Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ eftir Ómor Friðriksson. MIKLAR sviptingar urðu í kringum skipun Steingríms Her- mannssonar og Eiríks Guðnasonar í stöðu seðlabankastjóra. Upplýst hefur verið að hvorugur bankaráðsfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins hafi greitt þessum umsækjendum atkvæði sín en Sig- hvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra lýsti því yfír í Morgun- blaðinu, eftir að niðufstaðan lá fyrir, að ákvörðun hans nyti stuðnings forystumanna Sjálfstæðisflokksins. Steingrímur telur sig hafa mjög ríka ástæðu til að ætla að hann hafí notið stuðn- ings forystu Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks allt frá því að viðræður og ráðagerðir um stöðuveitinguna hófust og segist hafa verið hvattur til að taka við bankastjórastöðunni. Skv. heimildum mínum innan Sjálfstæðisflokksins er þetta pólitíska samkomulag orðað svo, að forysta flokksins verji þessa niður- stöðu. Ágúst Einarsson, formaður bankaráðs og fulltrúi Alþýðu- flokks, og Guðmundur Magnússon, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, sögðu sig úr bankaráðinu í kjölfar ráðningarinnar og létu þung orð falla um að fagleg sjónarmið hefðu verið látin víkja fyrir flokkspólitískum hagsmunum. Hefð hefur verið fyrir því um árabil að flokkarnir bendi á fulltrúa sína í stöður bankastjóra við Seðlabankann og „eigi tikall“ til þessara embætta, eins og það er oft orðað. Skipun tveggja bankastjóra nú og allur aðdrag- andi þess á þannig rætur frá upphafi starfsemi Seðlabankans. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bankaráði Seðlabankans, Ólafur B. Thors og Guð- mundur Magnússon, báru upp tillögu um Birgi ísleif Gunnarsson í stöðu seðlabanka- stjóra í bankaráðinu 15. janúar árið 1991. Staðan var ekki auglýst þá fremur en venja var á þessum tíma og fékk Birgir atkvæði sjálfstæðis- mannanna í stöðuna. Ekki voru nefndir til aðrir umsækjendur, enda gengið út frá því að staðan til- heyrði Sjálfstæðisflokknum. Ágúst Einarsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í bankaráðinu, hefur þó lýst því yfir að hann hafi verið á móti ráðn- ingu Birgis ísleifs en hann sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Það gerði einnig Davíð Aðalsteinsson, Fram- sóknarflokki. Alþýðubandalags- menn voru á móti þessari skipan en Geir Gunnarsson, fulltrúi Al- þýðubandalags, lagði til að skipaður yrði aðstoðarbankastjóri í stöðuna til bráðabirgða meðan lög um stjórnskipun Seðlabankans væru endurskoðuð, en sú tillaga var felld. Það var síðan Jón Sigurðsson, þá- verandi viðskiptaráðherra, sem skipaði Birgi Isleif í bankastjóra- stöðuna. Forystumenn Alþýðu- flokks voru andvígir því í upphafi að skipa Birgi ísleif í þetta emb- ætti. Þeim snerist þó hugur, ekki síst af pólitískum ástæðum og töldu að ef þeir höfnuðu Birgi myndi það valda vandræðum í samstarfi Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks þegar fram í sækti. I þeim viðræðum, sem áttu sér stað á bak við tjöldin á undanföm- um mánuðum um skipun Stein- gríms Hermannssonar, rifjuðu sjálf- stæðismenn upp, þegar gengið var eftir því hvort fulltrúar flokksins í bankaráði Seðlabankans myndu styðja Steingrím, að fulltrúi Fram- sóknarflokksins hefði á sínum tíma ekki greitt Birgi ísleifí atkvæði. Birgir ísleifur var fýrsti seðla- bankastjórinn sem skipaður var tij takmarkaðs tíma, eða sex ára. í framhaldi af þessu varð samkomu- lag um það milli allra flokka að endurskoða seðlabankalögin og skipaði Jón Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra, nefnd fulltrúa allra þingflokka til að endurskoða seðlabankalögin í ljósi breyttra að- stæðna á íslenskum ljármagns- markaði. Nefndin skilaði frum- varpsdrögum vorið 1992 með ítar- legri greinargerð, þar sem m.a. voru lagðar til róttækar breytingar á stjórnskipulagi bankans. Nefnd- armenn voru m.a. sammála um að heppilegt væri að stórefla sjálfstæði Seðlabankans gagnvart ríkisstjóm. Meirihluti nefndarmanna lagði til að bankastjórar yrðu áfram þrír og stöður þeirra skyldu auglýstar lausar til umsóknar. Gerð var krafa um að bankastjórar hefðu víðtæka þekkingu á peningamálum og öðr- um sviðum efnahagsmála. Már Guðmundsson, fulltrúi Alþýðu- bandalags, skilaði séráliti og lagði til að seðlabankastjóri yrði aðeins einn en það hefur verið stefna Al- þýðubandalagsins seinustu ár. Ágreiningur wm awglýsingar í byijun síðasta árs óskaði dr. Jóhannes Nordal eftir að láta af starfi seðlabankastjóra um mitt ár 1993. Bankaráð greindi frá þessu með fréttatilkynningu 26. janúar. Að forgöngu Jóns Sigurðssonar við- skiptaráðherra og Agústs Einars- sonar, formanns bankaráðs, var ákveðið að auglýsa eftir umsóknum um stöðu bankastjóra til undirbún- ings tillögugerð bankaráðs til við- skiptaráðherra, í fyrsta skipti í sögu bankans, og samþykkti bankaráðið það samhljóða. Viðmælendur mínir úr röðum bæði alþýðuflokks- og sjálfstæðismanna halda því fram að ástæður þess að staðan var aug- lýst hafi fyrst og fremst stafað af fyrirhugaðri umsókn Jóns Sigurðs- sonar. Þótt enginn hafí efast um faglega hæfni Jóns var vitað að ráðning hans myndi vekja upp há-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.