Morgunblaðið - 08.05.1994, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 08.05.1994, Qupperneq 22
22 SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR/SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga kvikmyndina Ace Ventura — Pet Detective, gamanmynd sem Qallar um spæjarann Ace Centura sem sérhæfir sig að leita að týndum gæludýrum. í titilhlutverkinu er Jim Carrey. Myndinni hef- ur verið forkunnarvel tekið í Bandaríkjunum. Íim Carrey er 32 ára gamall frá Ontario í •. Kanada Am, að árum var hann farinn að troða upp til að fá félaga sína og vini til að hlæja. Hann var aðeins 15 ára gamall þegar hann var farinn að koma fram reglulega í klúbbi í Kanada og í fjögur ár fór hann um landið þvert og endilengt til að skemmta. Þegar Jim Carrey var orð- inn 19 ára hafði hann EkJki stirni heldur stjarna FRAMTÍÐIN Jbrosir við Jim Carrey eftir velggengni myndarinnar um Ace Vent- ura gæludýra- spæjara. fengið nóg af flökkulífinu og ákvað að slá sér niður í Los Angel- es. Þar fékk hann fljótlega vinnu hjá gamanleikaranum Rodney Dangerfield (Back to School o.fl.), sem hafði álit á stráknum og tók hann með sér á leikferð um Bandaríkin. Allt frá því hefur fer- ill Jim Carreys legið stöðugt upp á við og auk fyrrgreindra kvik- mynda og leiksins í In Living Color, sem gerði hann að sjón- varpsstirni, hefur hann verið með gamanþætti í sjónvarpi sem kenndir eru við hann sjálfan. Myndin um Ace Ventura gælu- dýraspæjara breytir hins vegar öllu fyrir Jim Carrey. Fyrir leik sinn í myndinni hlaut hann 22 milljónir króna í laun og þætti - sjálfsagt flestumnóg um en í kjöl- farvinsælda myndarinrtar er hann orðinn einn eftirsóttasti gaman- - Ieikári Bandaríkjanna og láunakr- öfur kapþans hafa tuttugufaldast og rúmlega það því fyrir næstu kvikmynd sem hann hefur gert samning um að leika í mun hann fá greiddar rúmlega 500 milljónir íslenskra króna. Slík tilboð fá aðeins þeir sem menn í Hollywood eru öruggir um að fólk muni flykkjastí bíóhúsin til að horfa á um ókontna íramtíð. Spæjari dýraríkisins MYNDIN um Ace Ventura gæludýra- spæjara er fyrsta kvik- myndin í fullri lengd ' i þar sem Jim Carrey fer með aðalhlutverk en áreiðanlega ekki sú síðasta ef marka má viðtökur áhorf- yndinni því menn ke- ppast um að bera lof á drenginn og líkja honum við ýmsa þekkta gaman- leikara. Vinsælagt virðist að kalla hann blöndu af Robin Willia-ms. óg- Jerrý Lewis. Til þessa hefjir Jim Carrey verið þekktastur-fyrir að leik sinn í vinsælum sjónvarpsþáttum vestanhafs sem heifa In Living Color og auk þess hefur hann komið við sögu í aukahlutverkufn í myndum á borð við Pegg Sue Got Married, með Kathleen Turner og Nicolas Cage í aðalhlutverkum, Éarth Girls Are Easy með Geena Davis og 'Dead Pool með Clint Eastwood, svo og í Once Bitten með Lauren Hutton og Clevon Littte. ÞAÐ er búið að ræna höfrungnum Snowflake, gæludýri Miami Dolphin- ruðningsliðsins. Niðurstaða markaðsde- ildar fótboltaliðsins er sú að aðeins einn maður geti leyst málið; maður sem sér- hæfir sig í að hafa upp á horfnum gæludýrum og þekkir í sundur höfrung og hnísu. Einkaspæjarinn Ace Ventura er maðurinn. Hann er sá alfærasti á þessu sviði og raunar sá eini svo vitað sé. Höfrungsrán eru alvörumál og markaðsstjóra Miami Dolphins fínnst spæjarinn ekki mjög traustvekjandi loksins þegar hún hefur upp á honum. Maðurinn lifir á fuglafóðri, er greiddur eins og páfagaukur og lítur út eins og hann klæði sig með lokuð augun. En hann er sá eini sem völ er á og því fær hann starfið. Ace hefst handa og árangurinn lætur ekki á sér standa. Hann fínn- ur strax sönnunargagn sem lög- reglunni hafði yfirsést; stein úr hring sem aðeins leikmenn meist- araliðs Miami Dolphins bera. En hann gerir sig og markaðsstjórann Melissu Robinson (Courtney Cox) jafnharðan að fífli þegar hann reynir árangurslaust að bendla frægan milljónamæring við ránið. Rannsóknaraðferðir Ace Vent- ura eru óvenjulegar. Þegar forseti ruðningsliðsins er myrtur mætir hann á svæðið til að leita að vís- bendingum og hleypur hnusandi eins og blóðhundur um svæðið. Fólk er farið að halda að hann sé ekki í lagi og ekki batnar það þeg- ar hann eltir leikmennina út um allan bæ og inn í sturtu til þess að reyna að sjá út hver þeirra hafí tapað steininum úr hringnum sínum. Málið verður dularfyllra og dularfyllra og ekki batnar það þeg- ar stjörnu Miami Dolphin-liðsins Dan Marino (sem leikur sjálfan sig) er rænt. Nú vandast málið því runa. nú eru það tvö spendýr sem Ace Ventura þarf að fínna, tíminn líður og úrslita- leikurinn nálgast. Að lokum kemur þó í ljós að Ace Ventura var réttur maður á réttum stað og að það er engin goðgá að nefna hann í sömu setn- ingu og spæjara á borð við Sherlock Holmes og Inspector Clo- usseau. Enginn annar en hann komst að því að höfrungsránið tengdist úrslitaleiknum árið 1984 og enginn annar en hann gat upp- götvaði að ýmsir þeir sem reyndu að leggja stein í götu rannsóknar hans höfðu óhreint mjöl í poka- horninu. Enginn annar en Ace Ventura gæludýraspæjari reynist að lokum fær um að upplýsa morð- ið, bjarga höfrungnum, finna Dan Marino og koma honum heilum á völlinn áður en úrslitaleikurinn er búinn. Þegar allt kemur til alls Heima í dýragarðinum EINS og sönnum gæludýraspæjara hæfir býr Ace Ventura ekki einn. Hann heldur heimili með 20 gæludýrum af ólíkum upp- stendur Ace Ventura uppi sem sig- urvegari, með pálmann í höndun- um og markaðsstjórann í fanginu. Sagan um Ace Ventura gælu- dýraspæjara er hugarsmíð hand- ritshöfundarins Jack Bernstein en hann vissi frá upphafi að þrátt fyrir að hugmyndin um gæludýra- spæjarann væri góð og handritið væri sniðugt og gæfi mikla mögu- leika þá myndi útkoman velta á því að réttu mennirnir fyndust til leika aðaihlutverkið og leikstýra myndinni. Jim Robin- son framleið- andi tók að að sér að gera mynd- ina og var sömu skoðunar. Sem leikstjóra valdi hann Tom Shadyac, sem hér leikstýrir sinni fyrstu kvikmynd, en hafði áður vakið athygli fyrir stuttmyndir og hafði starfað sem handrits- höfundur hjá Fox- sjónvarpsstöðinni. Shadyac var strax með á hreinu hvern hann ætlaði sér að velja í aðalhlutverkið. Jim Carrey skyldi það vera, náunginn sem lék í sjónvarps- þáttunum In Living Color og hafði þar skapað marga óvenjulega karakt- era. Jim gekk í liðið og í framhaldi af því var ákveðið að gera breytingar á sögunni og gefa aðalleikaran- um mikil völd um persónu Ace Vent- ura. Við þær breyt- ingar hafði Jim Car- rey fyrst og fremst eitt í huga: „Fólkið sem horfir á mig í Living Color býst við einhverju stórfurðu- legu. Ég var viss um að ef okkur tækist að koma einhverju slíku til skila með Ace Ventura þá vær- um við í góðum mál- um.“ í dag efast enginn um að Jim Carrey hafi verið rétti mað- urinn í hlutverkið og samstarfsmenn hans segja að hann sé meiriháttar gam- anleikari, eins konar blanda af Robin Will- iarns og Jerrý Lewis. Jim bjó til hlutverk Ace Ventura nánast frá grunni og skilaði því af sér með sínum persónulega stíl, á hátt sem enginn annar hefði get- að. Hlutur hans er talinn stór í því að myndin um Ace Ventura gælu- dýraspæjara er um þessar mundir ein mest sótta kvikmyndin í Bandaríkjunum. Án gæludýra væri mynd um gæludýraspæjara ekki mikið fyrir augað og auk höfrungsins sem rænt er í upphafí koma við sögu í myndinni 25 dýr, flest þeirra búa í dýragarðinum sem spæjarinn kallar heimili sitt. Þar ægir saman páfa- gaukum, páfuglum, skunkum, mörgæs- um, íkornum og apaköttum auk fjöl- margra hunda og katta. Dýrin leika talsvert hlutverk eins og eðlilegt er og í nokkrum atrið- um koma þau öll við sögu samstund- is. Myndin um Ace Ventura var að öllu leyti tekin í og við Miami og Fort Lauderdale í Flórída og mest gekk á dagana tvo þegar ein mesta íþróttastjarna fylk- isins, Dan Marino, leikstjómandi Miami Dolphins- liðsins, var að leika í myndinni í heimabæ sínum Coral Gables. Það var heldur ekkert smámál að fylla leikvöll Miami Dolphin-liðsins af fólki til að endur- skapa stemmning- una sem ríkir á Super Bowl, úr- slitaleiknum í am- erísku atvinnu- mannadeildinni, þar sem við sögu koma m.a. klapp- stýrur liðsins og 100 manna lúðra- sveit. En allt gekk upp og aðstandendur Ace Ventura — Pet Detective eru sannfærðir um að myndin sem þeir gerðu saman sé alveg einstök. „Það er útilokað að gera betur,“ segir leikstjórinn, Tom Shadyac. „Til að gera betur þyrfti að slá Jim Carrey út og það er einfaldlega ekki hægt.“ Alvöru íþrótta- stjarna EINN vinsælasti iþróttamaður Banda- ríkjanna, Dan Mar- ino, leikstjórnandi Miami Dolphin-ruðn- ingsliðsins, leikur sjálfan sig í myndinni um Ace Ventura gæludýraspæjara. í leikslok MARKAÐSSTJÓR- INN Melinda fagnar innilega árangri Ace Ventura við að bjarga málunum. Aha SPÆJARINN Ace Ventura beitir óvenjulegum rann- sóknaraðferðum sem skila óvæntum árangri. Á hraðri uppleið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.