Morgunblaðið - 08.05.1994, Page 16

Morgunblaðið - 08.05.1994, Page 16
16 SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ eftir Boga Arason Ermarsundsgöngin, sem voru opnuð formlega á föstudag, eru eitt af mestu verkfræðilegu stórvirkjum aldarinnar og lengstu járnbrautar- og neðansjávar- göng veraldar, alls 150 km. Margir Frakkar og Bretar eru lítt hrifnir af göngunum og þeir setja einkum kostnaðinn fyrir sig. Talið er að göngin kosti 10,5 milljarða punda, jafnvirði 1.100 milljarða króna, og þetta er mesta fjárfesting í lestasamgöngum sem nokkurn tíma hefur verið ráðist í. Ermarsundsgöngin eru þrenn, hver um 50 km löng og þar af eru 38 km undir sjó. Milli þeirra eru þvergöng með 375 metra millibili sem lestimar geta farið um ef eitt- hvað kemur upp á. Alls verða notað- ir 254 lestavagnar, sem taka 120 bíla hver. Ferðin um göngin tekur 35 mínút- ur og lestimar fara á allt að 160 km hraða. Einkafyrirtæki, Eurotunnel, var stofnað til að fjármagna fram- kvæmdimar og reka lestirnar. Þótt göngin hafi verið opnuð formlega á föstudag hefjast farþegaflutningam- ir ekki fyrr en í haust. Þangað til verða aðeins fluttar vörur með lest- unum. Framkvæmdimar tóku sex ár en rekja má hugmyndina um göng und- ir Ermarsundið til ársins 1751, þegar Frakkinn Nicolas Desmarets setti hana fram. Napóleon Bónaparte lagði síðan blessun sína yfír tillögu um göng fyrir hestakerrur árið 1802. Um áttatíu árum síðar reyndi enski herforinginn Ernest Beaumont fyrst- ur manna að grafa slík göng en ráða- menn bönnuðu þau þar sem þeir ótt- uðust að hægt yrði að nota þau til innrásar í England. Banninu var ekki aflétt fyrr en árið 1955. Risastórir borar Skemmri tíma tók að bora göngin en áætlað var þótt illa gengi í fyrstu. Verktakamir gáfu sér þijú ár og fyrsta árið vom þeir átta mánuðum á eftir áætlun en luku þó verkinu fimm vikum fyrr en stefnt var að. Notaðir voru risastórir borar og sá stærsti vó 1.500 tonn. Áætlað hafði verið að hægt yrði að bora 200 metra á viku en verkið reyndist ganga helmingi hraðar. Helsta ástæðan er að á þessu dýpi er um 18 metra hátt þurrt kalkstein- slag milli Englands og Frakklands og það er mjög heppilegt fyrir jarð- gangagerð. Þrátt fyrir rannsóknir gátu verktakarnir ekki verið vissir um hvemig jarðvegurinn yrði alla leiðina en fátt kom þeim þó á óvart. Hætturnar voru margar. Við rann- sókn jarðvegsins voru til að mynda boraðar holur og ef verktakamir hefðu lent á þeim hefði sjór streymt í göngin. Göngin voru gerð frá Frakklandi og Englandi í senn og frönsku og bresku bormennimir mættust á miðri leið. Þess vegna var mjög mikilvægt að þeir vissu nákvæmlega hvar þeir voru staddir undir sundinu. Nýjustu landmælingatæki reyndust haldlítil því þegar göngin voru orðin nokk- urra kílómetra löng voru skekkju- mörkin orðin um metri. Þetta vanda- mál var leyst með því að nota merki frá nokkrum gervihnöttum banda- ríska vamarmálaráðuneytisins og skekkjumörkin urðu um 150 milli- metrar. ERMASUNDSGONGIN ERMARSUNDSGÖNGIN Slíkar stórframkvæmdir eru ávallt hættulegar og tíu manns létu lífið við gangagerðina. Deilt um öryggið Bresku neytendasamtökin hafa haft efasemdir um að Eurotunnel hafi borið öryggi farþeganna nægi- lega fyrir bijósti. Samtökin eru til að mynda óánægð með að farþegarn- ir skuli verða í eigin bílum en ekki í sérstökum farþegavögnum, þannig að erfítt gæti reynst að koma fólkinu Ermarsundsgöngin eru eitt at mestu alrekum verkfræðinga nútímaus en gætu reynst glapræði sem fjárfesting úr lestunum verði slys í göngunum. Þau gagnrýna ennfremur kaup á ódýrum og hálfopnum lestavögnum fyrir flutningabíla og telja þá auka hættuna á eldsvoðum. Samkvæmt könnun á vegum neyt- endasamtakanna hafa 46% Breta áhyggjur af því að ferðirnar um Erm- arsundsgöngin kunni að vera hættu- legar. Hins vegar telur aðeins einn af hveijum sjö hættulegt að ferðast með lestum ofanjarðar. Stjórnendur Eurotunnel segja á hinn bóginn að tuttugu sinnum ör- uggara sé að ferðast um göngin en með lestum ofanjarðar. Líkindin til þess að lestafarþegar á leiðinni milli Lundúna og Parísar deyi séu aðeins 4,7 .á hveijar 100 milljónir ferða. Samkvæmt líkindareikningi þeirra geta slys sem kosta fleiri en tíu manns lífið orðið einu sinni á 1.000 árum. Slys sem kosta fleiri en 100 manns lífið geti orðið einu sinni á 100.000 árum. Margir Bretar telja hættu á sprengjutilræðum í göngunum en bresk lögregluyfirvöld segja að ör- yggisgæslan verði mjög mikil. Vopn- aðir lögreglumenn skoði bíla sem fara í lestarnar og þeim þurfi að aka framhjá háþróuðum tækjabúnaði sem geti fundið sprengiefni. Margir Bretar hafa einnig áhyggj- ur af því að landfræðileg einangrun Bretlands rofni. Samkvæmt nýlegri könnun telja til að mynda 57% Breta að göngin verði kjörin leið fyrir smit- sjúkdóma, einkum hundaæði, inn í landið. Eurotunnel tekur þessa hættu alvarlega og hefur sett sérstakan búnað, svokallaðar „raflostmottur", í öll göngin til að stöðva skepnur með hundaæði sem kynnu að fara um þau. Veikur rekstrargrundvöllur Samkvæmt könnuninni eru 75 af hundraði Breta efins um þeir fari nokkurn tíma um göngin og sú niður- staða er stjórnendum Eurotunnel mikið áhyggjuefni. Göngin eru gífur- leg fjárfesting og ólíklegt er að hún skili arði fyrr en langt er liðið fram á næstu öld. Göngin áttu að kosta 4,7 milljarða punda en reyndust meira en tvöfalt dýrari, eða um 10,5 milljarðar. Talið er að á næsta ári verði- tekjurnar aðeins um 100 milljónir punda en ljóst er að vaxtagreiðslurnar verða 500 milljónir á ári. Áætlað er að feijurnar yfir Ermar- sund og flugleiðirnar milli Bretlands og Frakklands skili 600 milljóna punda veltu á ári þannig að markaðs- setning lestaferðanna þarf nánast að ganga kraftaverki næst til að fjár- festingin beri sig. Flutningsgetan yfir Ermarsundið tvöfaldast með tilkomu ganganna en ólíklegt er þó talið að verðstríð blossi upp milli Eurotunnel og feijanna. Fargjöld lestanna undir Ermar- sundið verða svipuð og hjá feijunum. Á mesta annatímanum, í júlí og ág- úst, er verðið fyrir fjölskyldu í bíl fram og til baka 495 pund, eða 53.000 krónur. Hina mánuðina er verðið 330 pund, 35.000 krónur. Margir spá því að þetta háa verð og fleira verði til þess að Eurotunnel takist ekki að laða til sín jafn marga farþega og fyrirtækið gerir sér vonir um. rfc I • « n « i « ! i 37,6 metrar ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.