Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Steingrímur Hermannsson afsalaði sér þingmemisku Þingmennskan er á við doktorspróf í hagfraéðj Kom, sá og sigraði. r&Aur^o —4— Verkfall meinatækna hefur staðið í mánuð Lausn á deilunni ekki í sjónmáli VERKFALLI meinatækna hefur staðið á fímmtu viku og virðist lausn ekki í sjónmáli. Helsta ágreiningsefn- ið felst í launakjörum meinatækna úti á landsbyggðinni. Meinatæknar fara fram á að laun allra félags- manna hækki. Viðsemjendur eru þeirrar skoðun- ar að forsendur séu ekki þær sömu. Hægt sé að fallast á að meinatækn- ar á höfuðborgarsvæðinu eigi skilið launahækkun á grundvelli saman- burðar við aðrar heilbrigðisstéttir. Starfsmenn úti á landsbyggðinni hafí hærri laun og leiðrétting eigi því ekki við. Samningar Meinatæknafélags ís- lands urðu lausir 15. mars 1993 og hófst boðað verkfall aðfaranótt 4. apríl. Af hálfu meinatækna var farið fram á leiðréttingu launa miðað við sambærilegar stéttir og féllust við- semjendur á þau rök varðandi meina- tækna á höfuðborgarsvæðinu. Tilboð og gagntilboð Þorsteinn Geirsson, formaður samninganefndar, ríkis, borgar og Landakotsspítala, sagði að fljótlega hefði verið lagt fram tilboð um u.þ.b. eins og hálfs flokks launahækkun meinatækna á höfðuborgarsvæðinu. Fól tilboðið t.a.m. í sér að meðallaun meintækna hækkuð úr 89.013 kr. fyrir dagvinnu á mánuði og 129.732 kr. í heildarlaun í 93.019 kr. fyrir dagvinnu og 135.570 kr. í heildar- laun. Meinatæknum þótti of skammt gengið og hófust fljótlega viðræður um tilboð um allt að 6% hækkun fyrir meinatækna á höfuðborgar- svæðinu. Tilboðið felur m.a. í sér fjölgun launaflokka og meiri mögu- leika á hreyfingu milii flokka. Tilboðið var rætt af mikilli alvöru undir lok mánaðarins og þá buðu meinatæknar hálftíma lengingu vinnudags á höfuðborgarsvæðinu í skiptum fyrir kjarbót meinatækna á höfðuborgarsvæðinu og úti á lands- byggðinni. Lausn á deilu meinatækna virðist vandfundin. Edda Sóley Óskarsdóttir, formað- ur Meinatæknafélags íslands, sagði að staðið hefði til að bjóða skipti á hálftímanum, sem metinn væri til 6% launahækkunar, og 4,44% launa- hækkunar fyrir alla meinatækna. Til þess hefði ekki komið vegna skorts á samningsvilja af hálfu viðsemj- enda. Hvað umræddan hálftíma varðar er rétt að geta þess að fjörutíu stunda vinnuvika er bundin í kjarsamninga meinatækna eins og annarra stétta. Á höfuðborgarsvæðinu hefur þróunin orðið sú að meinatæknar mega yfir- gefa vinnustað hálftíma áður en vinnu ætti að ljúka liggi ekki fyrir verkefni. Ekki er dregið frá launum vegna þessa og greiðsla vegna eftir- vinnu hefst eftir formlegan vinnu- dag, þ.e. eftir fjögur. Meinatæknar úti á landsbyggðinni vinna 40 stunda vinnuviku. Með tilboði meinatækna sigldu viðræðumar í strand. Guðríður Þor- steinsdóttir, einnig úr samninga- nefnd, sagði ríkið hefði tekið samn- inga við meinatækna úti á lands- byggðinni í arf frá launanefnd sveit- arfélaga og þeir væru að meðaltali með 6-12% hærri laun en meina- tæknar í borginni. Hún gat þess líka máli sínu til stuðnings að lægst launuðu meina- tæknar á höfuðborgarsvæðinu væru í launaflokki 141 (80.957 kr. á mán- uði miðað við meðalþrep) á meðan lægst launuðu meinatæknar úti á landi væru með laun sem svöruðu til launaflokks 144, þ.e. 9% hærri laun. Af 34 meinatæknum úti á landi væru aðeins 9 með þessi laun. Aðrir væru á hærri launum. Betri laun úti á landi Edda Sóley sagði að meinatæknar úti á landi væru vissulega með eitt- hvað hærri laun en meinatæknar í Reykjavík. Þess bæri hins vegar að gæta að margir hverjir störfuðu þeir á fámennum stöðum, jafnvel einir, og bæru því mikla ábyrgð. Á þeirri forsendu værr réttlátanlegt að laun þeirra væru áfram eitthvað hærri en annarra. Hún sagði að fast yrði hald- ið við kröfu um launabót þeim til handa og benti á að 6% tilboð samn- ingsnefndar ríkisins fæli í raun að- eins í sér 5,2% hækkun fyrir félagið í heild. Þorsteinn sagði að lausn virtist ekki í sjónmáli. Ríki hefði verið að semja við hópa á grundvelli þjóðar- sáttar. Vegna fordæmisgildis væri ekki hægt að semja við meinatækna nema á grundvelli leiðréttingar og hún ætti ekki við varðandi meina- tækna úti á landi. Ástandið á sjúkra- húsunum væri slæmt en engin lausn fælist í að fara að óraunhæfum kröf- um meintækna ef þau stöðvuðust aftur í baráttu annara hópa fyrir samsvarandi hækkun. Aukin skuldasöfnun heimilanna Fólk leitar lausnar vand- ans of seint Baldvin Tryggvason A skýrslu Jóhönnu Sig- urðardóttur félags- málaráðherra sem lögð hefur verið fyrir Alþingi kemur fram að skuldir heimilanna juk- ust um 26 milljarða króna á síðasta ári og námu þær í árslok 256 milljörðum. Baldvin Tryggvason, formaður Sambands íslenskra sparisjóða, segir að það hafi komið honum á óvart hve skuldirnar juk- ust mikið á síðasta ári, en hins vegar segist hann hafa orðið var við stöðugt vaxandi erfíð- leika hjá heimilunum og þeir hafi aukist til stórra muna með vaxandi at- vinnuleysi. Hann segir að þrátt fyrir þetta hafí hann ekki orðið var við að dregið hafi úr notkun yfírdráttar og greiðslu- korta sem jafnvel haft farið vax- andi. „Maður verður þess ekki var að fólk herði neitt ólina, það held- ur bara því munstri sem það hafði vanið sig á þegar það hafði meiri tekjur. Þetta er kannski mikil al- hæfing þar sem ég kynnist kannski helst því þar sem vanda- málin eru mest, en þar verður maður mjög var við þetta,“ sagði Baldvin í samtali við Morgunblað- ið. Mest lánað vegna skuldbreytinga Hann sagði lánastofnanir veita sáralítið af nýjum lánum um þess- ar mundir heldur væri mest um skuldbreytingar að ræða, þ.e. veitt væru lán til þess að borga upp önnur lán. Hann sagði að sem betur fer væri verulegur hluti af skuldum heimilanna langtíma- skuldir sem væru vegna hús- næðiskaupa. Þá mætti ekki gleyma lánum frá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna sem væru á bilinu 30-40 milljarðar og jafn- framt væri algengt að fólk hefði tekið dýr lán vegna bílakaupa. „Það verður að athuga það mjög vel að mikið af lánum vegna húsnæðiskaupa eru langtímalán, en hér áður fyrr voru menn að borga niður húsnæðið sitt á kannski 5-10 árum. Núna hins vegar eru menn að borga þetta niður á 25-40 árum og það dreifir skulda- byrðinni á lengri tíma. Það er reyndar alveg sjálfsagt og eðli- legt, að menn geti dreift því á jafnvel heila kynslóð að borga húsnæðið," sagði Baldvin. Sparisjóðirnir eru með hlut- fallslega meira af einstaklingum í viðskiptum en bankarnir og sagði Baldvin það auðvitað vera þeim mikið áhyggjuefni , hvernig skuldasöfnun heimilanna hefur þróast. „Sérstaklega á þetta við núna þegar kreppir svona að, en þá eru fleiri sem lenda í alvarlegum erfið- leikum. Fólk missir jafnvel íbúðir sínar, sem auðvitað er skelfilegt, en ég vil þó taka fram að það stafar alltof oft af því að fólk hefur færst alltof mikið í fang. Það hefur keypt sér of stórt hús- næði miðað við tekjurnar og síðan treyst á að allt myndi bjargast einhvern v.eginn,“ sagði hann. Fólk kemur of seint Fólk sem komið er í greiðsluerf- iðleika kemur að sögn Baldvins í ► BALDVIN Tryggvason for- maður Sambands íslenskra sparisjóða er fæddur á Ólafs- firði árið 1926 og lauk hann lögfræðiprófi frá Háskóla ís- lands 1953. Hann hefur verið sparisjóðsstjóri hjá Sparisjóði Reylgavíkur og nágrennis frá 1976 og hefur hann átt sæti í stjórn Sambands íslenskra sparisjóða frá 1976 og formað- ur frá 1977. Hann hefur verið í stjórn Lánastofnunar spari- sjóðanna frá stofnun hennar 1986, i stjórnarnefnd Sam- bands norrænna sparisjóða- sambanda frá 1978 og í stjóm- arnefnd European Savings Banks Group frá 1990. of mörgum tilvikum alltof seint til þess að fá skuldbreytingar eða lagfæringar á lánum í lánastofn- unum og segir hann að oft komi það ekki fyrr en í óefni væri kom- ið. „Það er eins og fólk líti á svona stofnanir eins og einhverjar af- tökustofnanir sem ætli sér að ganga á milli bols og höfuðs á því, en það er þvert á móti að svo sé. Við reynum að leysa vandann eftir bestu getu. Það sker í augu hvað það gerist oft fyrir óþarfa hræðslu að fólk kemur of seint. Það lendir í dráttar- vöxtum, safnar skuld- um annars staðar og svo endar þetta með því að það ræður ekki við neitt. Þá eru farin að standa á fólki öll spjót.“ Atvinnuleysið hefur valdið verulegum fjárhagslegum vand- ræðum hjá of mörgum að sögn Baldvins og sagðist hann hafa orðið þess var að atvinnulausir kæmu mun fyrr en aðrir til þess að gera grein fyrir sínum málum og þá væri reynt að skuldbreyta lánum og lagfæra eftir því sem mögulegt væri. „Ástæðan er ekki sú að það fólk hefur hreina og klára afsökun á því hvernig kom- ið er,“ sagði hann. Aðspurður um hvort háir raun- vextir hér á landi væru mikil or- sök fyrir því hve skuldir heimil- anna væru orðnar miklar sagði Baldvin að þeir vextir sem ein- staklingar þyrftu að borga hér á landi um þessar mundir væru síð- ur en svo hærri en tíðkaðist er- lendis. Þvert á móti væru þeir í mörgum tilvikum lægri en t.d. í Bretlandi og á flestum hinna Norðurlandanna. „Þegar um hin svokölluðu neyslulán er að ræða þá eru þeir fyrir neðan það sem tíðkast í þessum löndum.“ Engar aftöku- stofnanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.