Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ KAPPAKSTUR Ayrton Senna var fjölmiðlamatur, hvert sem hann kom. Hér svarar hann spumingum blaðamanna á Silverstone-kappakstursbrautinni í Englandi. Dekkjahitarar eru notaðir fyrir ræsingu keppni. Vegna endurræsingar í San Marínó voru dekkin ekki við kjörhita, þegar bílarnir æddu af stað að nýju. TVÖ DAUÐASLYS íFormula 1 um síðustu helgi hafa minnt menn á af hverju kappakstur var kallað- ur leikur dauðans á árum áður. Mörgum er spurn hvort Formula 1 kappakstur sé á ný orðinn of hættuleg íþrótt. Slysin tvö, fyrst lát Austurríkis- mannsins Rolands Ratzenbergers og síðan Brasil- íumannsins Ayrtons Senna á Imola-brautinni, hafa valdið miklum viðbrögðum um allan heim. Senna var án vafa einn besti kappakstursökumaður sem uppi hefur verið, vann heimsmeistaratitilinn þrí- vegis á ferlinum. Hann lét lifið þegar Williams- keppnisbíll hans skall á steinvegg á 320 km hraða. Enn er óljóst hvort tæknileg bilun, mistök öku- manns eða aðrar ástæður liggja að baki því að Senna fór útaf og endaði á veggnum. Lát Senna og Ratzenbergers eru fyrstu dauðaslysin i Form- ula 1 ítólf ár. Ratzenberg lést þegar bíll hans fór útaf ítímatöku daginn fyrir keppni. > i - I Eftir Gunnlaug Rögnvaldsson Ayrton Senna var þjóðhetja í heimalandi sínu og 1,2 millj- ónir manna mættu á götur heima- bæjar hans, Sao Paulo, þegar hann var borinn til grafar á fimmtudaginn. Um allan heim minnast milljónir áhangenda þessa frækna kappa, sem lét lífið við þá iðju sem hann ólst upp við frá blautu bamsbeini. Margar vangaveltur em uppi um hvað hefur gerst hjá Senna á Imola-brautinni. Svartur kassi úr bíl Senna, svipaður og er skoðaður þegar flugvélar farast, er í skoðun hjá yfírvöldum á Ítalíu, en keppnin fór fram í San Marino. í upphafi keppninnar, í rásmarkinu, ók Pedro Lamy aftan á bíl J.J. Letho á mik- iili ferð og bílarnir splundmðust, þannig að endurræsa þurfti keppn- ina. A meðan brautin var hreinsuð óku keppendur í halarófu á eftir undanfara mótsstjórnar, tæpa fímm hringi. Olli biðin slysinu? Ökumenn reyndu að halda dekkjunum heitum, með því að sveigja annað slagið til hliðanna. Ein hugmynd sem kastað hefur verið fram er sú hvort þetta hlé hafí valdið því að dekkin hafi ekki verið nægilega heit fyrir þann hörkuakstur, sem tók við um leið og keppnin var ræst að nýju. Senna komst aðeins einn hring áður en hann fór útaf á fullri ferð. Fyrir venjulega ræsingu er dekkjunum haldið heitum með sérstökum hita- pokum, þannig að gripið er eins gott og hugsast getur. Biðin eftir endurræsingu hefur öragglega kælt dekkin niður. Þá er sá mögu- leiki fyrir hendi að ekki hafi tekist að hreinsa brautina af öllum leifum Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Senna í Williams-bílnum AYRTON Senna um borð í Williams-bílnum, á æfingu í Estoril í Portúgal í mars síðastliðnum, skömmu áður en Formula 1 keppnistímabilið hófst. Þessi frábæri brasilíski kappakstursmaður var aðeins 34 ára gamall þegar hann lést. klesstra bílanna, þær hafi komist í dekkin og gert þau viðsjárverð, eða jafnvel sprengt dekk hjá Senna. Þetta era þó aðeins getgát- ur. Brautin í Imola er mjög mishæð- ótt og nokkram sekúndubrotum áður en Senna fer útaf sést á myndbandsupptöku úr bíl Michaels Schumachers, sem var á eftir, að Williams-bíll Senna tekur harka- lega niður á ójöfnu í tvígang. Skildi eftir stóra skellu á brautinni. Hugsast getur að uppsetning fjöðr- unar og vindskeiða hafi verið of tæp fyrir braut sem ekki var slétt. Senna ritaði sjálfur grein í dag- blaðið Welt Am Sonntag, sem birt- ist sama dag og keppnin fór fram í San Marino, þar sem hann sagð- ist eiga í erfiðleikum með bílinn og væri að gera tilraunir með upp- setningu til að laða fram það besta í bflnum. „Það hefur valdið mér Ayrton Senna Ayrton Senna Da Silva fæddist 27. mars 1960 og var því 34 ára er hann lést, 1. maí sl. Fyrstu kynni Sennas af kapp- akstri vora þau að faðir hans smíðaði handa honum „go kart“- kappakstursbíl er Senna var að- eins fjögurra ára, en hann var orðinn þrettán þegar hann vann fyrstu kartkeppnina. Senna ók lOOcc kart-bílum í nokkur ár með góðum árangri. Ferill hans stórt stökk eftir að hann flutti tit Englands 1981, og hóf að aka Formula Ford kapp- akstursbíl. Hann vann 22 sigra 1982 og vakti strax athygli Formula 1 liða. Fékk mörg til- boð, en ákvað að fara sér hægt og fór til Formula 3 liðs. í júlí 1983 prófaði hann Williams Formula 1 bíl fyrsta sinni, nokkur lið buðu honum samning í árslok og hann fór til Toleman. Árið 1985 gekk hann til liðs við Lotus og vann fyrsta Formula 1 sigurinn i Portúgal 21. apríl. Sigramir urðu tveir það ár og sömuleiðis næstu tvö ár á eftir. Hann fór frá Lotus til McLaren haustið 1987 og sló í gegn á fyrsta ári með nýja liðinu, vann átta mót af sextán og varð heims- meistari, en hann ók með Frakk- anum Alain Prost í liði. Prost fagnaði sigri næsta ár, þótt Senna ynni sex glæsta sigra. 1990 vann Senna sex sinnum og varð heimsmeistari að nýju, og árið eftir, er Prost var hjá Ferr- ari, varði hann titilinn. 1992 var ár Nigels Mansells, en Senna vann engu að síður þrjú mót. Á siðasta ári atti hann kappi við Prost um meistaratign- ina og varð annar. Senna fór svo til Williams fyrir nýhafíð keppn- istímabil og byrjaði ekki vel því hann varð að hætta keppni, bæði í Brasilíu og Mónakó. Þriðja keppni ársins var svo i San Mar- ínó. Þar lauk á sviplegan hátt glæsilegum ferli Brasilíumanns- ins, sem hafði unnið 41 sigur í Formula 1 keppni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.