Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR8. MAÍ1994 45 STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ Laugarásbíó frumsýnir eina umtöluðustu mynd ársins. htigh líira sam GRANT--------FTTZGERALD - NliILL Frá leikstjóra „Flirting" og „The Year My Voice Broke" S • I • R • E • Tsl • S Seiðandi og vönduð mynd, sem hlotið hefur lof um allan heim. Ögrandi og erótískt samband fjögurra kvenna. Aðalhlutverk: Sam Neill („Jurassic Park", „Dead Calm"), Hugh Grant („Bitter Moon") og Tara Fitzgerald („Hear My Song"). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 12 ára. FOLK ALDIJRSFORSETINN Guðmundur Guðnason, fyrir miðju, 94 ára gamall, t.v. Torfi Torfason og t.h. Valgeir Jónasson. Aldraðir Akurnesing- ar í skaki ► GUNNAR Leifur Stefánsson, skip- stjóri og eigandi sjóstangaveiðibáts- ins Andreu á Akranesi, bauð öldruð- um íbúum Dvalarheimilisins Höfða í listitúr út á Faxaflóa í góða veðrinu. 10 karlar og ein kona þáðu boðið og fóru eftir hádegi ásamt þremur að- stoðarmönnum frá heimilinu. Hinar öldnu kepmur höfðu engu gleymt, sumir skökuðu með gamla laginu á meðan aðrir brugðu fyrir sig stöngum og fiskuðu 140 kg af vænum þorski eftir röskan klukkutíma. Þá voru bornar fram góðar veitingar um borð en þeim voru gerð góð skil. Þegar komið var heim í Höfða gerðu þeir gömlu sjálfir að aflanum og flök- uðu. Var fyrirhugað að bjóða hinum 78 íbúum heimilisins upp á steiktan eða soðinn þorsk í hádeginu en eitt- hvað átti að hakka í fiskibollur. Elsti þátttakandinn var 94 ára gam- all. Mikil ánægja var með ferðina og upprifjun sjómennskunnar og voru sumir ákveðnir í að panta sér ferð í sumar þegar vel viðraði. KONAN í hópnum, Þuríður Jónsdóttir, með þorsk á færinu. LE$% NUITS FAUViS Trylltar nætur „... full af lífi, átökum og hraða... eldheit og rómantísk ástarsaga að hætti Frakka... mjög athyglisverð mynd." A.I., Mbl. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuð innan 12 ára. STJÓRN og starfsfólk Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ásamt fyrrverandi for- mönnum og stjórnum Hjúkrunarfélags íslands og Félags háskólamenntaðra hjúkr- unarfræðinga og nýja heiðursfélaganum, Vigdísi Finnbogadóttur. PÍAIUÓ Þreföld Óskarsverðlaunamynd. Sýnd kl. 4.50, 6.55, 9 og 11.05. KRYDDLEGIN HJÖRTU Mexíkóski gullmolinn. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. LÆVÍS LEIKUR Pottþéttur spennutryllir. Sýnd kl. 5, 7, 9og11.B. i. 16ára SÍMI 19000 Ótrúlega magnaður og hörkuspennandi tryllir úr smiðju Sigurjóns Sighvatssonar og félaga í Propaganda Films. Ferðalag tveggja ólíkra para um slóðir alræmdustu fjöidamorðingja Bandaríkjanna endar með ósköpum. Aðalhlutverk: Brad Pitt („Thelma & Louise", „River RunsThrough It") og Jullette Lewis („Cape Fear", „Husbands and Wives"). Sýnd kl. 4.50, 6.50, 9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. V. Hjúkrunarfræðingar heimsækja Bessastaði Á STOFNFUNDI Félags íslenskra hjúkrun- arfræðinga 15. janúar sl. var samþykkt að gera Vigdísi Finnbogadóttur, forseta, að heiðursfélaga. Af því tilefni var fyrrver- andi formönnum og stjórnum Hjúkrunarfé- lags íslands og Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga ásamt. stjórn og starfs- fólki Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga boðið til Bessastaða á síðasta vetrai-dag. Við það tækifæri færði Ásta MöIIer, formað- ur félagsins, frú Vigdísi heiðursskjal, skraut- ritað af Freyju Bergsveinsdóttur, auglýs- ingateiknara og innbundið í blátt skinn af Ásgeiri Guðmundssyni hjá Bókavirkinu. í skjalinu stendur: Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands. Félag íslenskra hjúkrunar- fræðinga hefur á stofnfundi sínum 15. jan- úar 1994 kjörið yður heiðursfélaga fyrir þann áhuga, velvild, hvatningu og skilning sem þér hafið sýnt hjúkrunarfræðingum og málefni hjúkrunar. Móðir forsetans, frú Sigríður Eiríksdóttir, var mikil metinn hjúkrunarfræðingur og formaður í Fjelagi íslenskra hjúkrunar- kvenna á árunum 1924-1960. Að afhend- ingunni lokinni gekk forsetinn með hjúkr- unarfræðingum um húsakynni Bessastaða og greindi frá sögu staðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.