Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Viðhorfsbreyting meðal almennings og
stjómmálamanna í Bandaríkjunum
Hart er sótt að
reykingamönnum
og framleiðendum
Reyklausir skemmtigarðar
Víða í Bandaríkjunum hafa yf-
irvöld á lægri stigum stjórnsýsl-
unnar lagt bann við reykingum á
opinberum vettvangi. í San Franc-
isco og fleiri borgum í Kalifomíu-
ríki hafa reykingar innandyra
nánast alls staðar verið bannaðar
nema á heimilum manna. Borgar-
ráð New York hefur kynnt áætlan-
ir sem kveða á um hertar reglur
um reykingar á vínstúkum, veit-
inga- og vinnustöðum auk þess
sem í ráði er að færa þessar regl-
ur út í orðsins fyllstu merkingu
þannig að þær gildi einnig í
skemmtigörðum, á leiksvæðum og
íþróttaleikvöngum.
McDonald’s skyndibitafyrir-
WmW' baksvið
Takist andstæðingum reykinga í Banda-
ríkjunum að ná fram markmiðum sínum
verður lögum breytt þannig að tóbaks-
neysla teljist athæfí sem mönnum beri að
stunda í einrúmi. Bandarískir reykfíklar
mæta óvild en miklir hagsmunir eru í veði.
Þrengt að reykingamönnum
Framleiðsla á margs konar búnaði til að verjast reykingum
hefur vaxið og dafnað í Bandaríkjunum á undanförnum árum.
Myndin sýnir sérlega hugvitsamlegan hatt sem er þeirrar
náttúru að á honum er vifta sem selja má í gang þegar sá
sem höfuðfatið ber nálgast reykingamenn. Þeim til aðvörun-
ar getur hattberinn kveikt ljós sem blikka auk þess sem flauta
fer í gang. Á myndinni hér tilvinstri fær fyrrum reykfíkill,
Masayuki Tatsuta, sér sígarettu sem ku vera gædd þeim eigin-
leikum að af henni stígur eigi upp reykur þá hennar er neytt!
Þessi uppfinning var kynnt í Japan fyrir nokkrum árum en
mun hafa hlotið fremur dræmar undirtektir.
Reykingamenn í Banda-
ríkjunum og tóbaks-
framleiðendur þar
vestra hafa aldrei
kynnst viðlíka árásum og þeir
sæta nú um stundir. í tvo áratugi
hafa hinir reyklausu raunar látið
andstöðu sína og óánægju í ljós
en nú standa reykingamenn og
þeir sem hafa tekjur sínar af fram-
leiðslu tóbaks frammi fyrir lítt
dulinni óvild stjórnmálamanna,
ríkisstjórnar og almennings. Nú
stefna andstæðingar reykinga að
því að fá samþykkt lög sem fela
munu í sér að litið verði á reyking-
ar sem athæfí sem menn eigi að
stunda í einrúmi - eigi á annað
borð að samþykkja tóbaksneyslu
almennt og yfírleitt - áheimilum
sínum, í bifreiðum eða í sérstökum
reykingaherbergj um.
Nú liggur fyrir Bandaríkjaþingi
lagafrumvarp sem kveður
m.a. á um að banna beri reyking-
ar í öllum þeim byggingum sem
tíu manns eða fleiri sækja heim í
viku hverri. Heimili manna verða
þó undanskilin. í raun munu þessi
lög, verði þau samþykkt, kveða á
um reykingabann í öllum verskm-
iðjum, skrifstofum, vínstúkum,
veitingahúsum og næturklúbbum.
Hins vegar er gert ráð fyrir að
leyfð verði sérstök reykingaher-
_
bergi sem lokuð verði af frá öðrum
vinnusvæðum og þar sem í boði
verði góð loftræsting.
Reyklausar vínstúkur
Fleiri slíkar tillögur hafa verið
á kreiki í Bandaríkjunum. Deild
ein í atvinnumálaráðuneyti Banda-
ríkjanna hefur lagt til að alríkis-
stjórnin í Washington beiti sér
fyrir banni við reykingum á vinnu-
stöðum. Þar sem vínstúkur og
aðrir þeir staðir sem menn sækja
sér til skemmtunar teljast vinnu-
staðir myndi bannið kveða á um
að þeir skyldu vera reyklausir. í
þessari tillögu sem og í henni sem
fyrr var nefnd er þó gert ráð fyr-
ir að heimilt verði að koma upp
sérstökum reykherbergjum.
Talsmenn bandarísku Matvæla-
og lyfjaeftirlitsstofnunarinnar
hafa lýst yfir því að stofnunin
hafi undir höndum gögn sem sanni
að tóbaksframleiðendur hafi bætt
nikótíni í tóbak það sem þeir selja
til að halda fíklunum við efnið.
Stofnunin hefur komið þeirri fyrir-
spurn á framfæri við Bandaríkja-
þing hvort hefja beri eftirlit með
sölu á vindlingum, líkt og um lyf
væri að ræða, eða hvort líta beri
svo á að banna beri nikótín í vindl-
ingum.
tækið hefur bannað reykingar á
stöðum þeim sem eru í eigu þess
og hið sama gjldir um fjölmargar.
verslanir og verslanamiðstöðvar.
Tóbaksskattur
Bill Clinton forseti hefur lagt
til að settur verði 75 centa skattur
á hvern vindlingapakka þannig að
greiðslur reykingamanna til sam-
félagsins vegna fíknar sinnar verði
alls 99 cent. Peningana á að nota
til að lappa upp á bandaríska heil-
brigðiskerfið. Nokkrir þingmenn
hafa hins vegar sagt að þetta sé
hvergi nærri nóg og hafa lagt til
að tveggja dollara skattur verði
settur á hvern vindlingapakka.
Þótt nú séu um 30 ár liðin frá
því að landlæknir Bandaríkjanna
komst að þeirri niðurstöðu að
reykingar gætu orsakað lungna-
krabbamein og aðra lífshættulega
sjúkdóma markar umræða sú og
aðgerðir sem hér hefur verið íjall-
að um algjör þáttaskil í Bandaríkj-
unum. Fram til þessa hafa hags-
munir tóbaksframleiðenda ein-
faldlega vegið þyngra í Bandaríkj-
unum en þeirra sem takmarka
vilja reykingar á opinberum vett-
vangi. Tóbaksframleiðendur vörðu
miklum fjármunum til að hafa
áhrif á ráðamenn auk þess sem
þeir létu gjarnan af hendi renna
rausnarleg framlög í kosninga-
sjóði stjórnmálamanna.
Gjörbreytt andrúmsloft
í byijun síðasta árs gerðist hins
vegar tvennt sem varð til þess að
gjörbreyta andrúmsloftinu í
Bandaríkjunum í eiginlegri og yf-
irfærðri merkingu. í fýrsta lagi
gaf bandaríska Umhverfisvernd-
arstofnunin út skýrslu þar sem
tóbak var skilgreint sem hættulegt
eiturefni og fullyrt var að rekja
mætti 3.000 dauðsföll á ári hveiju
til lungnakrabbameins af völdum
óbeinna reykinga. Síðara atriðið
sem miklu skipti var sú ákvörðun
Clinton-hjónanna að lýsa Hvíta
húsið öldungis reyklaust svæði.
Þessi afstaða þeirra hjóna hefur
orðið til þess að draga mjög úr
stjórnmálalegum áhrifum tóbaks-
framleiðenda og skýrsla Umhverf-
isvemdarstofnunarinnar og fleiri
slíkar sem fylgt hafa í kjölfarið
hefur gert hinum reyklausu kleift
að halda því fram að athæfí reyk-
ingamanna sé ógnun við heilsu
þeirra sem ekki reykja.
Tekjur bandarískra tóbaks-
framleiðenda á heimamarkaði eru
enn miklar þó svo hagnaðurinn
erlendis, t.a.m. í fyrrum kommún-
istaríkjum, fari jafnt og þétt vax-
andi. Miklir hagsmunir eru í húfi
og óvíst er hvernig stjórnvöld
myndu bregðast við þeim tekju-
missi sem af tóbaksbanni eða af
hertum reykingareglum stafaði. Á
ári hveiju vetja reykingamenn
samtals 43 milljörðum Banda-
ríkjadala til kaupa á tóbaki og
tekjur ríkissjóðs af sölu þessari
nema um 16,5 milljörðum dala.
Rétthugsun og reykingar
Teikn eru ennfremur á lofti um
það í Bandaríkjunum að reykinga-
mönnum muni hlutfallslega ekki
fækka frekar en þeir eru nú um
25% þjóðarinnar. Fram hafa kom-
ið vísbendingar um að reykingar
færist í vöxt á meðal unglinga,
kvenna og minnihlutahópa. I sam-
tali við The Financial Times segir
ungfrú ein sem ber hið hljómfagra
nafn Faith Popcorn og starfar sem
markaðsráðgjafí í New York að
margt miðaldra fólk sé búið að fá
sig fullsatt af hinu heilbrigða líf-
erni og sé tekið að kveikja sér í
sígarettunni á ný til að mótmæla
þessari nýju pólitísku rétthugsun
í bandarísku þjóðlífi.
HeimildiriFiiiaiicial Times,
The Economist.
Eftirmáli flugslyssins við Arlanda-flugvöll í Stokkhólmi 1991
Skaðabætur upp á rúmar
sex milljónir króna
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
RÚMLEGA tveimur árum eftir flugslysið við Stokkhólm jólin 1991
á SAS enn í samningaviðræðum við nokkra af farþegunum um skaða-
bætur vegna slyssins. Félagið bauð farþegunum rúmlega 125 þúsund
íslenskar krónur í ferðaúttekt hjá félaginu, en einnig lögfræðiaðstoð,
ef fólk vildi sækja málið á eigin spýtur. Einn þeirra sem það gerði
hefur fengið rúmar sex milljónir íslenskra króna og enn er ósamið
við nokkra.
Það voru 128 manns um borð
í flugvélinni frá SAS, sem hrapaði
til jarðar á þriðja í jólum 1991.
Enginn lést og aðeins nokkrir
fengu skrámur, en margir hafa
átt við sálræn vandamál að stríða
, í kjölfar slyssins. Rannsókn á slys-
inu hefur leitt í ljós að SAS bar
ábyrgðina á því, en hvorki flug-
stjóri né áhöfn.
Eftir slysið lofaði flugfélagið að
farþegar fengju ríflegar bætur
fyrir. Þegar til kom voru þeim
boðnar sem samgvargr rúmum 125
þúsund íslenskum krónum og
börnum sextíu þúsund, sem þeir
gátu tekið út sem ferðir hjá SAS.
Flestir farþeganna tóku það sem
að þeim var rétt, en um 10-12
farþegar eiga enn í málaferlum
við SAS. Einn af þeim sem leitaði
réttar síns hefur sagt að hann
hafi fengið um 6,1 milljónir ís-
lenskra króna í skaðabætur, auk
þess sem samningurinn hljóði upp
á að hann geti hvenær sem er
sett fram frekari kröfur, ef honum
þyki ástæða til.
Reuter
Von um vopnahlé í Rúanda
DREGIÐ hefur úr bardögum í Rúanda og var búist við að vopna-
hléi yrði lýst yfir í borgarastríðinu í dag, sunnudag. Flóttamanna-
straumnum frá landinu linnti þó ekki í gær.