Morgunblaðið - 08.05.1994, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 08.05.1994, Qupperneq 47
MORGUNBLAJÐIÐ heilabrotum að setja bílinn rétt upp fyrir brautina. Bíllinn er viðkvæm- ur á þvt undirlagi sem er á Imola- brautinni. Vikuna á undan gerðum við nokkrar tilraunir með uppsetn- ingu á bílnum,“ sagði Senna m.a. í greininni og bætti við: „Áhyggjur mínar varðandi það hve margir nýir ökumenn eru í Formula 1 urðu að sorglegri staðreynd, þegar Roland Ratzenberger fór útaf á hraðasta kafla brautarinnar. Dag- inn áður hafði Rubens Barrichello lent á öryggisgirðingu á fullri ferð. Ég þekki það af eigin reynslu að ungir ökumenn fara með allt öðru hugarfari en þeir reyndari. Taka áhættu sem menn hrista hausinn yfír stðar. í dag er mikið af ungum ökumönnum, sem skapar meiri hættu en ella.“ Sólarhring eftir að þessi orð voru rituð var Senna all- ur. Ekki hugsað mikið um öryggi Þeirri spurningu, hvort hann féll sjálfur í þá gryfju að aka hrað- ar en burðir bílsins leyfðu, verður sjálfsagt seint svarað. En miðað við það hvernig bíll hans fór beina leið útaf gæti skýringarinnar verið að leita í tæknilegri bilun. Það vill heimsmeistarinn fyrrverandi, á brautina aftur. Verði óhapp á þessum stað eru hundruð manna t hættu. Á Imola slasaðist viðgerð- armaður Ferrari alvarlega þegar hjól fór undan keppnisbíl Michels Alboretos á leið úr viðgerðarhléi. Nú er rætt um að takmarka að- gang viðgerðarmanna á þetta svæði og skipuleggja fýrirfram hvaða möguleika liðin hafa til bensínáfyllingar og dekkjaskipta í hverri keppni. Allir áttu von á óhappi Bretinn Max Mosley er forseti Alþjóða bílaíþróttasambandsins og hefur sínar skoðanir á atburðum síðustu helgar. „Það er ekki hægt að halda kappaksturskeppni þann- ig að enginn hætta sé á ferðinni, ekki þannig að keppnin verði spennandi fyrir góða ökumenn og áhorfendur. Við munum skoða gaumgæfilega það sem hefur gerst og það bjargar vonandi mannslíf- um í framttðinni. En slys munu verða, það fylgir þessari iðju og hefur alltaf gert. Það áttu allir von á óhappi, fyrr eða síðar. En tvö dauðaslys sömu helgi er eitthvað sem engan grunaði að gæti gerst. Þess vegna er áfallið og athyglin enn meiri en ella. Við verðum hins SAN MARINO KAPPAKSTURINN Austurríkismaðurinn Niki Lauda, meina: „Ég er sannfærður um að bæði útafakstur Ratzenbergers og Senna urðu vegna tæknilegra örð- ugleika. Hvorugur þeirra hafði stjóm á bílunum þegar slysin verða. Vandamálið er það að braut- in í Imola er gífurlega hröð, mis- hæðótt og gífurlegt álag er á bílun- um. Ökumenn síðustu ára hafa lít- ið hugsað um eigið öryggi eða brautanna, sem ekið er á, sökum þess að ökumannsklefarnir eru orðnir mjög öruggir. En það er gífurlega hættulegt að aka Form- ula 1 bíl og það þarf sífellt að vinna að öryggismálum," sagði Lauda. Heimsmeistari síðasta árs, Frakkinn Alain Prost, var ómyrkur í máli eftir Imola-kappaksturinn. „Ég reyndi í mörg ár að fá öku- menn til að ræða öryggismál, en jafnvel toppökumenn léðu því ekki eyra. En það verður að gera eitt- hvað, slysin um helgina sýna það svart á hvítu. Stjómendur mótanna og keppnisliðin hafa hugsað of mikið um peninga, ekki íþróttina eða ökumenn sem slíka. Mitt líf hefur breyst mikið eftir að ég ákvað að hætta kappakstri. Ég þarf ekki sífellt að hugsa um ljá dauðans, sem ökumenn hafa sífellt yfir höfði sér. Þegar kappaksturs- bíll, sama hve öruggur hann á að vera, ekur útaf á 300 km hraða, þá er það aðeins lukka sem varnar því að stórslys verði.“ Umræðan í dag snýst um það hvort keppnisbílarnir séu orðnir of hraðskreiðir og kraftmiklir. Einnig þykir reglubreyting, sem leyfir bensínáfyllingu á viðgerðarsvæði varasöm. í hverri keppni eru 26 keppnisbílar og í kringum hvern bíl á viðgerðarsvæði hafa verið allt að sextán manns. Bílarnir koma á mikilli ferð inn til viðgerða og æða á yfir 100 km hraða gegn- um afmarkað viðgerðarsvæðið út vegar að gæta stillingar og skoða málið með rökum, ekki láta tilfinn- ingar hlaupa með okkur í gönur. Við vissum sömu staðreyndir fyrir hálfum mánuði og í dag. Formula 1 er hættulegur leikur. Atvikið sem henti Senna verður skoðað og sömuleiðis slys Ratzenbergers. Það verður skoðað af festu og yfirveg- un,“ sagði Mosley. Keppendur í Formula 1 leggja lífið að veði í hverri keppni. Alvar- leg slys hafa orðið síðustu ár, en ekki dauðaslys. Menn hrökkva því enn frekar upp við vondan draum þegar maður eins og Senna fellur í valinn. Orð Senna um þátttöku manna í kappakstri segja meira en mörg orð hvaða hugarfar þarf til að ná árangri í þessari íþrótt: „Til að ná árangri þarf maður að vera hræddur, það er mjög mikil- vægt. Það heldur í manni lífinu að keyra ekki frá sér allt vit. Menn annaðhvort hafa hæfileikana til að stýra svona bílum eða ekki. Síðan er það undir pesónuleikanum kom- ið hvaða leiðir eru farnar að settu marki, hvernig maður lætur drauminn rætast,“ sagði Senna einhverju sinni. Hann náði tak- marki sínu þrisvar, varð heims: meistari 1988, 1990 og 1991. í dag er hann allur, en hans verður minnst sem eins fljótasta öku- manns, sem komið hefur fram á sjónarsviðið. Næstu vikur verða viðræður milli ökumanna, keppn- isliða og Alþjóða bílaíþróttasam- bandsins um hvernig bregðast skuli við óhappinnu. Eitt er þó víst, ekki verður haldin Formula 1 keppni á Imola-brautinni nema gagngerar endurbætur verði gerð- ar á henni. Bæði þarfnast sjálf akstursbrautin lagfæringar og varnarveggir eru taldir of nálægt brautinni og of harðgerir. Það sannaðist í óhöppum síðustu helg- iöni Giblfiv lutofl .muiilld i SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 47 - STÚDENTAFAGNAÐUR Nemendasambands Menntaskólans í Reykjavík verður haldinn föstudaginn 27. maí á Hótel íslandi og hefst kl. 19.00. Nýstúdentar og allir afmælisárgangar eru hvattir til þess að fjölmenna. Miðasala verður í anddyri Hótels íslands, miðvikudaginn 25. og fimmtudaginn 26. maí, kl. 16-19 báða dagana. JE Samkvæmisklæðnaður Stjórnin. Með einkaþotu )urocard til fyrir aðeins 25.820 kr. eða minna á mann! 3.-5. júní Nu cr rctti tíminn til að fá scr Eurocard! 4000 kr. afsláttarávísun fylgir hverju /Vl'I AS og gullkorti Nú átt þú kost á að slást í för með glað- beittum handhöfum Eurocard til Hamborgar í þotu á vegum Samvinnuferða-Landsýnar. Og þú hefur sannarlega ástæðu til að hlakka tíl: Pramundan eru þrír heilir dagar í hinni gróðursælu og fögru Hamborg þar sem færi gefst á að njóta alls þess sem hin fjöruga borg hefur upp á að bjóða. Og verðið er frábært: Aðeins 25.820 kr. á mann. Ef þú ert handhafi ATLAS- eða gullkorts frá Eurocard faerðu þar að auki 4000 kr. afslátt því afsláttarávísunin gildir einnig fyrir þessa ferð.* Hamborg býður upp á ótal möguleika: Sigling á Alstervatninu eða gönguferð um þröng strætí gamla borgarhlutans þar sem ilminn leggur frá notalegum veitingahúsum og ævafornar bjórkrár eru á hveiju strái. Það er gott að versla í Hamborg. I nýju, fjölbreyttu verslanahverfi sem tengist aðaljárnbrautarstöðinni, skammt frá hótelinu, er hægt að versla fram á kvöld bæði laugardag og sunnudag. ♦ Flogið verður frá Keflavík kl. 6.45 á föstudagsmorgni og til baka frá Hamborg kl. 20.00 á sunnudagskvöldi. Gist verður á fyrsta flokks hóteli, Holiday Inn Crowne Plaza, morgunverður innifalinn og íslenskur fararstjóri verður með hópnum. Innifolið í verði: Flug, gisdng, morgunverður, foi-arstjórn, akstur til og frá flugvelli erlendis, skattar og gjöld. Hafðu strax samband við Samvinnuferðir-Landsýn og tryggðu þér sæti í þessa einstöku ferð. Samvinniiferliir Landsýn SIMI: 91- 69 10 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.