Morgunblaðið - 26.03.1994, Side 38

Morgunblaðið - 26.03.1994, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MARZ 1994 ( iHeSður r a morgtrn V _______ Guðspjall dagsins: (Lúk. 19.). Innreið Krists i Jerúsalem. Messur á pálmasunnudag ASKIRKJA: Ferming og altaris- ganga kl. 11. Ferming og altaris- ganga kl. 14. Árni Bergur Sigur- björnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Fermingar- messa kl. 10.30. Barnamessa í Bústöðum kl. 11. Fermingar- messa kl. 13.30. Pálmi Matthías- son. DÓMKIRKJAN: Kl. 10. Fræðslu- fundur í safnaðarheimilinu. Sr. María Ágústsdóttir talar um eilífa lífið. Kl. 11. Lokahátíð fermingar- starfanna. Prestur sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Fermingarbörn flytja frumsaminn helgileik. Kór Vesturbæjarskólans syngur. Org- anleikari Jakob Hallgrímsson. Kl. 12. Fundur í safnaðarheimilinu í Safnaðarfélagi kirkjunnar. Jónas Þórisson ræðir um Hjálparstofn- un kirkjunnar og störf hennar. GRENSÁSKIRKJA: Fjölskyldu- messa og barnastarf kl. 11. Barnakór Grensáskirkju syngur undir stjórn Margrétar Pálma- dóttur. Fræðsla, söngur og fram- haldssagan. Organisti Árni Arin- bjarnarson. 6 ára börn og yngri á neðri hæð. Sr. Gylfi Jónsson. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Organisti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fyrirlestur kl. 10. Bodil Kálund myndlistar- maður sýnir myndir og segir frá myndskreytingu sinni á nýju dönsku Biblíunni. Messa og barnasamkoma kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Mótettukór Hall- grímskirkju syngur. Organisti Hörður Áskelsson. Eftir messu selur Kvenfélag Hallgrímskirkju súpu, salat og heimabakað brauð, ennfremur páskaskraut. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Fermingar- messa kl. 10.30. Fermingarmessa kl. 13.30. Prestarnir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Fermingarmessa kl. 11. Prestur sr. Flóki Kristins- son. Organisti Jón Stefánsson. Kór Langholtskirkju (hópur I) syngur. Barnastarf kl. 13 í umsjá Hauks Jónassonar og Jóns Stef- ánssonar. LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Drengjakór Laugar- neskirkju syngur. Organisti Ron- ald Turner. Sr. Jón D. Hróbjarts- son. Barnastarf á sama tíma í umsjá Þórarins Björnssonar. Fermingarmessa kl. 13.30. Jón D. Hróbjartsson. NESKIRKJA: Kl. 10. Litir og fönd- ur. Barnasamkoma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Ferming kl. 11. Ferm- ing kl. 14. Prestarnir. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Hákon Leifsson. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Barnastarf á sama tíma í umsjá Eirnýjar og Báru. Listahátíð Seltjarnarnes- kirkju: Tónleikar kennara Tónlist- arskóla Seltjarnarness kl. 20.30. ÁRBÆJARKIRKJA: Ferming og altarisganga kl. 11. Organl. Sigrún Steingrímsdóttur. Barnastarf á sama tíma í Ártúns- og Selás- skóla. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Útvarps- guðsþjónusta kl. 11. Eldri barna- kórinn syngur. Organisti Daníel Jónasson. Samkoma Ungs fólks með hlutverk kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Fermingar- guðsþjónusta í KópaVogskirkju kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11 í umsjá Ragnars Schram. Hátíðarguðs- þjónusta kl. 14. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, prédikar og vísiterar söfnuðina. Sóknar- prestar þjóna fyrir altari. Organ- isti Lenka Mátéová. Kirkjukór Fella- og Hólakirkju syngur. Guð- mundur Þór Gíslason syngur ein- söng: Aríu eftir F. Mendelssohn- Bartholdy. Pétur Máté leikur ein- leik á píanó: Scherzo eftir F. Chopin. Barnakór Fella- og Hóla- kirkju syngur lagið: Til starfs úr Sveitakantötu eftir J.S. Bach und- ir stjórn Péturs Máté. Kvennakór kirkjunnar syngur Sanctus og Agnus Dei, úr Messa basse eftir Gabríel Faure. Sóknarprestar. GRAFARVOGSKIRKJA: Barna- messa kl. 11. Valgerður og Elín- borg aðstoða. Ferming kl. 14. Organisti Sigurbjörg Helgadóttir. Sr. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Barnastarf á tíma. Organisti Oddný J. Þorsteinsdóttir. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- starf í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. Ferming í Kópavogskirkju kl. 10.30. Kór Kópavogskirkju syngur. Ólafur Flosason leikur á óbó. Organisti Örn Falkner. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Laugardagur 26. mars. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Ath. breyttan tíma v/ferminga. Fermingarguðsþjónusta kl. 10.30. Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. ÓHÁÐI söfnuðurinn: Guðsþjón- usta kl. 11. Fermd verða fimm ungmenni. Kolbeinn Bjarnason, flautuleikari og Vera Guláziová, organisti safnaðarins, leika tvíleik á flautu og orgel. Kirkjukórinn syngur undir stjórn organista safnaðarins. Þórsteinn Ragnars- son. FRÍKIRKJAN, Rvík: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Pavel Smid. Cec- il Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Há- messa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. SÍK, KFUM/KFUK, KSH: Sam- koma kl. 20 í Kristniboðssalnum. Hrönn Sigurðardóttir prédikar. Helgi Elíasson hefur upphafsorð. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dag kl. 11 helgunarsamkoma með ungbarnablessun. Kapt. Anna Maria og Harold Reinholdtsen syngja og tala. Kl. 20 hjálpræðis- samkoma. Kapt. Anna Maria og Harold Reinholdtsen syngja og tala. Majór Daníel Óskarsson stjórnar. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma sunnudag kl. 17. MOSFELLSPRESTAKALL: Ferm- ing í Lágafellskirkju kl. 10.30 og kl. 13.30. Jón Þorsteinsson. GARÐASÓKN: Fermingarguðs- þjónustur í Garðakirkju kl. 10.30 og kl. 14. Sunnudagaskóli í Kirkju- hvoli kl. 13. Bragi Friðriksson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Fermingarmessur kl. 10.30 og kl. 14. Gunnar Gunnarsson leikur á flautu. Organisti Helgi Bragason. Prestar sr. Þórhildur Ólafs og sr. Gunnþór Ingason. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta laugardag kl. 11. Ferm- ing sunnudag kl. 10 og kl. 14. Kór Víðistaðakirkju syngur. Organisti Úlrik Ólason. Ólafur Jóhannsson. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Fermingarguðs- þjónusta kl. 13.30. Organisti Kristjana Þ. Ásgeirsdóttir. Sr. Ein- ar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Ferm- ingarmessa kl. 10.30. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Baldur Rafn Sigurðsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvolsvelli: Fermingarmessur kl. 10.30 og kl. 13.30. Sóknarprestur. LANDAKIRKJA, Vestmannaeyj- um: Barna- og fjölskylduguðs- þjónustur í Landakirkju og á Hraunbúðum. Almenn guðsþjón- usta kl. 14. Altarisganga, barna- gæsla. Að messu lokinni verður hin árlega kaffisala KFUM & K haldin í safnaðarheimilinu. Ung- lingafundur KFUM & K í Landa- kirkju kl. 20.30. AKRANESKIRKJA: Sameiginleg helgistund kirkjuskólans og sunnudagaskólans í dag laugar- dag kl. 11. Á eftir páskaföndur í safnaðarheimilinu. Stjórnendur Axel og Sigurður. Fermingarguðs- þjónustur sunnudag kl. 11 og kl. 14. Altarisganga fermingarbarna og aðstandenda þeirra mánudag kl. 19.30. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Fjöl- skyldumessa í Borgarneskirkju kl. 11. Sóknarprestur. Óvænt urslit EINN helsti kostur hljóm- sveitakeppni Tónabæjar, sem kallast Músíktilraunir, er að úrslit undanúrslitakvöldanna eru iðulega óvænt. Þá er það sem atkvæði áheyrenda ráða því hvaða tvær hljómsveitir komast áfram og það sannaðist síðasta undanúrslitakvöldið, sem var sl. fimmtudag, að ef hljómsveit hrífur áheyrendur, þó ekki sé það fyrir yfirburða lagasmíðar eða spilamennsku, þá er björninn unninn. Þriðja og síðasta undanúrslita- kvöld Músíktilrauna var sl. fimmtudagskvöld, en þá kepptu sjö hljómsveitir um sæti í úrslitun- um sem voru svo í gærkvöldi, Tónlistin var óvenju fjölbreytt þetta undanúrslitakvöld, sem ræðst kannski að nokkru af því að hljómsveitirnar komu víða að. Fyrsta hljómsveit á svið var Zarah frá Akureyri. Hún byrjað með miklum stæl á leiknum kynn- ingarkafla, sem gaf forsmekkinn að því sem á eftir kom. Sveitin var þétt á köflum og keyrslan ágæt, en tónlistin var ekki burð- ug; einskonar brokkþungarokk, sem hver getur ímyndað sér sem setið hefur brokkandi klár og jafn- vel fallið af baki. Gítarleikur var þó ágætur og söngvarinn átti spretti. Önnur norðansveit kom fast á hæla Zarah, Torture frá Húsavík. Eins og nafnið bendir til lék Torture dauðarokk, sem er nánast útdautt í íslenskum bílskúr- um, og framan af fyrsta lagi var fátt sem gladdi. Það mátti þó ef Winnie the Pooh til vill skrifa á tækjavandræði, því þegar í öðru lagi var sveitin öliu kraftmeiri og þéttari, og í þriðja laginu rann hún vel áfram og út- koman var afbragðs dauðarokk, Ekki skemmdi svo sérkennilega skemmtilegur millikafli lagsins. Þriðja sveit var enn norðansveit, að þessu sinni frá Ólafsfirði. Enn kom ný tónlistarstefna; nú gítar- popp að hætti Léttlyndu rósar, og þó fyrsta lagið hafi verið hálf ónýtt vegna magnaravandræða gítar- Torture leikarans, keyrði líflegur bassa- Ieikari sveitina áfram eins og her- foringi. Söngvarar voru tveir, ann- ar sem einskonar skraut og ekki nýttur sem skyldi, en hinn öllu líf- legri á sviði með sérkennilega rödd. Eftir að gítarleikari sveitar- innar komst í samband sýndi hann góða takta, en hefði mátt sleppa snarstefjuninni, sem rauf samfellu laganna og var á stundum eins og út úr kú. Hörmulegir enskir textar voru mikill mfnus. Fjórða tónlistarstefna fyrir hlé kom svo frá dansrokksveitinni Tennessee Trans. Fyrsta lag hennar var þó meiri trans en dans, en í öðru lagi komust sveitarmenn á sporið og þriðja lagið fleytti þeim í úrslit. Vert er að geta þess að nafn eins sveitarmanna misritaðist í blaðinu sl. fimmtudag, en sá heitir Jón Fjörnir Thoroddsen. Eftir hlé hóf yngsta sveit Mús- íktilraunanna, Mósaík, leik sinn. Sveitin er að vísu skammt á veg Léttlynda rós komin með tónmál sitt, en komst langt á persónutöfrum; sigraði reyndar örugglega og óvænt. Þar á eftir kom svo hljómsveit með ósýnilegan en þó eftirtektarverðan söngvara, FullTime 4WD. Sveitin var skemmtilega þétt og með fyrir- taks trommuleikara, sem kunnari er þó fyrir gítarleik, og dómnefnd sá ástæðu til að hún kæmist áfram. Lokabiti í háls þetta kvöld- ið var svo vestmanneyska sveitin Winnie the Pooh. Þar héldu trommuleikarinn og söngvarinn sveitinni einna helst niðri, þrátt fyrir góðan vilja, en ekki voru öll lögin völundarsmíðar, til að mynda var fyrsta lag sveitarinnar hálf- gerð tómlist, þrátt fyrir góðan gít- arleik. Annað lag sveitarinnar, sem minnti rækilega á gæðasveit- ina Nýdanska í viðiaginu, var besta lag hennar. Eins og fram hefur komið sigr- uðu ungmennin í Mósaík örugg- lega, í öðru sæti varð Tennessee Trans, en dómnefnd veitti FullTime 4WD svo brautargengi. Úrslit Mús- íktilrauna voru svo í gærkvöldi. Arni Matthíasson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.