiðslur hafí
aukist til ákveðinna hópa.
„Það gengur ekki lengur að
ríkisvaldið standi í eilífum styijöld-
um við starfsmenn sína og beiti
lögum og dómstólum gegn þeim
ef það kallar ekki sjálft yfír sig
málaferU.
Besta leiðin til að bæta sam-
skiptin er að ganga í það nauð-
synjaverk að stokka upp launa-
kerfi ríkisins í góðri sátt við ríkis-
starfsmenn," segir síðan í greinar-
gerðinni.
Staðreyndir um
sæstreng - ffl