Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM SUÐURNESJAMENN OG VARNARLIÐIÐ GREIÐSLUR varnarliðsins vegna launa, launatengdra gjalda og ann- arra greiðslna á síðasta ári voru hátt í 2,4 milljarðar króna, en frá- dregnir skattar voru rúmlega 550 milljónir króna. Suðumesjamenn í vinnu hjá varnarliðinu eru 6,27% vinnuafls á Suðurnesjum og koma þeir frá Keflavík, Njarðvík, Grinda- vík, Sandgerði, Garði, Höfnum og Vogum. Þróunin hjá varnarliðinu hefur verið í þá átt að ráða frekar Suður- nesjamenn í störf sem losna. Hlut- fall þeirra af heildar- fjölda starfsmanna hefur því aukist mikið síðasta áratuginn. Fyrir rúmlega áratug var starfsfólk af Reykjavíkursvæðinu um 40%, en nú er það hlutfall komið niður í 28%, þannig að Suður- nesjamenn eru 72%. Við þetta bætist að hlutfall Suðumesja- manna í vinnu hjá öðr- um aðilum, sem þjón- usta vamarliðið, er yfirleitt hærra. Þessar tölur segja okkur bet- ur en nokkuð annað hversu mikil áhrif vera vamarliðsins hefur á afkomu fólks í næsta nágrenni Keflavíkurflug- vallar. Hátt á annað þúsund manna hafa vinnu vegna vem vamarliðs- ins hér á landi. Fyrir fjölskyldum er að sjá og af því leiðir að atvinnu- mál hjá varnarliðinu hafa áhrif á enn fleiri íslendinga. Eðlilegt er því að stéttarfélög á Suðurnesjum hafi í gegnum tíðina fylgst vel með þróun starfsmannamála hjá vam- arliðinu á Keflavíkurflugvelli og fyrirtækjum sem vinna fyrir það. Lok kalda stríðsins hafa aukið á áhyggjur manna af atvinnuöryggi og vamarliðið hefur auk þess stundum verið gagnrýnt fyrir að makar varnarliðsmanna séu látnir ganga í störf íslendinga, en tölur segja annað. Bandaríkjamenn í borgaralegum störfum íslendingar eru svo að segja all- ir í fullu starfi, en makar vamarl- iðsmanna em að miklu leyti í hluta- störfum. Fjöldi þeirra í borgaraleg- um störfum hefur verið nokkuð sveiflukenndur, en síðustu 10 ár hefur hann verið um og yfir 400. í upphafi þessa árs voru 462 mak- ar í hlutastörfum, en stöðugildin Jón Baldvin Hannibalsson eru áætluð um 300. Ef sama hlut- fall maka varnarliðsmanna fengi vinnu í dag og um 1980 þýddi það að um 600 þeirra í það minnsta væm í vinnu hjá vamarliðinu. Síðustu árin hefur verið lögð mikil áhersla á að senda fjölskyldu- fólk til íslands, m.a. til að stuðla að eðlilegra samfélagi á Kefla- víkurflugvelli. Fjölskyldumenn eru nærri tvöfalt fleiri en 1980 og bandarískar fjölskyldur þurfa, eins og íslenskar fjölskyldur, að reiða sig æ meira á tvær fyrirvinnur. Tímamir hafa einnig breyst og bæði hjón vilja vinna úti. Varnarliðið hefur því ýmsar félagslegar skyldur við liðsmenn sína, sem meðal ann- ars felast í því að gefa mökum tækifæri á að vinna, jafnvel þótt að- eins sé um hlutastörf að ræða. Fjölgun fjöl- skyldufólks hefur einnig kallað á aukna þjónustu og oft hafa Islendingar fengið ný störf sem þannig skapast. Bandarískir ríkis- borgarar, sem ekki til- heyra vamarliðinu, hafa alla tíð unnið ákveðin störf fyrir vamarliðið. Þeir em ráðnir til starfa beint frá Banda- ríkjunum og hefur fyöldi þeirra ver- ið nokkuð stöðugur síðustu 14 árin, eða í kringum 110. Um síðustu áramót vom þeir 108 og allir í fullu starfi. Flestir em kennarar, um 60, en aðrir vinna ýmis önnur sérhæfð trúnaðarstörf, sem íslenskir ríkis- borgarar geta, eðli málsins sam- kvæmt, ekki tekið að sér fremur en kennslu bandarískra bama. Aukin verktaka Lítill sem enginn samdráttur hefur verið í starfsmannahaldi vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli miðað við árið 1980, áður en ýms- ar stórframkvæmdir hófust, sem nú er um það bil að ljúka. Árið 1980 voru íslenskir starfsmenn þess 940, en í janúar á þessu ári voru þeir 910, auk þess sem búist er við að rúmlega 100 manns verði ráðnir í sumarafleysingar eins og undanfarin ár. Jafnvel þótt ákveðið hafi verið að hætta að ráða fólk í störf sem losnuðu frá 1990 hefur verið ráðið í flest störfin. Ástæðan er sú að yfirleitt hefur verið veitt undanþága þegar sýnt hefur verið fram á nauðsyn viðkomandi starfs. Sú fækkun, sem orðið hefur í fslenskir starfsmenn varnarliðsins eftlr búsetu Fyrir áratug Janúar1994 ISuðurnes □ Reykjav.sv. Þróunin hjá vamarliðinu hefur verið í þá átt að ráða frekar Suðumesja- menn í störf sem losna, kemur fram hjá Jóni Baldvin Hannibals- syni, sem segir að hlut- fall þeirra af heildar- fjölda starfsmanna hafi því aukist mikið síðasta áratuginn. Starfsmenn varnarliðsins, verktaka þess og störf er varn- arliðið greiðir kostnað af Vinnuveitandi Janúar Janúar 1993 1994 yarnarliðið 936 910 íslenskir aðalverktakar 370 318 Keflavíkurverktakar 107 119 Ratsjárstofnun 62 62 Ræstingarverktakar 58 79 Pökkun húsgagna 48 57 Aðrir verktakar 49 85 Smærri verkkaup 10 12 Ríkisfyrirtæki 11 11 SAMTALS 1.651 1.653 má nefna viðhald á fjölskylduhús- næði. Keflavíkurverktakar fengu það verk í fyrra, skiluðu vinnu sinni með miklum ágætum og varnarliðið lét í ljós ánægju með hve vel og hratt var unnið. Reikna má með því að framhald verði á og Keflavíkurverktakar geti áfram haft í vinnu hátt í 40 manns vegna þessa Atvinnuleysi stafar ekki af samdrætti þjá varnarliðinu Atvinnuleysi er alvarlegt vanda- mál, sem íslendingum hefur löng- um verið að mestu óþekkt. Til langs tíma var það varla mælan- legt, en síðustu ár hefur það farið vaxandi og í janúar á þessu ári voru 7,7% vinnufærra manna án vinnu. Atvinnuleysi jókst mest á Vestfjörðum, höfuðborgarsvæðinu og Vesturlandi í mars síðastliðn- um. Á Suðumesjum var hins vegar næst minnsta atvinnuleysið og mældist það 5,5%. í fyrra var at- vinnuástandið aftur á móti verst þar á öllu landinu. Auðvitað er sú tala alltof há. Það er alltaf erfitt að sætta sig við atvinnuleysi, en það sýnir samt sem áður að Suður- nesjamenn eru betur settir en flest- ir aðrir landsmenn. Tölur vinnu- málaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins sýna nefnilega að frá mars í fyrra til mars á þessu ári fækkaði atvinnulausum á Suður- nesjum um 20%. Átvinnumál hjá varnarliðinu hafa verið í nokkru jafnvægi svo ekki er hægt að rekja vaxandi at- vinnuleysi á Suðurnesjum til sam- dráttar í starfsemi þess. Við þetta bætist að hlutfall Suðurnesja- manna í vinnu á Keflavíkurflug- velli hefur hækkað mikið um leið og hlutfall vinnuafls af Reykjavík- ursvæðinu hefur stórminnkað. Nærri tvöföldun fjölskyldufólks í varnarliðinu hefur ekki heldur orð- ið til að taka vinnu frá Islending- um. Byggðarlög á Suðumesjum, þar sem sjávarútvegur er afgerandi mikilvæg atvinnugrein, eins og Grindavík og Sandgerði, treysta minna en önnur á vinnu hjá vamar- liðinu. Fjarlægð frá Keflavíkur- flugvelli, eins og í tilfelli Grindavík- ur, kann einnig að hafa þar áhrif. Hins vegar lætur nærri að um 10% launþega í Keflavík, Njarðvík og Höfnum vinni hjá varnarliðinu. Er þá eftir að bæta þeim við sem vinna hjá verktökum og öðrum aðilum sem vinna fyrir varnarliðið. Framkvæmdir fyrir 38 milljarða íslenskra króna Á sama tíma og uppgangur var í vinnu hjá vamarliðinu á síðasta áratug jókst atvinnuleysi á Suður- nesjum jafnt og þétt 1980-1985. Fram til ársins 1987 dró örlítið úr atvinnuleysi, en frá þeim tíma jókst það stöðugt. Sem betur fer bendir ýmislegt til þess að ástandið fari batnandi á ný. Miklar, en tíma- bundnar, framkvæmdir varnarliðs- ins urðu því til að draga töluvert úr áhrifum þess samdráttar sem orðið hefur í atvinnulífi á Suður- nesjum. Uppgangstímabilið, sem nú má segja að sé lokið, var í raun undantekning frá venjubundinni starfsemi. Lokið er endurnýjun og byggingu nýrra mannvirkja fyrir um 38 milljarða íslenskra króna. Þensla á síðasta áratug, vegna framkvæmda á Keflavíkurflug- velli, og stöðugleiki í dag hafa þar af leiðandi dregið úr áhrifum at- vinnuleysis á Suðumesjum, svo ekki er hægt að tala um samdrátt hjá varnarliðinu og atvinnuleysi í framhaldi af því. þjónustustörfum, hefur skilað sér í meiri vinnu fyrir verktaka á sömu sviðum. Þar af leiðandi hefur ekki dregið að ráði úr heildarfjölda starfa fyrir varnarliðið. Þannig hefur t.d. ræstingarverktökum fjölgað um þriðjung og ýmis verk- efni, sem áður voru í höndum varnarliðsins sjálfs, hafa verið færð til íslenskra aðila. Sem dæmi ■ Varnarliösmenn □ Makar ■ Makar I starfi 1980 1985 1994 Starfsmenn varnarliðsins, verktaka þess og störf er varnarliðið greiðir kostnað af Vcmtar allar geróir atvinnubíla á skrá og á staóinn - Mikil sala Simon T-170 Hydraulic vökvalyfta érg. '88, verkpallur fyrir húsaviðgeröir. Mesta hæö 17 metrar. Verö 870 þús. Chevrolet Van árg. ’92, hvítur, ek. 43 þ. km, vél 6,2 I díesel, sjálfsk., Verö 2.050 þús. m/vsk. Volvo FL 611 árg. '87, meö kassa og lyftu l, 5 t., loftpúöar aö aftan, mikið endurn., m. a. ný loftpressa, nýir spindlar, vél 152 hö., málmkassar 6,10 I x 2,25 h x 2,25. Verð 2,7 millj. m/vsk. Kælivagn 40 ft, burðargeta 20,8 tn., Inn- fluttur 1988. Verð 1.250 þús. m/vsk. Volvo F18, 6x4 árg. '88 dráttarbíll, hvítur ek. 300 þús km., Globetrotter húsblll I góðu standi. Verö 5,7 millj. m/vsk. BILASALA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.