Morgunblaðið - 08.05.1994, Síða 18

Morgunblaðið - 08.05.1994, Síða 18
18 SUNNUDAGUR8. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ eftir Elínu Pólmadóttur Síðan í haust hafa farið fram austur í Skaftafellssýslu áhuga- verðar rannsóknir á vatni. Ekki aðeins á vatnsmagni heldur líka ferli lindavatnsins úr Skaftá og áhrifum þess, enda hefur komið í ljós að hagsmunir þeirra sem nýta vatnið fara ekki endilega saman. Þarna hafði vatni verið veitt á hraun, sem við það greri vel. Afleiðingin hefur svo orðið sandfok, sem m.a. angrar vegfar- endur um hringveginn og bagar Landgræðsluna við sitt verkefni, en sé hætt að veita þessu vatni, eins og Iengi hefur verið gert, óttast veiðimenn og fiskræktendur um sinn hag. Því fer nú að beiðni Vegagerðarinnar, Landgræðslunnar og Skaftárhrepps fram þjá Orkustofnun úttekt á lindarennslinu undan Skaftár- eldahrauni og Landbrotshrauni til að athuga hvað gerist við óbreyttar aðstæður eða hvaða afleiðingar það hefur sé eitt- hvað gert í málinu. Það eru Freysteinn Sigurðsson, vatnajarð- fræðingur, og Kristinn Einarsson, vatnafræðingur, sem standa að þessum rannsóknum, sem eru svo skemmtilegar af því hvað þetta er flókið samspil en þó tiltölulega auðvelt að sjá hvernig það hangir saman, eins og þeir orða það. "p'erill vatnsins sem hér er til skoðunar virðist einfaldur, en leynir á sér. Skaftá ber eins og önnur jökulvötn með sér sand. Þennan sand setur hún aðallega af sér á tveimur stöðum. Á breið- unni uppi undir jökli, meðfram Fögrufjöllum. Þaðan fýkur sand- urinn á mosann við Lakagíga og er að eyðileggja þessa sérkenni- legu náttúrusmíð, svo sem fjallað hefur verið um í fréttum. Neðar var svo, hjá Árkvíslum svonefnd- um, vatni veitt út í Skaftárhraun og neðst í Landbrotshraun. Fyllti hraunið þar upp með sandi og greri þar vel undan. Jafnvel komn- ar í hraunið grónar sléttur, svo sem vegfarendur geta séð. Þegar vegurinn austur var lagður voru gerðar fyrirhleðslur til að losna líka, sem vill geta sáð í þetta melgresi til að binda og planta í og græða upp í framhaldi. Þarna eru lækir tveir, Tungu- lækur og Grenlækur, sem renna út í Skaftá í Landbroti, svo og Jónskvísl og Eldvatn í Meðallandi, sem allt eru mikil veiðivötn. Eld- vatnið talin vera besta sjóbirtingsá landsins. Þar er veiddur mjög fall- egur sjóbirtingur og eiga bændur því hagsmuna að gæta. Vatnið undan hrauninu er nýtt fyrir eldis- fisk, þar sem komið hefur verið upp bleikjueldi. Þama er m.a. fyr- irtækið Tungulax. Veiði- og rækt- unarmenn höfðu tekið eftir því að þegar vatni var veitt á hraunin þá jókst vatnið í lækjunum undan því. Þeir vilja því vita hvaða áhrif það hefur á vatnsmagnið hjá þeim Kristinn Einarsson vatnafræð- ingur býr sig undir að vaða út í á til mælinga. við vatnið af honum, en þar sem menn höfðu veitt því athygli hve vel greri undan þessari áveitu voru sett á veginn nokkur ræsi og vatn- inu hleypt þar í gegn. Á vetrum er minna vatn í Skaftá og vatnið kemur þá ekki inn á hraunin. Þá þornar og fýkur úr flögunum. Inn í þetta koma svo Skaftárhlaupin, sem verða með nokkuð jöfnu milli- bili og bera þá með sér svo mikinn sand að þau kæfa allan gróður. Sandurinn safnast upp og verður þarna sandfok mikið og uppblást- ur. Af þessu eru orðin vandræði vegna þess hve mikið sandfok verður á þjóðveginn, sem er hluti af hringveginum um landið og um hann mikil umferð. Getur fokið á veginn orðið mjög slæmt ef gerir sandveður og Vegagerðin vill eðli- lega losna við það. Landgræðslan ef hætt er að láta vatnið fara út í hraunin. Þarna eiga heimamenn í Skaft- árhreppi (áður Landbroti og Með- allandi) hagsmuna að gæta. Því báðu Vegagerðin og Landgræðsl- an orkustofnunarmenn um úttekt á þessu í samvinnu við Skaftár- bændur og þeir Freysteinn og Kristinn tóku verkið að sér. Til- gangurinn er að komast að því hvernig sambandinu milli linda- vatnsins og Skaftár er háttað, í því skyni að leggja mönnum í hendur gögn til þess að geta met- ið hvað gera skuli. Við þær skýringar á staðháttum sem áður er getið má bæta að fyrir neðan Skaftárdal skiptir Skaftá sér. Freysteinn segir það nokkuð óvenjulegt fyrirbrigði, en þarna sé líka nokkuð sérstakt Árvatnid í Skaftá get- ur brugóið sér í ýmis líki. Hefur vatni úr ánni lengi verið veitt út í hraun til upp- græðslu. Afleiðing- arnar eru mikið sand- f ok, sem Vegagerðin og Landgræðslan vilja losna við. En hefur það þá áhrif á lindavatnið undan hrauninu, þar sem veiðimenn og f isk- ræktunarmenn eiga hagsmuna að gæta? Freysteinn við sýnatöku til sýrumælinga við eina lindina. Með honum er Þórólfur Hafstað. í vatnaleióöngrum austur við Skaftá þarf líka að koma upp úr ánum og fá sér bita í laut undir mosagróinni hraunbrún. Frá vinstri: Kristinn Einars- son, Freysteinn Sigurðsson og Jón G. Schram. landslag. Þetta getur haft áhrif á hvernig árvatnið skiptist þar fyrir neðan í Skaftá og í Ásaeldvatn, sem aftur rennur út í Kúðafljót. Segja þeir félagar að á síðari árum virðist meira vatn hafa farið í Skaftá. Áður hafi um tveir þriðju þess fallið til Kúðafljóts en þriðj- ungur í Skaftá, en nú muni þar vera u.þ.b. helmingsskipti á vatn- inu. Þetta getur skipt mjög miklu máli í þessu samhengi. Vatnið má greina sundur Freysteinn og Kristinn hófust handa sl. haust í samvinnu við heimamenn, sem sjá um ýmsar mælingar fyrir austan, sem þeir segja að spari ekki svo lítið. Ætl- unin er að halda þessum mæling- um áfram út árið að minnsta kosti til að fá rannsóknir á öllum árstím- um. Einkum er það tvennt sem þeir eru að athuga. Annars vegar hversu mikið vatn rennur hvar. í tvo áratugi hefur Orkustofnun verið með vatnsmæla við Tungu- læk. Við það bættu þeir nú tveim- ur öðrum, í Grenlæk og Eldvatni, og raunar Ásaeldvatni þeim þriðja. Stöku sinnum er rennslismælt í lækjum til samanburðar. Hins veg- ar er svo sýnataka og hitastigs-, rafleiðni- og sýrustigsmælingar á vatninu og það efnagreint frá völd- um stöðum. Er þá munur á vatni úr sömu á eða vatnasvæði? Þeir sýna mér kort sem þeir hafa dregið upp af efnasamsetningu á klóri og súlfati í vatninu á ýmsum stöðum og segj- ast hafa ástæðu til að ætla að þeir geti t.d. þekkt vatnið úr Skaftá. I henni sé óvenjulega mik- ið magn af súlfati, meira en ann- ars staðar. Það tengist hlaupunum undan jökli. „Við höfum ástæðu til að ætla að við getum þekkt vatnið úr Skaftá, sem tengist hlaupunum ogjarðhitanum undir jökli. Ijökul- vatninu í Skaftá er miklu minna um klóríð heldur en í úrkomuvatn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.