Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hyggjast selja
reyktan háf á
Evrópumarkað
ÍSLENSK matvæli hafa gert sam-
komulag við Rannsóknastofnun
fískiðnaðarins um aðstoð við at-
hugun á framleiðslu á reyktum
háfi til útflutnings á Evrópumark-
að. Verkefnið felst meðal annars
í undirbúningi framleiðslunnar,
umbúðum og markaðsathugun,
að sögn verkefnisstjórans, Jó-
hanns Guðmundssonar fram-
kvæmdastjóra hjá íslenskum mat-
vælum hf.
Háfurinn finnst allt í kringum
landið en er þó mun sjaldséðari við
norðanvert landið og Austfirði en í
heita sjónum sunnan- og suðvestan-
lands. „Áður fyrr var háfurinn
veiddur vegna lifrarinnar en núna
er hann víða étinn og kemur á
markaðinn undir ýmsum dulnefnum
svo sem hafáll og Schiller-lokkur,"
segir um nytsemi háfs í Fiskabók
Gunnars Jónssonar. Þar kemur
fram að helstu veiðisvæði eru í
Norðursjó, norðvestan við Skotland,
norðan Irlands og við írland. Mest-
ur varð háfsaflinn í Norður-Atlants-
hafi árið 1961, liðlega 50 þúsund
tonn. Á íslandsmiðum veiddist mest
árið 1957, rúm 1.000 tonn, og þar
af veiddu Islendingar rúm 200 tonn,
sem er mesti afli íslendinga til
þessa.
Aflanýtingamefnd hefur unnið
undirbúningsstarf að betri nýtingu
háfs og er verkefni íslenskra mat-
væla og RF unnið í framhaldi af því
starfí.
Leiguvanskil
jukust und-
anfarið ár
LEIGUVANSKIL hafa aukist
talsvert undanfarið ár að mati
Sigurðar Helga Guðjónssonar,
lögfræðings Húseigendafélags-
ins. Félaginu berast nokkrar til-
kynningar á dag, bæði um að
leigjendur greiði ekki á gjalddaga
og einnig að þeir stingi af frá
ógreiddri leigu.
Þegar leigjendur láta sig hverfa
án þess að greiða leiguna er al-
gengt að engin trygging sé fyrir
henni og þótt tryggingavíxlar séu
fyrir, era þeir ónýtir pappírar.
Sigurður segir að leigumark-
aðurinn hafí breyst verulega und-
anfarin ár. Fyrirframgreiðslur era
nánast aflagðar, húsaleiga hefur
almennt staðið í stað eða lækkað
og meira framboð er af leiguhús-
næði en áður.
Hjálmur
bjargaði
baminu
HJÁLMUR bjargaði, þegar
Hildur Friðriksdóttir, 9 ára,
datt á reiðhjóli þar sem hún var
að hjóla á mikilli ferð á Afla-
granda á fimmtudagskvöld.
Hún lenti á steinkanti, fór koll-
hnísa í loftinu og lenti á höfðinu
í möl sem er við kantinn. Sjónar-
vottur að slysinu óttaðist að
Hildur væri mikið slösuð og lét
strax hringja á sjúkrabíl. Svo
reyndist sem betur fer ekki vera
og fékk Hildur að fara heim af
slysadeild eftir að gert hafði
verið að sárum hennar. Hún var
með þijá skurði og fleiður í
andliti.
Guðný Steinsdóttir, móðir
Hildar, segist alltaf hafa brýnt
fyrir börnum sínum að hjóla
ekki nema með hjálm. Hildur
var með frauðplasthjálm og
framan á honum eru djúp för
þar sem hann skall í mölina.
Guðný segist hugsa til þess með
skelfingu hvað hefði gerst ef
Hildur hefði ekki verið með
hjálminn eða ef hún hefði lent
á hálsinum eða bakinu eftir loft-
köstin og telur hana hafa slopp-
ið ótrúlega vel. Hún slapp við
meiðsl á augum, nefi og tönnum
en er mikið bólgin á öðru auga
og efri vörinni.
Lítill strákur, sem kom að
slysinu, hjólaði heim til Guðnýj-
ar á fullri ferð og lét hana vita
að Hildur væri rosalega mikið
slösuð og það blæddi úr henni
alls staðar. Guðný segist hafa
rokið út og hlaupið og hlaupið
að slysstað og að sér liafi fund-
ist að hún ætlaði aldrei að kom-
ast þangað, leiðin niður að slys-
stað hafi virst óendanlega löng.
Henni létti mjög þegar í ljós
kom að meiðsl Hildar voru ekki
eins alvarleg og hún hafði ótt-
ast.
Hildur segist muna svolítið
eftir því hvernig slysið varð.
„Eg fór niður brekkuna á mikl-
um hraða og svo var kantur og
steinar á milli og annar kantur.
Ég náði ekki beygjunni, hjólaði
á kantinn, fór í hringi í loftinu
í kollhnís, lenti og rann eftir
mölinni. Það var maður sem sá
þetta, konan hans hringdi á
sjúkrabíl, svo komu mamma og
sjúkrabíllinn og svo fórum við
á slysadeildina."
Hildur segist mikið vera úti
að hjóla og hún hafi gaman af
því að hjóla hratt. Hún sagðist
ekki vera hrædd við að halda
áfram að hjóla, en „ég á eftir
að hægja svolítið á mér,“ segir
Hildur. Hún segist alltaf hafa
notað hjálm en það séu nokkrir
strákar í hverfinu hennar á
aldrinum 7-9 ára sem noti ekki
hjálma þótt þeir ættu að gera
það.
40 ungling-
ar færðir
foreldrum
UM 40 unglingar undir 16 ára
aldri voru teknir í miðbænum í
fyrrinótt og færðir í athvarf þar
sem lögregla hafði samband við
foreldra þeirra og lét sækja þá.
Lögreglan hefur um skeið rekið
athvarfið í samvinnu við borgaryf-
irvöld og fært þangað þá unglinga
undir 16 ára aldri sem era á ferð
í miðbænum eftir að leyfilegum
útivistartíma þeirra lýkur.
Erilsöm nótt
Aðfaranótt laugardagsins var
erilsöm að sögn lögreglunnar í
Reykjavík og ölvun áberandi víða
um bæinn en ekki var vitað um
alvarleg slys eða óhöpp. 20 rhanns
gistu fangageymslur. 6 ökumenn
voru grunaðir um ölvun við akst-
ur.
Samgöngimefnd Alþingis um framkvæmdir við Djúp
Bryggjiir verða smíð-
aðar fyrir Fagranesið
SAMGÖNGUNEFND Alþingis
hefur samþykkt að hafnar verði í
sumar framkvæmdir við ferju-
bryggjur við ísafjarðardjúp en
Alþingi samþykkti 19 milljóna kr.
framlag til þess við afgreiðslu
fjárlaga þessa árs. Jafnframt
leggur samgöngunefnd til að leit-
að verði samninga milli Vegagerð-
ar ríkisins og Djúpbátsins hf. um
árlegan styrk af fé vegaáætlunar
til að reka bílferju sem eftir 3 ára
aðlögunartíma nemi ekki meir en
6 millj. kr. árlega.
Bílfeijur heyra undir Vegagerðina
sem hefur markað þá stefnu að
leg
’djup möur og íag
nefnd Alþingis að fjárveiting til
bryggjugerðar verði ekki nýtt. Sam-
kvæmt áætlun Hafnamálastofnunar
kostar 47,5 milljónir að reisa bryggj-
urnar.
Forráðamenn Djúpbátsins hf.,
sem rekur feijuna Fagranes á ísa-
fjarðardjúpi, hafa hins vegar lagt
áherslu á að fá bryggjuaðstöðu svo
hægt sé að nýta ferjuna betur. Að
sögn Engilberts Ingvarssonar stjórn-
arformanns Djúpbátsins eru þessar
bryggjur í raun rekstrargrundvöllur
feijunnar þar sem við núverandi
aðstæður er mjög erfítt að taka bíla
um borð. Áætlanir sýni að eftir að
bryggjurnar verði reistar geti árleg-
T:
ur 1
riKisn
milljönum í b mhljónir.
M
Pólitísk niðurstaða
Nú hefur samgöngunefnd Alþing-
is samþykkt að hefja framkvæmdir
við fetjuaðstöðu á Árngerðareyri og
ísafirði í sumar á grundvelli fjárlaga-
samþykktar Alþingis. Einar K. Guð-
fínnsson þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins á Vestfjörðum sagði við
Morgunblaðið að Alþingi hefði á
vissan hátt markað þessa stefnu með
fjárlagaafgreiðslunni í vetur. „Það
er ekkert launungarmál að Vega-
gerðin hefur ekki viljað þessa fram-
kvæmd, en þetta er þá hin pólitíska
niðurstaða samgöngunefndar,"
sagði Einar. Allir nefndarmenn
stóðu að þessari afgreiðslu nema
ArnUolmsen þingmaður Sjálfstæð-
Seðlabankakapallinn
►Miklar sviptingar urðu í kring-
um skipun Steingríms Hermanns-
sonar og Eiríks Guðnasonar í stöðu
seðlabankastjóra, en skipun þeirra
nú á rætur nokkur ár aftur í tím-
ann./lO
Undir Ermasund
►Ermasundsgöngin eru eitt af
mestu afrekum verkfræðinga nú-
tímans, en gætu reynst glapræði
sem flárfesting./16
Lesið í vatnið
►Árvatnið í Skaftá getur brugðið
sér í ýmis líki. Síðan í haust hafa
farið fram áhugaverðar rannsóknir
á vatni austur í Skaftafellssýslu.
/18
Salan fyigir sólinni
►Guðrún Hafsteinsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Kjöríss, er ekki
nema 24 ára að aldrí/Hún segist
hafa haft áform um annað en að
setjast í framkvæmdastjórastólinn
þegar örlögin gripu í taumana./20
Allt í húfi
►Rætt við Baldur Jónsson for-
stöðumann íslenskrar málstöðvar.
/24
B
► 1-32
Auga Guðs
►Ámi Kristjánsson píanóleikari
talar um tónlist W agners, námsár
sín í Þýskalandi ogtilveru sína á
íslandi./l
Barbara Castle
►Sjöundi þáttur greinaflokks, þar
sem Jakob F. Ásgeirsson ræðir við
breska stjómmálamenn. /8
Blátt, gult og rautt
►Tiyggvi Ólafsson málari er kom-
inn til landsins með stóra sýningu
í farteskinu./14
Rajasthan
►Land konunga, auðnar og
skærra lita þar sem býr fátæk þjóð
stolt af uppruna sínum og glæstri
menningu./16
BÍLAR
► 1-4
Póstbíllinn
►Kostnaðurinn kominn upp í 16
milljónirkr. /1
Reynsluakstur
►Chrysler Vision, ríkuiega búinn
lúxusbíll á 4,2 millj. kr. /4
tt
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Fólk í fréttum 42
Leiðari 26 Bíó/dans 43
Helgispjall 26 íþróttir 46
Reykjavfkurbríf 26 Útvarii/sjónvarp 48
Minningar 30 Dagbók/veður 51
Myndasögur 38 Gárur 6b
Brids 38 Mannlífsstr. 6b
Stjörnuspá 38 Dægurtónlist lOb
Skák 38 Kvikmyndir Ilb
Bréf til blaðsins 39 Samsafnið 30b
Velvakandi 40
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4
i tiiittn mummtmri ití í