Morgunblaðið - 08.05.1994, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 08.05.1994, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 11 værar deilur og því hafi alþýðu- flokksmenn talið að heppilegra væri að standa að þessum málum á faglegum grundvelli í anda frum- varpsins fyrrnefnda. Viðmælendur mínir segja að það hafi þó verið ljóst frá upphafi að Davíð Oddsson forsætisráðherra hafi verið á móti því að auglýsa stöðuna og raunar verið andvígur því fyrirkomulagi allar götur síðan. Eru ýmsir viðmælenda minna orðnir efins um að seðlabankalög- unum verði breytt í bráð, þegar hafðir eru í huga þeir atburðir sem áttu sér stað í kringum seðlabanka- stjórastöðurnar á seinustu misser- um. Margir gagnrýna einnig það fyrirkomulag að bankaráð sé yfir- leitt að auglýsa stöður seðlabanka- stjóra, ekki síst í ljósi ágreinings um ráðningu bankastjóra nú, þegar það er viðskiptaráðherra en ekki bankaráðið sem hefur stöðuveiting- arvaldið. Hef ég upplýsingar um að hvorki innan Sjálfstæðisflokks né Framsóknarflokks sé nú áhugi fyrir því að hafa oftar þann háttinn á að auglýsa stöðu seðlabankastjóra og að bankaráðsmenn myndu hugsa sig tvisvar um áður en þeir ákvæðu að auglýsa þessar stöður að óbreytt- um lögum. Sjö umsóknir bárust um stöðu seðlabankastjóra í stað Jóhannesar Nordal áður en umsóknarfrestur rann út 15. júní á seinasta ári. Meðal umsækjenda voru Eiríkur Guðnason, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, Ingimundur Frið- riksson, forstöðumaður í alþjóða- deild, en hann var fyrir skömmu ráðinn aðstoðarbankastjóri við Seðlabankann, Már Guðmundsson, forstöðumaður í hagfræðideild og Yngvi Örn Kristinsson, forstöðu- maður tölfræðideildar. 21. júní 1993 voru greidd at- kvæði um umsækjendur í bankaráð- inu. Jón Sigurðsson fékk atkvæði Ágústs Einarssonar og fulltrúa Sjálfstæðisflokks, þeirra Ólafs B. Thors og Guðmundar Magnússon- ar. Fulltrúar Alþýðubandalags og Framsóknar, þeir Geir Gunnarsson og Davíð Aðalsteinsson, sátu hjá við atkvæðagreiðsluna því þeir töldu víst að búið væri að ráðstafa stöðunni fýrirfram. Sighvatur Björgvinsson, nýskipaður viðskipta- ráðherra, skipaði svo Jón Sigurðs- son bankastjóra. Rœtt um bankast jóramál sl. haust Heimildir innan Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks staðfesta að síðastliðið haust hafi Steingrímur Hermannsson og Davíð Oddsson hist að ósk Steingríms til að ræða um bankastjórastöðu Tómasar Árnasonar við Seðlabankann, sem vitað var að myndi losna um ára- mót en Tómas hafði þá ákveðið að segja af sér vegna aldurs. Ekkert var minnst á þann möguleika að Steingrímur sækti um stöðuna skv. upplýsingum mínum en skýringar, sem ég hef fengið bæði meðal sjálf- stæðismanna og framsóknarmanna af þessum fundi, eru þær að þar hafi Steingrímur verið að leita hóf- anna um stuðning forystu Sjálf- stæðisflokks við þann fulltrúa sem framsóknarmenn myndu tilnefna í stöðu Tómasar og forsætisráðherra hafi tekið jákvætt í umleitun Stein- gríms. í byijun nóvember sl. fór stjórn Norræna fjárfestingarbankans (NIB) þess á leit við Jón Sigurðsson að hann tæki við aðalbankastjóra- stöðu við Norræna fjárfestingar- bankann og þekktist Jón boðið. Þá blasti við að ekki ein heldur tvær bankastjórastöður myndu fljótlega losna við Seðlabankann, en gengið var frá því að Jón Sigurðsson tæki við hinni nýju stöðu 11. apríl á þessu ári. Um svipað leyti lagði Sighvatur Björgvinsson fram frumvarp á Al- þingi um að fresta ráðningu í bankastjórastöðurnar meðan seðla- bankalögin væru til endurskoðunar og lýsti viðskiptaráðherra því yfir að í tengslum við þá endurskoðun Vinsælasti sumarleyfisstabur í Evrópu. Meb einstökum samningum geta Heimsferbir nú bobib þriggja vikna ferb meb dvöl í þessum nýuppgerbu íbúbum á hreint ótrúlegu verbi. Abeins 10 íbúbir eru í bobi á þessum einstöku kjörum. VefÖ kf. Críptu tœkifœríb og bákabu strax! 42.900 pr. mann m.v.hjón me& 2 börn Verð kr. 54.900 pr. mann m.v. 2 í íbúð Þjónusta Heimsferba íslensk fararstjórn Spennandi kynnisferbir Vibtalstímar á gististöbum Þrif 5 sinnum í viku Akstur til og frá flugvelli HEIMSFERÐIR VISA Austurstræti 17 Sími 624600 Pú sparar 3.250 kr. Pú sparar 5.460 kr. yrði tekin ákvörðun um hvort rétt væri að fækka seðlabankastjórum og hafa hann bara einn, auk aðstoð- arbankastjóra eins og gert væri í nálægum löndum. í byrjun þessa árs hafði þó þetta mál snúist á þann veg í viðræðum forystumanna flokkanna, að bankastjórar við Seðlabankann yrðu áfram þrír. Lýsti viðskiptaráðherra því þá yfir að engin ástæða væri til að fresta frekar ráðningu í bankastjórastöð- urnar. Viðræður við Steingrím Sunnudaginn 9. janúar bar skip- un Steingríms Hermannssonar í embætti seðlabankastjóra fyrst á góma á fundi Steingríms með Sig- hvati Björgvinssyni. Heimildum ber ekki saman um hvort Steingrímur lýsti áhuga sínum á að fara í Seðla- bankann á fundi sínum með Sig- hvati eða hvort það var Sighvatur sem bauð Steingrími að sækja um. Það er sjónarmið alþýðuflokks- manna að Sighvatur hafi átt þessar viðræður við Steingrím að ósk Steingríms og Steingrímur hafi lýst því þar yfir að það berðist um í huga hans að draga sig í hlé frá stjórnmálum og sækja um stöðu seðlabankastjóra. Sighvatur hafi tjáð honum að það kæmi vel til greina að skipa hann en af því gæti þó ekki orðið nema með sam- komulagi beggja stjórnarflokkanna og Steingrímur yrði sjálfur að ræða það við Davíð Oddsson, þar sem Sighvatur hafi ekki viljað bera boð- in á milli. Alþýðuflokksmenn telja skv. heimildum mínum að Stein- grímur hafi um langa hríð átt stuðn- ing forystumanna Sjálfstæðis- flokksins vísan. Það er hins vegar sjónarmið framsóknarmanna um efni þessara viðræðna að Sighvatur hafi borið þetta mál upp við Steingrím að fyrra bragði og tjáð Steingrími að ef hann hefði hug á að sækja um stöðuna þá teldi hann Steingrím fullkomlega hæfan til að gegna henni og hann væri reiðubúinn að skipa hann í stöðuna ef hann fengi einhvern stuðning í bankaráðinu. Steingrímur hafi þá tjáð viðskipta- ráðherra að ef hann ákvæði að skoða þetta, þá myndi ‘hann einnig ræða um það við forsætisráðherra. Samkvæmt frásögn framsóknar- manna sagði Steingrímur Davíð Oddssyni frá samtalinu við Sighvat nokkrum dögum síðar og tjáði hon- um að Sighvatur teldi sig geta stutt hann í stöðu bankastjóra ef Sjálf- stæðisflokkurinn styddi það. Davíð hafi sagt að hann teldi Steingrím prýðilega hæfan til að taka að sér starfið og hafi vísað í því sambandi til sjö ára reynslu Steingríms sem forsætisráðherra. Sjálfstæðismenn halda því hins vegar fram sam- kvæmt heimildum mínurn að á fundinum hafi Davíð tjáð Steingrími að ef Sighvatur styngi upp á því að Steingrímur yrði skipaður myndi Sjálfstæðisflokkurinn ekki bregða fæti fyrir það. Steingrímur mun svo hafa gert endanlega upp við sig að sækjast eftir stöðunni um miðjan febrúar. Hann hafi alltaf litið svo á að hann hefði fullan stuðning forsætisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar, formanns Alþýðu- flokksins, ög viðskiptaráðherra til að fara í Seðlabankann. Skilaboó til Magnúsar Péturssonar 20. janúar auglýsti bankaráðið eftir umsóknum í tvær stöður seðla- bankastjóra til undirbúnings til- lögugerð sinni til ráðherra. Ágúst Einafsson mun hafa lagt áherslu á að stöðurnar yrðu auglýstar og herma heimildir mínar að hann hafi gert það í fullu samráði við viðskiptaráðherra. Sighvatur mun þó hafa verið mótfallinn því að aug- lýsa en ekki viljað efna til deilna um það við bankaráðið. Fjölmargir einstaklingar höfðu lagt inn um- sókn þegar umsóknarfrestur rann út 4. mars. Steingrímur Hermanns- son skilaði umsókn sinni beint til ráðherra. í umsækjendahópnum var imSStmmSSEsSsrSsIsíCTíSSsEHS^ss Sértilboð til Kanarí 9. júní - nýr gistis - Vinsælasti sumarleyfisstabur í Evrópu - Verð áður 8.240 kr. Verð áður 15.450 kr. FROSTASKJÓLI 6 • SlMI: 12815 OG 12355 TWMhAB Frábæru fitubrennsluefnin, Chromic fuel og L-Carnitine frá Twinlab eru til sölu hjá okkur TWHSfiLAB Flugvallaskattar: Kr. 3.660 fyrir fullorbinn, kr. 2.405 f. bam. 8 5

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.