Morgunblaðið - 08.05.1994, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 08.05.1994, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ . SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 13 Sam-frímúrarar halda um helgina Evrópuráðstefnu í Reykjavík stofnandi Sam-reglunnar, verið merkur hugsjónamaður, hann hætti þingmennsku og sínum pólitísku áhrifastöðum til þess að verða fyrsti stórmeistari regl- unnar og vinna að hennar mál- um. Þá var smátt byrjað, í einu herbergi og aðeins 18 franskir stofnendur. Einn af stofnendun- um var Clemence Royer, sem var vísindakona er þýddi m.a. bók Darwins, Uppruna tegundanna, en hún var einnig í forustu í frönsku kvenréttindahreyfing- unni. En nú eru Sam-reglur í flestum Evrópulöndum. Sjálfur er Marc Grosjean sagnfræðingur og var prófessor í sögu. Hann hefur m.a. skrifað sögu Frímúrarareglunnar og bækur um frumheija Sam-frí- múrarareglunnar, bæði um Mar- iu Deraismes, sem er þekkt kona og um 200 bækur hafa verið skrifaðar um, og einnig um George Martin, sem svo undan- legt sem það nú er að hans sögn nær ekkert hafði verið skrifað um. Auk þess hefur hann skrifað mörg önnur sagnfræðirit, sem komið hafa út hjá franska bóka- forlaginu Hachette. M.a. hefur hann skrifað með öðrum um ýmis héruð í Frakklandi í Bláu ferðabækurnar frægu, Guide Bleu. Sjálfur er hann sérfræðing- ur í sögu Loraines-héraðs í Frakklandi. Nú er hann orðinn aldraður og hefur nóg með að stjórna Sam-reglunum. Ferðast mikið. Eftir íslandsferðina fer hann til Grikklands vegna af- mælishátíðar reglunnar þar og ' síðan í júní til Finnlands. íslenska Sam-reglan sjötug Um 50 félagar í íslensku Sam- í frímúrarareglunni taka þátt í þinginu á Loftleiðum um helgina. , Hún var stofnuð 1921, aðeins á eftir hinni frímúrarareglunni ; hér. Voru stofnendur sjö talsins og þar í forustu Jón Árnason i prentari. Lengst af starfaði regl- an á íslandi sem hluti af Skand- i inavíska sambandinu, en 1. des- t ember 1985 var stofnað sérstakt íslandssamband með fullkomna , sjálfstjórn í eigin málum og er : Njörður P. Njarðvík yfír maður i þess. Þolinmæði til mannbóta ALÞJÓÐLEGA Sam-frímúrarareglan efnir til ráðstefnu á Hótel Loftleiðum um helgina. Sækja hana 260 fulltrúar frá svæðasam- böndum og deildum í Evrópulöndum. Stórmeistari þessarar ald- argömlu reglu er franski sagnfræðingurinn Marc Grosjean. Blaða- maður Morgunblaðsins hitti hann sl. föstudagsmorgun ásamt Nirði P. Njarðvík, yfirmanni íslensku Sam-reglunnar. Aðrir fulltrúar höfðu haldið til Gullfoss og Geysis og Þingvalla í fögru veðri áður en ráðstefnan hæfíst á laugardagsmorgun. Stórmeistarinn Marc Grosjean kvaðst hafa komið hér fyrir tveimur árum, í tilefni 70 ára afmælis íslensku reglunnar, og þau hjónin þá séð þessa staði. Ráðstefnan í Reykjavík fjallar um þolinmæði, sem er yfírskrift hennar. Sagði M. Grosjean að þolinmæði, sem sé kjarninn í umburðarlyndi, sé mjög í samræmi við stefnu og grunntóninn í þessari frímúrara- reglu. Frímúrarareglur eru margar, en heiti þessarar reglu er „Ordre Maconique Internat- ional, Ordre mixed de Droit Humain", þar sem áhersla er á mannréttindum og konur og karlar hafa jafnan aðgang. Það beri í sér virðingu fyrir mann- eskjunni. Virðing fyrir skoðunum hverrar manneskju krefjist þá um leið umburðarlyndis. Á ráð- stefnunni mun viðfangsefninu verða skipt í þrennt og fjallað um það hvernig og hvaða ráð séu vænlegust til að rækta þolin- mæði méð sér og úti í samfélag- inu, til góðs fyrir allt mannkyn. Síðan fara allar niðurstöður og umræður út til deildanna og þær og einstaklingarnir eru fijálsir að því hvernig þeir geta nýtt niðurstöður og það sem fram hefur komið. Marc Grosjean stórmeistari segir að þessi alþjóðlega frímúr- araregla hafí þá sérstöðu að í henni eru konur jafnt sem karl- ar. Hún er alþjóðleg og í henni fólk af öllum kynþáttum, með hvaða stjómmálaskoðun sem er, af báðum kynjum, og af öllum trúarbrögðum og heimspeki- skoðunum. Áhersla er lögð á andlega iðkun, til þess að kynn- ast innri manni manneskjunnar. „Frímúrari er maður sem hefur tekið vígslu og skuldbundið sig til að bæta heiminn með því að bæta sjálfan sig,“ eins og hann orðaði það. Ekki er þó hægt að sýna öllu þolinmæði eða ætlast þeir til þess? „Nei, góður frímúrari ákveður sjálfur hve miklu hann vill fóma. Okkar reglubræður í Frakklandi áttu stóru hlutverki að gegna í andspyrnuhreyfing- unni í heimsstyijöldinni. Þeir eins og margir aðrir og annars staðar kusu frelsi og börðust fyrir því. Sama var t.d. á Indlandi, þegar okkar fólk lagði Gandhi lið og beitti sér fyrir frelsi Indlands. Menn hafa „droit de liberté“, vita að ekki er rangt að láta líf- ið fyrir sannfæringu sína um frelsi. Ekki er ætlast til að menn umberi allt, en þeir verða sjálfír að meta hvar mörkin eru.“ Hann útskýrir að stjórn þess- ara alþjóðareglu, sem í eru deild- ir í nálægt 60 löndum, hafí Morgunblaðið/Júlíus MARC Grosjean, stórmeistari Sam-frímúrarareglunnar, og Njörður P. Njarðvík, yfirmaður Islandsdeildarinnar. höfuðstöðvar í París. Allar deild- ir hlíti vissum stjórnskipunar- reglum, en innan þess ramma taki deildimar ákvarðanir sjálfar um verkefni og sína starfsemi. Innra starf fari hljótt, eðli máls- ins samkvæmt, fundir séu ekki opnir nema þeim sem taka vígslu en út í frá sé reglan opin, síma- númer í skrá og upplýsingar þar að fá og sjálfur fari hann a.m.k. einu sinni á ári í sjónvarp í Frakklandi, segi frá starfseminni og svari spumingum. „Við höfum engar fyrirskipað- ar kreddur. Hver meðlimur hefur frelsi til að gera það sem hann vill. En við erum á móti öllum forréttindum og eiginhagsmun- um. Sam-frímúrarar beita sér einkum inn á við, að því að hver einstaklingur bæti sig. Vinnum einkum fyrir framtíðina. Að því að manneskjan lifí örlítið betra lífí og hafi mannbætandi áhrif. Það er markmiðið." Jafnrétti frá upphafi Sam-frímúrarareglan er meira en aldargömul, stofnuð í París 1893. Og alveg frá upphafí áttu konur þar jafnan aðgang. Fyrsta setningin í sáttmála reglunnar er um jafnan rétt karla og kvenna. Það var franska kven- réttindakonan Maria Deraismes sem markvisst braut ísinn. Fram að því áttu aðeins karlar rétt til að gerast frímúrarar, hafði verið svo allt frá iðnaðargildunum, sem voru upphaf frímúrara. Og er svo raunar enn í öðrum frí- múrarareglum. Maria Deraismes var vígð í karlfrímúrarareglu, en þeir sem að vígslunni stóðu fundu ekkert í lögum eða heim- speki reglunnar sem hindraði það. Þetta olli vitanlega and- stöðu, en þá kom George Martin, sem var m.a. læknir og öldungar- deildarþingmaður, til liðs og safnaði fijálslyndum karlmönn- um. Og saman stofnuðu þau Sam-frímúrararegluna 1983, Segir Marc Grosjean að Maris Deraismes sé mjög mikils metir í sögunni í Frakklandi og heitii gata í París í höfuðið á henni auk þess sem þar er stytta al þessum brautryðjanda á mörguir Skotvopnaleyfin verða með myndum NÚ ER verið að tölvuvæða skráningu skotvopna hjá Lögreglustjóran- um í Reykjavík. Með innreið tölvutækninnar breytist útlit skotvopna- leyfa og er meðal annars komin mynd af handhafa leyfísins á skírtein- ið. Að sögn Stefáns Hirst skrifstofustjóra er þetta gert með vísan í reglugerð um skotvopn og skotfæri þar sem segir að lögreglustjóri geti sett sérstök skilyrði í leyfíð, ef hann telji þess þörf. Myndir af byssueigendum verða geymdar í tölvu og þarf því ekki að skila nýrri mynd í hvert skipti sem breyting verður á byssueign manna. Eins verður auðvelt að útbúa ný skírteini í stað þeirra sem glatast. Skotvopnaleyfl LOgreglan I Reykjavlk Niifii Kcnoltala — -ap-— 123456-7890 Hcimili Núracr 99999 Útgifudagur 01.01.1960 Giidir Hi \ -i 01.01.2020 Fyriti útgd. og staður Æm Tölvumynd/Ingólfur Guðmundsson í þessu sýnishorni af nýja skotvopnaskír- teininu er tilbúin tölvumynd. Hilmar Þor- björnsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn hefur yfírumsjón með skotvopna- skránni. Hann segir að allar nýskrán- ingar séu nú tölvu- skráðar og búið tölvufæra um helm- ing skotvopna- skrárinnar í Reykjavík. Ætlunin er að ljúka skrán- ingunni á þessu ári. Handhafar skot- vopnaleyfa í Reykjavík og ná- grenni eru á annan tug þúsunda og þess dæmi að safnarar eigi yfir 200 skotvopn á skrá. Hilmar telur að tölvufærslan auðveldi mjög eftirlit með skotvopnaeign frá því sem nú er. «*» w • • Þegar búið verður að fullreyna tölvubúnaðinn hjá Lögreglu- stjóranum í Reykjavík og sníða af honum agnúa verður samskonar búnaður settur upp hjá öðrum lög- reglustjóraembættum á landinu. Sölutjöld 17., 18. og 19. júní 1994 í Reykjavík Þeir, sem óska eftir leyfi til sölu úr tjöldum á þjóðhátíðar- daginn 17. júní og á fjölskylduskemmtun í Laugardal 18. og 19. júní 1994, vinsamlegast vitjið umsóknareyðublaða á Fríkirkjuvegi 11, opið kl. 08.20-16.15. Athygli söluhafa er vakin á því, að þeir þurfa að afla viður- kenningar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvæðis á sölu- tjöldum og leyfis þess til sölu á viðkvæmum neysluvörum. Umsóknum sé skilað í síðasta lagi föstudaginn 27. maí nk. kl. 12.00 Vakin er athygli á því, að öll lausa- sala frá tjöldum og á hátíðarsvæðun- um er stranglega bönnuð. Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.