Morgunblaðið - 08.05.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.05.1994, Qupperneq 1
88 SÍÐUR B/C 103. TBL. 82. ÁRG. SUNNUDAGUR 8. MAÍ1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Grænleit nákvæmni ÞEIR sem standa i þeirri trú að einn metri sé 100 sentímetrar ættu að íhuga málið aðeins betur. í vísindum, nánar til tekið í mælingafræðinni, líðst ekki slík ónákvæmni. Allt til ársins 1960 var einn metri skilgreindur sem lengd stangar úr hvítagulli og iridíni, sem geymd var í Par- ís. Frá þeim tíma hafa leysigeislar verið notaðir til að skilgreina mælieininguna. í rúman áratug hafa menn notast við bylgju- lengd rauðs geisla en nú hafa Danir og Þjóðveijar sýnt fram á að grænn leysi- geisli er eins nákvæmur, og í sumum til- fellum nákvæmari en sá rauði. Raunar svo, að aðeins skeikar um tíunda hluta úr millímetra á vegalengdinni frá Kaup- mannahöfn til Rómar. Ottast hækkun í Kaspíahafi MIKIL hækkun vatnsyfirborðs í Kaspía- hafi undanfarin ár hefur vakið æ meiri ugg í þeim löndum sem liggja að hafinu; Rússlandi, íran, Kazakhstan, Túrkmenist- an og Azerbajdzhan. Kaspíahaf er 300 km breitt og 1.000 km langt innhaf og á síðustu fimmtán árum hefur yfirborð þess hækkað um 2,1 m. Við það hafa heilu þorpin farið undir vatn. Enginn veit hver ástæðan er, Rússar telja að yfirborðið hækki af náttúrulegum orsökum en íranir kenna Rússum um. Nú þegar hafa um 20.000 ferkílómetrar horfið undir vatn í Kazakhstan einu, sem svarar til fimmt- ungs íslands. Suðurskauti SANNAÐ þykir að risaeðlur hafi rásað um Suðurskautið á hlýskeiði, árla á júra- tímabilinu fyrir um 200 milljónum ára er loftslag var þar líkt og nú er í strandríkj- um Norðvestur-Bandaríkjanna. Leifar áð- ur óþekktrar risaeðlu, sem nærðist á kjöti, fundust djúpt í ís á svæði, sem er 600 km frá pólnum. Líktist hún grameðlu og var um 8 metra löng. ' \ Morgunblaðið/RAX BRIMSUGUR VIÐ REYKJANES Hvorugur stríðsaðila virðist hafa náð yfirhöndinni í átökunum í Jemen Ihuga að senda friðar- gæslusveitir til Jemens Kaíró, Sanaa, Dubai, París. Reuter. FASTAFULLTRÚAR Arababandalagsins freistuðu þess í gær á fundi í Kaíró í Egypta- landi að finna leiðir til að stöðva bardaga í Jemen. íhuguðu þeir að senda arabískt friðar- gæslulið á vettvang. Mohammad Salem Bas- endwa utanríkisráðherra Jemens fordæmdi fund bandalagsins og sagði það vera að skipta sér af jemenskum innanríkismálum. Bardagar héldu áfram í gær á landi og í lofti fjórða daginn í röð. Erlendum stjórnar- erindrekum bar saman um að svo virtist sem hvorugur stríðsaðili hefði náð yfirhöndinni. Þrisvar sinnum var skotið af loftvarnarbyss- um í Sanaa í gærmorgun af miklum ákafa. Bardagar í návígi Iágu niðri í borginni eftir snarpa skotbardaga á föstudag. Heimildir hermdu að hörð átök ættu sér stað í útjaðri Aden en sveitir norðanmanna freista þess að ná henni úr höndum sveita sem hliðhollar eru Ali Salem al-Baidh fyrrum forseta Suður- Jemens og varaforseta hins sameinaða ríkis. NORÐUR-Jemenar virða fyrir sér gíg í útjaðri Sanaa í gær, sem talinn er vera eftir Scud-eldflaug. Hann er leiðtogi aðskilnaðarsinna sem vilja að sameining ríkjanna frá 1990 gangi til baka. Engin merki sáust um að Scud-flaugar, sem sagt var að skotið hefði verið á Sanaa á föstu- dag, hefðu hæft skotmörk innan borgarmark- ana. Var talið að þær hefðu komið niður í fjöllunum umhverfis. Basendwa sagði í viðtali við fréttastofu í Qatar í gær, að sveitir Norður-Jemena hefðu skotið niður 12 orrustuþotur sunnanmanna síðustu daga. Jafnframt hefði 13 sovétsmíð- uðum Scud-flaugum verið skotið á Sanaa og borgina Taiz í norðurhlutanum í vikunni. Franska herskipið Jules Verne lauk í gær við að flytja erlenda ríkisborgara sem höfðust við í Aden, alls 577 manns af 47 þjóðernum, til Djibouti. Þá hugðust Frakkar reyna í gær að flytja þegna sína frá Sanaa landleiðina til hafnarborgarinnar Hodeida við Rauðahaf og þaðan með þyrlum um borð í skip undan ströndinni. Fleiri vestræn ríki hugðust freista þess í gær að flytja þegna sína flugleiðis frá Sanaa ef aðstæður leyfðu. SALAN 20 FYLGIR SOLINNI VIÐSKIPTI/AT VINNULÍF flUGfl GUÐS B

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.