Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 1/5 - 7/5. ►Meðalfjölskylda í landinu skuldar 3,9 milljónir króna. Skuldir heimila jukust um 26 milljarða króna í fyrra, ogf námu í árslok 116% af ráðstöfunartekjum meðal- heimilis. Árið 1980 var þetta hlutfall 25%. Skuldir eru hlutfallslega mestar hjá þeim tekjulægstu. Ald-. urshópurinn 31-39 ára er skuldugastur. Hlutfall hús- næðislána í skuldum heim- ila fer sílækkandi en neyslulán aukast. ►íslenska saltfélagið og hollenskt móðurfélag þess hafa verið tekin til gjald- þrotaskipta. Skuldir eru taldar 600 millj. kr. Öllum 40 starfsmönnum var sagt upp um mánaðamót. ► Aðilar í útgerð og fisk- vinnslu á Suðumesjum stofna á næstu dögum hlutafélag um rekstur loðnubræðslu í Helguvík. Forsenda fyrirtækisins er að gerður verði 150 m við- legukantur við höfnina í Helguvík. Bræðslan mun afkasta 1000 tn á sólar- hring og veita um 20 manns vinnu. ►Halldór Ásgrímsson, nýr formaður Framsóknar- flokksins, telur að endur- skoða þurfi vinnulöggjöf- ina og herða reglur um boðun verkfallsaðgerða, til að koma í veg fyrir að fá- mennir hópar knýji fram kjarabætur í skjóli valds. ►Um 150 milljóna króna tjón varð í eldsvoða í húsa- kynnum Nord Morue, dótturfyrirtækis SH i Frakklandi. Super Puma verður keypt fm ■ RÍKISSTJÓRNIN hefur ákveðið að kaupa Super Puma björgunarþyrlu fyr- ir Landhelgisgæsluna. Jafnframt var samþykkt að óska viðræðna við Banda- ríkja- menn um yfírtöku íslendinga á rekstri þyrlu- björgunarsveitar vamarliðsins. Meðal íslenskra stjómvalda gætir óánægju með vinnubrögð bandarískra stjórn- valda í viðræðum við þyrlumál og tregðu þeirra til að fylgja eftir tilboði Perrys varnarmálaráðherra um að Is- lendingar yfirtaki rekstur sveitarinnar og kaupi þyrlur af Bandaríkjaher á hagstæðu verði. Metár hjá SH SÖLUMIÐSTÖÐ Hraðfrystihúsanna hagnaðist um 600 milljónir króna árið 1993, sem er besta niðurstaða í 50 ára sögu félagsins. Framleiðsla aðildarfyr- irtækja SH jókst um 22% frá fyrra ári og nam heildarsala Samtakanna 21,2 milljörðum króna og jókst um 10% að verðmæti milli ára. Þetta kom fram í ræðu Jóns Ingvarssonar formanns SH á aðalfundi samtakanna. Þar sagði Friðrik Pálsson, forstjóri SH, að íslend- ingar ættu hvorki að útiloka fyrirfram aðild að ESB né aðra kosti. Hann telur margt benda til að aðild að ESB gæti reynst okkur hagkvæm og æskileg og segir styrki ESB til sjávarútvegs í Noregi rýra kjör hér á landi. R-listi 55,7% D-listi 44,3% SAMKVÆMT skoðanakönnun Félags- vísindastofnunar fengi R-listinn 55,7% atkvæða og 8 borgarfulltrúa en D-list- inn 44,3% og 7 borgarfulltrúa ef geng- ið væri til borgarstjómarkosninga í Reykjavík nú. Stórsigur ANC í Suður-Afríku MIKILL fögnuður ríkti í Suður-Afríku í vikunni eftir stórsigur Afríska þjóðar- ráðsins (ANC) í fyrstu þingkosningum í sögu landsins með þátttöku allra kyn- þátta. Nelson Mand- ela, leiðtogi ANC, lýsti yfir því á mánu- dag að íbúar Suður- Afríku hefðu loks fengið frelsi. emb- ættiseið forseta. F.W. de Klerk, fráfarandi forseti sem bar kyn- þáttastefnuna til grafar, verður vara- forseti Mandela. Samkomulag Israela og PLO Á MIÐVIKUDAG var undirritað í Ka- író í Egyptalandi tímamótasamkomu- lag ísraela og Frelsissamtaka Palestínu (PLO) um takmarkaða sjálfstjóm Pal- estínumanna á Gaza-svæðinu og í borg- inni Jeríkó. Leiðtogi PLO, Yasser Ar- afat og Yitzhak Rabin, forsætisráð- herra Israels, undirrituðu sáttmálann. Brottflutningur ísraelskra hermanna frá stöðum þessum hófst í vikunni en PLO reyndist ekki tilbúið til þess áð taka upp umsamda löggæslu. ►Tveir slökkviliðsmenn í Los Angeles voru á föstudag sakaðir um að hafa kveikt skógareldana í Malibu í Suð- ur-Kaliforníu sem urðu þremur að bana auk þess sem um 350 hús brunnu til kaldra kola. ►Evrópuþingið sam- þykkti á miðvikudag áform um aðild fögurra ríkja, Austurríkis, Finn- lands, Svíþjóðar og Nor- egs, að Evrópusambandinu (ESB). Fékk fjölgun aðild- arríkjanna úr 12 í 16 meiri stuðning en búist hafði verið við. ►Mjög harðir bardagar brutust út í Jemen um miðja vikuna og voru m.a. gerðar loftárásir á flug- velli í tveimur stærstu borgum landsins, Sanaa og Aden. Suður- og Norður- Jemen sameinuðust árið 1990 en gagnkvæm tor- tryggni og ættbálkadeilur hafa einkennt sambúðina. Var talin veruleg hætta á að borgarastyijöld bloss- aði upp i landinu. Nelson Mandela Major í vanda BRESKIR íhaldsmenn biðu háðuglegan ósigur í sveitarstjómakosningum sem fram fóru á fímmtudag. Flokkurinn tapaði alls um 400 fulltrúum og mæld- ist fylgi hans aðeins um 27% á lands- vísu borið saman við um 43% í þing- kosningunum 1992. Úrslitin eru mikið áfall fyrir John Major forsætisráðherra og þykir sýnt að reynt verði að fella hann í haust fái flokkurinn sams konar útreið í kosningum til Evrópuþingsins í næsta mánuði. ►Ungur Bandaríkjamað- ur, Michael Fay, var hýdd- ur fjórum vandarhöggum í fangelsi í Singapore á fimmtudag. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hafði mótmælt hýðingunni en stjórnvöld í Singapore sögðu Fay hafa gerst sek- an um spellvirki og því þyrfti hann að sæta þeirri refsingu sem lög landsin kvæðu á um. Sverrir Hermannsson bankastjóri á aðalfundi SH Kreppa vegna óráð- síu og atkvæðakaupa SVERRIR Hermannsson bankastjóri Landsbanka íslands sagði í ræðu á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á föstudag að á íslandi væri kreppa óráðsíu, offjárfestingar og gegndarlausrar eyðslu. Skýring- amar á þessu væri kunningsskapur, fyrirgreiðsla og atkvæðakaup stjórn- málamanna. Hann sagði að það yrði að koma í veg fyrir hallarekstur á ríkissjóði og að næsta ríkisstjórn yrði viðlagastjórn um fjármál ríkisins. Erindi Sverris nefndist Verður góðæriskafli næsta áratug. Sverrir sagði að engar framfarir hefðu orðið á Islandi nema þær hefðu fyrst verið dregnar úr sjó. en lítið væri á því að græða að líta um öxl nema til að varast vítin. Hann sagði að óráðs- ían í opinberum fjármálum skipti hundruðum milljóna kr. og þannig hefði verið staðið að fjárlagagerð að embættislýð hefði verið sleppt laus- um og hann sett fram óskalista um hitt og þetta. „Enginn mátti vera afskiptur en einstaka mál höfðu for- gang, eins og niðurgreiðsla rollu- kjöts,“ sagði Sverrir. Þolum við góðæri? Sverrir sagði að breytingar hefðu þó orðið á allrasíðustu árum hvað þetta varðar sem gæfi vonir um að tilraunin um rekstur sjálfstæðs þjóð- félags á íslandi tækist. Hann sagði að leggja ætti af sjóðakerfi atvinnu- veganna og sameina þá bönkunum og benti á að Fiskveiðisjóður hefði forgang um veð í atvinnutækjum þótt lánafyrirgreiðslan væri að mestu á höndum bankanna. Sverrir sagði það miður að spumingin um hvernig við þyldum nýjan góðæriskafla ætti rétt á sér og sagði að það gæti ver- ið stanslaust góðæri á íslandi ef þjóð- in kynni að fara með peninga. Engin ráð önnur væm tiltæk þjóðinni en fara að fiskfræðinga. „Þegar örugg teikn eru á lofti um hvað við höfum lært af fyrri mistökum þá tekst til- raunin um rekstur sjálfstæðs þjöð- félags á íslandi," sagði Sverrir. I » I ft I » Minnihlutí í borgarstjóm Hafnar- svæðið verði eflt BORGARFULLTRÚAR minnihlut- ans í borgarstjóm Reykjavíkur lögðu fram tillögu á borgarstjórnar- fundi í gær um að borgarstjórn láti fara fram ítarlega könnun á því hvernig efla megi Reykjavíkurhöfn sem umsvifamikið atvinnusvæði, Qölga skipakomum og stuðla að aukinni samkeppni í sjóflutningum og þar með lækkun vömverðs. Metið verði hvaða fyrirkomulag sé ákjósanlegast til að koma á frí- verslunarsvæði og efla umskipunar- starfsemi. Tillagan gerði ráð fyrir að auglýst yrði eftir rekstrarsér- fræðingi til að stjórna könnuninni. Tillögunni var vísað til hafnar- stjórnar. Lagt er til að sérstaklega verði skoðaðir möguleikar á því að stofna sjálfstætt hlutafélag með meiri- hlutaeign Reykjavíkurborgar. Hlutafélagið eigi þá aðstöðu sem þurfi til þess að reka góða upp- og útskipunarþjónustu fyrir allan fraktflutning um Reykjavíkurhöfn. Þá verði einnig skoðað sérstaklega að stofna sambærilegt fyrirtæki sem ræki þjónustu við Vogabakka og framtíðarhöfn í Eiðsvík. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Fundur í pottinum VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi efndi til stjórnmála- fundar í heita pottinum í sundlauginni í Breiðholti í gærmorgun og ræddi borgarmálefni við áhugasama sundlaugargesti. Kosn- ingabaráttan vegna borgarstjórnarkosninganna er nú komin á skrið og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins beita frambjóð- endur ýmsum nýstárlegum aðferðum til að komast í beint sam- band við kjósendur. Vinnustaðafundir munu ekki jafnmikið tíðkað- ir og áður, en þess í stað leggja listarnir meiri áherslu á margs kyns uppákomur. Fjölmargir Reykvíkingar hafa fengið frambjóð- endur Sjálfstæðisflokksins i heimsókn til að ræða um borgarmál við sig og gesti sína. Einnig hafa frambjóðendur flokksins geng- ið um íbúðahverfi, bankað upp á hjá fólki, rætt málin og afhent bæklinga og dreifirit um stefnu flokksins. I I » » I I I Neytendasamtökin um svæðisbundið gjald á orkugjafa Fráleitar hugmyndir sem i fela í sér aukna skattlieimtn 1 „HUGMYNDIR samgöngumálaráðherra um svæðisbundið gjald á bensín og díselolíu til að fjármagna vegaframkvæmdir í Reykjavík, fela í sér enn frekari skattlagningu á bifreiðaeigendur en verið hefur og eru fráleitar með öllu,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna. í Morgunblaðinu hefur komið fram, að Halldór Blöndal, sam- göngumálaráðherra, hafi á ráð- stefnu Tæknifræðingafélags ís- lands og Verkfræðingafélags ís- lands, lýst þeirri skoðun sinni að vegaframkvæmdir á höfuðborgar- svæðinu verði næsta stórverkefni í nýrri vegaáætlun, og til greina komi að leggja svæðisbundið gjald á orkugjafa til að fjármagna fram- kvæmir að miklu leyti. Vara við framkvæmd hugmyndanna „Mín viðbrögð eru í fyrsta lagi að ég skil ekki hvað samgöngu- málaráðherra er að fara,“ segir Jóhannes, og minnir á þá staðreynd sem Neytendasamtökin hafa ítrek- að bent á, að álögur á bifreiðaeig- endur séu þegar allt of miklar. Skattar til vegamála skila sér ekki „Ég minni einnig á þá staðreynd að allur sá skattur sem lagður hef- ur verið á bifreiðaeigendur, og á að renna til vegamála, gerir það ekki nema að hlutatil. Svæðisbund- ið orkugjald er fráleitt með öllu frá mínum sjónarhóli, ég minnist þess ekki að nokkrum manni hafi dottið í hug að legga sérstakt svæðis- bundið orkugjald vegna vegafram- kvæmda utan höfuðborgarsvæðis- ins, vegna jarðgangnagerða á Vest- fjörðum, eða við Eyjafjörð í kjör- dæmi samgöngmálaráðherra, þannig að ég tek þessar hugmynd k ráðherra með miklum fyrirvara og 1 vara raunar eindregið við því að reynt verði að hrinda henni í fram- I kvæmd.“ r Nóg tekið af eigendum bíla Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bif- reiðaeigenda, kveðst vera alfarið á móti hugmyndum um staðundið orkugjald. „Félagið hefur markað I þá stefnu, að rúmlega mikið meira 1 en nóg sé tekið af bifreiðaeigendum þannig að nú þegar er næg skatt- I tekja til þeirra framkvæmda sem þarna um ræðir,“ segir Runólfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.