Morgunblaðið - 09.04.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 09.04.1994, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. APRIL 1994 Verkir í mjóbaki — faraldur í iðnríkjum eftir Gunnar Arnason Yfirlæknir hjá Alþjóða heilbrigð- ismálastofnuninni (WHO) lýsti þessu yfir í setningarræðu sinni á sameiginlegu þingi stofnunarinnar og Alþjóða kírópraktorasambands- ins (WFC) í London á liðnu ári. Könnun Vinnueftirlits ríkisins1 bendir til þess að í þessu, sem öðru, séum við Islendingar engir eftirbát- ar. Kanada- og Bandaríkjamenn hafa bent á að af fjárveitingum til heilbrigðismála sé mestu fé kastað á glæ í meðferð mjóbaksverkja og einnig þar séu mestar líkur á að hægt sé að spara2. Heilbrigðisráðuneytið í Ontario í Kanada lét gera hagkvæmnis út- reikninga á meðhöndlun kíróprakt- ora við verkjum í mjóbaki og voru niðurstöðurnar birtar nýlega3. Höf- undar skýrslunnar eru meðal fær- ustu manna á sínu sviði: Prófessor P. Manga sem hefur verið ráðgjafi ríkisstjórna um heilbrigðismál víða um heim, D. Angus prófessor í heilsuhagfræði, samfélagsheilbrigði og faraldursfræði og tveir ráðgjafar um heilsugæslu og heilsuhagfræði. Þeir gerðu yfirlit um kostnað vegna verkja í mjóbaki, lýstu meðferð sem var í boði í Ontario, söfnuðu saman og gagnrýndu rannsóknir á áhrif- um, öryggi og hagkvæmni kíró- praktíkur. Einnig var leitað eftir áliti neytenda á þjónustu kíróprakt- ora og að lokum fjallað um hönnun rannsókna kírópraktora. Niðurstöður 1. Mjóbaksverkir eru, að mati skýrsluhöfunda, e.t.v. kostnaðar- samasta heilbrigðisvandamál Kanada. Þeir eru helsta orsök veik- inda miðaldra fólks og fjarveru þess frá vinnu. 2. Þjónusta kírópraktora, við fólk með verki í mjóbaki, felst m.a. í meðhöndlun á stofu þar sem er lögð áhersla á að draga úr verkjum, t.d. með ísböxtrum og nuddi. Hreyfing baksins er endurbætt, einkum með svokallaðri „manipulation" (hnykk- ingum). Það er varleg hreyfing liðar sem lýkur með nákvæmu viðbragði sem opnar liðbilið lítillega. Þannig eru liðir liðkaðir og áhrif á tauga- kerfið leiða m.a. til minnkaðrar vöðvaspennu og minni verkja. End- urhæfing og ráðgjöf um fyrirbyggj- andi aðgerðir er lokaþáttur með- höndlunarinnar. 3. Gagnrýnið mat rannsókna sýndi að því betur sem rannsóknir voru gerðar kom greinilegar í ljós að „manipuiation" hryggjarins, framkvæmd af kírópraktorum, er áhrifameiri en aðrar aðferðir í bar- „Öryggi og árangur hljóta þó ávallt að vera hornsteinar heilbrigðis- þjónustunnar. Prófess- or Manga og samstarfs- menn hans telja að þessum atriðum sé bet- ur borgið með með- höndlun kírópraktora en annarra heilbrigðis- stétta við verkjum í mjóbaki.“ áttunni við verki í mjóbaki. Engar klínískar rannsóknir sýna, né svo mikið sem benda til, að „manipulati- on“ kírópraktora við mjóbaksverkj- un sé óörugg. Hins vegar eru sann- anir fyrir því að „manipulation", framkvæmd af öðrum en kíróprakt- orum, sé ekki eins örugg eða áhrifa- rík. 4. Oyggjandi sannanir sýna hag- kvæmni meðhöndlunar kíróprakt- ora umfram aðrar aðferðir og engin gögn sem voru rannsökuð bentu til hins gagnstæða. Prófessor P. Manga telur að með aukinni nýt- ingu á þjónustu kírópraktora megi spara um 2 milljarða dollara á ári í Kanada', því færri verði lagðir inn á sjúkrahús, mun færri fái langvinn bakvandamál og örorka verði minni og styttri. 5. Reynsla hefur sýnt að sjúkling- ar eru mjög ánægðir með meðferð kírópraktora við mjóbaksverkjum. 6. Hyggilegt er að hvetja til frek- ari rannsókna á áhrifamætti og virkni meðferðar kírópraktora en Ijóst er af heimildum að ennfremur er þörf fyrir slíkar rannsóknir á árangri meðferðar annarra heil- brigðisstétta. í ráðgjöf sinni til heilbrigðisyfir- 1 21 MWk í \ wtm Gunnar Arnason. valda í Ontario segja höfundarnir m.a. að almannatryggingar ættu að greiða fyrir meðhöndlun kíró- praktora að fullu og að þeir ættu að vinna í nánu samstarfi við heilsu- gæslustöðvar og sjúkrahús auk annarra heilbrigðisstofnana. Lokaorð Á tímum samdráttar og aðhalds í fjái’veitingum til heilbrigðisþjón- ustunnar hlýtur hagkvæmni að vega þungt við ákvarðanatöku og vera sjálfsagður hlutur þegar um dýrustu heilbrigðisvandamál samfé- lagsins er að ræða. Því lét fylkis- stjórn Ontario gera umrædda könn- un. Öryggi og árangur hljóta þó ávallt að vera hornsteinar heilbrigð- isþjónustunnar. Prófessor Manga og samstarfsmenn hans telja að- þessum atriðum sé betur borgið með meðhöndlun kírópraktora en annarra heilbrigðisstétta við verkj- um í mjóbaki. í ljósi niðurstaða skýrsluhöfunda er það eðlileg krafa að heilbrigðis- yfirvöld á íslandi íhugi alvarlega að greiða fyrir meðhöndlun fólks með verki í mjóbaki hjá kírópraktor- Höfundur er kírópraktor. Tilvitnanir: 1. Ólöf A. Steingrímsdóttir, Vilhjálmur Rafnsson, Þórunn Sveinsdóttir, Magnús H. Ólafsson, (1988) Einkenni frá hreyfi- og stoðkerfi, hóprannsókn á úrtaki íslendinga I, Læknablaðið, 74;223-32. 2. Burton, C.V., Cassidy, J.O. (1992) Managing Low Back Pain, 3rd Edn, Ed, Kirkaldi-Willis, Churchill Livingstone. 3. Manga, P. og félagar, (1993) The Effectiveness and Cost-effectiveness of Chiropractic Management of Low-Back Pain, Kenilworth Publishing. 4. Manga, P. (1993) Persónuleg samskipti. Vestfirðingar sitji við sama borð og aðrir eftir Kristján Pálsson Langvarandi aflasamdráttur og einhæft atvinnulíf skekur nú undir- stöður mannlífs á Vestfjörðum svo mjög að ráðamenn Vestfirðinga hafa látið í ljós verulegan ótta um stórfelldan fólksflótta af svæðinu, verði ekkert að gert. Þegar Vestfirðingar koma fyrir þjóðina með málflutning af þessu tagi þá er full ástæða, að ég tel, til að taka hana alvarlega og hlusta. Það er ekki í eðli Vestfirðinga að fjargviðrast yfir smámunum eða að þreyta fólk með málalengingum, þeirra skilaboð eru'yfirleitt skýr. Það hefur valdið mér verulegum vonbrigðum að heyra þann mál- flutning sem átt hefur sér stað á Alþingi og víðar þegar erfiðleikar fyrirtækja í þessu kjördæmi eru notaðir gegn þeim. Ég get að sjálf- sögðu skilið að fulltrúar annarra kjördæma láti til sín heyra og minni á að erfiðleikar í atvinnulífinu eru þar einnig til staðar og þeirra þing- menn hafi það í huga. En það breyt- ir engu með það, að þegar eins miklir erfiðleikar steðja að einu kjördæmi eins og raun ber vitni um á Vestfjörðum þá huga engin und- FISKRÉTTIR LINDARINNAR FI5KMATSEÐILL HEIMIUSMATSEÐILL til dæmis: GriUaður háfur kr. 950,- Pönnusteikt kolaflök kr. 1.020,- Smjörsteikt keiluflök kr. 970, H vítlauksristaður steinbítur kr. 950,- 3 Ijúfir smáréttir kr. 1.320,- til dæmis: Fiskbollur m/lauksósu kr. 870,- Plokkfiskur m/rúgbrauði kr. 890,- Síldardiskur kr. 780,- Súpa, heimabakað brauð og salatbar fylgja öllum réttum. 10% afsláttur af mat gegn framvísun þessa miða. LIMVIM Rauðarárstíg 18 - Sími 6 2 3 3 5 0 „Matthías Bjarnason al- þing’ismaður og helsti forystumaður Vestfirð- inga hefur haft for- göngu um ákveðnar lausnir fyrir sveitarfé- lög og fyrirtæki á svæð- inu, sem falla vel að því sem gert hefur verið annarstaðar. Þessum lausnum verður að sýna skilning og ná um þær samstöðu á Alþingi.“ anbrögð. Það er nauðsynlegt að grípa til róttsékra aðgerða á Vest- fjörðum nú þegar, erfiðleikarnir eru mun skaðvænlegri þar en víðast annarstaðar vegna einhæfni at- vinnulífsins og að kjördæmið er landfræðilega mjög erfitt. Matthías Bjarnason alþingismað- ur og helsti forystumaður Vestfirð- inga hefur haft forgöngu um ákveðnar lausnir fyrir sveitarfélög og fyrirtæki á svæðinu, sem falla vel að því sem gert hefur verið annarstaðar. Þessum lausnum verð- ur að sýna skilning og ná um þær samstöðu á Alþingi. Það vita allir sem vilja vita að gripið hefur verið til sértækra að- gerða víða um land af minna til- efni, bæði fyrir byggðarlög, svæði og einstaka hluta flotans. Að gera aðgerðir tortryggilegar, sem bein- ast að því að rétta stöðu Vestfirð- inga, er ekki heiðarlegt. Ég tel að skoða beri jafnframt hvort ekki sé nauðsynlegt, að út- hluta 12.000 tonna aflaheimildum Hagræðingarsjóðs til Vestfjarða og Snæfellsness næstu 2-3 árin, vegna einhæfni atvinnulífsins á þessum svæðum. Að snúa vörn í sókn í atvinnulíf- inu á Vestfjörðum er einnig nauð- synlegt til að bæta stöðu svæðisins. Það er hægt með meiri fjölbreytni við nýtingu þeirra auðlinda sem Vestfirðingar eiga, bæði til sjós og lands. Má þar nefna botndýr alls- konar sem gnægð er af í ísafjarðar- djúpi og ferðamennsku. Ég mun ekki skrifa að þessu sinni um botn- dýrin en aðeins um ferðamennsk- una. Af hálfu heimamanna hefur verið bent á aukna möguleika á ferða- mannaiðnaðinum, sem er vaxandi um allt land. Það er þó einn þránd- ur í götu ferðamanna á leið vestur, sem eru vegirnir. Þó margt gott hafí verið gert hin síðari ár í vegalagningu á leiðinni vestur, þá er bundið slitlag á leiðina frá Hrútafirði til ísafjarðarkaup- staðar forsenda þess að veruleg aukning verði á komu ferðamanna þangað. v&r, .V* Kristján Pálsson. Til að ná fleiri ferðamönnum verður því að marka sérstaka áætl- un í því skyni og tel ég að bundið slitlag verði að vera þar efst á blaði. Með tilliti til aðstæðna er brýnt að slík áætlun verði lögð fyrir Alþingi sem fyrst og að slitlagsfram- kvæmdum verði lokið á næstu 3-5 árum. Ef þetta tekst þá er ég sann- færður um að tíguleiki Vestfjarða mun draga til sín ótrúlegan fjölda ferðamanna, innlendra sem er- lendra. Islendingar, leggjumst saman á árarnar og tryggjum Iífvænlegar byggðir á landinu öllu, slíkt mun ekki einungis leiða af sér betri lífs- afkomu á landsbyggðinni, heldur öryggari afkomu allrar íslensku þjóðarinnar. Höfundur er bæjarstjóri í Njarðvík og Vestfirðingur. Framboðslisti sjálfstæðismanna í Vestmannaeyj um samþykktur SJÁLFSTÆÐISMENN samþykktu framboðslista flokksins á fulltrúa- ráðsfundi á þriðjudagskvöld. Miklar breytingar eru á listanum frá siðustu kosningum, enda gáfu tveir efstu menn listans ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Fyrr í vetur hafði verið ákveðið að viðhafa prófkjör til uppstillingar á lista flokksins. Þar sem tilskilinn fjöldi frambjóðenda, samkvæmt reglum um prófkjörið, fékkst ekki var ákveðið að falla frá prófkjöri og í kjölfar þess var skipuð uppstilling- arnefnd sem lagði tillögur sínar fyr- ir fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á þriðjudagskvöld. Tillaga uppstillingarnefndarinnar var samþykkt á fulltrúaráðsfund- inum og verður listinn þannig skip- aður: 1. Elsa Valgeirsdóttir, formað- ur Verkakvennafélagsins Snótar, 2. Úlfar Steindórsson, fjármálastjóri, 3. Ólafur Lárusson, kennari, 4. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, 5. Arnar Sigurmundsson, fram- kvæmdastjóri, 6. Auróra Friðriks- dóttir, umboðsmaður, 7. Grímur Gíslason, vélstjóri, 8. Katrín Harð- ardóttir, verslunarmaður, 9. Stefán Geir Gunnarsson, sjómaður, 10. Edda G. Ólafsdóttir, skrifstofu- stjóri, 11. Einar Örn Arnarsson, nemi, 12. Helgi Ágústsson, skip- istjóri, 13. Emma Pálsdóttir, hús- móðir, 14. Bragi I. Olafsson, um- dæmisstjóri. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri verður bæjarstjóraefni flokksins en hann óskaði sjálfur eftir að taka fjórða sætið, baráttusætið, á listan- um. í samtali við Morgunblaðið sagðist Guðjón mjög ánægður ineð listann. Hann væri sambland af nýju og fersku fólki og öðrum reynd- ari og hann sagðist telja mikinn kost hversu breiður hópur fólks úr ýmsum störfum skipaði listann. Hann sagðist telja listann sigur- stranglegan enda væri hann skipað- ur fólki sem væri tilbúið að vinna saman að góðum málum fyrir Vest- mannaeyjabæ. _ Qrímur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.