Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.05.1994, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MAÍ 1994 27 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, [þróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í lausasölu 125 kr. eintakið. Húsaleigubætur kjarabætur AKVÖRÐUN Alþingis um að taka upp húsaleigu- bætur eru töluverð tíðindi og um leið umtalsverð kjarabót fyrir þá, sem þeirra munu njóta. Hin efnislegu rök fyrir því, að taka upp húsaleigubæt- ur, eru auðvitað fyrst og fremst þau, að kaupendur íbúðarhús- næðis hafa notið ákveðins stuðnings frá ríkisvaldinu í formi svonefndra vaxtabóta. Úr því að skattgreiðendur greiða niður að hluta til vaxta- kostnað þeirra, sem kaupa íbúðarhúsnæði, má spyrja hvaða rök séu fyrir því, að þeir greiði ekki niður að hluta til kostnað þeirra, sem leigja húsnæði. Auðvitað má snúa spurning- unni við og spyija, hvaða rök séu yfirleitt fyrir því að niður- greiða vexti með þessum hætti vegna íbúðakaupa. Svarið við þeirri spurningu er m.a. það, að vaxtafrádráttur vegna hús- næðiskaupa tíðkaðist áratug- um saman. Raunar býr sú kyn- slóð, sem verður að borga verð- tryggingu og háa raunvexti, við margfalt lakari kjör í þess- um efnum en þær kynslóðir, sem bæði nutu vaxtafrádráttar að fullu og verðbólgu, sem greiddi niður skuldir vegna húsnæðiskaupa. Tæpast er hægt að gera svo mjög upp á milli fólks að afnema með öllu niðurgreiðslur vaxta, þótt það hafi verið gert að verulegu leyti miðað við það, sem áður var. Hér er því verið að koma á vissu jafnræði á milli þeirra, sem leggja í kaup á húsnæði og hinna, sem leigja húsnæði. Leigukostnaður hefur lengi verið svo hár hér, að fólk hefur af þeim sökum lagt út í fjár- festingu, sem það hafði tæpast efni á. En þótt leigukostnaður hafi verið hár hefur hann eng- an veginn verið nægilega hár til þess að standa undir fjár- festingu og öðrum kostnaði við fasteignir. Þess vegna m.a. er það á almanna vitorði, að leigu- tekjur hafa skilað sér illa til skatts. Það er þess vegna fram- faraspor, að þingið hefur nú ákveðið að gdra leigutekjur undir 300 þúsund krónum á ári skattfrjálsar. En jafnframt því, sem hér er verið að skapa ákveðið jafn- ræði á milli kaupenda og leigj- enda í viðskiptum þeirra við ríkisvaldið er ljóst, að í þessari ákvörðun felst veruleg kjara- bót fyrir þá, sem nú búa í leigu- húsnæði. Grunnfjárhæð bót- anna nemur 7.000 krónum á mánuði. Síðan bætist við ákveðin upphæð fyrir hvert barn til og með þriðja barni þannig að t.d. hjón með þrjú börn sem búa í leiguhúsnæði fá 18 þúsund krónur á mánuði í húsaleigubætur. Að auki bæt- ist við 12% þeirrar upphæðar, sem liggur á milli 20 þúsund og 45 þúsund króna. Hér er augljóslega um mikla kjarabót að ræða, raunar svo mikla, að hún getur gjörbreytt aðstæðum þeirra, sem búa í leiguhúsnæði. Jafnframt eru þessar aðgerðir líklegar til að skapa meiri festu á leigumark- aðnum fyrir húseigendur og tryggja betur þeirra hag af þeirri ástæðu að leigjendur verða væntanlega skilvísari greiðendur. Húsaieigubæturnar kosta hið opinbera, ríkissjóð og sveit- arsjóði verulega fjármuni eða um 650 milljónir króna. Það eru miklir peningar, þegar lítið er til af þeim. A hinn bóginn eru rökin vegna vaxtabóta- greiðslna til húsnæðiskaup- enda augljós og líklegt að þetta komi ekki sízt þeim til góða, sem við erfiðan hag búa. Þetta er rétt skref af hálfu ríkis- stjórnarinnar og hefur félags- málaráðherra unnið þarft verk með þessari kjarabót til handa leigjendum - og er þá að sjálf- sögðu miðað við aðstæður allar í þjóðfélaginu. OO JACKLOND- O u • on er einskon- ar framhald af Mobý Dick, bæði að því er varðar stíl og efni- stök. Það er margt tilaðmynda ótrúlega líkt með Mobý Dick og Sea Wolf sem minnir á fyrstu kafla Mobý Dicks þarsem Kvíkvak er lýst. OO SÖGULEGUR 'SANN- 00*leikur er ekki til. Sagan geymir enga fullvissu. Hún er álita- mál. En góð skáldsaga einsog Jón Arason varðveitir tímann. Einsog safngler sækir hún geislana og brennir sig inní vitund okkar. OA SÖGUR DICKENS ERU 0^1 «ávallt kvikmyndaðar sem unglingaefni, þóttþær séu skrifaðar handa fullorðnu fólki. Þessar skringilegu persónur virðast klippt- ar útúr gömlum skopblöðum frekar- en mannlífinu. En svona var víst það umhverfi sem Dickens þekkti. Veröld fáránleikans, en þó raun- sönn ef litið er á fátækt og stétta- skiptingu. En beztu barna- og ungl- ingabækumar hafa víst einatt verið skrifaðar fyrir fullorðið fólk; Robin- son Crusoe, Lísa í Undralandi, Gúllíver. Qr MAUGHAM, CAKES AND OO »Ale: allar persónur sem við skrifum um eru ekkert nema eftir- líkingar af sjálfum okkur. Alroy Kear í Cakes and Ale neit- aði aldrei fjölmiðlasamtölum og tal- aði jafnfúslega um uppáhaldsmat- inn sinn og guð, enda er hann full- trúi mergðarinnar en ekki listarinn- ar. Mergðin sækist ekki endilega eftir andlegri næringu, heldur eltist hún við veraldleg skurðgoð og brauðkonunga, svo ég vitni nú einu- sinni í prédikun prestsins míns. HELGI spjall Alroy Kear óx upp- úr fólki einsog fötum. Kunni á gagnrýnend- ur. Ef þeir réðust á hann bauð hann þeim út í hádegisverð. Og þegar þeir höfðu étið helminginn af ostrunum höfðu þeir einnig étið oní sig alla gagnrýnina. Þegar næsta bók Alroys kom svo út töluðu þeir um ágæti verksins og ótrúlegar framfarir höfundar. Alroy Kear er góður fulltrúi markaðarins. Og vinsældalistanna. í staðinn fyrir að skrifa í Hjemmet skrifar hann fyrir Bókmenntaverð- launin. Og fjölmiðlana. 36.‘ HUME MINNIR OKKUR Á »að flökkuriddaramir sem þvældust um til þess að losa veröld- ina við dreka og tröll hefðu aldrei efazt um tilvist slíkra illvætta. Ævintýrið og hjátrúin eru sem- sagt fullboðlegur veruleiki. Of7 EKKERT ER FRJÁLSARA O I *en ímyndunarafl mann- skepnunnar. Segir Hume. QO ÍMYNDUNARAFLINU ER O0«það jafnauðvelt að skapa ófreskjur og hvers kyns óskapnað einsog að gera sér myndir af hinum eðlilegustu og hversdagslegustu hlutum. (David Hume.) QQ TUNGUÐ ER ENDUR- Oí/»skin einsog við erum end- urskin af annars hugsun. A /\ Tungl strýkur jc \/ • feldhvíta jörð strýkur janúarhvít spor inní hjarta þitt. 41 SAMAR EÐA LAPPAR •einsog sagt var þegar ég var ungur em sérfræðingar í því að senda öðm fólki hugskeyti. Þeir hafa jafnvel notað þessa aðferð til að mæla sér mót á hráslagalegum norðurslóðum. Drauma-Jói sem þekktur var á sínum tíma, bóndi norður í landi um síðustu aldamót, gat sent hugsanir sínar hvert á land sem var og jafnvel upplifað stað- hætti í útlöndum þótt hann hafi aldrei komið þangað. íslenzk al- þýðudulfræði geymir margar sagnir um slíkt fólk. Hugsanir þess snerta bæði annað fólk og ókunnar slóðir. Þær em oft jafnáþreifanlegar og kaldhamraðar staðreyndir; vem- leikinn sjálfur. Þetta vissu karlarnir sem stóðu fyrir galdrafárinu á 17. öld; ekkert var hættulegra en hugs- un mannsins. Ágúst H. Bjarnason, prófessor, sem kallaði ekki allt ömmu sína þegar eilífðin var annars vegar og lá ekki flatur fyrir hvaða ósýnileg- um guðdómi sem var, gerði sér far um að kynnast Drauma-Jóa og hæfíleikum hans, svo þekktur sem hann var af dulgáfu sinni. Hann hlaut að vera heimspekingi og sál- fræðingi freistandi viðfangsefni. Því lágu leiðir þessara manna sam- an, háskólaprófessors og bóndans í Þistilfírði sem var ættaður af Langanesi. Við eigum að rækta þjóðtrúna og skáldskapinn. Það lifír enginn til lengdar eingöngu í hráslagaleg- um vemleika, án andlegra verð- mæta. Dáið er allt án drauma og dapur heimurinn, segir skáldið. En eigum við enga drauma; enga eftirvæntingu; ekki frekaren rýtandi gyltan við akarnið? M. (meira næsta sunnudag) REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 7. maí Niðurstöður í skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar Háskóla íslands um fylgi framboðslista til borgarstjórnar Reykjavíkur, sem birt er í Morgunblaðinu í dag, laugardag, staðfestir þá mynd, sem við hefur blasað undanfarna mánuði, að það er á brattann að sækja fyrir Sjálfstæð- isflokkinn í komandi borgarstjórnarkosn- ingum. Samkvæmt skoðanakönnun Fé- lagsvísindastofnunar, sem stóð yfír frá sl. sunnudegi til fimmtudags, hyggjast 55,7% reykvískra kjósenda kjósa R-listann en 44,3% D-listann, lista Sjálfstæðisflokksins. í greinargerð Félagsvísindastofnunar með þessari könnun, kemur fram, að stofn- unin gerði könnun á fylgi þessara flokka í marzmánuði sl. Rétt er að taka fram, að sú könnun var ekki gerð fyrir Morgun- blaðið. Niðurstöður hennar hafa því ekki verið birtar fyrr en nú, að þær koma fram í greinargerð Félagsvísindastofnunar til samanburðar við hina nýju könnun. En samkvæmt þeim hefur R-listi vinstri flokk- anna í Reykjavík tapað fjórum prósentu- stigum frá því í marz og Sjálfstæðisflokk- urinn bætt við sig að sama skapi. Ekki er ólíklegt, að sú þróun haldi áfram eftir því, sem nær dregur kosningum. Þess vegna fer því fjarri, að Sjálfstæðisflokkur- inn hafi tapað kosningunum nú þegar. Úrslitin liggja ekki fyrir fyrr en talið hef- ur verið upp úr kjörkössunum og saman- burður á þessum tveimur könnunum Fé- lagsvísindastofnunar sýnir, að stöðugt sax- ast á fylgi hins sameiginlega lista vinstri flokkanna í Reykjavík. En hvað veldur þessari erfíðu stöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík nú eftir þann stórsigur, sem flokkurinn vann í borgarstjórnarkosningum fyrir fjórum árum? Aðspurðir um mat á frammistöðu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjóm á því kjörtímabili, sem senn er liðið, segja 18,6% að Sjálfstæðisflokkurinn hafí staðið sig vel og 62,5%, að flokkurinn hafí staðið sig sæmilega. Þetta þýðir að yfír 80% Reykvík- inga telja, að Sjálfstæðisflokkurinn hafí staðið sig ýmist vel eða sæmilega. Þetta er viðunandi niðurstaða fyrir Sjálfstæðis- menn enda má seint búast við því, að meirihluti kjósenda telji stjórnmálaflokk hafa staðið sig vel í einhveiju verki! Ein- ungis 18,9% kjósenda telja, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafí staðið sig illa. Þetta þýðir, að rúmlega helmingur þeirra, sem kusu vinstri flokkana í síðustu borgarstjórnar- kosningum eru sæmilega ánægðir með störf meirihluta Sjálfstæðismanna í núver- andi borgarstjórn. Enda fer ekkert á milli mála, að meiri- hluti Sjálfstæðismanna hefur staðið vel að verki í borgarmálum eins og raunar jafnan áður. Reykvíkingar hafa áratuga reynslu af stjórn Sjálfstæðismanna í Reykjavík og því verður ekki haldið fram með nokkrum rökum, að sú reynsla hafí ekki verið góð. Staðreyndin er sú, að stjóm Sjálfstæðisflokksins á málefnum höfuð- borgarinnar hefur verið til fyrirmyndar. Allir beztu kostir Sjálfstæðisflokksins hafa notið sín í borgarmálum enda flokkurinn haft þar meirihluta á hendi og stjórnað í krafti þess. Á árum áður gátu Sjálfstæðismenn í borgarstjórnarkosningum ekki vísað til reynslu af vinstri meirihluta í Reykjavík vegna þess, að slíkur meirihluti hafði aldr- ei verið til staðar. Það breyttist hins vegar með sigri vinstri flokkanna í borgarstjórn- arkosningunum 1978. Næstu fjögur árin á eftir stjórnuðu vinstri flokkarnir borgar- málum Reykjavíkur. Þess vegna er hægt að bera stjórn þessara aðila á málefnum höfuðborgarinnar saman. í stuttu máli sagt var reynsla Reykvíkinga af meiri- hlutastjórn vinstri manna í Reykjavík af- leit. Enda er aldrei vísað til hennar einu orði í málflutningi frambjóðenda vinstri flokkanna í kosningabaráttunni nú. Þeim er bersýnilega í mun að fela þessa fortíð sína í borgarmálum Reykjavíkur og vinna markvisst að því í þeirri trú, að borgarbú- ar hafí ýmist gleymt þessu tímabili eða verið of ungir til þess að fylgjast með því að nokkru ráði. Reykjavík var forystulaus höfuðborg í fjögur ár á árabilinu 1978 til 1982. Vinstri flokkarnir höfðu talað af vanþóknun um það fyrirkomulag Sjálfstæðisflokksins að borgarstjórinn í Reykjavík væri jafnframt pólitískur oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarmálum. Þeir kváðust mundu snúa við blaðinu og réðu í starf borgarstjóra mætan og hæfan sérfræðing, sem fékk hins vegar engu að ráða og komst aldrei að fyrir rifrildi á milli oddvita vinstri flokk- anna í borgarstjórn. Meira og minna öll málefni borgarinnar dröbbuðust niður í tíð vinstri stjórnarinnar í Reykjavík eins og eðlilegt var vegna þess, að flokkarnir komu sér ekki saman um markvissa stefnu í nokkrum málaflokki. Þegar reynsla Reykvíkinga af stjóm Sjálfstæðismanna annars vegar og vinstri flokkanna hins vegar er borin saman fer ekkert á milli mála, að áframhaldandi meirihlutastjóm Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er bezti kosturinn fyrir borg- arbúa og raunar landsmenn alla. Það hef- ur engin sú breyting orðið á vinstri flokk- unum, sem nú hafa sameinast á einum framboðslista, sem færa má fram sem rök fyrir því, að gefa eigi þeim annað tækifæri í málefnum Reykjavíkurborgar. Auðvitað kemst enginn flokkur frá stjóm almannamála á þann veg, að hann sé hafinn yfir alla gagnrýni. Og auðvitað má ýmislegt gagnrýna í stjórn Sjálfstæðis- manna í borgarmálum Reykjavíkur. Borg- arfulltrúar Sjálfstæðismanna verða hins vegar að leggja verk sín undir dóm eigin stuðningsmanna áður en þau em lögð undir dóm kjósenda almennt. Það gerist í víðtækustu prófkjörum, sem nokkur stjórnmálaflokkur efnir til á íslandi. Próf- kjör em miskunnarlaus aðferð við val frambjóðenda. En þeir sem á annað borð gefa kost á sér til þess að fara með al- mannamál verða að búa við það miskunn: arleysi. Þeir geta ekki vikizt undan því. í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í janúarmánuði sl. var nokkrum borgarfull- trúum flokksins, sem sætt höfðu hvað mestri gagnrýni, með réttu eða röngu, fyrir meðferð einstakra málaflokka, hafn- að sem frambjóðendum í þeim kosningum, sem nú fara fram. í slíkum prófkjörsúrslit- um felst harður dómur en þeirri lýðræðis- legu niðurstöðu verða allir að una. í grein í Morgunblaðinu í gær, föstu- dag, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni vinstri flokkanna í Reykjavík, m.a.: „Ef reynsla mín í stjórn- málum hefur kennt mér eitthvað, þá er það hve nauðsynlegt er að starfa af heilind- um og fyrir opnum tjöldum." Hverjir hafa með afdráttarlausari hætti starfað fyrir opnum tjöldum en Sjálfstæðismenn í Reykjavík? Víðtækasta prófkjör, sem um getur á íslandi til þess að velja frambjóð- endur. Markús Örn Antonsson valinn borg- arstjóraefni Sjálfstæðismanna í því próf- kjöri með úrslitum þess. Þegar hann ákvað að draga sig í hlé tók Árni Sigfússon við, sem hlaut næstflest atkvæði í prófkjörinu. Þessir menn voru valdir fyrir opnum tjöld- um. Hvar var Ingibjörg Sólrún valin borg- arstjóraefni 'vinstri flokkanna. Var það gert í opnu og víðtæku prófkjöri þeirra, sem fram fór fyrir „opnum tjöldum"? Einu sinni var sagt, að áhrifamenn í bandarísk- um stjórnmálum væru valdir í „reykfullum bakherbergjum stjórnmálanna". Þannig var borgarstjóraefni vinstri flokkanna val- ið. Ingibjörg Sólrún var valin af örfáum einstaklingum í bakherbergjum vinstri flokkanna. Sannleikurinn er auðvitað sá, að framboðslisti vinstri flokkanna í Reykja- vík varð til með hefðbundnu baktjalda- makki í stjórnmálum en framboðslisti Sjálfstæðisflokksins varð til með lýðræðis- legasta hætti, sem til er í stjórnmálum. En m.a. orða: Hver eru „heilindi“ Ingi- bjargar Sólrúnar og samverkamanna hennar á framboðslista vinstri flokkanna í þessari kosningabaráttu? Það hefur lítið farið fyrir málefnalegri kosningábaráttu af hálfu frambjóðenda R-listans. Þeir hafa hins vegar lagt þeim mun meiri áherzlu á að skapa tortryggni í garð einstakra fram- bjóðenda Sjálfstæðisflokksins. Fyrir nokkrum misserum og löngu áður en fram- boð til borgarstjómar kom til umræðu, tók Inga Jóna Þórðardóttir, viðskiptafræðing- ur, að sér ráðgjafaverkefni fyrir Reykjavík- urborg og fór ofan í saumana á ýmsum rekstrarþáttum borgarinnar. Þeir sem reynslu hafa af rekstri einkafyrirtækja vita hvernig ráðgjafar starfa. Þeir vinna ekki fyrst og fremst til að skila þykkum skýrslum, heldur til þess að ná árangri. Það gera þeir með athugunum, ábending- um og leiðbeiningum frá degi til dags. Þetta þekkja væntanlega flestir þeir, sem haft hafa slíka ráðgjafa í þjónustu sinni. Vinstri menn í borgarstjórn Reykjavíkur gerðu engar athugasemdir við störf Ingu Jónu Þórðardóttur meðan hún vann að þessum verkefnum eða þegar þeim var lokið. Þeir gerðu heldur engar athuga- semdir við launagreiðslur til hennar vegna þessara verkefna. Þá fyrst þegar Inga Jóna hafði verið kölluð til framboðs fyrir Sjálfstæðisflokkinn tók þetta fólk upp á því að gera störf hennar tortryggileg með því að spyrja: Hvar er skýrslan? Ekki: Hver var árangurinn? Heldur: Hvar er skýrslan? Ef þetta eru þau „heilindi", sem munu einkenna störf borgarfulltrúa R-list- ans og samskipti þeirra í milli eru það áreiðanlega eiginleikar, sem aðrir munu frábiðja sér. Sannleikurinn er auðvitað sá, að það er ómerkilegur áburður af þessu tagi, sem gerir það að verkum að heiðar- legt fólk er tregt til þátttöku í stjómmálum. ÞÓTT FRAM- boðslisti Sjálfstæð- isflokksins til borg- arstjómar Reykja- víkur hafí verið val- inn með svo lýðræð- islegum hætti, sem raun ber vitni, alger andstæða þess bak- tjaldamakks, sem var undanfari vinstra framboðsins, á flokkurinn samt sem áður við erfiðleika að etja í þessari kosningabaráttu. Þótt stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins hafí sjálfír kveðið upp sinn dóm yfír þeim borgarfulltrúum flokks- ins á yfírstandandi kjörtímabili, sem mestri gagnrýni sættu, á Sjálfstæðisflokkurinn engu að síður við erfíðleika að etja. Og þótt verk meirihluta Sjálfstæðismanna á yfírstandandi kjörtímabili tali sínu máli er samt á brattann að sækja. Hvers vegna? Ástæðan er skýr og einföld og hefur ekkert með frammistöðu meirihluta Sjálf- stæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur að gera. Henni má lýsa með einu orði: Kreppan. Það eru erfíðleikar síðustu sex ára í efnahags- og atvinnumálum lands- manna, sem valda því, að hætta er á því, að Sjálfstæðisflokkurinn tapi meirihluta sínum í borgarstjórn Reykjavíkur. Hvers vegna koma afleiðingar kreppunnar mest niður á fylgi Sjálfstæðisflokksins sam- kvæmt skoðanakönnunum? Af þeirri ein- földu ástæðu, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í forystu fyrir landsstjórninni síðustu þrjú ár. Nú er fráleitt að halda því fram, að Sjálfstæðisflokkurinn á landsvísu beri ábyrgð á efnahagskreppunni. í stórum dráttum eru ástæður kreppunnar þrjár: í fyrsta lagi hrun fískistofnanna. Enginn stjórnmálaflokkur, engin ríkisstjórn og þaðan af síður meirihluti Sjálfstæðis- flokksins í borgarstjóm Reykjavíkur, ræð- ur við ástand þorskstofnsins. í öðru lagi sá háttur íslendinga undanfarna áratugi að lifa langt um efni fram og safna gífur- legum skuldum. í þeim efnum er hægt að gera stjórnmálamenn og stjórnmálaflokka ábyrga en fráleitt að leggja þær sakir á herðar Sjálfstæðisflokksins eins. í þriðja lagi almennur samdráttur í efnahagslífí Vesturlanda, sem auðvitað hefur haft mik- il áhrif hér en enginn stjórnmálaflokkur, Hvers vegna er á bratt- ann að sækja fyrir Sjálfstæðis- flokkinn? engin ríkisstjóm og allra sízt meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur, getur haft nokkur áhrif á þróun mála úti í hinum stóra heimi. Það eru þess vegna engin efnisleg rök fyrir því hjá kjósendum að refsa Sjálfstæð- isflokknum í borgarstjóm Reykjavíkur fyr- ir það erfiða ástand, sem hér hefur ríkt í efnahags- og atvinnumálum sl. sex ár. Raunar er staðreyndin sú, að meirihluti Sjálfstæðismanna í borgarstjóm hefur lagt sig fram um að draga eins og kostur er úr afleiðingum kreppunnar. Það hafa Sjálf- stæðismenn gert með því að leggja fram svo mikla fjármuni úr borgarsjóði til þess að skapa atvinnu í höfuðborginni, ekki sízt fyrir ungt fólk, að þeir hafa legið undir stórárásum vinstri flokkanna fyrir að stefna fjármálum borgarinnar í voða. Það er ástæða til að fólk taki eftir þessu: Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur hafa á undanfömum ámm beitt sér fyrir miklum fjárframlögum úr borgarsjóði til þess að tryggja atvinnu, ekki sízt fyrir ungt fólk. Af þessum sökum hefur Reykjavíkurborg safnað skuldum miðað við það, sem áður var, en vegna sterkrar eignastöðu borgarinnar hefur hún efni á þessari skuldasöfnun og vel það. En þá bregður svo við, að vinstri flokkam- ir í Reykjavík, undir forystu Sigrúnar Magnúsdóttur, sem skipar efsta sæti á hinum sameiginlega lista vinstri flokk- anna, halda uppi stórárásum á Sjálfstæðis- flokkinn fyrir að auka skuldir borgarinnar til þess að halda uppi atvinnu! Væntanlega mun Sigrún Magnúsdóttir beita sér fyrir því, fái hún aðstöðu til, að dregið verði úr þessum fjárframlögum til þess að draga úr skuldaaukningu borgar- sjóðs. En þá mun atvinnuleysi meðal ungs fólks í Reykjavík aukasten ekki minnka. En hér er auðvitað komið að lqarna málsins. Sú afstaða borgarbúa, sem lýsir sér í skoðanakönnunum þessa dagana, byggist á tilfínningum en ekki efnislegum rökum. Og þegar tilfmningar eru annars vegar er stundum erfítt að koma að rökum. I Morgunblaðinu í gær, föstudag, er frá því skýrt, að um níu þúsund íslendingar hafí verið atvinnulausir í aprílmánuði. Þar kemur fram, að hvorki meira né minna en 17% ungmenna á aldrinum 16 til 19 ára séu atvinnulaus og um 10% í aldurs- hópnum 20 til 29 ára. Það er auðvelt að skilja tilfínningar og sársauka þessa unga fólks og aðstandenda þeirra. Það er auðvelt að skilja, að þeir sem búa við svo mikið atvinnuleysi óg hin- ir fjölmennu hópar launþega, sem hafa orðið að taka á sig þungbæra kjaraskerð- ingu á undanfömum árum og standa frammi fyrir þvi dag hvern að endar ná ekki saman, segi við sjálfa sig og aðra, að það sé ástæða til að breyta til á vett- vangi stjómmálanna. En fólkið, sem býðst til að taka við, hefur ekki önnur og betri úrræði en Sjálf- stæðisflokkurinn hefur haft í því kreppu- ástandi, sem hér hefur ríkt. Ingibjörg Sól- rún ræður ekki fremur en aðrir við þorsk- stofninn og ástand hans. Sigrún Magnús- dóttir virðist telja það forgangsverkefni að lækka skuldir borgarsjóðs og er því — ef á annað borð má marka orð hennar og málflutning - ekki tilbúin til að leggja jafn mikla fjármuni fram og Sjálfstæðis- flokkurinn til þess að skapa atvinnu í borg- inni. Guðrún Ágústsdóttir hefur engin áhrif á það, hvenær ný efnahagsuppsveifla verður á Vesturlöndum. Hvað getur þetta fólk gert til þess að draga úr atvinnuleysi og kjaraskerðingu af völdum kreppunnar? Nákvæmlega ekki neitt. Þessi sjónarmið ættu kjósendur í Reykjavík að hugleiða vandlega áður en þeir stíga það skref að efna til nýs vinstra ævintýris í höfuðborg- inni.. Hver stelur frá hverj- um? Á UNDANFÖRN- um vikum hafa talsmenn vinstri flokkanna í Reykja- vík hvað eftir annað kvartað undan því, að Sjálfstæðisflokkurinn undir forystu Áma Sigfússonar, væri að „stela“ málum vinstri flokkanna og gera að sínum. Grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Morg- unblaðinu í gær, föstudag, varpar hins vegar nýju ljósi á það, hver er að „stela“ frá hveijum. í gréin sinni segir borgarstjóraefni vinstri manna: „Sem borgarstjóri mun ég bera ábyrgð á rekstri borgarinnar fyrir hönd þeirra, sem skipa meirihluta borgar- stjórnar. Ég verð pólitískur verkstjóri nýs meirihluta. Ég verð formaður fram- kvæmdaráðs borgarinnar, borgarráðs. Það verður hlutverk mitt að stilla saman krafta og veita nýjum hugmyndum í réttan far- veg til framkvæmda ... Ákvarðanir í borg- armálum verða teknar í borgarstjórnar- flokki Reykjavíkurlistans..." Með þessari lýsingu á starfssviði sínu, nái hún kjöri sem borgarstjóri, hefur Ingi- björg Sólrún Gísladóttur viðurkennt, að hvert einasta orð í gagnrýni vinstri flokk- anna á undanfönum áram á stjómskipulag og stjómunarhætti Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurborg hefur byggzt á ranghug- myndum og tómri vitleysu. Með þessari yfírlýsingu borgarstjóraefnisins era vinstri menn að viðurkenna, að þeir hafí haft rangt fyrir sér og að það stjómkerfí, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur mótað og byggt upp sé farsælast í málefnum Reykja- víkurborgar. Ef menn vilja orða það svo, eru vinstri menn hér að „stela“ eða apa eftir stjómkerfí Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þar með er gagnrýni þeirra á það stjórnkerfi hranin til granna. En hvers vegna að kjósa eftirlíkingar? Er líklegt að þeir, sem hafa bölsótast út í stjómarhætti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík áram saman, en viðurkenna nú, að Sjálfstæðisflokkurinn hafí haft rétt fyr- ir sér, séu líklegri til að reka borgarkerfíð á farsælan og hagkvæman hátt en þeir, sem hafa mótað þetta kerfí?! Auðvitað ekki. Vinstri flokkarnir leggja gríðarlega áherzlu á að sýna samstöðu út á við fyrir kosningarnar í lok maí. En þessir flokkar hafa ekkert breytzt. Þetta eru flokkarnir, sem hafa starfað saman að hluta til eða öllu leyti í a.m.k. þremur ríkisstjórnum með hörmulegum árangri, þar sem hver höndin var upp á móti annarri að skömm- um tíma liðnum. í langflestum tilfellum hefur samstarf þessara flokka endað með ósköpum. í borgarstjórn Reykjavíkur störf- uðu þessir flokkar saman í fjögur ár með slíkum endemum, að þeir sjálfír þegja vandlega um þann tíma. Kvennalistinn bætir engu við samstarf Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags. Kvennalistinn hefur fram að þessu ekki verið tilbúinn til að axla nokkra ábyrgð í íslenzkum stjórnmálum enda er skoðanamunur slíkur um grund- vallaratriði í þeim hópi, að draga má í efa, að Kvennalistinn mundi lifa slíka ábyrgð af. Eða hvernig halda menn, að þeim takist að stilla saman strengi sína í Evrópumálum, Ingibjörgu Sólrúnu og Kristínu Ástgeirsdóttur, svo að dæmi sé nefnt. Borgarstjóraefni vinstri flokkanna í Reykjavík segir í fyrmefndri grein hér í blaðinu: „Hvað svo sem Sjálfstæðisflokk- urinn segir í komandi kosningabaráttu getur hann ekki sagzt vera kjölfestan í íslenzkum stjórnmálum." Þetta er rangt. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki hafínn yfír gagnrýni. En hann er jafn mikil kjölfesta í íslenzkum stjórnmálum í dag og hann hefur áður verið. Á jafn erfiðum tímum og við lifum nú er meiri þörf fyrir slíka kjölfestu en nokkru sinni fyrr. Þess vegna skipta úrslitin í Reykjavík svo miklu máli. Sigur vinstri flokkanna í borgarstjórn Reykjavíkur gæti orðið undanfari mikilla umskipta á stjórnmálasviðinu. Þjóðin þarf nú á að halda stöðugleika og festu. Þess vegna þarf hún á Sjálfstæðisflokknum að halda. Og þess vegna ekki sízt lýsir Morg- unblaðið eindregnum stuðningi við D-lista Sjálfstæðismanna í komandi kosningum til borgarstjórnar Reykjavíkur. „Það er ástæða til að fólk taki eftir þessu: Sjálfstæð- ismenn í borgar- stjórn Reykjavík- ur hafa á undan- förnum árum beitt sér fyrir miklum fjárfram- lögum úr borgar- sjóði til þess að tryggja atvinnu, ekki sízt fyrir ungt fólk. Af þess- um sökum hefur Reykj avíkurborg safnað skuldum miðað við það, sem áður var, en vegna sterkrar eignastöðu borg- arinnar hefur hún efni á þessari skuldasöfnun og vel það. En þá bregður svo við, að vinstri flokk- arnir í Reykjavík, undir forystu Sigrúnar Magnús- dóttur, sem skip- ar efsta sæti á hinum sameigin- lega lista vinstri flokkanna, halda uppi stórárásum á Sjálfstæðisflokk- inn fyrir að auka skuldir borgar- innar til þess að halda uppi at- vinnu!“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.