Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 19 Lítil breyting inu niðri á hrauninu. Það gefur færi á að þekkja vatnið.“ Þeir sýna mér margvísleg línurit þessu til staðfestingar. Lindavatnið, sem skiptir máli fyrir fiskveiðar og ræktun, er tvenns konar, að því er fram kem- ur við rannsóknina. Það er að hluta úrkoma og að hluta til vatn úr Skaftá. í Skaftárvatninu er mikið súlfat og lítið klór, en í úrkomu- vatninu er mikið klór og lítið súl- fat. Þar gætir áhrifa saltsins úr sjónum. Hvar er hvaða vatn ríkjandi? „Þegar við byijuðum þessar rannsóknir í haust kom enn eitt skemmtilegt fram. Hlaupvatnið í Skaftá og vatnið í efstu lindunum í Fljótsbotnum er sérlega súlfatríkt en ekki sérlega klóríðsnautt. En vetrarvatnið, sem er auðvitað minna jökulvatn þar sem þá er minni bráðnun, hefur miklu lægra súlfatmagn. Þama höfum við þriðju vísbendingu,“ segja þeir Freysteinn og Kristinn og maður sér þá fyrir sér í hlutverki Sherlocks Holmes að rekja slóð vatnsins til að vita hvað það geri af sér eða geti gert af sér. Þetta bauð upp á það að hægt væri að greina vatnið í sundur í flóðavatn, vetrarvatn og úrkomu og hefur tekist nokkuð vel, að þeirra mati. Má þetta glöggt sjá af uppdrætti þar sem þeir hafa sett niðurstöður upp í þríhyming. „Þetta var það sem við vorum komnir með um áramótin. Lítur því vel út. Með þessu getum við lesið hvaða þáttur er ríkjandi hvar í lindavötnunum." í lækjunum Tungulæk og Gren- læk gætir vetrarvatns. Má skjóta því hér inn í til glöggvunar að við Tungulæk er eldisstöðin Tungulax og Grenlækur rennur í Skaftá skammt frá bænum Seglbúðum. „Fyrstu greiningar eftir ára- mótin sýna að þessi hlutföll era þó breytileg. Fer það eftir árstíð- um. Eftir því sem iengra kemur fram á vetur ber minna á sumar- vatni eða flóðavatni. Hlaupin koma svo inn í þetta mynstur og von er á hlaupi í Skaftá á næstu mánuðum, ef að líkum lætur. Það mundi væntanlega gefa innskot í hraunin af súlfatríku vatni og verður þá gott að fylgjast með því hve fljótt það kemur fram,“ segja vatnavísindamennirnir. Hve mikið vatn ætli Skaftá leggi til í grunnvatnið í hraununum? „Lindavötnin undan hraununum era 40-50 kúbikmetrar á sekúndu eða um 10 Elliðaár. Fyrsta ágisk- un er að í hraunið fari 75% úr Skaftá og 25% vatnsins komi úr úrkomunni. Út frá veðurfarskönn- un á Klaustri og í Álftaveri fáum við hér um bil sömu útkomu. Efna- greiningu og úrkomumælingum ber saman.“ Landgræðslan vill losna við. Þá getur hún tekið til við að græða upp með melgresi og í kjölfarið fá víðir, sem er svo fallegur þama í hrauninu. Þessi fallegi mosi, þetta mosagræna eldhaf í hraun- inu sem ferðafólk er svo hrifið af, mundi þá lifa af. Foksvæðið við Lakagíga En hvað um hitt foksvæðið við Skaftá, upp við Lakagíga? Þar er Landgræðslan einnig að skoða hvað hægt sé að gera. „Þar er dæmi um að virkjunarlón mundi hefta sandfok. Þá yrði Skaftár- vatni veitt í Langasjó og stíflað við Sveinstind. Við það mundi vatnið ekki flæmast um allt og aurburðurinn setjast til í lóninu,“ segir Freysteinn. „Ef að jökulvatn- ið úr Skaftá yrði losað þar og svo áfram í Tungnaá myndi vatnið niðurfrá minnka." Það leiðir tal- ið að annarri hugmynd, sem kom- ið hefur fram í þessu sambandi, að veita vatninu niður fyrir Kamba og svo áfram í gamla farveginn. „Þá er tvennt til, annars vegar að gera ekkert frekar og þá verð- ur engin breyting. Hitt er að taka vatnið yfir í Tungufljót og veita því áfram í Kúðafljót og virkja þar. Þá hyrfi allt Skaftárvatnið," segir Freysteinn og við ræðum fleiri fjölbreytilega möguleika, sem hafa komið til tals en ekki eru beint á dagskrá, en sem allir mundu draga úr sandfokinu uppfrá en hafa mismunandi áhrif á lindavatnið. „Þetta viðfangsefni er svo skemmtilegt af því hve þetta er allt flókið, en um leið er tiltölulega auðvelt að sjá hvérnig þetta hang- ir saman,“ segja þeir félagar. Þeir hafa rómað mjög samvinn- una við heimamenn fyrir austan og ég spyr hvort þeir fylgist með hveiju fram vindur. Freysteinn segist hafa kynnt það sem komið er út úr rannsóknunum í erindi á ráðstefnu í sambandi við stofnfund Landgræðslufélags Skaftárhrepps 25. mars sl. Segir að menn hafi tekið þessu vel, séu einkum ánægðir með að þetta skuli vera athugað til þess að þeir geti vitað hvað mundi gerast ef þetta væri gert eða hitt. Auðvitað séu skoðan- ir skiptar, en heimamenn fylgist með. Með þéssum rannsóknum fái menn skýrar fram hvað hægt er að gera og til hvers það leiðir. Þá kemur fram nokkuð óvænt. Lítur út fyrir að meiri hluti grunn- vatnsins safnist saman í Eldvatn í Meðallandi. Undir brúna á þjóð- veginum í Meðallandinu renna 35 kúbikmetrar á sekúndu og vísinda- mennirnir segjast hafa ástæðu til að halda að afrennslið í Landbrot- inu sé um það bil 10 kúbikmetrar. Ef þetta er svo skoðað saman, þá lítur út fyrir að flóðvatnið sé miklu meira í Eldvatni en í lækjunum. „Því eigum við von á að eitthvað muni minnka í Eldvatninu ef hætt yrði að veita vatninu út á hraunin, en að lítil breyting verði á linda- vatninu í Landbroti, nema hvað sumarvatnið í Tungulæk og Gren- læk mundi eitthvað minnka. Eins og útlitið er núna eigum við því ekki von á að það geti breytt miklu,“ segja þeir. Hvað nú? Þessum mælingum og rannsóknum verður fram hald- ið út árið. Vegagerðinni er í mun að losna við sandfokið og þarna er veralegur uppblástur, sem Bjarni Friðriksson vann bronsið í júdó á Ólympíuleikunum árið 1984 sællar minningar. Nú keppir Bjarni stundum i Gullnámunni og lætur reyna á heppnina. Hann setur að sjálfsögðu stefnuna á Silfurpottinn eða Gullpottinn eins og sönnum f H £/ip keppnismanni sæmir. Þó svo að hann fari ekki alltaf með ; , r% sigur af hólmi þá veit hann að málefnið er gott og allir íslendingar njóta góðs af öflugum háskóla. YDDA F53.29/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.