Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 39 BREF TIL BLAÐSINS ÞÚFNABANINN vinnubúinn. Upphaf vélaaldarí íslenskum landbúnaði Frá Þorkeli Hjaltasyni: SÍÐASTI þúfnabaninn í heiminum er að grotna niður hjá Bútækni- safninu á Hvanneyri. Þar fer síð- asta minnismerki um stórhug for- ustumanna íslensks landbúnaðar á þriðja tug aldarinnar og fyrsta raunhæfa vélin sem ruddi braut vélaaldar í íslenskum landbúnaði og jafnvel í samgöngubótum líka. Forsagan Árið 1921 var merkisár í sögu íslensks landbúnaðar en þá kom- fyrsti þúfnabaninn til landsins um miðjan júlí fyrir tilstuðlan Sigurðar Sigurðssonar þáverandi búnaðar- málastjóra og með honum þýskur maður, G. Wacker að nafni, og skyldi hann reyna vélina og kenna notkun hennar. Með honum voru ráðnir tveir menn er skyldu læra stjórn hennar en þeir voru Árni G. Eylands og Sigurður Egilsson frá Laxamýri og hófst vinna með vélina í Fossvoginum 26. júlí 1921. Fljótlega blasti þá við hvílík bylt- ing var að gerast í jarðræktarmál- um og að aftur yrði ekki snúið, vélaöld í íslenskum landbúnaði var að hefjast fyrir alvöru þó að rólega færi næstu ár. Þúfnabaninn lagði fram ómældan skerf til að tvö djörfustu ævintýri íslenskrar ræktunarsögu á fyrri hluta aldar- innar urðu að veruleika, ræktun Þorleifs Guðmundssonar á Vífils- stöðum og athafnir Thors Jensens á Korpúlfsstöðum. Árið 1922 kaupir BÍ annan þúfnabana til Akureyrar og árið 1926 eru keypt- ir 4 notaðir þúfnabanar frá Sví- þjóð, tveir fara að Korpúlfsstöðum til Thors Jensens, einn fer til Þúfnabanafélags Akureyrar og þann fjórða kaupir Sveinn Jónsson frá Fjalli á Skeiðum. Síðar selur Bí fyrsta þúfnabanann Gunnlaugi Gunnlaugssyni, sem lengi hafði unnið með honum. Árið 1932 selur Þúfnabanafélag Akureyrar tvo þúfnabana til Vildmosekom- missionen á Jótlandi sem notaði þá við ræktun Store-Vildmose ásamt fleiri slíkum vélum, en fyrsti þúfnabaninn sem kom til Dan- merkur hóf þar vinnu árið 1921, sama ár og fyrsti þúfnabaninn kom til íslands. Gerð og búnaður Þúfnabanarnir eða Landbau- motor Lanz voru smíðaðir í búvéla- verksmiðju Heinrich Lanz í Mann- heim í Þýskalandi á árunum 1912-1916. Alls voru seldir 120 stk. en margir voru notaðir af þýska hernum í fyrri heimsstyij- öldinni sem dráttartæki. Þeir voru að mestu smíðaðir eftir tillögu- teikningu ungversks vélfræðings, Karls Köszegis. Þúfnabaninn vó 6,6 tonn, hann var með 80 ha. 4 Gagnasafn Morgnnblaðsins Allt efni sem birtist í Morgun- blaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýs- ingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á ann- an hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylg- ir fyrirvari hér að lútandi. Hérmun engin hálfvelgja duga Frá Halldóri Kristjánssyni: í DAG SKULUM við hugleiða hvað hefur brugðist í vörnum gegn vímu- efnum. Sjálfsagt er margt sem mætti bet- ur fara. En það sem einkennir sér- staklega síðustu áratugi er sú yfirsjón að víða er hugsað um það öðru frem- ur að sinna þeim sem sjúkir eru orðn- ir en ekki að verjast sýkingu. Ekki þarf lengi um það að ræða að mestu sigrar í heilbrigðismálum hafa unnist með því að menn voru varðir sýkingu. Þurfum við að nefna berkla, taugaveiki,- holdsveiki, sulla- veiki? Eða eyðni? Eru ekki vonir um árangur alls staðar bundnar öðru fremur við að veijast sýkingu? Þess hefur lítt verið gætt í baráttu við vímefnin. Nú hafa AA samtökin starfað í 40 ár hér á landi. Þau hafa unnið gott starf og mörgum orðið að liði. Síst skal vanmeta það. En hvergi verður lát á því að menn þurfi hjálp- ar að leita. Þar koma stöðugt nýir og nýir. Og svo fer því fjarri þrátt fyrir AA, SÁÁ, o.s.frv. að takist að hjálpa öllum. Því er líkast sem sum- ir hafi fengið glýju í augu vegna þess sem heppnast hefur við endur- hæfingu vímuefnaneytenda. Því er eins og margir góðir menn sætti sig við það að menn bjóði hættunni heim. Neysla áfengis sé sjálfsögð þangað til kemur í ljós að menn þoli ekki áfengi - verði áfengissjúklingar, eins og það er kallað. Þá er að fara í meðferð, leita hjálpar, en þeir sem ekki eru orðnir aumingjar haldi áfram. Meðal unglinga hefur þetta áhrif. Þar finnst ýmsum rétt og sjálfsagt að neyta áfengis í trausti þess að öllu sé óhætt. Ef annað skyldi reyn- ast þá er bara að fara í meðferð. Hér má nefna Foreldrasamtökin vímulaus æska. Ekki skal ég lasta þau enda félagsmaður þar eins og í SÁÁ. En ég trúi því að meiri árang- ur næðist af samtökunum Vímulausir foreldrar. Það nafn er raunar ekki til en til eru bindindisfélög og þau gera sitt gagn hvað sem þau heita. Þar eru samtök vímulausra foreldra. Og þau bíða eftir nýjum liðsmönnum. Þegar farið var að bindast samtök- um gegn áfengisböli í byijun 19. aldar vildu menn vinna ofstækis- laust. Þá stofnuðu menn hófsemd- arfélög,- bundust samtökum um hóf í neyslu eða þeir efndu til bindindis um sterka drykki. Þær tilraunir stóðu ekki lengi. Menn sáu fljótlega að annað hvort var að stíga sporið fram og vera í bindindi um allt áfengi eða sleppa slíkum tilburðum. Þessu svip- ar nokkuð til stöðunnar nú. Menn eru að þreifa fyrir sér hveijum árangri megi ná án þess að stofna til bindindis af fullum trúnaði. En hér mun engin hálfvelgja duga. HALLDÓR KRISTJÁNSSON frá Kirkjubóli. strokka bensínvél. Afturhjólin voru tveggja metra há og 1,35 m. breið og framhjólin 1 metra há og 0,8 m. breið. Tætarinn var festur aftanvið traktorinn og var á tveimur 1 metra háum hjólum. Vinnslubreidd vélarinnar var 2 metrar. Staðan í dag í dag liggur eini þúfnabaninn sem eftir er úti og ryðgar niður og hefur gert síðan hann var gef- inn Hvanneyraskóla í kringum 1947. Mjög brýnt er að huga að enduruppbyggingu og varðveislu á þessu merkilega og vandaða tæki sem olli byltingu í landbúnað- armálum og er orðinn eftirsóttur og verðmætur safngripur. Aðeins er talið að einn annar sé til í heim- inum og er hann talinn vera á Jótlandi. Ég skora á Búnaðarfélag íslands og aðrar stofnanir land- búnaðarins að leggja til fé til upp- gerðar og varðveislu þúfnabanans og til minningar um stórhug og framsýni manna sem að þessu máli komu og til að komandi kyn- slóðir geti séð þetta merkilega verkfæri. (Helstu heimildir: Búvélar og ræktun eftir Árna G. Eylands og Búnaðarsambands Kjalarnesþings fimmtíu ára eftir Guðmund Jónatansson.) ÞORKELL HJALTASON, bifvélavirki og áhugamaður um varðveislu gamalla minja. SKOUTSALA Opnum ó mónudag með vandaða skó af heildsölulager fró Axel 0. Einnig mikið úrval af verksmiðjulager beint fró Portúgal. Barnaskó; - strigaskór - dömuskór - herraskór. _______Útsalan stendur aðeins í viku._ Aðeins 4 verð: 990f- 1 990f- 2490,- 2.990.- himhh V/SA Skóverslunin Laugavegi 1 1 - Sími: 21675 blabib -kjarni málsins! Sjábu hlutina í vibara samhengi! Ásgeir Theodórs, læknir Sérgrein: Meltingarsjúkdómar Kjartan Örvar læknir, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, mun verða staðgengill minn fró 1. maí til 30. október 1994. Hann mun starfa bæði ó St. Jósefsspítalanum í Hafnar- firði (s. 50188) og í Læknastöðinni í Glæsibæ, Álfheimum 74 (s. 686311) í Reykjavík. Reykjavík, 30. maí 1994. Ásgeir Theodórs, læknir. Kjartan Örvar, læknír.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.