Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 25 tungu. Er þá málræktin pólitísk? „Já, það er ekki laust við það. Hún er hápólitísk, enda hafm yfir alla pólitíska flokkadrætti í landinu." Baldur segir að í losinu sem Evrópusamruninn veldur, sé varð- veisla íslenskunnar á við þau réttindi okkar að vera talin gjaldgeng í sam- félagi evrópskra þjóða. Við ræðum þann möguleika, að íslendingar verði látnir bjarga sér á ensku á vettvangi Evrópuheildarinn- ar, en erum sammála um að það séu Ekkert stendur íslensku pjóðerni nær en íslensk tunga - ekkertstendur lýðveldishátíð íslendinga Þau epu á okkar vegum. Styðjum við bakið á heim. Munið gíróseðlana Rauöi kross Islands Rauöarárstíg 18, 105 Reykjavík, simi 91-626722 nær en íslenskt hjóðerni alls ekki allir sem geti tjáð sig á þeirri tungu, hvað þá skilið hana til hlítar. Baldur telur, að slík holskefla af textum muni flæða yfir okkur vegna Evrópusamrunans að stofna þyrfti sérstaka þýðingamiðstöð. „Það þarf að lyfta grettistaki í þýðingamálum, svo mikil þörf er fyr- ir vaxandi starfsemi þýðenda og túlka. Horfum á stöðuna. Það verður að vera hægt að túlka og þýða í báðar áttir. Ef um níu þjóðtungur er að ræða í Evrópusamstarfinu, og þarf að vera unnt að þýða af hverri sem er á hveija sem er, þá eru komn- ar 8x9 eða 72 samskiptaleiðir. Hugs- um okkur að fjölgi um eitt mál, þá verða samskiptaleiðimar 90. Með sömu kröfum fjölgar þeim grimmi- lega fljótt. Þær þjóðir sem fá aðild, verða að hafa með sér um 100 manna her þýðenda og túlka. Við verðum að spyija okkur sjálf, hvort við séum í stakk búin til þess.“ íslensk málstöð er til húsa í litlu einbýlishúsi á Aragötu 9. Herbergi Iítil og vart hægt að tala um fundar- herbergi, hvað þá fundarsali, en hér er fundað um það dýrmætasta sem íslensk þjóð á. Stöðugildin eru þijú. Kári Kaaber er skrifstofustjórinn sem sér um veraldarvafstrið, fjár- mál, bókhald, póst og síma. Hann er með BA-próf í latínu og grísku. Baldur Sigurðsson er málfræðingur og vinnur við málfræðileg úrlausnar- efni. „Okkur vantar tilfínnanlega annan málfræðing til að sjá fram úr verkefnum," segir Baldur. Baldur Sigurðsson hefur átt í miklu stríði að undanförnu. Hann er að beijast við að koma þ-inu okkar inn í evrópskt stafróf. „Við köllum þetta stafréttarmál," segja þeir nafn- ar. „Þ-ið er ekki leitt af neinum staf; það er frumbókstafur í evrópska staf- rófínu. Danski fulltrúinn í Evrópu- nefnd um stafatækni var mjög and- vígur þessu og stóð tölvubardagi um íslenska þ-ið. Nú hafa sigurvonir okkar glæðst." — Er ð-ið ekki líka frumbókstaf- ur? „Við hikum með ð-ið, þar sem segja má að það sé leitt af d-i, þó að það sé umdeilanlegt." Nýyrðasafn íslenskrar málstöðvar er afar fróðlegt og skemmtilegt. Ekki er úr vegi að láta lesendur spreyta sig á merkingu ýmissa ný- yrða. Hvað merkir til dæmis orðið slembisýni eða orðin biða og biðuleik- ur? Ur Orðaskrá úr uppeldis- og sálar- fræði koma þessi fallegu orð: hlítar- árátta — tilhneiging til að heimta sífellt meira af sjálfum sér og öðrum; dulskár draumur — draumur með dulda merkingu; dulminni — skap- andi hugsun. „Við vitum aldrei hvort nýyrðin lifa. Þau liggja oft hjá áratugum saman, koma svo allt í einu upp á yfirborðið, inn í daglega málið,“ seg- ir Baldur. Engin salarkynni hýsa Íslenska málstöð, en blaðamaður sannfærist um að hér er unnið gagnmerkt starf og einlægur vilji til að vinna meira og betur. Ekki skortir verkefnin og nóg er til af vel menntuðu fólki til að vinna þau, en hér eins og víða annars staðar skortir fjármagn til að borga fyrir unnin störf. Bersýni- lega þarf að lyfta grettistaki til að geta hlúð betur að fjöreggi íslensku þjóðarinnar. \ . / / umariJboð Við hjá Rafha erum komin I hörku sumarskap og erum pví með ýmis girnileg tilboð Verslunin Rafha í Hafnarfirði og verslunin Rafha í Borgartúni hafa nú verið sameinaðar í eina verslun. ZANUSSI þvottavél 1000 sn. 3 ára ábyrgö. ELDHÚS • BAD • FATASKÁPAR • ELDHÚS Opið kl. 9—18 og nk. laugardag frá kl. 10—14 öll verö eru staögreiðsluverö. d)S fWlUNALÁfSl suðurlandsbrau^^^iBRS^oo

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.